Störfum hjá stóru bönkunum fækkaði um 214 í fyrra

Nokkuð krefjandi rekstrarumhverfi hefur verið hjá stóru bönkunum þremur, eins og uppgjör þeirra fyrir árið 2019 bera með sér.

Starfsfólki banka fækkaði umtalsvert í fyrra. Mesta fækkunin var hjá Arion banka.
Starfsfólki banka fækkaði umtalsvert í fyrra. Mesta fækkunin var hjá Arion banka.
Auglýsing

Stóru bank­arnir þrír, Arion banki, Íslands­banki og Lands­bank­inn, fækk­uðu um 214 starfs­menn á árinu 2019, sam­an­borið við árið á und­an. 

Arion banki var með 801 starfs­gildi í lok árs í fyrra, en 904 árið á und­an, og fækk­aði því um 103 starfs­gildi milli ára.

Íslands­banki var með 749 starfs­menn í lok árs, en 834 í lok árs 2018. Starfs­gildum fækk­aði því um 85 milli ára. 

Lands­bank­inn var með 893 starfs­menn í lok árs, en 919 í lok árs 2018. Starfs­gildum fækk­aði því um 26 milli ára. 

Auglýsing
Í heild voru 2.443 starfs­gildi í bönk­unum þremur í lok árs, sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem koma fram í árs­upp­gjörum bank­anna.

Hagn­aður bank­anna allra dróst saman milli ára, en var þó sam­tals 27,8 millj­arðar króna. Bróð­ur­part­ur­inn var hjá Lands­bank­an­um, eða 18,2 millj­arð­ar, en hagn­aður Íslands­banka var 8,5 millj­arð­ar. 

Hagn­aður Arion banka var 1,1 millj­arð­ur, en rekstr­ar­af­koma bank­ans á árinu 2019 lit­að­ist tölu­vert af miklu tapi sem tengd­ist falli WOW air, Pri­mera, United Sil­icona og slæmum rekstri dótt­ur­fé­lags­ins Valitor, sem tap­aði tíu millj­örðum í fyrra. 

Sam­an­lagt eigið fé bank­anna nam 617,8 millj­örðum króna í lok árs, og þar af eigið fé Lands­bank­ans 247,7 millj­arðar króna. 

Lands­­bank­inn er stærstur íslensku bank­anna, sé horft til heild­­ar­­eigna, en þær námu um 1.426 millj­­örðum króna í lok árs í fyrra. Hjá Íslands­­­banka voru heild­­ar­­eignir 1.199,5 millj­­arðar og hjá Arion banka 1.082 millj­­arð­­ar. 

Kvartað til ESA

Á mánu­dag var greint frá því að ­Sam­tök starfs­­manna fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja (SFF) hefðu sent kvörtun til Eft­ir­lits­­stofn­unar EFTA (ESA) vegna brotalama á fram­­kvæmd hóp­­upp­­­sagna á Íslandi. Kvörtunin var send eftir að sam­tökin komust að þeirri nið­­ur­­stöðu að Arion banki hefði ekki farið að lögum um hóp­­upp­­sagnir þegar bank­inn sagði upp 102 starfs­­mönnum í sept­­em­ber 2019, meðal ann­­ars með vísun í að ávöxtun eigin fjár bank­ans væri ekki næg­i­­lega góð. 

Í bréfi sem sam­tökin sendu Ásmundi Ein­ari Daða­syni, félags- og barna­mála­ráð­herra, og til vel­ferð­ar­nefndar Alþingis á mánu­dag sagði að nið­ur­staða skoð­unar SFF hefði verið sú að Arion banki hefði ekki virt skyldu sína til sam­ráðs við trún­að­ar­menn starfs­manna með neinum raun­hæfum hætti í aðdrag­anda upp­sagn­anna og hefði þannig brotið gegn ákvæðum laga um hóp­upp­sagn­ir. „Þó sé jafn­framt ljóst að lögin hafi ekki að geyma nein raun­hæf rétt­ar­úr­ræði til að bregð­ast við brotum af þessum toga. Með bréfi þessu er ætlun SFF aog ASÍ að vekja athygli ráð­herra og þing­nefndar á þessum ann­mörkum sem virð­ast vera á lögum um hóp­upp­sagn­ir“.

SFF sagði að gera þyrfti braga­bót á lög­unum til að þau hafi eitt­hvað raun­veru­legt gildi, en væru ekki ein­ungis „orðin tóm“ þar sem brot á þeim séu „al­gjör­lega við­ur­laga­laus“. 

Auk þess telja sam­tökin að íslenska ríkið kunni að hafa brotið gegn skyldum sínum til að inn­leiða ákveðna til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins um hóp­upp­sagnir og að hún hafi ekki verið rétt inn­leidd á sínum tíma. Vegna þess sé sam­ráð við stétt­ar­fé­lög við fram­kvæmd hóp­upp­sagna ófull­nægj­andi. Vegna þessa hefur SFF sent inn kvörtun til ESA. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti skýrsluna og áætlunina í morgun.
900 milljarðar króna í uppbyggingu innviða á næstu tíu árum
Framkvæmdum sem kosta 27 milljarða króna verður flýtt á næsta áratug. Stefnt að því að ljúka uppbyggingu ofanflóðavarna árið 2030.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í komu ferðamanna til Íslands var ágætis hagvöxtur hérlendis í fyrra.
Hagvöxtur í fyrra var enn meiri en áður var áætlað, eða 1,9 prósent
Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hagvöxtur í fyrra var 1,9 prósent. Það er mikill viðsnúningur frá nóvembertölum hennar sem reiknuðu með samdrætti á síðasta ári. Mjög öflugur vöxtur var á fjórða ársfjórðungi.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Hvað eru símamyndgæði?
Kjarninn 28. febrúar 2020
„Svo kem ég bara heim og tek af þér djobbið“
Fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði segir að hann hafi aldrei notið stuðnings Sjálfstæðisflokksins. Eftir snjóflóðin í síðasta mánuði hafi verið rifist á bæjarstjórnarfundi um „kjánalega hluti eins og hver ætti að taka á móti forsætisráðherra.“
Kjarninn 28. febrúar 2020
Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Sigur fyrir „ófullkomin fórnarlömb“ kynferðisofbeldis
Konurnar sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að brjóta gegn kynferðislega áttu í samskiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér stað. Það er dæmigerð hegðun fórnarlamba en ekki undantekning. „Fullkomið fordæmismál“ segir lagaprófessor.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent