Katrín: Yfirsýn skortir yfir nýtingu og eignarráð yfir landi

Nú liggur fyrir frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna. Markmiðið er að skapa stjórnvöldum betri yfirsýn og möguleika til að stýra þróun eignarráða og nýtingar jarða, í samræmi við landkosti.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hyggst leggja fram frum­varp um breyt­ingu á ýmsum lögum er varða eign­ar­ráð og nýt­ingu fast­eigna. Mark­mið frum­varps­ins er að auka gagn­sæi og treysta yfir­sýn og stýri­tæki stjórn­valda, í þeim til­gangi að nýt­ing lands sé í sam­ræmi við land­kosti og með hags­muni sam­fé­lags­ins og kom­andi kyn­slóða að leið­ar­ljósi.

Frum­varpið er komið í sam­ráðs­gátt stjórn­valda en umsagn­ar­frestur er til 23. febr­úar næst­kom­andi.

Í þessu skyni eru lagðar til breyt­ingar á eft­ir­töldum fjórum laga­bálk­um: Lögum um eign­ar­rétt og afnota­rétt fast­eigna, þing­lýs­inga­lög­um, lögum um skrán­ingu og mat fast­eigna og jarða­lög­um.

Auglýsing

Að ein­hverju leyti má rekja stöð­una til alþjóð­legrar þró­unar

Katrín segir við til­efnið að á grunni þeirrar grein­ingar sem hún hefur látið vinna þyki henni ljóst að veru­lega skorti á yfir­sýn stjórn­valda yfir nýt­ingu og eign­ar­ráð yfir landi og öðrum fast­eign­um. Að ein­hverju leyti megi rekja þessa stöðu til alþjóð­legrar þró­un­ar, þar sem póli­tísk umræða hafi verið af skornum skammti á sama tíma og eft­ir­spurn eftir fast­eignum hafi auk­ist og verð hækk­að. Skýr­inga sé einnig að leita í þeirri stað­reynd að mála­flokk­ur­inn heyrir undir mörg ráðu­neyti. Verði þetta frum­varp að lögum náist fram mark­mið um stór­bætta yfir­sýn og sam­hæf­ingu.

„Með frum­varp­inu er stjórn­völdum sköpuð betri staða til að stýra þróun í mála­flokkn­um, í sam­ræmi við skil­greind mark­mið um sjálf­bæra land­nýt­ingu í efna­hags­legu, sam­fé­lags­legu og umhverf­is­legu til­liti. Skyldur okkar eru ekki aðeins við sam­fé­lag dags­ins í dag heldur einnig gagn­vart kom­andi kyn­slóð­u­m,“ segir ráð­herr­ann.

Und­an­þágu­heim­ildir skýrðar nánar

Meg­in­efni frum­varps­ins er í fyrsta lagi að und­an­þágu­heim­ildir vegna skil­yrða fyrir fast­eigna­kaupum aðila sem búsettir eru í ríkjum utan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins verði skýrðar nán­ar, en ákvæði núgild­andi laga um það efni eru almenn og óljós.

Í öðru lagi er gert ráð fyrir að kaup­verð eignar skuli koma fram í þing­lýstu afsali, en kaup­verð er meðal ann­ars for­senda ákvörð­unar fast­eigna­mats. Í þriðja lagi er lagt til að Land­eigna­skrá á vegum Þjóð­skrár Íslands verði vett­vangur fyrir sam­ræmda opin­bera skrán­ingu á landupp­lýs­ing­um.

Sjón­ar­miðum um nátt­úru­vernd, og byggða­þróun gert hærra undir höfði

Í fjórða lagi verði sjón­ar­miðum um nátt­úru­vernd, byggða­þróun og sjálf­bærni gert hærra undir höfði í mark­miðs­á­kvæði jarða­laga. Sett verði inn skil­yrði um sam­þykki fyrir aðila­skiptum að landi í skil­greindum til­fell­um. Á það meðal ann­ars við ef kaup­andi lög­býlis á fyrir fleiri lög­býli sem eru sam­an­lagt 50 hekt­arar eða meira að stærð, ef fast­eign er 350 hekt­arar eða stærri og ef kaup­andi og tengdir aðilar eiga fast­eignir sem eru sam­an­lagt 10.000 hekt­arar eða meira að stærð. Í sömu til­fellum þurfi einnig að afla sam­þykkis fyrir breyt­ingu á yfir­ráðum yfir lög­að­ila sem er eig­andi lands, svo sem ef eign­ar­hlutur í fyr­ir­tæki skiptir um hendur að hluta eða í heild. 

Þá er gert ráð fyrir auk­inni upp­lýs­inga­skyldu til­tek­inna lög­að­ila um eign­ar­hald þeirra. Loks eru lögð til skýr­ari skil­yrði fyrir afskrán­ingu lög­býla og lausn lands úr land­bún­að­ar­not­um.

Á vef Stjórn­ar­ráðs­ins segir að frum­varpið byggi á viða­mik­illi grein­ing­ar­vinnu og á fyrri skýrslum stjórn­valda um álita­efni tengd nýt­ingu lands. Til ráð­gjafar við samn­ingu frum­varps­ins voru Eyvindur G. Gunn­ars­son, pró­fessor við laga­deild Háskóla Íslands, og Frið­rik Árni Frið­riks­son Hir­st, fram­kvæmda­stjóri Laga­stofn­unar Háskóla Íslands

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent