Ekkert bendir til þess að bólusetning hafi valdið andlátum, en það verður rannsakað

Eins og sakir standa er ekkert sagt benda til þess að beint orsakasamhengi sé á milli bólusetninga og fimm alvarlegra aukaverkana sem hafa verið tilkynntar til Lyfjastofnunar, en óháðir öldrunarlæknar verða fengnir til að rannsaka atvikin.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir undirrita tilkynninguna ásamt Rúnu Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir undirrita tilkynninguna ásamt Rúnu Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar.
Auglýsing

Fjórir af þeim tæp­lega 5.000 ein­stak­lingum sem hafa verið bólu­settir gegn COVID-19 á Íslandi til þessa, með bólu­efn­inu frá Pfizer og BioNTech, hafa lát­ist. Í til­kynn­ingu frá emb­ætti land­lækn­is, sótt­varna­lækni og Lyfja­stofnun segir að hugs­an­lega kunni þetta að tengj­ast bólu­setn­ing­unni, þó að eins og sakir standi bendi „ekk­ert til þess“ að beint orsaka­sam­hengi sé þarna á milli.

And­látin fjögur eru á meðal fimm alvar­legra auka­verk­ana sem hafa verið til­kynntar til Lyfja­stofn­unar eftir fyrstu umferð bólu­setn­inga. 

„Í ljósi þess að um nýtt bólu­efni er að ræða hafa land­lækn­ir, sótt­varna­læknir og for­stjóri Lyfja­stofn­unar ákveðið að fá óháða aðila til að fara gaum­gæfi­lega yfir þessi fimm alvar­legu atvik,“ segir í frétta­til­kynn­ingu sem send var á fjöl­miðla í dag.

Auglýsing

Öldr­un­ar­læknar munu skoða atvikin

Þar segir að tveir sér­fróðir læknar á sviði öldr­unar verði fengnir til að ann­ast rann­sókn­ina og að henni verði hraðað eins og kostur er. Stefnt er að því að frum­nið­ur­stöður liggi fyrir innan viku til 10 daga.

Í til­kynn­ingu segir að til­gangur rann­sókn­ar­innar sé að meta hvort lík­legt sé að þessi alvar­legu atvik teng­ist bólu­setn­ing­unni eða hvort þau teng­ist und­ir­liggj­andi sjúk­dóm­um. „Eins og sakir standa bendir ekk­ert til þess að beint orsaka­sam­hengi sé þarna á milli,“ segir í frétta­til­kynn­ing­unni.

Þegar nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar liggja fyrir verður skoðað hvort breyta þurfi nálgun að bólu­setn­ingum eldri ein­stak­linga.

Átján lát­ast að jafn­aði á dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­ilum í hverri viku

Sér­stak­lega er tekið fram að sá hópur sem bólu­settur var með fyrstu send­ingu bólu­efn­is­ins sam­anstendur af öldruðum og hrumum ein­stak­lingum sem dvelja á hjúkr­un­ar­heim­il­um, öldr­un­ar­deildum eða eru í dagdvöl. 

„Hafa ber í huga að að jafn­aði lát­ast 18 ein­stak­lingar á dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­ilum á viku hverri,“ segir í frétta­til­kynn­ing­unni.

Jafn­framt segir þar að kallað hafi verið eftir upp­lýs­ingum frá Norð­ur­lönd­unum og sömu­leiðis frá Lyfja­stofnun Evr­ópu um hvort sjá megi aukna tíðni dauðs­falla hjá eldri ein­stak­lingum sem hafa verið bólu­settir í öðrum Evr­ópu­löndum und­an­farna daga og vik­ur. 

Þá er tekið fram að sér­stök töl­fræði­grein­ing á dauðs­föllum í þessum hópi fari fram á vegum emb­ættis land­lækn­is.

Frétta­til­kynn­ing Lyfja­stofn­un­ar, land­læknis og sótt­varna­læknis í heild sinni:

Lyfja­stofnun hefur verið til­kynnt um fimm alvar­legar auka­verk­an­ir, þar af fjögur and­lát, sem hugs­an­lega kunna að tengj­ast bólu­setn­ingu við SAR­S-CoV-2 veirunni. Í öllum til­fell­unum erum að ræða aldr­aða ein­stak­linga með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og sem búa á hjúkr­un­ar­heim­il­um. Í ljósi þess að um nýtt bólu­efni er að ræða hafa land­lækn­ir, sótt­varna­læknir og for­stjóri Lyfja­stofn­unar ákveðið að fá óháða aðila til að fara gaum­gæfi­lega yfir þessi fimm alvar­legu atvik.

Til­gangur rann­sókn­ar­innar er að meta hvort lík­legt sé að þessi alvar­legu atvik teng­ist bólu­setn­ing­unni eða hvort þau teng­ist und­ir­liggj­andi sjúk­dóm­um. Eins og sakir standa bendir ekk­ert til þess að beint orsaka­sam­hengi sé þarna á milli. Þess ber að geta að sá hópur sem bólu­settur var með fyrstu send­ingu bólu­efn­is­ins sam­anstendur af öldruðum og hrumum ein­stak­lingum sem dvelja á hjúkr­un­ar­heim­il­um, öldr­un­ar­deildum eða eru í dagdvöl. Hafa ber í huga að að jafn­aði lát­ast 18 ein­stak­lingar á dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­ilum á viku hverri. Rann­sóknin verður gerð af tveimur sér­fróðum læknum á sviði öldr­unar og verður henni hraðað eins og kostur er. Stefnt er að því að frum­nið­ur­stöður liggi fyrir innan viku til 10 daga. 

Jafn­framt hefur verið kallað eftir upp­lýs­ingum frá Norð­ur­lönd­unum og frá Lyfja­stofnun Evr­ópu um hvort sjá megi aukna tíðni dauðs­falla hjá eldri ein­stak­lingum sem hafa verið bólu­settir í öðrum Evr­ópu­löndum und­an­farna daga og vik­ur. Þá fer fram sér­stök töl­fræði­grein­ing á dauðs­föllum í þessum hópi á vegum emb­ættis land­lækn­is. 

Vakin er athygli á því að allar íslenskar til­kynn­ingar um mögu­legar auka­verk­anir lyfja eru skráðar í mið­lægan gagna­grunn sem Lyfja­stofnun Evr­ópu heldur úti til frek­ari grein­ing­ar, með það að mark­miði að tryggja svo kostur er gæði og öryggi lyfja. Fyrir Íslands hönd tekur Lyfja­stofnun virkan þátt í þeirri vinnu.

Þegar nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar liggja fyrir verður skoðað hvort breyta þurfi nálgun að bólu­setn­ingum eldri ein­stak­linga.

Alma D. Möller

land­læknir

Þórólfur Guðna­son

sótt­varna­læknir 

Rúna Hauks­dóttir Hvann­berg

for­stjóri Lyfja­stofn­unarStyrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent