Fyrrverandi bankastjóri Arion banka vill í stjórn Skeljungs

Stjórnarformaður Skeljungs mun ekki halda áfram störfum fyrir félagið en varaformaður stjórnarinnar, Jón Ásgeir Jóhannesson, sækist eftir endurkjöri. Hann er fulltrúi félaga sem eiga alls 11 prósent í Skeljungi.

Höskuldur H. Ólafsson var bankastjóri Arion banka í níu ár.
Höskuldur H. Ólafsson var bankastjóri Arion banka í níu ár.
Auglýsing

Hösk­uldur H. Ólafs­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Arion banka, hefur boðið sig fram til setu í stjórn Skelj­ungs. Alls sækj­ast átta manns eftir fimm sætum í stjórn­inni og til­nefn­ing­ar­nefnd félags­ins hefur lagt til lista yfir þá sem hún telur að eigi að skipa. Hösk­uldur er ekki þar á með­al. 

Þetta kemur fram í skýrslu til­nefn­ing­ar­nefndar Skelj­ungs sem birt var í gær­kvöldi. Kosið verður um nýja stjórn á aðal­fundi félags­ins sem fer fram 5. mars.

Til­kynnt var um það í apríl í fyrra að Hösk­uldur hefði  sagt starfi sínu hjá Arion banka lausu. Starfs­lok hans kost­uðu Arion banka 150 millj­ónir króna, en sú greiðsla sam­an­stóð ann­­ars vegar af upp­­sagn­­ar­fresti og hins vegar samn­ingi um starfs­­lok.

Ekki mælt með Hös­k­uldi

Þrír núver­andi stjórn­ar­menn í Skelj­ungi, þau Jón Ásgeir Jóhann­es­son, Birna Ósk Ein­ars­dóttir og Þór­ar­inn Arnar Sæv­ars­son, gefa áfram kost á sér til stjórn­ar­setu. Jón Ásgeir, sem er vara­for­maður stjórn­ar­inn­ar, er full­trúi 365 ehf. og tengdra félaga þar, en þau eru stærstu eig­endur Skelj­ungs með 11 pró­sent eign­ar­hlut. Skráður eig­andi félag­anna er Ingi­björg Pálma­dótt­ir, eig­in­kona Jóns Ásgeir­s. 

Auglýsing
Þórarinn er einnig stór hlut­hafi í Skelj­ungi í gegnum ýmis félög. Birna Ósk er hins vegar óháður stjórn­ar­mað­ur. 

Tveir stjórn­ar­menn, stjórn­ar­for­mað­ur­inn Jens Mein­hard Rasmus­sen og Ata Maria Bærent­sen, gefa ekki kost á sér til end­ur­kjörs. Til­nefn­inga­nefnd Skelj­ungs mælir með að Dagný Hall­dórs­dótt­ir, sem setið hefur í stjórnum ýmissa fyr­ir­tækja í gegnum tíð­ina, og Elín Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Borg­un­ar, taki sæti þeirra. Auk Hösk­uldar hlutu Jón Gunnar Borg­þórs­son, sjálf­stætt starf­andi stjórn­enda- og rekstr­ar­ráð­gjafi, og Már Wolf­gang Mixa, lektor í fjár­málum við Háskól­ann í Reykja­vík, ekki náð fyrir augum til­nefn­inga­nefnd­ar­inn­ar. Í skýrslu hennar er þó til­tekið að Hösk­uldur sé vel hæfur til stjórn­ar­setu, líkt og þeir fimm sem til­nefndir eru. Hann búi til að mynda yfir mik­illi reynslu af því að stýra stórum fyr­ir­tækjum sem skráð eru á markað og af setu í stjórn­um. Þar sé hins vega rum þekk­ingu og reynslu sem sé einnig að finna á meðal þeirra sem til­nefndir eru til stjorn­ar­setu.

Til­nefn­ing­ar­nefndin áskilur sér þó rétt til þess að end­ur­skoða fyrr­nefnda til­lögu sína. Slík end­ur­skoðun getur legið fyrir þar til tíu dögum fyrir aðal­fund. 

Ný stjórn mun svo kjósa næsta stjórn­ar­for­mann Skelj­ungs þegar hún kemur saman eftir aðal­fund.

Leggja til 600 millj­óna arð­greiðslu

Hagn­aður Skelj­ungs á síð­asta ári var 1,4 millj­arðar króna, sem er nokkuð minni en tæp­lega 1,6 millj­arða króna hagn­aður árs­ins 2018. Fram­legð hækk­aði hins vegar um 11,4 pró­sent og EBIT­DA-hagn­aður (hagn­aður fyrir afskrift­ir, fjár­magns­kostnað og skatta) hækk­aði um 4,9 pró­sent. 

Arð­semi eigin fjár félags­ins var 15 pró­sent í fyrra og lækk­aði úr 19 pró­sentum árið áður. Eigið fé Skelj­ungs í lok árs var 9,8 millj­arðar króna og eig­in­fjár­hlut­fallið 40,2 pró­sent. Alls keypti félagið eigin bréf fyrir 550 millj­ónir króna á árinu 2019 og skil­aði því fé til hlut­hafa. Í ár er gert ráð fyrir 600 milljón króna arð­greiðslu til þeirra vegna frammi­stöðu síð­asta árs og afskrán­ingu eigin bréfa.

Ýmsar svipt­ingar voru hjá Skelj­ungi í fyrra. Jón Ásgeir sett­ist í stjórn Skelj­ungs í fyrra­vor í krafti þess að 365 mið­l­­ar höfðu keypt upp hluti í félag­inu.

Í lok sumar var svo Árni Pétur Jóns­son ráð­inn for­stjóri félags­ins. Árni Pétur var for­­­stjóri Teymis á sínum tíma auk þess sem hann hafði starfað sem fram­­­kvæmda­­­stjóri hjá Olís og Hög­um. Síð­ast var hann for­­­stjóri og einn aðal­eig­anda Basko. 

Árni Pétur hefur áður unnið náið með, og fyr­ir, félög tengd Jóni Ásgeiri. Jón Ásgeir var til að mynda for­­­stjóri og síðar stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður Baugs Group, sem átti Haga og var stærsti hlut­haf­inn í Teymi þegar Árni Pétur stýrði því fyr­ir­tæki. 

Skelj­ungur keypti í fyrra­haust allt hlutafé í Basko, sem á fimm 10-11 versl­­anir og rekur fjórtán versl­­anir undir merkjum Kvikk sem reknar eru við bens­ín­­stöðvar Skelj­ungs.  Þá á Basko veit­inga­­stað­inn Bad Boys Burgers & Grill, versl­un­ina Kvos­ina, auk mat­vöru­versl­ana í Reykja­­nesbæ og á Akur­eyri. Alls 50 pró­­sent eign­­ar­hlutur Basko í Eldum Rétt var und­an­skil­inn frá kaup­un­­um. Kaup­verðið var 30 millj­ónir króna auk þess sem yfir­­­teknar voru vaxta­ber­andi skuldir upp á 300 millj­­ónir króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent