Ekkert bendir til þess að bólusetning hafi valdið andlátum, en það verður rannsakað

Eins og sakir standa er ekkert sagt benda til þess að beint orsakasamhengi sé á milli bólusetninga og fimm alvarlegra aukaverkana sem hafa verið tilkynntar til Lyfjastofnunar, en óháðir öldrunarlæknar verða fengnir til að rannsaka atvikin.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir undirrita tilkynninguna ásamt Rúnu Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir undirrita tilkynninguna ásamt Rúnu Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar.
Auglýsing

Fjórir af þeim tæp­lega 5.000 ein­stak­lingum sem hafa verið bólu­settir gegn COVID-19 á Íslandi til þessa, með bólu­efn­inu frá Pfizer og BioNTech, hafa lát­ist. Í til­kynn­ingu frá emb­ætti land­lækn­is, sótt­varna­lækni og Lyfja­stofnun segir að hugs­an­lega kunni þetta að tengj­ast bólu­setn­ing­unni, þó að eins og sakir standi bendi „ekk­ert til þess“ að beint orsaka­sam­hengi sé þarna á milli.

And­látin fjögur eru á meðal fimm alvar­legra auka­verk­ana sem hafa verið til­kynntar til Lyfja­stofn­unar eftir fyrstu umferð bólu­setn­inga. 

„Í ljósi þess að um nýtt bólu­efni er að ræða hafa land­lækn­ir, sótt­varna­læknir og for­stjóri Lyfja­stofn­unar ákveðið að fá óháða aðila til að fara gaum­gæfi­lega yfir þessi fimm alvar­legu atvik,“ segir í frétta­til­kynn­ingu sem send var á fjöl­miðla í dag.

Auglýsing

Öldr­un­ar­læknar munu skoða atvikin

Þar segir að tveir sér­fróðir læknar á sviði öldr­unar verði fengnir til að ann­ast rann­sókn­ina og að henni verði hraðað eins og kostur er. Stefnt er að því að frum­nið­ur­stöður liggi fyrir innan viku til 10 daga.

Í til­kynn­ingu segir að til­gangur rann­sókn­ar­innar sé að meta hvort lík­legt sé að þessi alvar­legu atvik teng­ist bólu­setn­ing­unni eða hvort þau teng­ist und­ir­liggj­andi sjúk­dóm­um. „Eins og sakir standa bendir ekk­ert til þess að beint orsaka­sam­hengi sé þarna á milli,“ segir í frétta­til­kynn­ing­unni.

Þegar nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar liggja fyrir verður skoðað hvort breyta þurfi nálgun að bólu­setn­ingum eldri ein­stak­linga.

Átján lát­ast að jafn­aði á dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­ilum í hverri viku

Sér­stak­lega er tekið fram að sá hópur sem bólu­settur var með fyrstu send­ingu bólu­efn­is­ins sam­anstendur af öldruðum og hrumum ein­stak­lingum sem dvelja á hjúkr­un­ar­heim­il­um, öldr­un­ar­deildum eða eru í dagdvöl. 

„Hafa ber í huga að að jafn­aði lát­ast 18 ein­stak­lingar á dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­ilum á viku hverri,“ segir í frétta­til­kynn­ing­unni.

Jafn­framt segir þar að kallað hafi verið eftir upp­lýs­ingum frá Norð­ur­lönd­unum og sömu­leiðis frá Lyfja­stofnun Evr­ópu um hvort sjá megi aukna tíðni dauðs­falla hjá eldri ein­stak­lingum sem hafa verið bólu­settir í öðrum Evr­ópu­löndum und­an­farna daga og vik­ur. 

Þá er tekið fram að sér­stök töl­fræði­grein­ing á dauðs­föllum í þessum hópi fari fram á vegum emb­ættis land­lækn­is.

Frétta­til­kynn­ing Lyfja­stofn­un­ar, land­læknis og sótt­varna­læknis í heild sinni:

Lyfja­stofnun hefur verið til­kynnt um fimm alvar­legar auka­verk­an­ir, þar af fjögur and­lát, sem hugs­an­lega kunna að tengj­ast bólu­setn­ingu við SAR­S-CoV-2 veirunni. Í öllum til­fell­unum erum að ræða aldr­aða ein­stak­linga með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og sem búa á hjúkr­un­ar­heim­il­um. Í ljósi þess að um nýtt bólu­efni er að ræða hafa land­lækn­ir, sótt­varna­læknir og for­stjóri Lyfja­stofn­unar ákveðið að fá óháða aðila til að fara gaum­gæfi­lega yfir þessi fimm alvar­legu atvik.

Til­gangur rann­sókn­ar­innar er að meta hvort lík­legt sé að þessi alvar­legu atvik teng­ist bólu­setn­ing­unni eða hvort þau teng­ist und­ir­liggj­andi sjúk­dóm­um. Eins og sakir standa bendir ekk­ert til þess að beint orsaka­sam­hengi sé þarna á milli. Þess ber að geta að sá hópur sem bólu­settur var með fyrstu send­ingu bólu­efn­is­ins sam­anstendur af öldruðum og hrumum ein­stak­lingum sem dvelja á hjúkr­un­ar­heim­il­um, öldr­un­ar­deildum eða eru í dagdvöl. Hafa ber í huga að að jafn­aði lát­ast 18 ein­stak­lingar á dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­ilum á viku hverri. Rann­sóknin verður gerð af tveimur sér­fróðum læknum á sviði öldr­unar og verður henni hraðað eins og kostur er. Stefnt er að því að frum­nið­ur­stöður liggi fyrir innan viku til 10 daga. 

Jafn­framt hefur verið kallað eftir upp­lýs­ingum frá Norð­ur­lönd­unum og frá Lyfja­stofnun Evr­ópu um hvort sjá megi aukna tíðni dauðs­falla hjá eldri ein­stak­lingum sem hafa verið bólu­settir í öðrum Evr­ópu­löndum und­an­farna daga og vik­ur. Þá fer fram sér­stök töl­fræði­grein­ing á dauðs­föllum í þessum hópi á vegum emb­ættis land­lækn­is. 

Vakin er athygli á því að allar íslenskar til­kynn­ingar um mögu­legar auka­verk­anir lyfja eru skráðar í mið­lægan gagna­grunn sem Lyfja­stofnun Evr­ópu heldur úti til frek­ari grein­ing­ar, með það að mark­miði að tryggja svo kostur er gæði og öryggi lyfja. Fyrir Íslands hönd tekur Lyfja­stofnun virkan þátt í þeirri vinnu.

Þegar nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar liggja fyrir verður skoðað hvort breyta þurfi nálgun að bólu­setn­ingum eldri ein­stak­linga.

Alma D. Möller

land­læknir

Þórólfur Guðna­son

sótt­varna­læknir 

Rúna Hauks­dóttir Hvann­berg

for­stjóri Lyfja­stofn­unarSkiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent