Tíu fjárfestar vilja eignast Skeljung

Ingibjörg Pálmadóttir, ásamt eigendum Re-Max á Íslandi, hjónunum Sigurði Bollasyni og Nönnu Björk Ásgrímsdóttur og fimm breskum fjárfestum, yrðu eigendur Skeljungs ef nýtt yfirtökutilboð þeirra verður samþykkt.

skeljungur
Auglýsing

Þrjú eign­ar­halds­fé­lög, sem sam­tals eiga 36 pró­senta hlut í Skelj­ungi hf., gerðu til­boð um að kaupa upp allt hlutafé félags­ins í morg­un. Að baki þess­ara þriggja félaga eru tíu virkir fjár­festa, enn fimm þeirra eru erlend­ir. Ingi­björg Pálma­dótt­ir, eig­in­kona Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar stjórn­ar­for­manns félags­ins, myndi ein eiga rúm­lega þriðj­ung af félag­inu, verði til­boðið sam­þykkt.

Til­kynn­ingin um yfir­tökutil­boðið barst á vef Kaup­hall­ar­innar í morgun. Þar segir að hlutur þriggja félaga sem eiga nú Skelj­ung muni verða sam­einað í eign­ar­halds­fé­lagið Strengur ehf.

Þessi þrjú félög eru 365 hf., RES 9 ehf, og RPF ehf. Með sam­ein­ing­unni á einn lög­að­ili 36 pró­senta hlut í olíu­fyr­ir­tæk­inu, en þá þarf lögum sam­kvæmt að gera til­boð í yfir­töku á öllu félag­inu.

Auglýsing

Ef af yfir­tök­unni yrði myndi eign­ar­hlutur félags Ingi­bjarg­ar, 365 hf., verða 38 pró­sent, á meðan félagið RES 9 ehf. myndi eiga 38 pró­sent og RPF ehf. myndi eiga 24 pró­sent. 

Hjón í Panama­skjölum og breskir fjár­festar

Félagið RES 9 ehf. er að hluta til í eigu Sig­urðar Bolla­sonar fjár­festis og eig­in­konu hans, Nönnu Bjarkar Ásgríms­dótt­ur. Sig­urður var meðal umsvifa­mestu Íslend­ing­anna í Panama­skjöl­un­um, en sam­kvæmt umfjöllun Stund­ar­innar var hann, ásamt við­skipta­fé­laga sínum Magn­úsi Ármanni, tengdur 20 skúffu­fé­lögum í Panama. 

RES 9 er einnig í eigu félags­ins No. 9 Invest­ments Ltd, sem er skráð í Bret­landi. Helstu eig­endur þess félags eru Bret­arnir Stefan John Cass­ar, John Mccart­hy, Hanna Maura Mccart­hy-Bridges, Sean John Mccarthy og Ray Flann­ery. 

Seldu hlut í Kviku til hjón­anna

Félagið RPF ehf. er svo í eigu við­skipta­fé­lag­anna Þór­ar­ins Arn­ars Sæv­ars­sonar og Gunn­ars Sverris Harð­ar­son­ar, sem báðir eru eig­endur Re-Max á Íslandi, auk þess sem Þór­ar­inn er stjórn­ar­maður í Skelj­ungi. Félag­arnir voru með stærstu hlut­höfum Kviku banka, með allt að níu pró­senta eign­ar­hlut. Sam­kvæmt Við­skipta­blað­inu seldu þeir þó mest­allan hlut sinn í bank­anum í síð­asta mán­uði til hjón­anna Sig­urðar og Nönnu Bjark­ar. 

Vax­andi ítök í félag­inu

Kjarn­inn hefur áður fjallað um vax­andi ítök Ingi­bjargar Pálma­dóttur í Skelj­ungi, en hún keypti fyrst hlut í félag­inu eftir að hafa minnkað hlut sinn í Högum í fyrra. Eig­in­maður henn­ar, Jón Ásgeir Jóhann­es­son, sett­ist í kjöl­farið í stjórn félags­ins þegar Ingi­björg átti rúm­lega 4 pró­sent í fyr­ir­tæk­inu og varð svo stjórn­ar­for­maður eftir að hún var búin að eign­ast meira en tíu pró­senta hlut. 

Hjónin komu einnig fyrir í Panama­skjöl­unum, þar sem þau voru pró­kúru­hafar félags sem var í eigu Ingi­bjargar og fjár­magn­aði rekstur ann­arra félaga sem tengd voru Jóni Ásgeiri með ein­hverjum hætt­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent