Rúmlega tvö prósent hluthafa tóku yfirtökutilboði í Skeljungi

Jón Ásgeir Jóhannesson, sem fer fyrir fjárfestahópnum Strengi, þakkar hluthöfum sem ekki tóku yfirtökutilboði hópsins á Skeljungi fyrir traustið sem þeir sýna honum á framtíð fyrirtækisins.

skeljungur
Auglýsing

Einungis 2,56 prósent hluthafa Skeljungs tóku yfirtökutilboði fjárfestahópsins Strengs sem lauk í gær. Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Strengs hf. og Skeljungs hf. segist þakka núverandi hluthöfum sem tóku ekki tilboðinu fyrir traustið sem þeir sýna fjárfestahópnum fyrir framtíðarrekstri Skeljungs. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á Kauphöllinni sem kom út í dag. Samkvæmt henni fór Strengur hf. og tengdir aðilar með 38 prósent atkvæða fyrir yfirtökutilboðið og hefur hlutur þeirra nú stækkað í 41,6 prósent eftir að leiðrétt hefur verið fyrir eigin hlutum. 

Kjarninn greindi frá því í gær að lífeyrissjóðirnir, Gildi, Stapi, Birta, Festa, Lífsverk og Frjálsi, sem eru stærstu eigendur Skeljungs að Strengi undanskildum, hafi allir hafnað yfirtökutilboði hópsins. Samkvæmt talsmönnum flestra sjóðanna var meginástæða höfnunarinnar sú að tilboðsverðið hafi verið of lágt, en margir þeirra sögðust einnig vera mótfallnir yfirlýstum áformum Strengs um að skrá félagið af hlutabréfamarkaði á Kauphöllinni. 

Auglýsing

Í tilkynningunni sem birtist í Kauphöllinni virðist Jón Ásgeir hins vegar túlka það svo að þeir sem ekki tóku tilboðinu deili sýn fjárfestahópsins á framtíðarrekstur fyrirtækisins. „Með tilboðinu fengu þeir hluthafar sem ekki deildu þeirri sýn tækifæri til að selja bréf sín með álagi m.v. síðasta viðskiptadag fyrir gerð tilboðsins,” er haft eftir honum í tilkynningunni. 

„Strengur þakkar öðrum hluthöfum það traust og þá trú sem þeir hafa á þeirri vegferð sem kynnt hefur verið.  Strengur mun í krafti atkvæða sinna fylgja eftir þeirri sýn, öllum hluthöfum Skeljungs til hagsbóta," bætir Jón Ásgeir við.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent