Suðurafríska afbrigðið ekki enn greinst á Íslandi – Norðmenn óttast það meira en það breska

Íslensk sóttvarnayfirvöld vita ekki til þess að hið svokallaða suðurafríska afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nokkur tilfelli hins breska afbrigðis hafa greinst á landamærunum og eitt smit af því hefur greinst innanlands.

Hið breska afbrigði kórónuveirunnar hefur valdið usla í Evrópu og ennfrekari ferðatakmarkanir verið settar á.
Hið breska afbrigði kórónuveirunnar hefur valdið usla í Evrópu og ennfrekari ferðatakmarkanir verið settar á.
Auglýsing

Nýtt afbrigði kór­ónu­veirunn­ar, kennt við Bret­land, hefur nú dreift sér víða um Evr­ópu. Það er talið meira smit­andi en fyrri afbrigði og því hafa mörg ríki gripið til sér­stakra aðgerða til að halda því úti. En það er annað afbrigði sem einnig er á sveimi og vekur við­líka áhyggj­ur, jafn­vel meiri. Það er kallað „suð­ur­a­fríska afbrigð­ið“ og meðal þeirra sem ótt­ast það meira en hið breska er aðstoð­ar­land­læknir Nor­egs. Afbrigðið greind­ist í fyrsta skipti í Nor­egi á mánu­dag.

„Við vitum ekki hvort að hið breska afbrigði er komið til Nor­egs en það suð­ur­a­fríska veldur okkur enn meiri áhyggj­u­m,“ segir aðstoð­ar­land­lækn­ir­inn Espen Rostrup Nakstad í sam­tali við Aften­posten. Hann segir það geta orðið erfitt að halda útbreiðsl­unni í skefjum ef ný og meira smit­andi afbrigði veirunnar „ná fót­festu“ í land­inu. Þá gæti þurft að end­ur­skoða sótt­varna­að­gerðir enn einu sinni. „Við höfum ástæðu til að halda að suð­ur­a­fríska afbrigðið hafi breyst mikið og sé þess vegna meira smit­and­i.“

AuglýsingVeirur stökk­breyt­ast stöðugt. Oft­ast eru stökk­breyt­ing­arnar svo litlar að þær skipta engu máli. En veiran er sjálfselsk, þ.e.a.s. hún breyt­ist sér í hag – og þegar stökk­breyt­ing á sér stað sem veldur auk­inni smit­hættu þá sér hún sér leik á borði að geta smitað fleiri lík­ama.Hið suð­ur­a­fríska afbrigði hefur einnig greinst í Sví­þjóð og Finn­landi. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá sótt­varna­lækni er ekki vitað til þess að það hafi greinst hér á landi. „Þessu afbrigði hefur verið lýst eins og breska afbrigð­in­u.,“ segir í svari sótt­varna­læknis við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. „Við vitum að til­felli þess sem kennt er við Bret­land hefur komið upp hér á landi, eins og við höfum greint frá.“

Nokkur atriði varð­andi suð­ur­a­fríska kór­ónu­veiru­af­brigðið hafa vakið eft­ir­tekt. Á henni finn­ast fleiri breyt­ingar í gadda­prótein­inu en í því breska sem þykir gefa til kynna að hún er meira smit­andi.

Auglýsing

Afbrigðið varð það útbreiddasta í Suð­ur­-Afr­íku í nóv­em­ber og hefur nú haft betur en önnur þar í landi ef svo má að orði kom­ast. 

Þá benda rann­sóknir sem gerðar hafa verið í Suð­ur­-Afr­íku til þess að meira veiru­magn af þessu afbrigði safn­ist upp í önd­un­ar­veg­inum þeirra sem sýkj­ast. Einnig á eftir að svara því til fulls hvaða áhrif bólu­setn­ing fólks hefur á sýk­ingu af völdum þessa suð­ur­a­fríska afbrigð­is.

Hér er frétta­skýr­ing Polit­ico um hið suð­ur­a­fríska afbrigði kór­ónu­veirunn­ar.

Hér má lesa sam­an­tekt BBC um afbrigð­ið.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent