Störfum hjá stóru bönkunum fækkaði um 214 í fyrra

Nokkuð krefjandi rekstrarumhverfi hefur verið hjá stóru bönkunum þremur, eins og uppgjör þeirra fyrir árið 2019 bera með sér.

Starfsfólki banka fækkaði umtalsvert í fyrra. Mesta fækkunin var hjá Arion banka.
Starfsfólki banka fækkaði umtalsvert í fyrra. Mesta fækkunin var hjá Arion banka.
Auglýsing

Stóru bank­arnir þrír, Arion banki, Íslands­banki og Lands­bank­inn, fækk­uðu um 214 starfs­menn á árinu 2019, sam­an­borið við árið á und­an. 

Arion banki var með 801 starfs­gildi í lok árs í fyrra, en 904 árið á und­an, og fækk­aði því um 103 starfs­gildi milli ára.

Íslands­banki var með 749 starfs­menn í lok árs, en 834 í lok árs 2018. Starfs­gildum fækk­aði því um 85 milli ára. 

Lands­bank­inn var með 893 starfs­menn í lok árs, en 919 í lok árs 2018. Starfs­gildum fækk­aði því um 26 milli ára. 

Auglýsing
Í heild voru 2.443 starfs­gildi í bönk­unum þremur í lok árs, sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem koma fram í árs­upp­gjörum bank­anna.

Hagn­aður bank­anna allra dróst saman milli ára, en var þó sam­tals 27,8 millj­arðar króna. Bróð­ur­part­ur­inn var hjá Lands­bank­an­um, eða 18,2 millj­arð­ar, en hagn­aður Íslands­banka var 8,5 millj­arð­ar. 

Hagn­aður Arion banka var 1,1 millj­arð­ur, en rekstr­ar­af­koma bank­ans á árinu 2019 lit­að­ist tölu­vert af miklu tapi sem tengd­ist falli WOW air, Pri­mera, United Sil­icona og slæmum rekstri dótt­ur­fé­lags­ins Valitor, sem tap­aði tíu millj­örðum í fyrra. 

Sam­an­lagt eigið fé bank­anna nam 617,8 millj­örðum króna í lok árs, og þar af eigið fé Lands­bank­ans 247,7 millj­arðar króna. 

Lands­­bank­inn er stærstur íslensku bank­anna, sé horft til heild­­ar­­eigna, en þær námu um 1.426 millj­­örðum króna í lok árs í fyrra. Hjá Íslands­­­banka voru heild­­ar­­eignir 1.199,5 millj­­arðar og hjá Arion banka 1.082 millj­­arð­­ar. 

Kvartað til ESA

Á mánu­dag var greint frá því að ­Sam­tök starfs­­manna fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja (SFF) hefðu sent kvörtun til Eft­ir­lits­­stofn­unar EFTA (ESA) vegna brotalama á fram­­kvæmd hóp­­upp­­­sagna á Íslandi. Kvörtunin var send eftir að sam­tökin komust að þeirri nið­­ur­­stöðu að Arion banki hefði ekki farið að lögum um hóp­­upp­­sagnir þegar bank­inn sagði upp 102 starfs­­mönnum í sept­­em­ber 2019, meðal ann­­ars með vísun í að ávöxtun eigin fjár bank­ans væri ekki næg­i­­lega góð. 

Í bréfi sem sam­tökin sendu Ásmundi Ein­ari Daða­syni, félags- og barna­mála­ráð­herra, og til vel­ferð­ar­nefndar Alþingis á mánu­dag sagði að nið­ur­staða skoð­unar SFF hefði verið sú að Arion banki hefði ekki virt skyldu sína til sam­ráðs við trún­að­ar­menn starfs­manna með neinum raun­hæfum hætti í aðdrag­anda upp­sagn­anna og hefði þannig brotið gegn ákvæðum laga um hóp­upp­sagn­ir. „Þó sé jafn­framt ljóst að lögin hafi ekki að geyma nein raun­hæf rétt­ar­úr­ræði til að bregð­ast við brotum af þessum toga. Með bréfi þessu er ætlun SFF aog ASÍ að vekja athygli ráð­herra og þing­nefndar á þessum ann­mörkum sem virð­ast vera á lögum um hóp­upp­sagn­ir“.

SFF sagði að gera þyrfti braga­bót á lög­unum til að þau hafi eitt­hvað raun­veru­legt gildi, en væru ekki ein­ungis „orðin tóm“ þar sem brot á þeim séu „al­gjör­lega við­ur­laga­laus“. 

Auk þess telja sam­tökin að íslenska ríkið kunni að hafa brotið gegn skyldum sínum til að inn­leiða ákveðna til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins um hóp­upp­sagnir og að hún hafi ekki verið rétt inn­leidd á sínum tíma. Vegna þess sé sam­ráð við stétt­ar­fé­lög við fram­kvæmd hóp­upp­sagna ófull­nægj­andi. Vegna þessa hefur SFF sent inn kvörtun til ESA. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent