Suðurafríska afbrigðið ekki enn greinst á Íslandi – Norðmenn óttast það meira en það breska

Íslensk sóttvarnayfirvöld vita ekki til þess að hið svokallaða suðurafríska afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nokkur tilfelli hins breska afbrigðis hafa greinst á landamærunum og eitt smit af því hefur greinst innanlands.

Hið breska afbrigði kórónuveirunnar hefur valdið usla í Evrópu og ennfrekari ferðatakmarkanir verið settar á.
Hið breska afbrigði kórónuveirunnar hefur valdið usla í Evrópu og ennfrekari ferðatakmarkanir verið settar á.
Auglýsing

Nýtt afbrigði kór­ónu­veirunn­ar, kennt við Bret­land, hefur nú dreift sér víða um Evr­ópu. Það er talið meira smit­andi en fyrri afbrigði og því hafa mörg ríki gripið til sér­stakra aðgerða til að halda því úti. En það er annað afbrigði sem einnig er á sveimi og vekur við­líka áhyggj­ur, jafn­vel meiri. Það er kallað „suð­ur­a­fríska afbrigð­ið“ og meðal þeirra sem ótt­ast það meira en hið breska er aðstoð­ar­land­læknir Nor­egs. Afbrigðið greind­ist í fyrsta skipti í Nor­egi á mánu­dag.

„Við vitum ekki hvort að hið breska afbrigði er komið til Nor­egs en það suð­ur­a­fríska veldur okkur enn meiri áhyggj­u­m,“ segir aðstoð­ar­land­lækn­ir­inn Espen Rostrup Nakstad í sam­tali við Aften­posten. Hann segir það geta orðið erfitt að halda útbreiðsl­unni í skefjum ef ný og meira smit­andi afbrigði veirunnar „ná fót­festu“ í land­inu. Þá gæti þurft að end­ur­skoða sótt­varna­að­gerðir enn einu sinni. „Við höfum ástæðu til að halda að suð­ur­a­fríska afbrigðið hafi breyst mikið og sé þess vegna meira smit­and­i.“

AuglýsingVeirur stökk­breyt­ast stöðugt. Oft­ast eru stökk­breyt­ing­arnar svo litlar að þær skipta engu máli. En veiran er sjálfselsk, þ.e.a.s. hún breyt­ist sér í hag – og þegar stökk­breyt­ing á sér stað sem veldur auk­inni smit­hættu þá sér hún sér leik á borði að geta smitað fleiri lík­ama.Hið suð­ur­a­fríska afbrigði hefur einnig greinst í Sví­þjóð og Finn­landi. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá sótt­varna­lækni er ekki vitað til þess að það hafi greinst hér á landi. „Þessu afbrigði hefur verið lýst eins og breska afbrigð­in­u.,“ segir í svari sótt­varna­læknis við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. „Við vitum að til­felli þess sem kennt er við Bret­land hefur komið upp hér á landi, eins og við höfum greint frá.“

Nokkur atriði varð­andi suð­ur­a­fríska kór­ónu­veiru­af­brigðið hafa vakið eft­ir­tekt. Á henni finn­ast fleiri breyt­ingar í gadda­prótein­inu en í því breska sem þykir gefa til kynna að hún er meira smit­andi.

Auglýsing

Afbrigðið varð það útbreiddasta í Suð­ur­-Afr­íku í nóv­em­ber og hefur nú haft betur en önnur þar í landi ef svo má að orði kom­ast. 

Þá benda rann­sóknir sem gerðar hafa verið í Suð­ur­-Afr­íku til þess að meira veiru­magn af þessu afbrigði safn­ist upp í önd­un­ar­veg­inum þeirra sem sýkj­ast. Einnig á eftir að svara því til fulls hvaða áhrif bólu­setn­ing fólks hefur á sýk­ingu af völdum þessa suð­ur­a­fríska afbrigð­is.

Hér er frétta­skýr­ing Polit­ico um hið suð­ur­a­fríska afbrigði kór­ónu­veirunn­ar.

Hér má lesa sam­an­tekt BBC um afbrigð­ið.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent