Enginn af stærstu eigendum Skeljungs samþykkti tilboðið

Sex lífeyrissjóðir, sem eiga samtals rúmlega 37 prósent allra eignarhluta í Skeljungi, höfnuðu allir yfirtökutilboði fjárfesta í félaginu í dag.

skeljungur
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóð­irnir Frjálsi, Birta Festa, Stapi og Lífs­verk hafa, ásamt Gildi, ákveðið að hafna yfir­tökutil­boði fjár­festa­hóps­ins Strengs ehf. á Skelj­ungi. Helsta ástæða líf­eyr­is­sjóð­anna var sú að til­boðs­verðið var of lágt miðað við eigið mat á virði félags­ins. 

Kjarn­inn hefur áður greint frá yfir­tökutil­boði Strengs í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um, en að því félagi kemur Ingi­björg Pálma­dótt­ir, ásamt eig­endum Re-Max á Íslandi, hjón­unum Sig­urði Bolla­syni og Nönnu Björk Ásgríms­dóttur og fimm breskum fjár­fest­um. Til­boðs­frestur Strengs rann út kl. 16:00 í dag. 

Strengur bauðst til þess að kaupa alla útistand­andi hluti félags­ins á 8,315 krónur á hlut, sem var 6,6 pró­sentum yfir gengi félags­ins í byrjun nóv­em­ber­mán­að­ar. Þessa stund­ina kostar hver hlutur í Skelj­ungi hins vegar 9,03 krónur og gætu því hlut­hafar fengið meira fyrir sína hluti í Kaup­höll­inni en Strengur er til­bú­inn að borga.

Auglýsing

Fyrir tveimur vikum síðan greindi Frétta­blaðið frá því að líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi, sem er stærsti hlut­hafi Skelj­ungs að Strengi und­an­skild­um, ætl­aði sér að hafna yfir­tökutil­boð­inu, sökum þess hversu lágt yfir­töku­gengið væri miðað við eigið mat á virði félags­ins. Á þeim tíma stóð hluta­bréfa­verð Skelj­ungs í 8,65 krónum á hlut. Árni Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri sjóðs­ins, sagði hann einnig leggj­ast gegn yfir­lýstum áformum Strengs um að skrá Skelj­ung af mark­að­i. 

Í sam­tali við Kjarn­ann fyrr í dag stað­festir Jón L Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Lífs­verks, einnig að sjóð­ur­inn ætl­aði sér að hafna til­boð­inu vegna lágs verðs á yfir­tökutil­boð­inu og áforma Strengs um að afskrá félag­ið.  

Eftir að til­boðs­frest­inum lauk stað­festu líf­eyr­is­sjóð­irnir Birta, Festa og Frjálsi svo að þeir hefðu hafnað til­boð­inu sömu­leið­is. Í sam­tali við Kjarn­ann sagði Soffía Gunn­ars­dótt­ir, for­stöðu­maður eigna­stýr­ingar hjá Birtu, að sjóð­ur­inn hafi verið með verð­mats­grein­ingar á félag­inu til grund­vall­ar, en nið­ur­stöður þeirra bentu til þess að félagið væri verð­mæt­ara en það sem yfir­tökutil­boðið hljóð­aði upp á. Sama hljóð var í Gylfa Jónassyni, fram­kvæmda­stjóri Festu, sem stað­festi að sjóð­ur­inn hafi ekki heldur tekið til­boð­inu.

Hjör­leifur Arnar Waag­fjörð, for­stöðu­maður eigna­stýr­ingar hjá Arion banka, stað­festir einnig að Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn hafi hafnað yfir­tökutil­boði Strengs þar sem til­boðs­verðið hafi ekki verið nægi­lega hátt. Þó segir Hjör­leifur Arnar að sjóð­ur­inn sé jákvæður gagn­vart fjár­festa­hópnum að baki Strengi, en bætir hins vegar við að Frjálsi myndi frekar kjósa að hafa Skelj­ung skráðan á hluta­bréfa­mark­aði heldur en ekki. Arion banki var einn af tveimur umsjón­ar­að­ilum með til­boði Strengs.  

Sam­tals eiga Gildi, Festa, Birta, Frjálsi og Lífs­verk 34 pró­sent af Skelj­ungi sam­kvæmt hlut­hafa­skrá félags­ins, en sjóð­irnir eru stærstu hlut­hafar félags­ins ef eign­ar­halds­fé­lögin Strengur og Strengur Hold­ing eru und­an­skil­in.

Upp­fært kl. 17: 51:  Jó­hann Steinar Jóhanns­son, fram­kvæmda­stjóri Stapa líf­eyr­is­sjóðs, sem á 3,38 pró­senta hlut í Skelj­ungi, stað­festi einnig að sjóð­ur­inn hafi ekki tekið til­boði Strengs þar sem til­boðið var talið vera of lágt miðað við virði félags­ins. Einnig taldi sjóð­ur­inn það æski­legt að félag á borð við Skelj­ung eigi að vera skráð á hluta­bréfa­mark­aði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Elon Musk, eigandi Twitter og ríkasti maður í heimi.
Musk veitir brottrækum á Twitter „almenna sakaruppgjöf“
Eigandi Twitter hefur boðið fyrrverandi Bandaríkjaforseta og fleiri brottræka velkomna aftur á samfélagsmiðilinn. Ákvörðunina byggði hann, að hluta til, á skoðanakönnun á eigin prófíl.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Jeffrey Epstein.
Þolendur Jeffrey Epstein höfða mál gegn Deutsche Bank og JPMorgan
Viðskiptabankar Jeffrey Epstein hunsuðu „rauð flögg“ og gerðu honum kleift að stunda mansal og brjóta á fjölda kvenna. Þetta er rökstuðningur kvenna sem ætla í mál við tvo banka vestanhafs.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum
VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meirihluti landsmanna treysta ekki ríkisstjórninni til að selja meira í Íslandsbanka.
Yfir 60 prósent treysta ekki stjórninni til að selja Íslandsbanka og vilja rannsóknarnefnd
Næstum þrír af hverjum fjórum kjósendum Vinstri grænna vilja að skipuð verði rannsóknarnefnd um bankasöluna og 57 prósent þeirra treysta ekki ríkisstjórn sem leidd er af formanni flokksins til að selja meira í Íslandsbanka.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent