13 færslur fundust merktar „skeljungur“

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður SKEL.
Frjálsi og Birta samþykktu ekki kauprétt nýrra stjórnenda SKEL
Næstum tveggja milljarða króna kaupréttur nýrra stjórnenda SKEL voru ekki samþykktir af lífeyrissjóðunum Frjálsa og Birtu, sem eru á meðal stærstu hluthafa félagsins. Samkvæmt sjóðunum var kauprétturinn óljós og meiri en almennt gerist á markaði.
8. apríl 2022
Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljungs.
Stjórn Skeljungs segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að breyta því í fjárfestingafélag
Á forsíðu Fréttablaðsins í dag var því haldið fram að ráðandi hluthafar í Skeljungi ynnu að því að breyta félaginu í fjárfestingafélag. Stjórn félagsins áréttar í tilkynningu að engin ákvörðun hafi verið tekin um þetta.
11. ágúst 2021
Strengur nú kominn með meirihluta í Skeljungi en stærstu eigendur segjast ekki hafa selt
Flestir stærstu eigendanna staðfesta að hafa ekki selt eignarhlut sinn í Skeljungi til fjárfestahópsins Strengs, sem kominn er með meirihluta atkvæða í félaginu.
9. janúar 2021
Strengur nú kominn með yfir 45 prósent í Skeljungi
Stærsti eigandi Skeljungs varð enn stærri eftir að hafa keypt 90 milljón hluti í félaginu. Nú á hópurinn yfir 45 prósent eignarhlut í félaginu, en hann var með rúm 38 prósent fyrr í vikunni.
7. janúar 2021
Rúmlega tvö prósent hluthafa tóku yfirtökutilboði í Skeljungi
Jón Ásgeir Jóhannesson, sem fer fyrir fjárfestahópnum Strengi, þakkar hluthöfum sem ekki tóku yfirtökutilboði hópsins á Skeljungi fyrir traustið sem þeir sýna honum á framtíð fyrirtækisins.
5. janúar 2021
Enginn af stærstu eigendum Skeljungs samþykkti tilboðið
Sex lífeyrissjóðir, sem eiga samtals rúmlega 37 prósent allra eignarhluta í Skeljungi, höfnuðu allir yfirtökutilboði fjárfesta í félaginu í dag.
4. janúar 2021
Strengur ætlar að borga fyrir yfirtökuna á Skeljungi með því að selja eignirnar
Tveir kerfislega mikilvægir bankar, Íslandsbanki og Arion banki, ætla að fjármagna yfirtöku Strengs á Skeljungi verði yfirtökutilboði félagsins tekið. Strengur ætlar sér að selja eignir Skeljungs til að endurgreiða bönkunum og afskrá félagið.
16. desember 2020
Tíu fjárfestar vilja eignast Skeljung
Ingibjörg Pálmadóttir, ásamt eigendum Re-Max á Íslandi, hjónunum Sigurði Bollasyni og Nönnu Björk Ásgrímsdóttur og fimm breskum fjárfestum, yrðu eigendur Skeljungs ef nýtt yfirtökutilboð þeirra verður samþykkt.
9. nóvember 2020
Höskuldur H. Ólafsson var bankastjóri Arion banka í níu ár.
Fyrrverandi bankastjóri Arion banka vill í stjórn Skeljungs
Stjórnarformaður Skeljungs mun ekki halda áfram störfum fyrir félagið en varaformaður stjórnarinnar, Jón Ásgeir Jóhannesson, sækist eftir endurkjöri. Hann er fulltrúi félaga sem eiga alls 11 prósent í Skeljungi.
14. febrúar 2020
Fyrir einu ári síðan: Handtökur og húsleitir vegna Skeljungsmálsins
Embætti héraðssaksóknara réðst fyrir einu ári í umfangsmiklar aðgerðir vegna Skeljungsmálsins svokallaða.
8. júní 2019
Eitt dómsmálanna tengist meintum umboðssvikum í Skeljungi.
Umsvifamiklir fjárfestar með stöðu sakbornings
Fjórir fjárfestar sem hafa stöðu sakbornings eiga stóra hluti í mikilvægum fjármálafyrirtækjum hérlendis og auka við sig á meðan að rannsókn stendur yfir á málum þeirra.
29. júní 2018
Skeljungsfléttan sem gerði fimm einstaklinga ofurríka
Embætti héraðssaksóknara réðst í umfangsmiklar aðgerðir í síðustu viku vegna Skeljungsmálsins svokallaða.
9. júní 2018
Sagan öll: Þetta er það sem verið er að rannsaka í Skeljungsmálinu
Hjón sem keyptu olíufélag með dönskum fasteignum, maðurinn sem vann hjá banka við að selja þeim félagið en varð síðar ráðinn forstjóri þess, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og færeyskt olíufélag koma við sögu í Skeljungsfléttunni.
5. júní 2018