Fyrrverandi bankastjóri Arion banka vill í stjórn Skeljungs

Stjórnarformaður Skeljungs mun ekki halda áfram störfum fyrir félagið en varaformaður stjórnarinnar, Jón Ásgeir Jóhannesson, sækist eftir endurkjöri. Hann er fulltrúi félaga sem eiga alls 11 prósent í Skeljungi.

Höskuldur H. Ólafsson var bankastjóri Arion banka í níu ár.
Höskuldur H. Ólafsson var bankastjóri Arion banka í níu ár.
Auglýsing

Hösk­uldur H. Ólafs­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Arion banka, hefur boðið sig fram til setu í stjórn Skelj­ungs. Alls sækj­ast átta manns eftir fimm sætum í stjórn­inni og til­nefn­ing­ar­nefnd félags­ins hefur lagt til lista yfir þá sem hún telur að eigi að skipa. Hösk­uldur er ekki þar á með­al. 

Þetta kemur fram í skýrslu til­nefn­ing­ar­nefndar Skelj­ungs sem birt var í gær­kvöldi. Kosið verður um nýja stjórn á aðal­fundi félags­ins sem fer fram 5. mars.

Til­kynnt var um það í apríl í fyrra að Hösk­uldur hefði  sagt starfi sínu hjá Arion banka lausu. Starfs­lok hans kost­uðu Arion banka 150 millj­ónir króna, en sú greiðsla sam­an­stóð ann­­ars vegar af upp­­sagn­­ar­fresti og hins vegar samn­ingi um starfs­­lok.

Ekki mælt með Hös­k­uldi

Þrír núver­andi stjórn­ar­menn í Skelj­ungi, þau Jón Ásgeir Jóhann­es­son, Birna Ósk Ein­ars­dóttir og Þór­ar­inn Arnar Sæv­ars­son, gefa áfram kost á sér til stjórn­ar­setu. Jón Ásgeir, sem er vara­for­maður stjórn­ar­inn­ar, er full­trúi 365 ehf. og tengdra félaga þar, en þau eru stærstu eig­endur Skelj­ungs með 11 pró­sent eign­ar­hlut. Skráður eig­andi félag­anna er Ingi­björg Pálma­dótt­ir, eig­in­kona Jóns Ásgeir­s. 

Auglýsing
Þórarinn er einnig stór hlut­hafi í Skelj­ungi í gegnum ýmis félög. Birna Ósk er hins vegar óháður stjórn­ar­mað­ur. 

Tveir stjórn­ar­menn, stjórn­ar­for­mað­ur­inn Jens Mein­hard Rasmus­sen og Ata Maria Bærent­sen, gefa ekki kost á sér til end­ur­kjörs. Til­nefn­inga­nefnd Skelj­ungs mælir með að Dagný Hall­dórs­dótt­ir, sem setið hefur í stjórnum ýmissa fyr­ir­tækja í gegnum tíð­ina, og Elín Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Borg­un­ar, taki sæti þeirra. Auk Hösk­uldar hlutu Jón Gunnar Borg­þórs­son, sjálf­stætt starf­andi stjórn­enda- og rekstr­ar­ráð­gjafi, og Már Wolf­gang Mixa, lektor í fjár­málum við Háskól­ann í Reykja­vík, ekki náð fyrir augum til­nefn­inga­nefnd­ar­inn­ar. Í skýrslu hennar er þó til­tekið að Hösk­uldur sé vel hæfur til stjórn­ar­setu, líkt og þeir fimm sem til­nefndir eru. Hann búi til að mynda yfir mik­illi reynslu af því að stýra stórum fyr­ir­tækjum sem skráð eru á markað og af setu í stjórn­um. Þar sé hins vega rum þekk­ingu og reynslu sem sé einnig að finna á meðal þeirra sem til­nefndir eru til stjorn­ar­setu.

Til­nefn­ing­ar­nefndin áskilur sér þó rétt til þess að end­ur­skoða fyrr­nefnda til­lögu sína. Slík end­ur­skoðun getur legið fyrir þar til tíu dögum fyrir aðal­fund. 

Ný stjórn mun svo kjósa næsta stjórn­ar­for­mann Skelj­ungs þegar hún kemur saman eftir aðal­fund.

Leggja til 600 millj­óna arð­greiðslu

Hagn­aður Skelj­ungs á síð­asta ári var 1,4 millj­arðar króna, sem er nokkuð minni en tæp­lega 1,6 millj­arða króna hagn­aður árs­ins 2018. Fram­legð hækk­aði hins vegar um 11,4 pró­sent og EBIT­DA-hagn­aður (hagn­aður fyrir afskrift­ir, fjár­magns­kostnað og skatta) hækk­aði um 4,9 pró­sent. 

Arð­semi eigin fjár félags­ins var 15 pró­sent í fyrra og lækk­aði úr 19 pró­sentum árið áður. Eigið fé Skelj­ungs í lok árs var 9,8 millj­arðar króna og eig­in­fjár­hlut­fallið 40,2 pró­sent. Alls keypti félagið eigin bréf fyrir 550 millj­ónir króna á árinu 2019 og skil­aði því fé til hlut­hafa. Í ár er gert ráð fyrir 600 milljón króna arð­greiðslu til þeirra vegna frammi­stöðu síð­asta árs og afskrán­ingu eigin bréfa.

Ýmsar svipt­ingar voru hjá Skelj­ungi í fyrra. Jón Ásgeir sett­ist í stjórn Skelj­ungs í fyrra­vor í krafti þess að 365 mið­l­­ar höfðu keypt upp hluti í félag­inu.

Í lok sumar var svo Árni Pétur Jóns­son ráð­inn for­stjóri félags­ins. Árni Pétur var for­­­stjóri Teymis á sínum tíma auk þess sem hann hafði starfað sem fram­­­kvæmda­­­stjóri hjá Olís og Hög­um. Síð­ast var hann for­­­stjóri og einn aðal­eig­anda Basko. 

Árni Pétur hefur áður unnið náið með, og fyr­ir, félög tengd Jóni Ásgeiri. Jón Ásgeir var til að mynda for­­­stjóri og síðar stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður Baugs Group, sem átti Haga og var stærsti hlut­haf­inn í Teymi þegar Árni Pétur stýrði því fyr­ir­tæki. 

Skelj­ungur keypti í fyrra­haust allt hlutafé í Basko, sem á fimm 10-11 versl­­anir og rekur fjórtán versl­­anir undir merkjum Kvikk sem reknar eru við bens­ín­­stöðvar Skelj­ungs.  Þá á Basko veit­inga­­stað­inn Bad Boys Burgers & Grill, versl­un­ina Kvos­ina, auk mat­vöru­versl­ana í Reykja­­nesbæ og á Akur­eyri. Alls 50 pró­­sent eign­­ar­hlutur Basko í Eldum Rétt var und­an­skil­inn frá kaup­un­­um. Kaup­verðið var 30 millj­ónir króna auk þess sem yfir­­­teknar voru vaxta­ber­andi skuldir upp á 300 millj­­ónir króna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti skýrsluna og áætlunina í morgun.
900 milljarðar króna í uppbyggingu innviða á næstu tíu árum
Framkvæmdum sem kosta 27 milljarða króna verður flýtt á næsta áratug. Stefnt að því að ljúka uppbyggingu ofanflóðavarna árið 2030.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í komu ferðamanna til Íslands var ágætis hagvöxtur hérlendis í fyrra.
Hagvöxtur í fyrra var enn meiri en áður var áætlað, eða 1,9 prósent
Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hagvöxtur í fyrra var 1,9 prósent. Það er mikill viðsnúningur frá nóvembertölum hennar sem reiknuðu með samdrætti á síðasta ári. Mjög öflugur vöxtur var á fjórða ársfjórðungi.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent