Konurnar við ríkisstjórnarborðið þykja standa sig betur í starfi en karlarnir

Þeir fjórir ráðherrar sem mest ánægja er með á meðal þjóðarinnar eru konur. Svo koma tveir karlar. Síðan fimmta konan. Og fjórir karlar verma botnsætin. Mynstrið er svipað og þegar ánægja með frammistöðu ráðherranna var mæld í fyrra.

Meiri ánægja mælist störf kvenna en karla í ríkistjórn Íslands í nýrri könnun frá Gallup.
Meiri ánægja mælist störf kvenna en karla í ríkistjórn Íslands í nýrri könnun frá Gallup.
Auglýsing

Kon­urnar sem sitja við rík­is­stjórn­ar­borðið eru almennt vin­sælli á meðal almenn­ings en karl­arnir sem þar sitja með þeim, en sam­kvæmt nýrri könnun sem Gallup birti í gær eru fjórir vin­sæl­ustu ráð­herr­arnir í rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur kon­ur. Mest er ánægjan með störf Katrínar sjálfr­ar, svo Lilju Alfreðs­dóttur og þá Þór­dísar Kol­brúnar R. Gylfa­dóttur og Svan­dísar Svav­ars­dótt­ur, áður en fyrsti karl­inn kemst á blað.

Svipað var uppi á ten­ingnum í könnun sem Mask­ína birti í apríl í fyrra, en þá skip­uðu konur sér í efstu þrjú sætin þegar almenn­ingur var spurður út í ánægju sína með frammi­stöðu ein­staka ráð­herra í starfi.

Kann­an­irnar tvær eru ekki að öllu leyti eins hvað aðferða­fræði og úrtak varð­ar, en spyrja þó í grunn­inn sama hóp­inn, íslensku þjóð­ina, að sömu spurn­ing­unni, hversu ánægð eða óánægð hún er með störf þeirra sem sigla þjóð­ar­skút­unni.

Auglýsing

Mest ánægja með störf Katrínar

Þjóðin er ekki ánægð­ari með neinn ráð­herra en Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra og for­mann Vinstri grænna. Rúm­lega 59 pró­sent lands­manna eru ánægð með störf Katrínar sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar frá Gallup, en 21 pró­sent óánægð.

Í könnun Mask­ínu frá því í fyrra, sem tekið skal fram að er ekki fylli­lega sam­bæri­leg, mæld­ist ánægja með störf Katrínar 38,6 pró­sent, mun minni en hún mælist nú. Einnig mæld­ist tölu­vert meiri óánægja með störf Katrínar þá, eða 34,4 pró­sent þeirra sem svör­uðu könnun Mask­ínu fyrir rúmu ári síðan sögð­ust óánægð með verk for­sæt­is­ráð­herr­ans.

Katrín Jakobsdóttir er sá ráðherra sem flestir eru ánægðir með. Mynd: Bára Huld Beck

Katrín hefur lengi verið einn vin­sæl­asti stjórn­mála­maður lands­ins og notið vin­sælda þvert á flokka. Í skoð­ana­könnun sem var gerð árið 2015 naut hún mest trausts alls for­ystu­fólks í stjórn­mál­um, en þá sögð­ust um sex af hverjum tíu treysta henni, sem er einmitt svipað hlut­fall þjóð­ar­innar og seg­ist ánægt með störf hennar nú.

Umtals­vert meiri ánægja er með störf Katrínar á meðal þjóð­ar­innar en hinna leið­toga rík­is­stjórn­ar­flokk­anna um þessar mund­ir, en 43 pró­sent lands­manna eru ánægð með störf Bjarna Bene­dikts­sonar og 39 pró­sent með störf Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, sam­kvæmt könnun Gallup. Þeir eru þó vin­sæl­ustu karl­arnir við rík­is­stjórn­ar­borð­ið.

Fram­sókn nýtur lít­illar hylli en Lilja er áfram vin­sæl

Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ann Lilja Dögg Alfreðs­dóttir fór með him­in­skautum í mæl­ingu Mask­ínu á vor­mán­uðum 2019 og var þá sá ráð­herra sem lang­flestir voru ánægðir með, eða heil 67,6 pró­sent aðspurðra. Ein­ungis 9,6 pró­sent óánægja mæld­ist með störf hennar í þeirri könn­un.

Niðurstöður úr Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í gær. Mynd: Gallup

Í könnun Gallup nú segj­ast nærri 54 pró­sent vera ánægð með störf Lilju, en rúm 17 pró­sent eru óánægð með hennar verk, sem gerir hana að óum­deildasta ráð­herra rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sam­kvæmt könn­un­inni.

Þegar mæl­ingin í fyrra fór fram var enn mikið rætt um Klaust­ur­mál­ið, en Lilja var ein fjöl­margra sem núver­andi þing­menn Mið­flokks­ins töl­uðu illa um yfir drykkjum þann 20. nóv­em­ber 2018. Varð hún meðal ann­ars að þola grófar kyn­ferð­is­legar athuga­semdir frá sam­þing­manni sínum Berg­þóri Óla­syn­i. Við­brögð hennar í kjöl­farið vöktu mikla athygli, en hún fór í Kast­ljós­við­tal og lýsti orðum þeirra sem sátu og rausuðu á Klaustri sem algjöru ofbeldi, sem hún væri ofboðs­lega ósátt við.

Lilja Alfreðsdóttir er óumdeildasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Mynd: Bára Huld Beck

Á sviði stjórn­mál­anna hefur ekki allt gengið upp sem Lilja hefur ætlað sér und­an­farin miss­eri.

Fjöl­miðla­frum­varp hennar situr til dæmis enn fast í þing­nefnd og hefur mætt yfir­lýstri and­stöðu þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þá mælist Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn nú með sitt minnsta fylgi frá síð­ustu kosn­ing­um, eða ein­ungis 6,4 pró­sent, sam­kvæmt könnun MMR sem birt var fyrr í vik­unni.

Einnig hafa gjörðir Lilju ekki alltaf fallið í kramið hjá sam­ráð­herrum henn­ar. Skýrt dæmi um það núna nýlega var þegar hún lét hafa eftir sér í hlað­varps­þætti Við­skipta­Mogg­ans að senni­lega yrði ekki hægt að opna fyrir óheft flæði fólks til og frá Íslandi fyrr en búið væri að finna upp bólu­efni við kór­ónu­veirunni.

Aðrir ráð­herrar hlupu til og sögðu ekk­ert hafa verið ákveðið um slíkt, enda væri þar um meiri­háttar stefnu­breyt­ingu að ræða sem yrði kynnt með form­legum og við­eig­andi hætti.

Lilja er talin lík­leg til þess að gefa kost á sér í for­manns­emb­ætti Fram­sókn­ar­flokks­ins fyrir kosn­ing­arnar á næsta ári og hefur hvorki sagt af eða á um hvort svo verði.

Tæpur helm­ingur ánægður með verk Þór­dísar og Svan­dísar

Nær jafnar í þriðja og fjórða sæti yfir vin­sæl­ustu ráð­herrana eru þær Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra og Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra, en um 46 pró­sent ánægja mælist með störf þeirra í könnun Gallup.

Þórdís Kolbrún er vinsælasti ráðherra Sjálfstæðisflokksins Mynd: Bára Huld Beck

Þór­dís Kol­brún var næst­vin­sæl­asti ráð­herr­ann í könnun Mask­ínu í fyrra og mæld­ist þar 43,2 pró­sent ánægja með störf hennar og er hún því svipuð nú. Þór­dís Kol­brún er vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og óum­deild­asti ráð­herra hans, en ein­ungis rúm 18 pró­sent svar­enda í könnun Gallup sögð­ust óánægðir með störf Þór­dísar Kol­brún­ar.

Munar tölu­verðu á henni og Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni, sem um 28 pró­sent segj­ast óánægð með, og þeim Bjarna Bene­dikts­syni og Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, sem 35 pró­sent eru óánægð með. 62 pró­sent sögð­ust óánægð með störf Krist­jáns Þórs Júl­í­us­sonar sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra.

Ánægja með störf Svan­dísar hefur vaxið gríð­ar­lega frá mæl­ing­unni í fyrra, en þá sögð­ust aðeins 19,9 pró­sent vera ánægð með frammi­stöðu hennar sem heil­brigð­is­ráð­herra. 

Ein­ungis mæld­ist minni ánægja með störf tveggja ráð­herra í mæl­ingu Mask­ínu þá, þeirra Krist­jáns Þórs og Sig­ríðar Á. And­er­sen, sem var þá reyndar þegar búin að segja af sér sem dóms­mála­ráð­herra vegna Lands­rétt­ar­máls­ins.

Ánægja með störf Svandísar mælist mun meiri nú en í fyrra. Mynd: Bára Huld Beck

Mögu­lega hefur kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn aukið vin­sældir Svan­dís­ar, en sem heil­brigð­is­ráð­herra hefur hún und­an­farna mán­uði tekið og kynnt ákvarð­anir um sótt­varna­ráð­staf­anir sem almennt hafa fallið ágæt­lega í kramið. 

Mæl­ingar hafa sýnt að öllum meg­in­þorra almenn­ings þóttu þær ráð­staf­anir hóf­legar og í takti við til­efn­ið, þó að einnig hafi hluti þjóð­ar­innar talið að ýmist væri of mikið eða of lítið gert til þess að bregð­ast við.

Dóms­málin virð­ast ekki lík­legt til vin­sælda

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir er nýjasti og um leið yngsti ráð­herra rík­is­stjórn­ar­inn­ar, 29 ára göm­ul. Hún tók við sem dóms­mála­ráð­herra í lok síð­asta sum­ars eftir að Þór­dís Kol­brún hafði lengt starfs­titil sinn enn frekar með því að fylla skarð Sig­ríðar Á. And­er­sen tíma­bund­ið.

Áslaug Arna er rétt fyrir neðan miðjan ráð­herra­hóp­inn hvað vin­sældir varð­ar, en 37 pró­sent lands­manna segj­ast ánægðir með störf henn­ar. Á móti kemur eru næstum því jafn­margir sem segj­ast óánægð­ir, sam­kvæmt könnun Gallup.Áslaug Arna hefur haft í nógu að snúast sem dómsmálaráðherra frá því að hún tók við embættinu í fyrra.

Frá því að Áslaug Arna tók við emb­ætti hefur ýmis­legt verið á döf­inni á hennar mál­efna­sviði. Eitt hennar fyrstu verka var að takast á við mikla ólgu vegna langvar­andi deilna innan lög­regl­unnar og gerð starfs­loka­samn­ings við Har­ald Johann­es­sen rík­is­lög­reglu­stjóra í kjöl­far­ið. Síðan þá hefur hún skipað Sig­ríði Björk Guð­jóns­dóttur í emb­ætt­ið.

Mál­efni flótta­fólks hafa einnig verið í umræð­unni og senni­lega bakað Áslaugu Örnu nokkrar óvin­sæld­ir. Nú er til með­ferðar á Alþingi frum­varp hennar um breyt­ingar á útlend­inga­lög­um, sem Rauði kross­inn á Íslandi hefur sagt fela í sér veru­lega aft­ur­för og rétt­inda­skerð­ingu fyrir fólk á flótta.

Fjórir karlar reka lest­ina í ánægju­mæl­ing­unni

Hér að ofan hefur verið fjallað um hvernig kon­urnar í ráð­herra­lið­inu koma út í sam­an­burði við mæl­ingu Mask­ínu í fyrra. Þegar horft er til karl­anna eru þeir Bjarni og Sig­urður Ingi vin­sælast­ir, en nær 43 pró­sent segj­ast ánægð með störf Bjarna og 39 pró­sent með störf Sig­urður Inga, sem áður seg­ir.

Báðir rísa þeir nokkuð mikið frá mæl­ingu Mask­ínu í fyrra, en þá voru ein­ungis 25 pró­sent sem sögð­ust ánægð með frammi­stöðu Bjarna og 27,8 pró­sent voru ánægð með Sig­urð Inga.

Ekki er jafn mikil ánægja með hina karl­ana í ráð­herra­lið­inu, en svo sem ekki sér­lega mikil óánægja held­ur, ef frá er talin sú megna óánægja sem mælist með störf Krist­jáns Þórs í könnun Gallup nú.

Bjarni og Kristján Þór á Alþingi. Ánægja með störf Bjarna eykst töluvert frá svipaðri mælingu í fyrra en Kristján Þór er óvinsælasti ráðherrann. Mynd: Bára Huld Beck

Þeir Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra falla þó langt niður ánægju­list­ann, miðað við könnun Mask­ínu í fyrra. Þar voru þeir tveir þeir karlar sem mest ánægja mæld­ist með, en nú hafa Bjarni og Sig­urður Ingi skotið þeim ref fyrir rass.

Mæld ánægja með frammi­stöðu þeirra í starfi er þó áfram á svip­uðu róli, en um 35 pró­sent eru ánægð með störf þeirra, sem er litlu meira en í mæl­ingu Mask­ínu í fyrra. Ásmundur Einar Daða­son félags- og barna­mála­ráð­herra er á svip­uðu róli og þeir Guð­mundur Ingi og Guð­laugur Þór og er ánægjan með hann tölu­vert meiri nú en í könnun Mask­ínu í fyrra, þegar hún mæld­ist rúm 22 pró­sent.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar