Bergmál fyrstu bylgjunnar skellur á Evrópu

Kunnugleg orð eru farin að hljóma á ný: Útgöngubann. Fjarvinna. Skólar lokaðir. „Verið heima“. Í byrjun ársins sem marka mun lokasprettinn í baráttunni við COVID-19 hafa mörg ríki enn einu sinni gripið til harðra aðgerða.

Ungverjaland
Auglýsing

„Verið heima“ eru skila­boðin sem Bretar hafa nú feng­ið. Í þriðja sinn. Mjög strangar tak­mark­anir hafa tekið gildi í land­inu – þær ströng­ustu síðan í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins í mars. Skólar eru enn á ný lok­aðir flestum nem­endum og fólki er aðeins heim­ilt að fara út ef brýna nauð­syn ber til vegna vinnu sem ekki er hægt að inna af hendi innan veggja heim­il­is­ins. Einu sinni á dag er fólki heim­ilt að fara út til að hreyfa sig. Útgöngu­bannið mun standa í að minnsta kosti sex vik­ur. En stjórn­völd vilja ekki vekja of miklar vonir og segja að lík­lega muni þær standa fram í mars. Ástæðan er aug­ljós: Fjöldi fólks með COVID-19 sem hefur þurft að leggj­ast inn á spít­ala hefur náð nýjum og áður óséðum hæð­um. Sjúkra­húsin ráða ein­fald­lega ekki við mikið meiri fjölda.

AuglýsingVíðar í Evr­ópu sem og ann­ars staðar í heim­inum er einnig verið að herða eða fram­lengja strangar tak­mark­anir sem þegar voru í gildi. Aðgerð­irnar eru sum staðar fyr­ir­byggj­andi en ann­ars staðar verður að segj­ast eins og er: Far­ald­ur­inn er kom­inn úr bönd­un­um. Það á t.d. við um Los Ang­eles en þar hafa sjúkra­flutn­inga­menn verið beðnir að flytja ekki á sjúkra­húsin COVID-veika sem ekki tekst að lífga við á 20 mín­út­um. Skila­boðin eru ógn­vekj­andi. En sjúkra­húsin eru yfir­full og súr­efni sem gefið er fólki í andnauð af skornum skammti.Í gær greind­ist svo met­fjöldi með kór­ónu­veiruna í Jap­an, svo dæmi sé tek­ið, og íhuga stjórn­völd að lýsa yfir neyð­ar­á­standi í Tókýó og næsta nágrenni.Ítalir eyddu jólum og ára­mótum í skugga strangra sam­komu­tak­mark­ana og máttu nær aðeins yfir­gefa heim­ili sín til að fara til vinnu, til læknis eða í öðrum neyð­ar­til­vik­um. Margir voru því skilj­an­lega að bíða eftir að til­slak­anir yrðu gerða á fimmtu­dag líkt og stefnt hafði verið að. Á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem stóð langt fram á gær­kvöld­ið, var ákveðið að setja aftur á „þriggja stiga kerf­ið“ sem felur í sér að hægt er að beita mis­mun­andi tak­mörk­unum á ólíkum svæð­um. Allir barir og veit­inga­staðir á Ítalíu verða lok­aðir um helg­ina og fólk á ekki að ferð­ast að nauð­synja­lausu milli bæja og borga. Þá var ákveðið að fresta fyr­ir­hug­aðri opnun mennta­skóla um að minnsta kosti nokkra daga og jafn­vel vik­ur.

Enginn á ferli í London. Mynd: EPAÍtalir áttu í miklu basli með að hefta útbreiðslu far­ald­urs­ins um miðjan nóv­em­ber en þá greindust um 40 þús­und til­felli á dag. Núna eru þau í kringum 20 þús­und dag­lega. En smit­stuð­ull­inn er sveiflu­kenndur og hund­ruð manna deyja dag­lega vegna COVID-19.Stjórn­völd í Aust­ur­ríki hafa ákveðið að fram­lengja sam­komu­tak­mark­anir sem verið hafa í gildi síð­ustu vikur þar til 24. jan­ú­ar. Margar versl­an­ir, veit­inga­staðir og barir þurfa því áfram að hafa lok­að. Til stóð að aflétta tak­mörk­unum um miðjan jan­úar en nú þykir það ekki lengur óhætt. Í byrjun des­em­ber hafði skref í átt að aflétt­ingu verið stigið en um jólin þurfti að herða á að nýju.Útgöngu­bann frá klukkan átta á kvöldin og til 6 á morgn­ana var sett á í borgum og bæjum Frakk­lands um ára­mót­in. Utan þess tíma má fólk fara til og frá vinnu ef ekki er hægt að vinna heima og til að viðra gælu­dýrin sín svo dæmi séu tek­in.Í Þýska­landi verða aðgerðir fram­lengdar til 31. jan­ú­ar. Aðgerðir þar í landi voru hertar í des­em­ber er smitum tók að fjölda. Versl­anir eru flestar lok­aðar en mat­vöru- og lyfja­versl­anir mega hafa opið. Þá hafa skólar verið lok­aðir síð­ustu vik­ur. Heil­brigð­is­ráð­herr­ann Jens Spahn sagði í við­tali um helg­ina að hann vildi sjá dag­legan fjölda smita fara veru­lega niður áður en að aðgerðum yrði aflétt.

Einmana og tóm flaska af Corona-bjór í miðborg Lundúna. Mynd: EPAÁ Norð­ur­lönd­unum eru einnig í gildi strangar tak­mark­an­ir. Við þekkjum stöð­una hér á landi, aðeins tíu mega koma sam­an, en Danir hafa nú tekið ákvörðun um að ganga skref­inu lengra. Frá og með gær­deg­inum mega aðeins fimm koma saman í stað tíu. Þar í landi sem og víðar ótt­ast menn hið svo­kall­aða breska afbrigði veirunnar sem talið er vera meira smit­andi en flest önn­ur. Í Dan­mörku hafa nokkrir tugir manna greinst með þennan stofn veirunn­ar. Næstu dagar og vikur verða svip­aðar fyrir Dani og þegar far­ald­ur­inn braust fyrst út í Evr­ópu fyrir rúm­lega ári. Þá var það einnig Mette Frederiksen, for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur, sem stóð á blaða­manna­fundi og til­kynnti for­dæma­lausar aðgerðir og lokun landamæra. Slíkt þótti næstum óhugs­andi. En nú er þetta orðið kunn­ug­legt.Ástandið á sænskum sjúkra­hús fer versn­andi. Á fyrstu fimm dögum árs­ins lét­ust 258 vegna COVID-19. 378 eru á gjör­gæslu­deild­um. Í gær höfðu 8.985 lát­ist vegna sjúk­dóms­ins frá upp­hafi far­ald­urs­ins. Þrettán til­felli af breska afbrigði veirunnar hafa greinst í Sví­þjóð.Sænsk stjórn­völd settu í lok des­em­ber á ferða­bann frá Bret­landi og Dan­mörku vegna hins breska afbrigðis veirunn­ar. Sænskir rík­is­borg­arar geta ferð­ast frá þessum löndum og til Sví­þjóðar en aðrir ekki. Aðeins átta mega koma saman í Sví­þjóð en þær tak­mark­anir ná þó ekki til skóla, vinnu­staða og veit­inga­húsa svo dæmi séu tek­in.

AuglýsingÞeir sem ferð­ast til Nor­egs þurfa nú að fara í sýna­töku við kom­una til lands­ins. Nýjar reglur hvað það varðar tóku gildi í vik­unni. Norð­menn ætla ekki að tefla árangri sínum í bar­átt­unni við kór­ónu­veiruna hingað til í tví­sýnu og hafa yfir­völd hvatt til að lands­menn taki sér hlé frá félags­lífi næstu dag­ana eða til að minnsta kosti 18. jan­ú­ar. Aðeins fimm mega koma sam­an.Biðin eftir bólu­efni gæti dreg­ist á lang­inn. Belgar verða nú að sætta sig við að fá helm­ingi minna af bólu­efni Pfizer en þeir höfðu talið sig geta fengið í fyrsta skammti. Sama stað­reynd blasti við okkur Íslend­ingum fyrir nokkrum vik­um. Í til­kynn­ingu frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu í gær kom fram að gengið sé út frá því að bólu­efni Moderna hljóti náð fyrir augum sér­fræð­inga Evr­ópsku lyfja­stofn­un­ar­innar í dag. Sam­kvæmt samn­ingum munu Íslend­ingar fá 5.000 skammta af því bólu­efni í jan­úar og febr­úar og eftir það mun afhend­ingin verða hrað­ari.Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í fyrra­dag að jafn­vel myndi bólu­setn­ing ganga hraðar fyrir sig hér á landi en útlit var fyr­ir. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar