Tíu fjárfestar vilja eignast Skeljung

Ingibjörg Pálmadóttir, ásamt eigendum Re-Max á Íslandi, hjónunum Sigurði Bollasyni og Nönnu Björk Ásgrímsdóttur og fimm breskum fjárfestum, yrðu eigendur Skeljungs ef nýtt yfirtökutilboð þeirra verður samþykkt.

skeljungur
Auglýsing

Þrjú eignarhaldsfélög, sem samtals eiga 36 prósenta hlut í Skeljungi hf., gerðu tilboð um að kaupa upp allt hlutafé félagsins í morgun. Að baki þessara þriggja félaga eru tíu virkir fjárfesta, enn fimm þeirra eru erlendir. Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar stjórnarformanns félagsins, myndi ein eiga rúmlega þriðjung af félaginu, verði tilboðið samþykkt.

Tilkynningin um yfirtökutilboðið barst á vef Kauphallarinnar í morgun. Þar segir að hlutur þriggja félaga sem eiga nú Skeljung muni verða sameinað í eignarhaldsfélagið Strengur ehf.

Þessi þrjú félög eru 365 hf., RES 9 ehf, og RPF ehf. Með sameiningunni á einn lögaðili 36 prósenta hlut í olíufyrirtækinu, en þá þarf lögum samkvæmt að gera tilboð í yfirtöku á öllu félaginu.

Auglýsing

Ef af yfirtökunni yrði myndi eignarhlutur félags Ingibjargar, 365 hf., verða 38 prósent, á meðan félagið RES 9 ehf. myndi eiga 38 prósent og RPF ehf. myndi eiga 24 prósent. 

Hjón í Panamaskjölum og breskir fjárfestar

Félagið RES 9 ehf. er að hluta til í eigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis og eiginkonu hans, Nönnu Bjarkar Ásgrímsdóttur. Sigurður var meðal umsvifamestu Íslendinganna í Panamaskjölunum, en samkvæmt umfjöllun Stundarinnar var hann, ásamt viðskiptafélaga sínum Magnúsi Ármanni, tengdur 20 skúffufélögum í Panama. 

RES 9 er einnig í eigu félagsins No. 9 Investments Ltd, sem er skráð í Bretlandi. Helstu eigendur þess félags eru Bretarnir Stefan John Cassar, John Mccarthy, Hanna Maura Mccarthy-Bridges, Sean John Mccarthy og Ray Flannery. 

Seldu hlut í Kviku til hjónanna

Félagið RPF ehf. er svo í eigu viðskiptafélaganna Þórarins Arnars Sævarssonar og Gunnars Sverris Harðarsonar, sem báðir eru eigendur Re-Max á Íslandi, auk þess sem Þórarinn er stjórnarmaður í Skeljungi. Félagarnir voru með stærstu hluthöfum Kviku banka, með allt að níu prósenta eignarhlut. Samkvæmt Viðskiptablaðinu seldu þeir þó mestallan hlut sinn í bankanum í síðasta mánuði til hjónanna Sigurðar og Nönnu Bjarkar. 

Vaxandi ítök í félaginu

Kjarninn hefur áður fjallað um vaxandi ítök Ingibjargar Pálmadóttur í Skeljungi, en hún keypti fyrst hlut í félaginu eftir að hafa minnkað hlut sinn í Högum í fyrra. Eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson, settist í kjölfarið í stjórn félagsins þegar Ingibjörg átti rúmlega 4 prósent í fyrirtækinu og varð svo stjórnarformaður eftir að hún var búin að eignast meira en tíu prósenta hlut. 

Hjónin komu einnig fyrir í Panamaskjölunum, þar sem þau voru prókúruhafar félags sem var í eigu Ingibjargar og fjármagnaði rekstur annarra félaga sem tengd voru Jóni Ásgeiri með einhverjum hætti. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Enn af þrælmennum
Kjarninn 16. maí 2021
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent