Greina má almenna viðhorfsbreytingu varðandi ástæður fyrir hlýnun jarðar

Íslendingum fjölgar sem telja að hækkun á hitastigi jarðar sé meira vegna náttúrulegra breytinga.

loftslagsmál jökull ís sjávaryfirborð sjór 4081320102_c0d6642ec1_o.jpg
Auglýsing

Þeim Íslend­ingum fjölgar sem telja að hækkun á hita­stigi jarðar síð­ustu öld sé meira vegna nátt­úru­legra breyt­inga í umhverf­inu. Nú telja 23 pró­sent lands­manna að svo sé en 66 pró­sent telja hækk­un­ina vera vegna meng­unar af manna­völd­um.

Þetta kemur fram í nýrri umhverfiskönnun Gallup sem birt var í dag.

Er þetta tölu­verð breyt­ing frá fyrri könnun fyrir rúmu ári síðan þegar 14 pró­sent töldu hækkun á hita­stigi jarðar vera vegna nátt­úru­legra breyt­inga í umhverf­inu.

Auglýsing

Mynd: Gallup

Í könn­un­inni kemur fram að við­horfs­breyt­ingin sé almenn, en þeim sem segja hækkun á hita­stigi jarðar vera vegna nátt­úru­legra breyt­inga fjölgar í flestum hópum milli mæl­inga en helst er hún hjá fólki á aldr­inum 45 til 55 ára þar sem hún lækkar um 20 pró­sentu­stig milli mæl­inga.

Ólafur Elín­ar­son, sviðs­stjóri mark­aðs­rann­sókna Gallup, segir að gríð­ar­legt mik­il­vægt sé að fylgj­ast með þróun á við­horfum til lofts­lags­mála og í raun nauð­syn­legt að hafa gögn um stöð­una. 

„Þessi nið­ur­staða sýnir að við­horf geta breyst á skömmum tíma og virð­ast nú fleiri Íslend­ingar telja að hækkun á hita­stigi jarðar sé af nátt­úr­unnar völdum miðað við síð­ustu könnun þó svo að mik­ill meiri­hluti telji hækk­un­ina af manna­völd­um,“ segir hann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
2020 fram að kórónufaraldri: Icelandair rær lífróður
Áföllin sem dunið hafa á Icelandair á undanförnum árum eru af ýmsum toga. Sum vegna rangra ákvarðana en önnur eru vegna ytri aðstæðna sem félagið getur lítið eða ekkert gert við.
Kjarninn 10. apríl 2020
Hikaði ekki „eina mínútu“ við að skrá sig í bakvarðasveitina
Þrátt fyrir að hafa glímt við flókin veikindi í nokkur ár skráði hjúkrunarfræðingurinn Kristín Bára Bryndísardóttir sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Þrátt fyrir að álagið á Landspítalanum sé gríðarlegt í augnablikinu óttast hún ekki bakslag.
Kjarninn 10. apríl 2020
Forstjórar í Kauphöll voru með 4,7 milljónir á mánuði að meðaltali
Í Kauphöll Íslands ráða 20 karlar 20 félögum. Meðallaun þeirra í fyrra voru rúmlega sjö sinnum hærri en miðgildi heildarlauna landsmanna á árinu 2018.
Kjarninn 10. apríl 2020
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfið og arðrán ástarkraftsins
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent