Tíu fjárfestar vilja eignast Skeljung

Ingibjörg Pálmadóttir, ásamt eigendum Re-Max á Íslandi, hjónunum Sigurði Bollasyni og Nönnu Björk Ásgrímsdóttur og fimm breskum fjárfestum, yrðu eigendur Skeljungs ef nýtt yfirtökutilboð þeirra verður samþykkt.

skeljungur
Auglýsing

Þrjú eign­ar­halds­fé­lög, sem sam­tals eiga 36 pró­senta hlut í Skelj­ungi hf., gerðu til­boð um að kaupa upp allt hlutafé félags­ins í morg­un. Að baki þess­ara þriggja félaga eru tíu virkir fjár­festa, enn fimm þeirra eru erlend­ir. Ingi­björg Pálma­dótt­ir, eig­in­kona Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar stjórn­ar­for­manns félags­ins, myndi ein eiga rúm­lega þriðj­ung af félag­inu, verði til­boðið sam­þykkt.

Til­kynn­ingin um yfir­tökutil­boðið barst á vef Kaup­hall­ar­innar í morgun. Þar segir að hlutur þriggja félaga sem eiga nú Skelj­ung muni verða sam­einað í eign­ar­halds­fé­lagið Strengur ehf.

Þessi þrjú félög eru 365 hf., RES 9 ehf, og RPF ehf. Með sam­ein­ing­unni á einn lög­að­ili 36 pró­senta hlut í olíu­fyr­ir­tæk­inu, en þá þarf lögum sam­kvæmt að gera til­boð í yfir­töku á öllu félag­inu.

Auglýsing

Ef af yfir­tök­unni yrði myndi eign­ar­hlutur félags Ingi­bjarg­ar, 365 hf., verða 38 pró­sent, á meðan félagið RES 9 ehf. myndi eiga 38 pró­sent og RPF ehf. myndi eiga 24 pró­sent. 

Hjón í Panama­skjölum og breskir fjár­festar

Félagið RES 9 ehf. er að hluta til í eigu Sig­urðar Bolla­sonar fjár­festis og eig­in­konu hans, Nönnu Bjarkar Ásgríms­dótt­ur. Sig­urður var meðal umsvifa­mestu Íslend­ing­anna í Panama­skjöl­un­um, en sam­kvæmt umfjöllun Stund­ar­innar var hann, ásamt við­skipta­fé­laga sínum Magn­úsi Ármanni, tengdur 20 skúffu­fé­lögum í Panama. 

RES 9 er einnig í eigu félags­ins No. 9 Invest­ments Ltd, sem er skráð í Bret­landi. Helstu eig­endur þess félags eru Bret­arnir Stefan John Cass­ar, John Mccart­hy, Hanna Maura Mccart­hy-Bridges, Sean John Mccarthy og Ray Flann­ery. 

Seldu hlut í Kviku til hjón­anna

Félagið RPF ehf. er svo í eigu við­skipta­fé­lag­anna Þór­ar­ins Arn­ars Sæv­ars­sonar og Gunn­ars Sverris Harð­ar­son­ar, sem báðir eru eig­endur Re-Max á Íslandi, auk þess sem Þór­ar­inn er stjórn­ar­maður í Skelj­ungi. Félag­arnir voru með stærstu hlut­höfum Kviku banka, með allt að níu pró­senta eign­ar­hlut. Sam­kvæmt Við­skipta­blað­inu seldu þeir þó mest­allan hlut sinn í bank­anum í síð­asta mán­uði til hjón­anna Sig­urðar og Nönnu Bjark­ar. 

Vax­andi ítök í félag­inu

Kjarn­inn hefur áður fjallað um vax­andi ítök Ingi­bjargar Pálma­dóttur í Skelj­ungi, en hún keypti fyrst hlut í félag­inu eftir að hafa minnkað hlut sinn í Högum í fyrra. Eig­in­maður henn­ar, Jón Ásgeir Jóhann­es­son, sett­ist í kjöl­farið í stjórn félags­ins þegar Ingi­björg átti rúm­lega 4 pró­sent í fyr­ir­tæk­inu og varð svo stjórn­ar­for­maður eftir að hún var búin að eign­ast meira en tíu pró­senta hlut. 

Hjónin komu einnig fyrir í Panama­skjöl­unum, þar sem þau voru pró­kúru­hafar félags sem var í eigu Ingi­bjargar og fjár­magn­aði rekstur ann­arra félaga sem tengd voru Jóni Ásgeiri með ein­hverjum hætt­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Eva Steinþórsdóttir er uppalin í Mýrdal.
Fólk orðið fyrir skítkasti og einelti og legið hefur við slagsmálum
Deilur um hringveginn í Mýrdal hafa orðið svo heitar að fólk hefur flutt í burtu. Vegagerðin áformar að færa veginn meðfram sjónum og í jarðgöng en „gatinu í gegnum Reynisfjall“ var að sögn íbúa þröngvað í gegn með „pólitísku handafli“.
Kjarninn 22. janúar 2021
Hallgrímur Hróðmarsson
Arðrán Auðmanna – Fjölgun Öreiga
Kjarninn 22. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
Kjarninn 22. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent