Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Auglýsing

Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál (ÚNU) segir að frum­varp for­sæt­is­ráð­herra um breyt­ingar á upp­lýs­inga­lög­um, sem á að efla traust og auka gagn­sæi, muni gera fram­kvæmd lag­anna „bæði flókn­ari og óskil­virk­ari“. Ein­boðið sé að verði frum­varpið að lögum muni það valda enn tíð­ari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grund­velli upp­lýs­inga­laga. 

Þetta kemur fram í umsögn nefnd­ar­innar um frum­varpið sem birt var í gær. Þar segir enn fremur að ÚNU vilji árétta að „sam­bæri­leg ákvæði um aðkomu þriðja aðila að máls­með­ferð stjórn­valds, eins og frum­varpið felur í sér, eru ekki í nor­rænni lög­gjöf um upp­lýs­inga­rétt almenn­ings. Síð­ast­nefnda atriðið end­ur­speglar enn fremur að sjón­ar­mið sem hafa komið fram opin­ber­lega um að þörf sé á breyt­ingum á upp­lýs­inga­lögum vegna laga[...]um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga, eiga ekki við rök að styðj­ast.“

Brugð­ist við beiðni Sam­taka atvinnu­lífs­ins

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra lagði frum­varpið fram í mars. Það er nú til með­ferðar hjá stjórn­sýslu- og eft­ir­lits­nefnd þar sem Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, er fram­sögu­maður nefnd­ar­inn­ar. 

Auglýsing
Frumvarpið er samið í ráðu­neyti for­sæt­is­ráð­herra og sagt að til­gangur þess sé meðal ann­ars að „auka gagn­sæi í atvinnu­lífi og allri stjórn­sýslu til að efla traust almenn­ings á rekstri fyr­ir­tækja, fjár­mála­lífi, stjórn­málum og stofn­unum sam­fé­lags­ins.“

For­saga þess að frum­varpið var lagt fram eru athuga­semdir sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins skil­uðu inn í fyrra, þegar lögum um upp­lýs­inga­mál var breytt án þess að nokkur þing­maður greiddi atkvæði gegn því. Athuga­semdir þeirra snéru að því að sam­tökin vildi að hinu opin­bera yrði gert skylt að leita upp­lýs­inga hjá þriðja aðila, t.d. skjól­stæð­inga Sam­taka atvinnu­lífs­ins, um hvort þeir vildu að upp­lýs­ingar um þá yrðu gerðar opin­ber­ar. Nýlegt dæmi um slíka þriðja aðila er þegar Kjarn­inn og Við­skipta­blaðið leit­uðu eftir að fá stefnur nokk­urra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á hendur rík­inu þar sem þau fóru fram á yfir tíu millj­arða króna bætur vegna úthlut­unar á mak­ríl­kvóta. Rík­is­lög­maður taldi sér ekki heim­ilt að afhenda stefn­urnar þar sem sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið reynd­ust því mót­fall­in. Málið var kært til úrskurð­ar­nefndar Alþingis sem komst að þeirri nið­ur­stöðu að stefn­urnar ættu fullt erindi við almenn­ing og skyldu afhent­ar. 

Vildu að gjald­skylda yrði tekin upp

Í því frum­varpi sem for­sæt­is­ráð­herra lagði fram í mars, í þeim til­gangi að taka til­lit til athuga­semda Sam­taka atvinnu­lífs­ins, stendur til að gera öflun umsagnar þriðja aðila að meg­in­skyldu sem stjórn­völd geti aðeins vikið frá þegar það er „aug­ljós­lega óþarf­t.”

Sam­tök atvinnu­lífs­ins skil­uðu inn umsögn um nýja frum­varpið líka og lýstu yfir ánægju með það en lögðu líka til frek­ari breyt­ing­ar. Meðal ann­ars vilja sam­tökin að tekin verði upp gjald­­taka fyrir aðgang að upp­­lýs­ingum frá hinu opin­bera. Sá kostn­aður myndi að upp­i­­­stöðu falla á fjöl­miðla sem leggja fram nær allar beiðnir sem hinu opin­bera ber­­ast um upp­­lýs­ing­­ar. Þau vildu líka að tími til að afgreiða beiðni yrði tvö­fald­aður og að þeim sem leit­ast eftir að fá upp­lýs­ingar verði gert að útskýra til­gang beiðn­innar fyr­ir­fram.

Verður flókn­ara og óskil­virkara

Ýmsir aðilar hafa sent inn umsagnir og gagn­rýnt frum­varp­ið. Sið­fræði­stofnun Háskóla Íslands sagði að hætt væri við því að með frum­varp­inu yrði „stigið skref til baka“ þar sem að ekki væri tryggt að máls­með­ferð­ar­tími vegna upp­lýs­inga­beiðna myndi ekki lengj­ast verði það að lög­um. Blaða­manna­fé­lag Íslands leggst alfarið gegn sam­þykkt frum­varps­ins og það gerir Félag frétta­manna RÚV einnig. 

ÚNU skil­aði síðan í gær umsögn sinni um frum­varpið þar sem það er gagn­rýnt á ýmsan máta. Í henni segir að nefndin telji rétt að árétta að sú breyt­ing sem lögð sé til, um að skylt verði að leita álits þriðja aðila á upp­lýs­inga­beiðn­um, sé ein­sýnt að erindum sem stjórn­völdum ber­ast á grund­velli upp­lýs­inga­laga „inn­heimta aukna vinnu starfs­manna og gera fram­kvæmd upp­lýs­inga­laga bæði flókn­ari og óskil­virk­ari.“ 

Nefndin vekur einnig athygli á því að öflun umsagnar þriðja aðila sé nú þegar ein af helstu ástæðum þess að beiðnir almenn­ings um aðgang að upp­lýs­ingum tefj­ist. „Rétt er að taka fram að þau gögn sem óskað er eftir aðgangi að geta í vissum til­vikum varðað hund­ruð, jafn­vel þús­undir þriðju aðila. í þeim málum þar sem stjórn­völd telja þörf á því að afla umsagnar [...]bregður því oftar en ekki við að þriðji aðili dragi að svara stjórn­vald­inu með þeim afleið­ingum að sú hraða máls­með­ferð upp­lýs­inga­beiðna sem Alþingi hefur stefnt að er fyrir bí.“

Tíð­ari og lengri tafir

Í ljósi þessa telur ÚNU ein­boðið að verði breyt­ing­ar­til­laga for­sæt­is­ráð­herra að lögum muni það valda enn tíð­ari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grund­velli upp­lýs­inga­laga. Þessu til stuðn­ings er bent á að í upp­lýs­inga­lögum sé þeg­ar, í und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um, heim­ild til að hafna beiðni ef með­ferð upp­lýs­inga­beiðni ef álitið er að hún tæki svo mik­inn tíma, eða krefð­ist svo mik­illar vinnu, að ekki væri for­svar­an­legt að verða við henni. „Fyr­ir­séð er að stjórn­völd munu í auknum mæli beita fyrir sig ákvæð­inu verði frum­varpið sam­þykkt og máls­með­ferðin þannig þyngd og vinna við afgreiðslu beiðna auk­in.“ 

Í frum­varp­inu er líka kveðið á um skyldu úrskurð­ar­nefnd­ar­innar til að senda þriðja aðila afrit af úrskurðum nefnd­ar­innar ef hags­munir varða hann. Eins og sakir standa í dag fá ein­ungis þeir sem kæra mál til nefnd­ar­inn­ar, og þeir sem eru kærð­ir, slíkt afrit.  Ástæða þessa er, sam­kvæmt grein­ar­gerð frum­varps­ins, að gefa þriðja aðila færi á að krefj­ast frest­unar rétt­ar­á­hrifa úrskurð­ar­ins en sam­kvæmt upp­lýs­inga­lögum hefur máls­að­ili sjö daga til þess að setja fram slíka kröf­u. 

Í umsögn ÚNU segir að sá sem á rétt til aðgangs að upp­lýs­ingum sam­kvæmt úrskurði nefnd­ar­innar getur því þurft að bíða eftir því að fá gögn afhent í sjö daga eða þar til aðili hefur tekið ákvörðun um hvort krafa um frestun rétt­ar­á­hrifa er lögð fram og lengur ef slík krafa er lögð fram en nefndin tekur afstöðu til hennar með úrskurði. „Hafa ber í huga að sjö daga frest­ur­inn byrjar ekki að líða fyrr en aðila hefur borist afrit úrskurð­ar­ins. Það blasir því við að fyr­ir­huguð breyt­ing mun tefja afgreiðslu gagna sem úrskurðað hefur verið um aðgang að.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Kristján Guy Burgess
Opið samfélag er besta bóluefnið
Kjarninn 1. desember 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar