Störfum hjá stóru bönkunum fækkaði um 214 í fyrra

Nokkuð krefjandi rekstrarumhverfi hefur verið hjá stóru bönkunum þremur, eins og uppgjör þeirra fyrir árið 2019 bera með sér.

Starfsfólki banka fækkaði umtalsvert í fyrra. Mesta fækkunin var hjá Arion banka.
Starfsfólki banka fækkaði umtalsvert í fyrra. Mesta fækkunin var hjá Arion banka.
Auglýsing

Stóru bank­arnir þrír, Arion banki, Íslands­banki og Lands­bank­inn, fækk­uðu um 214 starfs­menn á árinu 2019, sam­an­borið við árið á und­an. 

Arion banki var með 801 starfs­gildi í lok árs í fyrra, en 904 árið á und­an, og fækk­aði því um 103 starfs­gildi milli ára.

Íslands­banki var með 749 starfs­menn í lok árs, en 834 í lok árs 2018. Starfs­gildum fækk­aði því um 85 milli ára. 

Lands­bank­inn var með 893 starfs­menn í lok árs, en 919 í lok árs 2018. Starfs­gildum fækk­aði því um 26 milli ára. 

Auglýsing
Í heild voru 2.443 starfs­gildi í bönk­unum þremur í lok árs, sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem koma fram í árs­upp­gjörum bank­anna.

Hagn­aður bank­anna allra dróst saman milli ára, en var þó sam­tals 27,8 millj­arðar króna. Bróð­ur­part­ur­inn var hjá Lands­bank­an­um, eða 18,2 millj­arð­ar, en hagn­aður Íslands­banka var 8,5 millj­arð­ar. 

Hagn­aður Arion banka var 1,1 millj­arð­ur, en rekstr­ar­af­koma bank­ans á árinu 2019 lit­að­ist tölu­vert af miklu tapi sem tengd­ist falli WOW air, Pri­mera, United Sil­icona og slæmum rekstri dótt­ur­fé­lags­ins Valitor, sem tap­aði tíu millj­örðum í fyrra. 

Sam­an­lagt eigið fé bank­anna nam 617,8 millj­örðum króna í lok árs, og þar af eigið fé Lands­bank­ans 247,7 millj­arðar króna. 

Lands­­bank­inn er stærstur íslensku bank­anna, sé horft til heild­­ar­­eigna, en þær námu um 1.426 millj­­örðum króna í lok árs í fyrra. Hjá Íslands­­­banka voru heild­­ar­­eignir 1.199,5 millj­­arðar og hjá Arion banka 1.082 millj­­arð­­ar. 

Kvartað til ESA

Á mánu­dag var greint frá því að ­Sam­tök starfs­­manna fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja (SFF) hefðu sent kvörtun til Eft­ir­lits­­stofn­unar EFTA (ESA) vegna brotalama á fram­­kvæmd hóp­­upp­­­sagna á Íslandi. Kvörtunin var send eftir að sam­tökin komust að þeirri nið­­ur­­stöðu að Arion banki hefði ekki farið að lögum um hóp­­upp­­sagnir þegar bank­inn sagði upp 102 starfs­­mönnum í sept­­em­ber 2019, meðal ann­­ars með vísun í að ávöxtun eigin fjár bank­ans væri ekki næg­i­­lega góð. 

Í bréfi sem sam­tökin sendu Ásmundi Ein­ari Daða­syni, félags- og barna­mála­ráð­herra, og til vel­ferð­ar­nefndar Alþingis á mánu­dag sagði að nið­ur­staða skoð­unar SFF hefði verið sú að Arion banki hefði ekki virt skyldu sína til sam­ráðs við trún­að­ar­menn starfs­manna með neinum raun­hæfum hætti í aðdrag­anda upp­sagn­anna og hefði þannig brotið gegn ákvæðum laga um hóp­upp­sagn­ir. „Þó sé jafn­framt ljóst að lögin hafi ekki að geyma nein raun­hæf rétt­ar­úr­ræði til að bregð­ast við brotum af þessum toga. Með bréfi þessu er ætlun SFF aog ASÍ að vekja athygli ráð­herra og þing­nefndar á þessum ann­mörkum sem virð­ast vera á lögum um hóp­upp­sagn­ir“.

SFF sagði að gera þyrfti braga­bót á lög­unum til að þau hafi eitt­hvað raun­veru­legt gildi, en væru ekki ein­ungis „orðin tóm“ þar sem brot á þeim séu „al­gjör­lega við­ur­laga­laus“. 

Auk þess telja sam­tökin að íslenska ríkið kunni að hafa brotið gegn skyldum sínum til að inn­leiða ákveðna til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins um hóp­upp­sagnir og að hún hafi ekki verið rétt inn­leidd á sínum tíma. Vegna þess sé sam­ráð við stétt­ar­fé­lög við fram­kvæmd hóp­upp­sagna ófull­nægj­andi. Vegna þessa hefur SFF sent inn kvörtun til ESA. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveiran sýkir Kauphöllina
Gengi nær allra félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað hefur lækkað mikið það sem af er ári, og sérstaklega síðastliðinn mánuð. Um er að ræða mesta samdrátt frá því í hruninu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Hvetur verkalýðshreyfinguna til að standa saman og vinna af yfirvegun við úrlausn mála
Formaður Eflingar hefur gefið út yfirlýsingu vegna óróa í verkalýðshreyfingunni eftir að Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði af sér embætti varaforseta ASÍ.
Kjarninn 1. apríl 2020
Tveggja metra fjarlægð skal ávallt vera milli fólks, hvar sem það kemur saman.
Ertu farin að ryðga í reglum um samkomubann? Hér er upprifjun
Meginlínan í samkomubanni er þessi: Það mega ekki fleiri en tuttugu koma saman og alltaf – sama hversu margir eru saman – skal halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. Það gildir jafnt á vinnustað, úti í búð og í heimahúsum.
Kjarninn 1. apríl 2020
Hertar sóttvarnaaðgerðir á Vestfjörðum
Gripið hefur verið til hertra sóttvarnaaðgerða í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. Leik- og grunnskólum verður lokað og samkomubann miðast við fimm manns.
Kjarninn 1. apríl 2020
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Stafræn bylting bætir líf borgarbúa
Kjarninn 1. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni
Kjarninn 1. apríl 2020
Steingrímur Ólafsson
Pestir, Inc. og Corp.
Kjarninn 1. apríl 2020
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Apple og Google eru að yfirfara íslenska smitrakningaforritið
Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Google eru að yfirfara snjallsímaforritið Rakning C-19, sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið smíða til að auðvelda smitrakningu á Íslandi. Appið verður aðgengilegt þegar þessari rýni er lokið.
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent