Mynd: 123rf.com

Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun

Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti með ráðstöfun ríkisfjár vegna leiðarinnar. Kostnaður við hana var upphaflega áætlaður 755 milljónir króna en verður líklega 34 milljarðar króna.

Þrátt fyrir áherslu stjórn­valda um að hluta­bóta­leið­in, einnig kölluð hluta­starfa­leið­in, væri stuðn­ingur við líf­væn­leg fyr­ir­tæki sem misst hefðu miklar tekjur virð­ist að nokkuð frjáls­ræði hafi verið á túlkun laga um hana. Í hópi þeirra fyr­ir­tækja sem nýttu sér hana eru „fyr­ir­tæki og fyr­ir­tækja­sam­stæður sem búa að öfl­ugum rekstri og traustum efna­hag en ekki verður séð af lög­unum og lög­skýr­ing­ar­gögnum að slíkt hafi verið ætl­un­in.“ 

Vakið hefur athygli að sveit­ar­fé­lög og opin­berir aðil­ar, til dæmis fyr­ir­tæki í opin­berri eigu, hafi nýtt sér úrræðið þrátt fyrir að lög­skýr­ing­ar­gögn beri með sér að það hafi verið ætlað fyr­ir­tækjum og starfs­mönnum þeirra. 

Brýnt er að eft­ir­lit sé haft með nýt­ingu rík­is­fjár og að stað­inn sé vörður um hags­muni rík­is­sjóðs þegar tugum millj­arða króna er ráð­stafað úr honum í leið eins og hluta­bóta­leið­ina. Á því varð mis­brestur og alls óvíst er hversu mik­ill kostn­aður hefði fallið á rík­is­sjóð vegna aðstæðna í efna­hags­líf­inu ef ekki hefði verið ráð­ist í hluta­bóta­leið­ina. Ljóst sé að fyr­ir­tæki sem hvorki eiga í bráðum rekstr­ar- né greiðslu­vanda, voru í sumum til­vikum með öfl­ugan rekstur og sterkan efna­hag, hafi nýtt sér leið­ina. 

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í svartri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um úttekt sem stofn­unin hefur gert á hluta­bóta­leið­inni. Skýrslan er unnin að frum­kvæði Rík­is­end­ur­skoð­unar og hún var kynnt fyrir vel­ferð­ar­nefnd seint á mið­viku­dag. For­seti Alþingis gerði grein fyrir til­vist skýrsl­unnar við upp­haf þing­fundar í dag. Áður hafði félags- og barna­mála­ráðu­neytið og Vinnu­mála­stofnun fengið vit­neskju um að hún væri í vinnslu. 

Atvinnu­leysi mun kosta 84 millj­arða í ár

Hluta­bóta­leiðin var kynnt í fyrsta efna­hag­s­pakka rík­is­stjórn­ar­innar þann 21. mars síð­ast­lið­inn og er langstærsta ein­staka úrræðið sem hefur verið gripið til enn sem komið er vegna yfir­stand­andi efna­hags­að­stæðna. Leiðin gengur út á að stjórn­völd greiða allt að 75 pró­sent launa þeirra sem lækka tíma­bundið í starfs­hlut­falli upp að ákveðnu þaki.

Auglýsing

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins, sem var lagt fram 13. mars 2020, var gert ráð fyrir að um 1.000 manns myndu nýta sér úrræðið og kostn­aður þess myndi nema um 755 millj­ónum króna. 

Eftir að hluta­starfa­leiðin var lög­fest þann 20. mars 2020 taldi for­stjóri Vinnu­mála­stofn­unar að var­lega áætlað gæti kostn­að­ur­inn orðið þrír millj­arðar króna ef fimm þús­und manns myndu nýta sér leið­ina og 6,4 millj­arðar króna ef fjöld­inn yrði tíu þús­und. 

Þegar rík­is­stjórnin kynnti úrræðið á blaða­manna­fundi þann 21. mars sama ár var gert ráð fyrir mun meiri kostn­aði. Sam­kvæmt kynn­ing­unni var talið að við­bót­ar­þörf Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs yrði 22 millj­arðar króna Ekki var sett fram nein spá um fjölda ein­stak­linga sem kynnu að nýta sér leið­ina en miðað við áætl­aða fjár­þörf má gera ráð fyrir að fjöld­inn yrði um 30 þús­und. Kostn­að­ur­inn varð miklu meiri

Rúm­lega 37 þús­und manns voru sett á hluta­bóta­leið­ina þegar mest var. Rétt tæp­lega 73 pró­sent allra þeirra 6.435 vinnu­veit­enda sem nýttu sér leið­ina voru með þrjá eða færri starfs­menn. Nú áætla stjórn­völd að kostn­aður vegna leið­ar­innar verði 34 millj­arðar króna, en til stendur að fram­lengja gild­is­tíma hennar með breyt­ingum út ágúst­mán­uð. Heild­ar­greiðslur Vinnu­mála­stofn­unar vegna úrræð­is­ins á því tíma­bili sem Rík­is­end­ur­skoðun skoð­aði, greiðslur vegna mars og apr­íl­mán­aða, námu 11,7 millj­örðum króna og því við­búið að greiðslur til ein­stakra fyr­ir­tækja, sem fjallað verður um hér að neð­an, verði meiri þegar árið verður gert upp. 

Áætl­aðar atvinnu­leys­is­bætur í byrjun árs og út árið voru 27,4 millj­arðar króna. Vegna yfir­stand­andi ástands, og aðgerða rík­is­stjórn­ar­inn­ar, hefur sú talað hækkað um 56,5 millj­arða króna í 83,9 millj­arða króna. Inni í þeirri tölu eru allar áætl­aðar greiðslur til bæði þeirra sem eru atvinnu­lausir að fullu og þeirra sem nýttu hluta­bóta­leið­ina. 

Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi.
Mynd: Skjáskot/RÚV

Til sam­an­burðar má nefna að allt árið 2018 námu heild­ar­greiðslur vegna atvinnu­leysis ell­efu millj­örðum króna. Metárið í útgreiðslu atvinn­u­­leys­is­­bóta hingað til var árið 2009, þegar alls voru greiddar út 27,9 millj­­arðar króna. Sú upp­hæð hefur því vel rúm­lega tvö­fald­ast á fjórum mán­uð­um.

31 fyr­ir­tæki með yfir 100 starfs­menn á leið­inni

Alls setti 31 fyr­ir­tæki fleiri en 100 starfs­menn á leið­ina. Á meðal þeirra eru mörg stöndug fyr­ir­tæki eins og Mikla­torg ehf., sem á og rekur IKEA á Íslandi og hefur verið rekið í miklum hagn­aði árum sam­an, setti 180 starfs­menn á hluta­bóta­leið­ina. Alls greiddi rík­is­sjóður 65 millj­ónir króna vegna þessa í mars og apr­íl. Stoð­tækja­fyr­ir­tækið Össur setti 166 starfs­menn á leið­ina og greiðslur úr rík­is­sjóði vegna þessa námu 30,6 millj­ónum króna. Össur hefur sagt að fyr­ir­tækið ætli að end­ur­greiða þá fjár­muni. Athygli vekur að Íslands­póst­ur, sem er fyr­ir­tæki að öllu leyti í eigu rík­is­ins, ákvað að setja 154 manns á hluta­bóta­leið­ina. Festi, sem er skráð félag sem gerir ráð fyrir að skila yfir sjö millj­arða króna hagn­aði í ár, setti einnig fjöl­marga starfs­menn dótt­ur­fé­laga sinna á leið­ina. Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar kemur til að mynda fram að 156 starfs­menn N1 voru á hluta­bót­um.

Auglýsing

Ein sam­stæða sker sig þó úr á allan hátt, Icelandair Group. Umfang greiðslna til hennar er mun umfangs­meiri en til allra ann­arra. Í mars og apríl greiddi Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóður 926 millj­ónir króna í hluta­bætur vegna 2.493 starfs­manna Icelandair og heild­ar­greiðsla vegna hluta­bóta til starfs­manna móð­ur­fé­lags flug­fé­lags­ins, Icelandair Group, nam 1.116 millj­ónum króna vegna 3.318 starfs­manna.

Heild­ar­fjöldi stöðu­gilda Icelandair Group var að með­al­tali 4.715 á árinu 2019. Innan sam­stæð­unnar eru ásamt flug­fé­lag­inu Icelandair ehf. dótt­ur­fé­lögin Air Iceland Conn­ect (Flug­fé­lag Íslands ehf.), ferða­skrif­stofan Iceland Tra­vel ehf., Loft­leið­ir-Icelandic ehf., Icelandair Cargo ehf. og ferða­skrif­stofan Vita (Feria ehf.). Sam­stæðan seldi 75 pró­sent hlut sinn í Icelandair Hot­els (Flug­leiða­hót­elum hf.) 3. apríl 2020. 

Sam­drátt­ur­inn verður að vera vegna COVID-19

Ákveðið var í lok apríl að hluta­­bóta­­leiðin yrði fram­­lengd með óbreyttu sniði út júní, en hún átti upp­haf­lega að gilda til 1. júní. Eftir það verður hún í boði með breyttu sniði – hámarks­­greiðslur úr opin­berum sjóðum verða þá 50 pró­­sent af greiddum launum í stað 75 pró­­sent – og nán­­ari skil­yrðum út ágúst.

Icelandair Group er sú fyrirtækjasamstæða sem hefur orðið fyrir mestu höggi vegna yfirstandandi aðstæðna í efnahagslífinu.
mynd: Bára Huld Beck

Rík­is­end­ur­skoðun telur að fullt til­efni hafi verið fyrir stjórn­völd að end­ur­skoða fram­kvæmd hluta­starfa­leið­ar­innar og bregð­ast við, enda sé þannig leit­ast við að úrræðið sé ein­göngu nýtt af þeim aðilum sem því er ætlað að aðstoða. 

Að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar þarf til að mynda að tryggja virkt eft­ir­lit með úrræð­inu þegar í stað og kanna þurfi hvort vinnu­veit­endur upp­fylli til­tekin skil­yrði um rekst­ur, fjár­hag og fjár­hags­skuld­bind­ing­ar.

Í skýrsl­unni seg­ir: „Eftir að í ljós kom að fyr­ir­tæki sem ekki áttu í bráðum rekstr­ar­vanda og bjuggu að sterkum efna­hag sem og opin­berir aðilar og sveit­ar­fé­lög höfðu nýtt úrræð­ið, var það afdrátt­ar­laus afstaða stjórn­valda að við end­ur­skoðun og fram­leng­ingu hluta­starfa­leið­ar­innar yrðu sett sam­bæri­leg skil­yrði fyrir úrræð­inu og finna má í öðrum aðgerðum stjórn­valda vegna COVID-19.“

Lögin sem gildi um leið­ina séu þó ekki marg­orð um þau skil­yrði sem upp­fylla þarf svo að hluta­bætur séu greidd­ar. „Hvað launa­menn varðar kveða lögin á um að um tíma­bund­inn sam­drátt í starf­semi vinnu­veit­anda sé að ræða en í til­viki sjálf­stætt starf­andi ein­stak­linga verður að vera veru­legur sam­dráttur í rekstri sem leiðir til tíma­bund­innar stöðv­unar á rekstri. Lögin hafa ekki að geyma frek­ari skil­grein­ingar á því hvað felist í tíma­bundnum sam­drætti eða hvað telst vera veru­legur sam­drátt­ur.“

Auglýsing

Í grein­ar­gerð­inni sem fylgdi frum­varp­inu þegar það var lagt fram hafi þó komið fram að til­efni laga­setn­ing­ar­innar væri óvissa á vinnu­mark­aði vegna COVID-19. Enn fremur sagði þar að Sam­tök atvinnu­rek­enda myndu hvetja fyr­ir­tæki sem eigi í tíma­bundnum rekstr­ar­vanda að nýta þann kost að lækka starfs­hlut­fall starfs­manna sinna tíma­bundið fremur en að grípa til upp­sagna. „Af þessu má ráða að sá sam­dráttur sem vinnu­veit­endur vísa til þegar starfs­hlut­fall starfs­manna er lækkað verður að vera vegna COVID-19. Þá má einnig benda á að sam­drátt­ur­inn verður að leiða til rekstr­ar­vanda hjá fyr­ir­tækjum og af þeim sökum ættu fyr­ir­tæki með sterkan efna­hag að geta staðið af sér tíma­bundna rekstr­ar­sveiflu án þess að þurfa að grípa til upp­sagna starfs­fólks eða lækk­unar á starfs­hlut­falli. Allt þetta eru atriði sem Vinnu­mála­stofnun ber að leggja til grund­vallar þegar meta á hvort heim­ilt sé eða heim­ilt hafi verið að greiða hluta­bætur til launa­manna.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar