Suðurafríska afbrigðið ekki enn greinst á Íslandi – Norðmenn óttast það meira en það breska

Íslensk sóttvarnayfirvöld vita ekki til þess að hið svokallaða suðurafríska afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nokkur tilfelli hins breska afbrigðis hafa greinst á landamærunum og eitt smit af því hefur greinst innanlands.

Hið breska afbrigði kórónuveirunnar hefur valdið usla í Evrópu og ennfrekari ferðatakmarkanir verið settar á.
Hið breska afbrigði kórónuveirunnar hefur valdið usla í Evrópu og ennfrekari ferðatakmarkanir verið settar á.
Auglýsing

Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, kennt við Bretland, hefur nú dreift sér víða um Evrópu. Það er talið meira smitandi en fyrri afbrigði og því hafa mörg ríki gripið til sérstakra aðgerða til að halda því úti. En það er annað afbrigði sem einnig er á sveimi og vekur viðlíka áhyggjur, jafnvel meiri. Það er kallað „suðurafríska afbrigðið“ og meðal þeirra sem óttast það meira en hið breska er aðstoðarlandlæknir Noregs. Afbrigðið greindist í fyrsta skipti í Noregi á mánudag.

„Við vitum ekki hvort að hið breska afbrigði er komið til Noregs en það suðurafríska veldur okkur enn meiri áhyggjum,“ segir aðstoðarlandlæknirinn Espen Rostrup Nakstad í samtali við Aftenposten. Hann segir það geta orðið erfitt að halda útbreiðslunni í skefjum ef ný og meira smitandi afbrigði veirunnar „ná fótfestu“ í landinu. Þá gæti þurft að endurskoða sóttvarnaaðgerðir enn einu sinni. „Við höfum ástæðu til að halda að suðurafríska afbrigðið hafi breyst mikið og sé þess vegna meira smitandi.“

Auglýsing


Veirur stökkbreytast stöðugt. Oftast eru stökkbreytingarnar svo litlar að þær skipta engu máli. En veiran er sjálfselsk, þ.e.a.s. hún breytist sér í hag – og þegar stökkbreyting á sér stað sem veldur aukinni smithættu þá sér hún sér leik á borði að geta smitað fleiri líkama.


Hið suðurafríska afbrigði hefur einnig greinst í Svíþjóð og Finnlandi. Samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnalækni er ekki vitað til þess að það hafi greinst hér á landi. „Þessu afbrigði hefur verið lýst eins og breska afbrigðinu.,“ segir í svari sóttvarnalæknis við fyrirspurn Kjarnans. „Við vitum að tilfelli þess sem kennt er við Bretland hefur komið upp hér á landi, eins og við höfum greint frá.“

Nokkur atriði varðandi suðurafríska kórónuveiruafbrigðið hafa vakið eftirtekt. Á henni finnast fleiri breytingar í gaddapróteininu en í því breska sem þykir gefa til kynna að hún er meira smitandi.

Auglýsing

Afbrigðið varð það útbreiddasta í Suður-Afríku í nóvember og hefur nú haft betur en önnur þar í landi ef svo má að orði komast. 

Þá benda rannsóknir sem gerðar hafa verið í Suður-Afríku til þess að meira veirumagn af þessu afbrigði safnist upp í öndunarveginum þeirra sem sýkjast. Einnig á eftir að svara því til fulls hvaða áhrif bólusetning fólks hefur á sýkingu af völdum þessa suðurafríska afbrigðis.

Hér er fréttaskýring Politico um hið suðurafríska afbrigði kórónuveirunnar.

Hér má lesa samantekt BBC um afbrigðið.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent