Enginn af stærstu eigendum Skeljungs samþykkti tilboðið

Sex lífeyrissjóðir, sem eiga samtals rúmlega 37 prósent allra eignarhluta í Skeljungi, höfnuðu allir yfirtökutilboði fjárfesta í félaginu í dag.

skeljungur
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóð­irnir Frjálsi, Birta Festa, Stapi og Lífs­verk hafa, ásamt Gildi, ákveðið að hafna yfir­tökutil­boði fjár­festa­hóps­ins Strengs ehf. á Skelj­ungi. Helsta ástæða líf­eyr­is­sjóð­anna var sú að til­boðs­verðið var of lágt miðað við eigið mat á virði félags­ins. 

Kjarn­inn hefur áður greint frá yfir­tökutil­boði Strengs í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um, en að því félagi kemur Ingi­björg Pálma­dótt­ir, ásamt eig­endum Re-Max á Íslandi, hjón­unum Sig­urði Bolla­syni og Nönnu Björk Ásgríms­dóttur og fimm breskum fjár­fest­um. Til­boðs­frestur Strengs rann út kl. 16:00 í dag. 

Strengur bauðst til þess að kaupa alla útistand­andi hluti félags­ins á 8,315 krónur á hlut, sem var 6,6 pró­sentum yfir gengi félags­ins í byrjun nóv­em­ber­mán­að­ar. Þessa stund­ina kostar hver hlutur í Skelj­ungi hins vegar 9,03 krónur og gætu því hlut­hafar fengið meira fyrir sína hluti í Kaup­höll­inni en Strengur er til­bú­inn að borga.

Auglýsing

Fyrir tveimur vikum síðan greindi Frétta­blaðið frá því að líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi, sem er stærsti hlut­hafi Skelj­ungs að Strengi und­an­skild­um, ætl­aði sér að hafna yfir­tökutil­boð­inu, sökum þess hversu lágt yfir­töku­gengið væri miðað við eigið mat á virði félags­ins. Á þeim tíma stóð hluta­bréfa­verð Skelj­ungs í 8,65 krónum á hlut. Árni Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri sjóðs­ins, sagði hann einnig leggj­ast gegn yfir­lýstum áformum Strengs um að skrá Skelj­ung af mark­að­i. 

Í sam­tali við Kjarn­ann fyrr í dag stað­festir Jón L Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Lífs­verks, einnig að sjóð­ur­inn ætl­aði sér að hafna til­boð­inu vegna lágs verðs á yfir­tökutil­boð­inu og áforma Strengs um að afskrá félag­ið.  

Eftir að til­boðs­frest­inum lauk stað­festu líf­eyr­is­sjóð­irnir Birta, Festa og Frjálsi svo að þeir hefðu hafnað til­boð­inu sömu­leið­is. Í sam­tali við Kjarn­ann sagði Soffía Gunn­ars­dótt­ir, for­stöðu­maður eigna­stýr­ingar hjá Birtu, að sjóð­ur­inn hafi verið með verð­mats­grein­ingar á félag­inu til grund­vall­ar, en nið­ur­stöður þeirra bentu til þess að félagið væri verð­mæt­ara en það sem yfir­tökutil­boðið hljóð­aði upp á. Sama hljóð var í Gylfa Jónassyni, fram­kvæmda­stjóri Festu, sem stað­festi að sjóð­ur­inn hafi ekki heldur tekið til­boð­inu.

Hjör­leifur Arnar Waag­fjörð, for­stöðu­maður eigna­stýr­ingar hjá Arion banka, stað­festir einnig að Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn hafi hafnað yfir­tökutil­boði Strengs þar sem til­boðs­verðið hafi ekki verið nægi­lega hátt. Þó segir Hjör­leifur Arnar að sjóð­ur­inn sé jákvæður gagn­vart fjár­festa­hópnum að baki Strengi, en bætir hins vegar við að Frjálsi myndi frekar kjósa að hafa Skelj­ung skráðan á hluta­bréfa­mark­aði heldur en ekki. Arion banki var einn af tveimur umsjón­ar­að­ilum með til­boði Strengs.  

Sam­tals eiga Gildi, Festa, Birta, Frjálsi og Lífs­verk 34 pró­sent af Skelj­ungi sam­kvæmt hlut­hafa­skrá félags­ins, en sjóð­irnir eru stærstu hlut­hafar félags­ins ef eign­ar­halds­fé­lögin Strengur og Strengur Hold­ing eru und­an­skil­in.

Upp­fært kl. 17: 51:  Jó­hann Steinar Jóhanns­son, fram­kvæmda­stjóri Stapa líf­eyr­is­sjóðs, sem á 3,38 pró­senta hlut í Skelj­ungi, stað­festi einnig að sjóð­ur­inn hafi ekki tekið til­boði Strengs þar sem til­boðið var talið vera of lágt miðað við virði félags­ins. Einnig taldi sjóð­ur­inn það æski­legt að félag á borð við Skelj­ung eigi að vera skráð á hluta­bréfa­mark­aði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent