Stjórn Skeljungs segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að breyta því í fjárfestingafélag

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag var því haldið fram að ráðandi hluthafar í Skeljungi ynnu að því að breyta félaginu í fjárfestingafélag. Stjórn félagsins áréttar í tilkynningu að engin ákvörðun hafi verið tekin um þetta.

Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljungs.
Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljungs.
Auglýsing

Stjórn Skelj­ungs hefur sent frá sér til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands þar sem hún áréttar að engin ákvörðun hafi verið tekin um að boða til hlut­hafa­fundar í félag­inu með það fyrir augum að breyta því í fjár­fest­inga­fé­lag.

Til­efnið er að á for­síðu Frétta­blaðs­insí dag birt­ist frétt um að ráð­andi hlut­hafar í Skelj­ungi, undir for­ystu stjórn­ar­for­manns­ins Jóns Ásgeirs Jóhann­es­son­ar, séu að skoða þann mögu­leika að gera breyt­ingar á sam­þykktum félags­ins þannig að til­gangur þess verði fjár­fest­inga­star­femi.

Í frétt­inni sagði að Jón Ásgeir, sem fer fyrir Streng, stærsta hlut­hafa Skelj­ungs með rúm­lega 50 pró­sent eign­ar­hlut, hafi fundað með líf­eyr­is­sjóðum sem eigi stóran hlut í félag­inu í síð­ustu viku og kynnt þessar hug­myndir fyrir þeim. Í áformunum fólst einnig að Skelj­ungur yrði áfram skráður á markað eftir breyt­ing­una, og yrði þar með fyrsta fjár­fest­inga­fé­lagið á mark­aði frá því fyrir hrun. Þeir sem standa að Streng voru á meðal þeirra sem stóðu á þeim tíma á bak­við hið umsvifa­mikla fjár­fest­inga­fé­lag FL Group, sem byggði á grunni Icelandair og átti meðal ann­ars stóran hluta í Glitni banka.

Auglýsing
Til að breyta sam­þykktum þarf að boða hlut­hafa­fund og fá sam­þykkt eig­enda að minnsta kosti 66,7 pró­sent af útgefnu hluta­fé.

Hluta­bréf í Skelj­ungi hafa hækkað um 4,38 pró­sent í Kaup­höll­inni í dag.

Ætl­uðu að fjár­magna skuld­setta yfir­töku

Hópur fjár­festa, undir for­ystu Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar og Ingi­bjargar Pálma­dóttur og undir merkjum Strengs, reyndi að taka yfir Skelj­ung í fyrra. Hóp­ur­inn gerði yfir­tökutil­boð sem í fólst að hann var til­bú­inn að greiða um tíu millj­arða króna fyrir hlutafé ann­arra í félag­inu. Hóp­ur­inn ætl­aði að greiða eitt­hvað eigin fé en meg­in­þorri upp­hæð­ar­innar myndi koma að láni frá tveimur kerf­is­lega mik­il­vægum bönk­um, Íslands­banka og Arion banka. 

Ef yfir­takan gengi eftir ætl­aði hóp­ur­inn að afskrá Skelj­ung af mark­aði, selja burt fjölda eigna og nota ágóð­ann til að end­ur­greiða bönk­unum tveim­ur. Það sem eftir myndi standa gæti hann svo nýtt í frek­ari fjár­fest­inga­verk­efni í fram­tíð­inn­i. 

Strengur tryggði sér meiri­hluta

Á meðal þeirra eigna sem hóp­ur­inn hafði hug á að selja ef yfir­tökutil­boð­inu yrði tekið var P/F Magn, sem rekur ell­efu smá­sölu- og bens­ín­stöðvar og tvær birgða­stöðvar í Fær­eyjum auk þess sem fyr­ir­tækið dreifir elds­neyti til fyr­ir­tækja, verk­taka og sjáv­ar­út­vegs.

Yfir­tökutil­boð­inu var hafnað af þorra ann­arra hlut­hafa, sem eru að uppi­stöðu íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. 

Það skipti þó ekki miklu máli. Næstu daga eftir að yfir­tökutil­boð­inu var hafnað með afger­andi hætti þá bætti Strengur við eign­ar­hlut sinn í Skelj­ungi með kaupum á mark­aði og á nú rétt yfir helm­ing hluta­fjár.

Skelj­ungur vinnur nú að því að selja P/F Magn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spennan magnast fyrir 70 ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar sem fagnað verður með ýmsum hætti 2. - 5. júní.
Konungssinnar eyða mörgum milljörðum í varning vegna krýningarafmælis drottningar
Áætlað er að Bretar muni eyða yfir 60 milljörðum króna í konunglegan varning vegna krýningarafmælis drottningar sem haldið verður upp á með fjögurra daga hátíðarhöldum. Tebollar, diskar með gyllingu og spiladósir eru meðal konunglegra muna sem rjúka út.
Kjarninn 29. maí 2022
Claus Hjort Frederiksen verður ekki ákærður, að minnsta kosti ekki meðan hann er þingmaður.
Fyrrverandi ráðherra slapp fyrir horn
Claus Hjort Frederiksen þingmaður og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Danmerkur slapp fyrir horn þegar danska þingið felldi tillögu um að afnema þinghelgi hans. Ríkisstjórn og ríkislögmaður vildu ákæra Claus Hjort fyrir landráð.
Kjarninn 29. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson funda stíft þessa dagana.
Nýr meirihluti verði klár í slaginn áður en fyrsti borgarstjórnarfundur hefst
Viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa staðið yfir í fjóra daga en Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Píratar og Viðreisn stefna að því að ljúka þeim áður en fyrsti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður settur þann 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 28. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Um Pútín, fáveldi og fasisma
Kjarninn 28. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 28. maí 2022
Icelandair beri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda bóki þau flug fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Icelandair svarar því ekki hvort flugfélagið muni flytja þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem til stendur að vísa úr landi á næstunni. Því sé ekki heimilt að svara fyrir hönd viðskiptavina sinna um möguleg eða fyrirhuguð flug.
Kjarninn 28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent