Enginn af stærstu eigendum Skeljungs samþykkti tilboðið

Sex lífeyrissjóðir, sem eiga samtals rúmlega 37 prósent allra eignarhluta í Skeljungi, höfnuðu allir yfirtökutilboði fjárfesta í félaginu í dag.

skeljungur
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóð­irnir Frjálsi, Birta Festa, Stapi og Lífs­verk hafa, ásamt Gildi, ákveðið að hafna yfir­tökutil­boði fjár­festa­hóps­ins Strengs ehf. á Skelj­ungi. Helsta ástæða líf­eyr­is­sjóð­anna var sú að til­boðs­verðið var of lágt miðað við eigið mat á virði félags­ins. 

Kjarn­inn hefur áður greint frá yfir­tökutil­boði Strengs í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um, en að því félagi kemur Ingi­björg Pálma­dótt­ir, ásamt eig­endum Re-Max á Íslandi, hjón­unum Sig­urði Bolla­syni og Nönnu Björk Ásgríms­dóttur og fimm breskum fjár­fest­um. Til­boðs­frestur Strengs rann út kl. 16:00 í dag. 

Strengur bauðst til þess að kaupa alla útistand­andi hluti félags­ins á 8,315 krónur á hlut, sem var 6,6 pró­sentum yfir gengi félags­ins í byrjun nóv­em­ber­mán­að­ar. Þessa stund­ina kostar hver hlutur í Skelj­ungi hins vegar 9,03 krónur og gætu því hlut­hafar fengið meira fyrir sína hluti í Kaup­höll­inni en Strengur er til­bú­inn að borga.

Auglýsing

Fyrir tveimur vikum síðan greindi Frétta­blaðið frá því að líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi, sem er stærsti hlut­hafi Skelj­ungs að Strengi und­an­skild­um, ætl­aði sér að hafna yfir­tökutil­boð­inu, sökum þess hversu lágt yfir­töku­gengið væri miðað við eigið mat á virði félags­ins. Á þeim tíma stóð hluta­bréfa­verð Skelj­ungs í 8,65 krónum á hlut. Árni Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri sjóðs­ins, sagði hann einnig leggj­ast gegn yfir­lýstum áformum Strengs um að skrá Skelj­ung af mark­að­i. 

Í sam­tali við Kjarn­ann fyrr í dag stað­festir Jón L Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Lífs­verks, einnig að sjóð­ur­inn ætl­aði sér að hafna til­boð­inu vegna lágs verðs á yfir­tökutil­boð­inu og áforma Strengs um að afskrá félag­ið.  

Eftir að til­boðs­frest­inum lauk stað­festu líf­eyr­is­sjóð­irnir Birta, Festa og Frjálsi svo að þeir hefðu hafnað til­boð­inu sömu­leið­is. Í sam­tali við Kjarn­ann sagði Soffía Gunn­ars­dótt­ir, for­stöðu­maður eigna­stýr­ingar hjá Birtu, að sjóð­ur­inn hafi verið með verð­mats­grein­ingar á félag­inu til grund­vall­ar, en nið­ur­stöður þeirra bentu til þess að félagið væri verð­mæt­ara en það sem yfir­tökutil­boðið hljóð­aði upp á. Sama hljóð var í Gylfa Jónassyni, fram­kvæmda­stjóri Festu, sem stað­festi að sjóð­ur­inn hafi ekki heldur tekið til­boð­inu.

Hjör­leifur Arnar Waag­fjörð, for­stöðu­maður eigna­stýr­ingar hjá Arion banka, stað­festir einnig að Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn hafi hafnað yfir­tökutil­boði Strengs þar sem til­boðs­verðið hafi ekki verið nægi­lega hátt. Þó segir Hjör­leifur Arnar að sjóð­ur­inn sé jákvæður gagn­vart fjár­festa­hópnum að baki Strengi, en bætir hins vegar við að Frjálsi myndi frekar kjósa að hafa Skelj­ung skráðan á hluta­bréfa­mark­aði heldur en ekki. Arion banki var einn af tveimur umsjón­ar­að­ilum með til­boði Strengs.  

Sam­tals eiga Gildi, Festa, Birta, Frjálsi og Lífs­verk 34 pró­sent af Skelj­ungi sam­kvæmt hlut­hafa­skrá félags­ins, en sjóð­irnir eru stærstu hlut­hafar félags­ins ef eign­ar­halds­fé­lögin Strengur og Strengur Hold­ing eru und­an­skil­in.

Upp­fært kl. 17: 51:  Jó­hann Steinar Jóhanns­son, fram­kvæmda­stjóri Stapa líf­eyr­is­sjóðs, sem á 3,38 pró­senta hlut í Skelj­ungi, stað­festi einnig að sjóð­ur­inn hafi ekki tekið til­boði Strengs þar sem til­boðið var talið vera of lágt miðað við virði félags­ins. Einnig taldi sjóð­ur­inn það æski­legt að félag á borð við Skelj­ung eigi að vera skráð á hluta­bréfa­mark­aði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent