Stjórn Skeljungs segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að breyta því í fjárfestingafélag

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag var því haldið fram að ráðandi hluthafar í Skeljungi ynnu að því að breyta félaginu í fjárfestingafélag. Stjórn félagsins áréttar í tilkynningu að engin ákvörðun hafi verið tekin um þetta.

Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljungs.
Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljungs.
Auglýsing

Stjórn Skelj­ungs hefur sent frá sér til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands þar sem hún áréttar að engin ákvörðun hafi verið tekin um að boða til hlut­hafa­fundar í félag­inu með það fyrir augum að breyta því í fjár­fest­inga­fé­lag.

Til­efnið er að á for­síðu Frétta­blaðs­insí dag birt­ist frétt um að ráð­andi hlut­hafar í Skelj­ungi, undir for­ystu stjórn­ar­for­manns­ins Jóns Ásgeirs Jóhann­es­son­ar, séu að skoða þann mögu­leika að gera breyt­ingar á sam­þykktum félags­ins þannig að til­gangur þess verði fjár­fest­inga­star­femi.

Í frétt­inni sagði að Jón Ásgeir, sem fer fyrir Streng, stærsta hlut­hafa Skelj­ungs með rúm­lega 50 pró­sent eign­ar­hlut, hafi fundað með líf­eyr­is­sjóðum sem eigi stóran hlut í félag­inu í síð­ustu viku og kynnt þessar hug­myndir fyrir þeim. Í áformunum fólst einnig að Skelj­ungur yrði áfram skráður á markað eftir breyt­ing­una, og yrði þar með fyrsta fjár­fest­inga­fé­lagið á mark­aði frá því fyrir hrun. Þeir sem standa að Streng voru á meðal þeirra sem stóðu á þeim tíma á bak­við hið umsvifa­mikla fjár­fest­inga­fé­lag FL Group, sem byggði á grunni Icelandair og átti meðal ann­ars stóran hluta í Glitni banka.

Auglýsing
Til að breyta sam­þykktum þarf að boða hlut­hafa­fund og fá sam­þykkt eig­enda að minnsta kosti 66,7 pró­sent af útgefnu hluta­fé.

Hluta­bréf í Skelj­ungi hafa hækkað um 4,38 pró­sent í Kaup­höll­inni í dag.

Ætl­uðu að fjár­magna skuld­setta yfir­töku

Hópur fjár­festa, undir for­ystu Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar og Ingi­bjargar Pálma­dóttur og undir merkjum Strengs, reyndi að taka yfir Skelj­ung í fyrra. Hóp­ur­inn gerði yfir­tökutil­boð sem í fólst að hann var til­bú­inn að greiða um tíu millj­arða króna fyrir hlutafé ann­arra í félag­inu. Hóp­ur­inn ætl­aði að greiða eitt­hvað eigin fé en meg­in­þorri upp­hæð­ar­innar myndi koma að láni frá tveimur kerf­is­lega mik­il­vægum bönk­um, Íslands­banka og Arion banka. 

Ef yfir­takan gengi eftir ætl­aði hóp­ur­inn að afskrá Skelj­ung af mark­aði, selja burt fjölda eigna og nota ágóð­ann til að end­ur­greiða bönk­unum tveim­ur. Það sem eftir myndi standa gæti hann svo nýtt í frek­ari fjár­fest­inga­verk­efni í fram­tíð­inn­i. 

Strengur tryggði sér meiri­hluta

Á meðal þeirra eigna sem hóp­ur­inn hafði hug á að selja ef yfir­tökutil­boð­inu yrði tekið var P/F Magn, sem rekur ell­efu smá­sölu- og bens­ín­stöðvar og tvær birgða­stöðvar í Fær­eyjum auk þess sem fyr­ir­tækið dreifir elds­neyti til fyr­ir­tækja, verk­taka og sjáv­ar­út­vegs.

Yfir­tökutil­boð­inu var hafnað af þorra ann­arra hlut­hafa, sem eru að uppi­stöðu íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. 

Það skipti þó ekki miklu máli. Næstu daga eftir að yfir­tökutil­boð­inu var hafnað með afger­andi hætti þá bætti Strengur við eign­ar­hlut sinn í Skelj­ungi með kaupum á mark­aði og á nú rétt yfir helm­ing hluta­fjár.

Skelj­ungur vinnur nú að því að selja P/F Magn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent