Fyrrverandi bankastjóri Arion banka vill í stjórn Skeljungs

Stjórnarformaður Skeljungs mun ekki halda áfram störfum fyrir félagið en varaformaður stjórnarinnar, Jón Ásgeir Jóhannesson, sækist eftir endurkjöri. Hann er fulltrúi félaga sem eiga alls 11 prósent í Skeljungi.

Höskuldur H. Ólafsson var bankastjóri Arion banka í níu ár.
Höskuldur H. Ólafsson var bankastjóri Arion banka í níu ár.
Auglýsing

Hösk­uldur H. Ólafs­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Arion banka, hefur boðið sig fram til setu í stjórn Skelj­ungs. Alls sækj­ast átta manns eftir fimm sætum í stjórn­inni og til­nefn­ing­ar­nefnd félags­ins hefur lagt til lista yfir þá sem hún telur að eigi að skipa. Hösk­uldur er ekki þar á með­al. 

Þetta kemur fram í skýrslu til­nefn­ing­ar­nefndar Skelj­ungs sem birt var í gær­kvöldi. Kosið verður um nýja stjórn á aðal­fundi félags­ins sem fer fram 5. mars.

Til­kynnt var um það í apríl í fyrra að Hösk­uldur hefði  sagt starfi sínu hjá Arion banka lausu. Starfs­lok hans kost­uðu Arion banka 150 millj­ónir króna, en sú greiðsla sam­an­stóð ann­­ars vegar af upp­­sagn­­ar­fresti og hins vegar samn­ingi um starfs­­lok.

Ekki mælt með Hös­k­uldi

Þrír núver­andi stjórn­ar­menn í Skelj­ungi, þau Jón Ásgeir Jóhann­es­son, Birna Ósk Ein­ars­dóttir og Þór­ar­inn Arnar Sæv­ars­son, gefa áfram kost á sér til stjórn­ar­setu. Jón Ásgeir, sem er vara­for­maður stjórn­ar­inn­ar, er full­trúi 365 ehf. og tengdra félaga þar, en þau eru stærstu eig­endur Skelj­ungs með 11 pró­sent eign­ar­hlut. Skráður eig­andi félag­anna er Ingi­björg Pálma­dótt­ir, eig­in­kona Jóns Ásgeir­s. 

Auglýsing
Þórarinn er einnig stór hlut­hafi í Skelj­ungi í gegnum ýmis félög. Birna Ósk er hins vegar óháður stjórn­ar­mað­ur. 

Tveir stjórn­ar­menn, stjórn­ar­for­mað­ur­inn Jens Mein­hard Rasmus­sen og Ata Maria Bærent­sen, gefa ekki kost á sér til end­ur­kjörs. Til­nefn­inga­nefnd Skelj­ungs mælir með að Dagný Hall­dórs­dótt­ir, sem setið hefur í stjórnum ýmissa fyr­ir­tækja í gegnum tíð­ina, og Elín Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Borg­un­ar, taki sæti þeirra. Auk Hösk­uldar hlutu Jón Gunnar Borg­þórs­son, sjálf­stætt starf­andi stjórn­enda- og rekstr­ar­ráð­gjafi, og Már Wolf­gang Mixa, lektor í fjár­málum við Háskól­ann í Reykja­vík, ekki náð fyrir augum til­nefn­inga­nefnd­ar­inn­ar. Í skýrslu hennar er þó til­tekið að Hösk­uldur sé vel hæfur til stjórn­ar­setu, líkt og þeir fimm sem til­nefndir eru. Hann búi til að mynda yfir mik­illi reynslu af því að stýra stórum fyr­ir­tækjum sem skráð eru á markað og af setu í stjórn­um. Þar sé hins vega rum þekk­ingu og reynslu sem sé einnig að finna á meðal þeirra sem til­nefndir eru til stjorn­ar­setu.

Til­nefn­ing­ar­nefndin áskilur sér þó rétt til þess að end­ur­skoða fyrr­nefnda til­lögu sína. Slík end­ur­skoðun getur legið fyrir þar til tíu dögum fyrir aðal­fund. 

Ný stjórn mun svo kjósa næsta stjórn­ar­for­mann Skelj­ungs þegar hún kemur saman eftir aðal­fund.

Leggja til 600 millj­óna arð­greiðslu

Hagn­aður Skelj­ungs á síð­asta ári var 1,4 millj­arðar króna, sem er nokkuð minni en tæp­lega 1,6 millj­arða króna hagn­aður árs­ins 2018. Fram­legð hækk­aði hins vegar um 11,4 pró­sent og EBIT­DA-hagn­aður (hagn­aður fyrir afskrift­ir, fjár­magns­kostnað og skatta) hækk­aði um 4,9 pró­sent. 

Arð­semi eigin fjár félags­ins var 15 pró­sent í fyrra og lækk­aði úr 19 pró­sentum árið áður. Eigið fé Skelj­ungs í lok árs var 9,8 millj­arðar króna og eig­in­fjár­hlut­fallið 40,2 pró­sent. Alls keypti félagið eigin bréf fyrir 550 millj­ónir króna á árinu 2019 og skil­aði því fé til hlut­hafa. Í ár er gert ráð fyrir 600 milljón króna arð­greiðslu til þeirra vegna frammi­stöðu síð­asta árs og afskrán­ingu eigin bréfa.

Ýmsar svipt­ingar voru hjá Skelj­ungi í fyrra. Jón Ásgeir sett­ist í stjórn Skelj­ungs í fyrra­vor í krafti þess að 365 mið­l­­ar höfðu keypt upp hluti í félag­inu.

Í lok sumar var svo Árni Pétur Jóns­son ráð­inn for­stjóri félags­ins. Árni Pétur var for­­­stjóri Teymis á sínum tíma auk þess sem hann hafði starfað sem fram­­­kvæmda­­­stjóri hjá Olís og Hög­um. Síð­ast var hann for­­­stjóri og einn aðal­eig­anda Basko. 

Árni Pétur hefur áður unnið náið með, og fyr­ir, félög tengd Jóni Ásgeiri. Jón Ásgeir var til að mynda for­­­stjóri og síðar stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður Baugs Group, sem átti Haga og var stærsti hlut­haf­inn í Teymi þegar Árni Pétur stýrði því fyr­ir­tæki. 

Skelj­ungur keypti í fyrra­haust allt hlutafé í Basko, sem á fimm 10-11 versl­­anir og rekur fjórtán versl­­anir undir merkjum Kvikk sem reknar eru við bens­ín­­stöðvar Skelj­ungs.  Þá á Basko veit­inga­­stað­inn Bad Boys Burgers & Grill, versl­un­ina Kvos­ina, auk mat­vöru­versl­ana í Reykja­­nesbæ og á Akur­eyri. Alls 50 pró­­sent eign­­ar­hlutur Basko í Eldum Rétt var und­an­skil­inn frá kaup­un­­um. Kaup­verðið var 30 millj­ónir króna auk þess sem yfir­­­teknar voru vaxta­ber­andi skuldir upp á 300 millj­­ónir króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent