Tíu fjárfestar vilja eignast Skeljung

Ingibjörg Pálmadóttir, ásamt eigendum Re-Max á Íslandi, hjónunum Sigurði Bollasyni og Nönnu Björk Ásgrímsdóttur og fimm breskum fjárfestum, yrðu eigendur Skeljungs ef nýtt yfirtökutilboð þeirra verður samþykkt.

skeljungur
Auglýsing

Þrjú eign­ar­halds­fé­lög, sem sam­tals eiga 36 pró­senta hlut í Skelj­ungi hf., gerðu til­boð um að kaupa upp allt hlutafé félags­ins í morg­un. Að baki þess­ara þriggja félaga eru tíu virkir fjár­festa, enn fimm þeirra eru erlend­ir. Ingi­björg Pálma­dótt­ir, eig­in­kona Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar stjórn­ar­for­manns félags­ins, myndi ein eiga rúm­lega þriðj­ung af félag­inu, verði til­boðið sam­þykkt.

Til­kynn­ingin um yfir­tökutil­boðið barst á vef Kaup­hall­ar­innar í morgun. Þar segir að hlutur þriggja félaga sem eiga nú Skelj­ung muni verða sam­einað í eign­ar­halds­fé­lagið Strengur ehf.

Þessi þrjú félög eru 365 hf., RES 9 ehf, og RPF ehf. Með sam­ein­ing­unni á einn lög­að­ili 36 pró­senta hlut í olíu­fyr­ir­tæk­inu, en þá þarf lögum sam­kvæmt að gera til­boð í yfir­töku á öllu félag­inu.

Auglýsing

Ef af yfir­tök­unni yrði myndi eign­ar­hlutur félags Ingi­bjarg­ar, 365 hf., verða 38 pró­sent, á meðan félagið RES 9 ehf. myndi eiga 38 pró­sent og RPF ehf. myndi eiga 24 pró­sent. 

Hjón í Panama­skjölum og breskir fjár­festar

Félagið RES 9 ehf. er að hluta til í eigu Sig­urðar Bolla­sonar fjár­festis og eig­in­konu hans, Nönnu Bjarkar Ásgríms­dótt­ur. Sig­urður var meðal umsvifa­mestu Íslend­ing­anna í Panama­skjöl­un­um, en sam­kvæmt umfjöllun Stund­ar­innar var hann, ásamt við­skipta­fé­laga sínum Magn­úsi Ármanni, tengdur 20 skúffu­fé­lögum í Panama. 

RES 9 er einnig í eigu félags­ins No. 9 Invest­ments Ltd, sem er skráð í Bret­landi. Helstu eig­endur þess félags eru Bret­arnir Stefan John Cass­ar, John Mccart­hy, Hanna Maura Mccart­hy-Bridges, Sean John Mccarthy og Ray Flann­ery. 

Seldu hlut í Kviku til hjón­anna

Félagið RPF ehf. er svo í eigu við­skipta­fé­lag­anna Þór­ar­ins Arn­ars Sæv­ars­sonar og Gunn­ars Sverris Harð­ar­son­ar, sem báðir eru eig­endur Re-Max á Íslandi, auk þess sem Þór­ar­inn er stjórn­ar­maður í Skelj­ungi. Félag­arnir voru með stærstu hlut­höfum Kviku banka, með allt að níu pró­senta eign­ar­hlut. Sam­kvæmt Við­skipta­blað­inu seldu þeir þó mest­allan hlut sinn í bank­anum í síð­asta mán­uði til hjón­anna Sig­urðar og Nönnu Bjark­ar. 

Vax­andi ítök í félag­inu

Kjarn­inn hefur áður fjallað um vax­andi ítök Ingi­bjargar Pálma­dóttur í Skelj­ungi, en hún keypti fyrst hlut í félag­inu eftir að hafa minnkað hlut sinn í Högum í fyrra. Eig­in­maður henn­ar, Jón Ásgeir Jóhann­es­son, sett­ist í kjöl­farið í stjórn félags­ins þegar Ingi­björg átti rúm­lega 4 pró­sent í fyr­ir­tæk­inu og varð svo stjórn­ar­for­maður eftir að hún var búin að eign­ast meira en tíu pró­senta hlut. 

Hjónin komu einnig fyrir í Panama­skjöl­unum, þar sem þau voru pró­kúru­hafar félags sem var í eigu Ingi­bjargar og fjár­magn­aði rekstur ann­arra félaga sem tengd voru Jóni Ásgeiri með ein­hverjum hætt­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa lært marg af Partygate en sé nú tilbúinn til að horfa fram á veginn.
Drykkjumenning í Downingstræti afhjúpuð í lokaskýrslunni um Partygate
Stjórnmálaleiðtogar og háttsettir embættismenn verða að axla ábyrgð á drykkjumenningunni sem hefur viðgengst innan bresku ríkisstjórnarinnar. Lokaskýrsla um „Partygate“ hefur loks verið birt, fjórum mánuðum eftir að forsætisráðherra baðst fyrst afsökunar.
Kjarninn 25. maí 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 24. þáttur: Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi
Kjarninn 25. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Orðbólga
Kjarninn 25. maí 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
Kjarninn 25. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
Kjarninn 25. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ung vinstri græn: Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð
Landsstjórn Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands eindregið til að draga til baka ákvörðun sína um endursendingar flóttafólks og líta til mannúðarsjónarmiða og félagslegs ávinnings fyrir samfélagið.
Kjarninn 25. maí 2022
Muhammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Muhammad Gambari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent