Ahmaud Arbery

Hvítir karlar fóru „á veiðar“ og skutu svartan pilt

„Það er svartur maður að hlaupa niður götuna,“ segir móður og másandi maður við neyðarlínuna. Nokkrum mínútum síðar liggur ungur karlmaður í blóði sínu á götunni. Hann hafði verið skotinn þrisvar.

Tveir hvítir karl­menn með byssur um hábjartan dag. Tveimur skotum er hleypt af. Ungum svörtum karl­manni blæðir út. „Sjálfs­vörn,“ segja hvítu menn­irn­ir. „Hann var úti að skokka,“ segir móðir unga manns­ins. Skýrsla er tekin af hvítu mönn­un­um. Þeir segj­ast hafa grunað unga mann­inn um inn­brot og því elt hann. Hann hafi svo ráð­ist á annan þeirra. Þetta er tekið gott og gilt. Þeir eru ekki hand­tekn­ir.

Ekki fyrr en um sjö­tíu dögum síðar eftir að mynd­band er birt opin­ber­lega. Mynd­band sem sýnir allt aðra atburða­rás en þeir höfðu lýst í skýrslu­töku.

Stefni á nám í haust

Í fyrra stóð hinn 25 ára Ahmaud Marquez Arbery á kross­götum í líf­inu. Hann bjó enn í for­eldra­húsum í smá­bænum Brunswick í Georg­íu-­ríki, hafði verið hand­tek­inn fyrir búð­ar­hnupl nokkrum árum áður og hlotið skil­orðs­bund­inn dóm en ákvað að taka á honum stóra sínum og skrá sig í skóla. Hann vildi verða raf­virki. Honum fannst hann þó ekki alveg til­bú­inn að setja á skóla­bekk og ákvað að bíða með nám þar til í haust.

Hann vildi vera í góðu formi. Og til að ná því mark­miði fór hann nær dag­lega út að hlaupa. Hann hljóp yfir­leitt sömu leið­ina. Veif­aði til nágrann­anna er hann hljóp fram hjá hús­unum í göt­unni, út úr hverf­inu sínu og inn í það næsta, Satilla Shor­es. 



Auglýsing

Þetta gerði hann einmitt sunnu­dag­inn 23. febr­úar í ár. En sú ferð varð hans síð­asta.  

Satilla Shores og Brunswick eru í Glynn-­sýslu. Um 70 pró­sent íbúa sýsl­unnar eru hvítir og meiri­hluti þeirra sem býr í Satilla Shores er sömu­leiðis hvítur og flestir til­heyra milli- eða yfir­stétt. Meiri­hluti 16 þús­und íbúa Brunswick er hins vegar svart­ur. Og tæp­lega 40 pró­sent búa við fátækt.

Svartur maður – hvítur bolur

„Svartur maður í hvítum stutt­erma­bol“ fór inn í hús sem er í bygg­ingu í Satilla Shor­es, segir maður sem hringir í neyð­ar­lín­una, 911, þann 23. febr­ú­ar. Hann talar rólega. 

„Og þú sagðir að ein­hver væri að brjót­ast þarna inn nún­a?“ spyr starfs­maður neyð­ar­lín­unn­ar.

„Nei, þetta er allt opið, verið að byggja [hús­ið]. Og núna er hann að hlaupa – þarna hleypur hann!“

„Hvað er hann að ger­a?“ spyr neyð­ar­línu­starfs­mað­ur­inn. 

„Hann er að hlaupa niður göt­una,“ svarar sá sem hringdi.

Starfs­maður neyð­ar­lín­unnar seg­ist ætla að senda lög­reglu á vett­vang en að fyrst verði hann að fá að vita hvað mað­ur­inn hafi gert af sér.

„Hann hefur náðst á mynda­vélar oft áður­... þetta er við­var­andi mál hérna,“ svarar mað­ur­inn og segir að und­an­farið hefðu mörg inn­brot verið framin í hverf­inu.

Stuttu síðar hringir annar maður í neyð­ar­lín­una. Annar starfs­maður svarar því sím­tali.

„911, hvernig get ég aðstoð­að?“

„Ég er hérna í Santilla Shor­es,“ segir inn­hringj­and­inn, nokkuð and­stutt­ur. „Það er svartur maður að hlaupa niður göt­una.“

Starfs­maður neyð­ar­lín­unnar spyr hvar hann sé nákvæm­lega. Sá sem hringdi veit það ekki en hrópar allt í einu: „Slepptu þessu! And­skot­inn. Stopp­aðu! Slepptu þessu!“

Stuttu síðar hrópar hann: „Tra­vis!“

Svo svarar hann starfs­mann­inum ekki í fimm mín­út­ur. Á upp­tök­unni má heyra sírenu­væl áður en sam­bandið slitn­ar. 



Á meðan á þessu sím­tali stendur eru feðgar á pall­bíl að elta Amhaud Arbery. Fað­ir­inn, hinn 64 ára gamli Gregory McMichael, og sonur hans, Tra­vis McMich­ael reyna að króa Arbery af en hann breytir um stefnu. Að lokum tekst þeim að leggja pall­bílnum í veg fyrir hann. Fað­ir­inn stendur á pall­inum og son­ur­inn er í bíl­stjóra­sæt­inu. Þegar lög­reglan kemur á vett­vang liggur Arbery í blóði sínu á göt­unni. Hann hafði verið skot­inn þremur skotum og lést skömmu síðar af sárum sín­um.

Nöfn þeirra sem hringdu í neyð­ar­lín­una hafa ekki verið gerð opin­ber en fjöl­miðl­ar, m.a. Guar­di­an, telja að sá sem hringdi inn í seinna skiptið sé Gregory McMich­ael. 

Lög­reglan í Glynn-­sýslu tók skýrslu af feðg­un­um. Sá eldri sagð­ist hafa séð mann fara inn í hús í göt­unni og hann hefði líkst manni sem grun­aður væri um nokkur inn­brot á svæð­inu. Hann hringdi því í son sinn, þeir gripu byssur sín­ar, hopp­uðu upp í pall­bíl og hófu eft­ir­för. Þeir hafi reynt að stöðva mann­inn og beðið hann að stoppa. Þeir hafi lagt bíl sínum nálægt mann­in­um, son­ur­inn hafi farið út  með byssu í hendi, en þá hafi mað­ur­inn „ráð­ist með ofbeldi“ á son­inn og reynt að ná af honum byss­unni. Son­ur­inn hafi þá hleypt af og svo aftur skömmu síð­ar. Þetta var sjálfs­vörn, sögðu feðgarn­ir.



Gregory og Travis McMichael.

Eftir skýrslu­tök­una fóru feðgarnir leiðar sinn­ar. Skömmu síðar komst sak­sókn­ari að þeirri nið­ur­stöðu að ekki væri til­efni til að ákæra þá. Málið vakti litla athygli utan svæð­is­ins enda far­aldur COVID-19 skoll­inn á og fjöl­miðlar upp­fullir af fréttum honum tengd­um.

Móðir Ahmaud Arbery, Wanda Cooper-Jo­nes, var hins vegar ekki á þeim bux­unum að láta dauða sonar síns falla í gleymsk­unnar dá. Hann hafði verið myrt­ur. Hún var þess full­viss.

Það liðu enn ein­hverjar vikur þar til fjöl­miðlar tóku við sér. En þá fóru þeir á fullt í að grafa í mál­inu. Fá afrit af lög­reglu­skýrsl­un­um, upp­tökur frá neyð­ar­lín­unni og úr örygg­is­mynda­vél­um. Og loks mynd­band sem tekið var af eft­ir­för­inni. Mynd­band sem átti eftir að leiða til hand­töku feðganna, mán­uðum eftir að Ahmaud Arbery var skot­inn til bana. 

Fyrr­ver­andi lög­reglu­maður

Gregory McMich­ael er fyrr­ver­andi lög­reglu­maður í Glynn-­sýslu. Hann starf­aði sem rann­sak­andi á skrif­stofu sak­sókn­ara í umdæm­inu þar til í maí í fyrra er hann lét af störfum sökum ald­urs. Það var fyrr­ver­andi kollegi hans sem tók af honum skýrslu og fyrr­ver­andi yfir­maður hans, umdæm­issak­sókn­ar­inn, sem fékk málið til skoð­un­ar.

Fjórir sak­sókn­arar

Sá angi máls­ins er kafli út af fyrir sig. Fjórir sak­sókn­arar hafa verið fengnir að mál­inu eftir að hver þeirra á fætur öðrum varð að segja sig frá því vegna tengsla, m.a. við Trevor McMich­ael – mann­inn sem skaut Arbery til bana. Þeir höfðu meðal ann­ars sagt að feðgarnir hefðu, eins og lög í Georgíu leyfa, ætlað að hand­taka Arbery borg­ara­lega, vegna gruns um að tengj­ast inn­brot­um, en við árás hans hefðu þeir skotið hann í sjálfs­vörn. Engin ástæða væri því hvorki til að handa­taka þá né ákæra.



Skjáskot úr myndbandinu af árásinni. Ahmaud Arbery fellur til jarðar.

Gögn máls­ins,sem fjöl­miðlar og síðar lög­reglu­yf­ir­völd öfl­uðu, þykja nú benda til þess að atburða­rásin hafi verið eft­ir­far­and­i: 

Ahmaud Arbery fór út að hlaupa skömmu eftir hádegi 23. febr­ú­ar, klæddur stutt­buxum og hvítum bol. Hann veif­aði nágranna sínum er hann hóf sinn venju­bundna hring. Er hann kom út úr hverf­inu sem hann bjó í ásamt móður sinni lá leiðin inn í Satilla Shor­es. Við eina göt­una þar stendur hús í bygg­ingu. Þar var engan að sjá. Hann staldr­aði við og fór svo inn. 

Inni í hús­inu leit hann í kringum sig í stutta stund og fór svo út aftur og hélt för sinni áfram. En þá þegar hafði nágranni hringt í lög­regl­una og sagt frá „svörtum manni“ í „hvítum stutt­erma­bol“. Og þá þegar höfðu McMichael-­feðgarnir stokkið upp í pall­bíl­inn með byss­urn­ar. Og þá þegar hafði annar nágranni, sem síðar átti eftir að verða hand­tek­inn líka, ákveðið að leggja feðg­unum lið við eft­ir­för­ina.

Þeir eltu hann á bílnum og hróp­uðu til hans. Þeir reyndu að króa hann af en hann snéri við. Feðgarnir komust aftur fyrir framan hann og hann hljóp hægra megin við bíl þeirra. Á meðan stígur Trevor McMich­ael út úr bíln­um, vopn­aður byssu. Arbury hljóp fram fyrir bíl­inn og það heyrð­ist skot­hvell­ur. Arbury og McMich­ael yngri tók­ust svo á og tveimur skotum til við­bótar var hleypt af. Og Arbury féll mátt­laus til jarð­ar.



Þessi atburða­rás er önnur en sú sem feðgarnir höfðu lýst í skýrslu­töku. Mynd­band sem þriðji mað­ur­inn, William Bryan, tók upp er hann lagði eft­ir­för­inni lið, sýnir árás­ina. Það var ekki birt opin­ber­lega fyrr en 5. maí. Sak­sókn­ar­an­um, þeim þriðja sem hafði málið á sínu borði, fannst ekki enn til­efni til að hand­taka feðgana og vildi fá kvið­dóm til að skoða málið fyrst. Fjöl­skylda Arbery var á öðru máli.  

Tveimur dögum síð­ar, þann 7. maí, voru feðgarnir hand­teknir og ákærðir fyrir morð og lík­ams­árás.  Skömmu síðar var Bryan einnig hand­tek­inn í tengslum við mál­ið.

En það var bara byrj­un­in. Fleira en mynd­bandið af árásinni hefur komið í ljós.

Arbery fór vissu­lega inn í hið mann­lausa hús í göt­unni í Satilla Shor­es. Með því var hann ekki að fremja lög­brot. Inni í hús­inu hafði eig­and­inn komið upp örygg­is­mynda­vél. Á upp­tök­unni sést Arbery líta í kringum sig og fara út stuttu síð­ar. 

Var þessi ferð hans inn í húsið grun­sam­leg?

Á upp­tök­un­um, sem ná aftur til loka síð­asta árs, sést að margir höfðu gert slíkt hið sama dag­ana og vik­urnar á und­an. Ung­ling­ar, börn og pör kíktu þar inn. Allt hvítt fólk. Á upp­tök­unum má einnig sjá svartan mann fara þangað inn að kvöldi. Hann stal engu. Það hefur eig­andi húss­ins stað­fest. Engu hafi nokkru sinni verið stolið úr hús­inu.



Auglýsing

McMichael-­feðgarnir sögðu í skýrslu­töku, er þeir rétt­lættu eft­ir­för­ina, að inn­brot hefðu verið framin í hverf­inu að und­an­förnu. Aðeins eitt inn­brot var til­kynnt til lög­regl­unnar mán­uð­ina áður en Arbery var skot­inn. Þeir sögðu einnig að eig­andi húss­ins hefði beðið þá að fylgj­ast með. Því neitar eig­and­inn stað­fast­lega. 

Af hverju stopp­aði Arbery ekki „og ræddi við“ menn­ina með byss­urnar sem eltu hann á pall­bíln­um, fyrst hann hafði ekk­ert að fela?

Stöðugt áreiti

Fyrir utan að aug­ljós ofsi var í feðg­unum frá því að þeir stukku út í bíl með byssur má vís­bend­ingu um þessa ákvörðun Arberys finna á öðru mynd­bandi sem birt hefur verið í fjöl­miðlum og er nokk­urra ára gam­alt. Það er úr mynda­vél á bún­ingi lög­reglu­manns í Glynn-­sýslu sem sá Arbery í bíl í almenn­ings­garði og biður hann um skil­ríki. Lög­reglu­mað­ur­inn fær að sjá þau og fær svo upp­lýs­ingar um að saka­skrá Arberys sé hrein. En Arbery er ekki skemmt. Hann spyr lög­reglu­mann­inn ítrekað hvað hann vilji sér. Af hverju hann sé að ónáða hann? 

„Því þetta svæði er ekki til að neyta fíkni­efna,“ svarar lög­reglu­mað­ur­inn. Hann leitar svo að vopni á hon­um. Annar lög­reglu­maður kemur á vett­vang og þeir vilja fá að leita í bíl Arberys. Þegar hann gengur í átt að bílnum grípur annar lög­reglu­mað­ur­inn til raf­byssunnar og þeir segja honum að fara frá bílnum og taka hend­urnar úr vös­un­um. Lög­reglu­mað­ur­inn er þá þegar búinn að skjóta úr raf­byss­unni en hún er bil­uð. Arbery er þá skipað að leggj­ast niður sem hann ger­ir. „Ég fæ einn frí­dag í viku og er að reyna að slappa hér af,“ segir hann. Lög­reglan lætur þar við sitja og fer. 



Ahmaud Arbery og móðir hans, Wanda Cooper-Jones.

Fjöl­skylda hans segir mynd­bandið sína það áreiti sem svartir ungir menn verði stöðugt fyrir í Banda­ríkj­un­um. Þeir séu álitnir glæpa­menn hvert sem þeir fari. 

Borg­ara­leg hand­taka er lög­leg í Georg­íu. En henni á aðeins að beita þegar aug­ljóst brot hefur verið framið. Henni er ekki ætlað að gefa borg­ur­unum leyfi til að elta fólk sem ekk­ert hefur af sér gert og skjóta það. „Það er ekki hægt að halda því fram að um sjálfs­vörn sé að ræða þegar þú átt sjálfur upp­tökin að átök­un­um,“ segir L. Chris Stewart, lög­maður móður Ahmaud Arbery Hann hefur marg­sinnis tekið að sér mál fjöl­skyldna ungra svartra manna sem skotnir hafa verið af lög­reglu. Hann segir að á mynd­band­inu megi sjá feðgana fara „á veið­ar“ sem endi með því að Ahmaud var skot­inn þrisvar og lést. Faðir Ahmauds lýsir árásinni  með svip­uðum hætti og segir að sonur hans hafi verið „veiddur eins og dýr“. 

For­dóm­arnir hrísl­ast niður allt kerfið

Mál sem tengj­ast kyn­þátta­for­dómum lög­reglu­manna í Banda­ríkj­unum hafa fjöl­mörg ratað í fjöl­miðla síð­ustu árin. Athyglin bein­ist í kjöl­farið oft að ein­staka lög­reglu­mönnum eða emb­ætt­um. Hinir kerf­is­lægu og kerf­is­bundnu for­dómar „ofar í tré­n­u“, eins og Stewart orðar það, eru ekki upp­rætt­ir. Hann segir að bréfa­skipti lög­reglu­manna og starfs­manna emb­ættis sak­sókn­ara afhjúpi þessa for­dóma. „Ofar í tré­nu“ verði for­dóm­arnir til, til dæmis við þjálfun lög­reglu­manna. Menn­ingin hjá emb­ætt­unum ýti svo enn frekar undir þá. Á meðan ekki er tekið á þeim sem sitja í trjákrón­unni muni ofbeldi gagn­vart svörtum halda áfram. 



Auglýsing

Lög­reglan í Glynn-­sýslu fékk þau skila­boð frá emb­ætti sak­sókn­ara sama dag og Ahmaud Arbery var skot­inn til bana að ekki væri þörf á því að hand­taka feðgana. Það var ekki fyrr en mynd­bandið var birt að ein­hver hreyf­ing komst á mál­ið. Sjö­tíu dagar liðu frá skotárásinni og þar til feðgarnir voru hand­tekn­ir. 

„Mér líður bet­ur. Ég hef fengið von,“ sagði Wanda Cooper-Jo­nes, móðir Ahmaud Arbery, eftir að menn­irnir þrír voru hand­tekn­ir. Von­ina hafði hún misst. Það fyrsta sem hún frétti af dauða sonar síns var frá lög­reglu­manni sem sagði að hann hefði verið stað­inn að inn­broti, ráð­ist á annan mann og  verið drep­inn af eig­anda húss­ins. Allar götur síðan hefur hún fengið mis­vísandi og rangar upp­lýs­ingar hvað málið og rann­sókn þess varð­ar. 

Rík­is­sak­sókn­ar­inn í Georgíu hefur ákveðið að hefja rann­sókn á því hvernig lög­reglu­yf­ir­völd og skrif­stofa sak­sókn­ara í sýsl­unni tóku á mál­inu. Alrík­is­lög­reglan, FBI, er sögð rann­saka morðið sem mögu­legan hat­urs­glæp.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar