Greina má almenna viðhorfsbreytingu varðandi ástæður fyrir hlýnun jarðar

Íslendingum fjölgar sem telja að hækkun á hitastigi jarðar sé meira vegna náttúrulegra breytinga.

loftslagsmál jökull ís sjávaryfirborð sjór 4081320102_c0d6642ec1_o.jpg
Auglýsing

Þeim Íslend­ingum fjölgar sem telja að hækkun á hita­stigi jarðar síð­ustu öld sé meira vegna nátt­úru­legra breyt­inga í umhverf­inu. Nú telja 23 pró­sent lands­manna að svo sé en 66 pró­sent telja hækk­un­ina vera vegna meng­unar af manna­völd­um.

Þetta kemur fram í nýrri umhverfiskönnun Gallup sem birt var í dag.

Er þetta tölu­verð breyt­ing frá fyrri könnun fyrir rúmu ári síðan þegar 14 pró­sent töldu hækkun á hita­stigi jarðar vera vegna nátt­úru­legra breyt­inga í umhverf­inu.

Auglýsing

Mynd: Gallup

Í könn­un­inni kemur fram að við­horfs­breyt­ingin sé almenn, en þeim sem segja hækkun á hita­stigi jarðar vera vegna nátt­úru­legra breyt­inga fjölgar í flestum hópum milli mæl­inga en helst er hún hjá fólki á aldr­inum 45 til 55 ára þar sem hún lækkar um 20 pró­sentu­stig milli mæl­inga.

Ólafur Elín­ar­son, sviðs­stjóri mark­aðs­rann­sókna Gallup, segir að gríð­ar­legt mik­il­vægt sé að fylgj­ast með þróun á við­horfum til lofts­lags­mála og í raun nauð­syn­legt að hafa gögn um stöð­una. 

„Þessi nið­ur­staða sýnir að við­horf geta breyst á skömmum tíma og virð­ast nú fleiri Íslend­ingar telja að hækkun á hita­stigi jarðar sé af nátt­úr­unnar völdum miðað við síð­ustu könnun þó svo að mik­ill meiri­hluti telji hækk­un­ina af manna­völd­um,“ segir hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent