Strengur nú kominn með yfir 45 prósent í Skeljungi

Stærsti eigandi Skeljungs varð enn stærri eftir að hafa keypt 90 milljón hluti í félaginu. Nú á hópurinn yfir 45 prósent eignarhlut í félaginu, en hann var með rúm 38 prósent fyrr í vikunni.

bensin_olia_eldsneyti-2.jpg
Auglýsing

Fjár­festa­hóp­ur­inn Streng­ur, sem náði ekki að taka yfir Skelj­ung með yfir­tökutil­boði sem rann út á mánu­dag­inn, hefur nú aukið eign­ar­hlut sinn í félag­inu. Eign­ar­hlutur Strengs í Skelj­ungi nemur nú rúm­lega 45 pró­sent­u­m. 

Kjarn­inn hefur áður greint frá yfir­tökutil­boði Strengs, en þar bauðst hóp­ur­inn til að kaupa alla útistand­andi hluti félags­ins á 8,3 krónum á hlut. Ein­ungis rúm­lega tvö pró­sent hlut­hafa þáðu til­boð­ið, en með því stækk­aði eign­ar­hlutur hóps­ins úr 38 pró­sentum í 41,6 pró­sent, eftir að leið­rétt hefur verið fyrir eigin hlut­u­m. 

Til við­bótar við kaup á hlutum þeirra sem þáðu yfir­tökutil­boðið bætti Strengur við sig rúm­lega 90 milljón hlutum í gær, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. Þar af keypti hóp­ur­inn 40 milljón hluti á 8,75 krónum á hlut og rúm­lega 50 milljón hluti á 9,67 krónum á hlut. Miðað við kaup­gengi Skelj­ungs í dag, sem er 9,91 krónur á hlut, voru 50 milljón hlutir því keyptir á 2 pró­senta afslætti og 40 milljón hlutir keyptir á 12 pró­senta afslætti.

Auglýsing

Stærstu eig­endur Skelj­ungs að Strengi und­an­skildum eru líf­eyr­is­sjóð­irnir Gildi, Stapi, Birta, Festa, Lífs­verk og Frjálsi, en saman eiga þeir um 37 pró­sent atkvæða í félag­inu. Eng­inn líf­eyr­is­sjóð­anna þáði yfir­tökutil­boð­ið, en sam­kvæmt tals­mönnum flestra þeirra var meg­in­á­stæða höfn­un­ar­innar sú að til­boðs­verðið hafi verið of lágt, auk þess sem margir þeirra sögð­ust einnig vera mót­fallnir yfir­lýstum áformum Strengs um að skrá félagið af hluta­bréfa­mark­aði í Kaup­höll­inni.

Jón Ásgeir Jóhann­es­son, stjórn­ar­for­maður Strengs, virt­ist þó túlka höfnun á kauptil­boði fjár­festa­hóps­ins sem merki um að aðrir eig­endur deildu sýn fjár­festa­hóps­ins á fram­tíð­ar­rekstur félags­ins. Fram­kvæmda­stjórar líf­eyr­is­sjóð­anna þver­taka þó fyrir það og segja kauptil­boðið ein­fald­lega hafa verið of lágt, sam­kvæmt frétt sem birt­ist í Við­skipta­blað­inu í dag. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
44 smit um helgina – Breytingar orðið í niðurstöðum landamæraskimanna
„Atburðir helgarinnar eru vissulega vonbrigði og við höfum fengið nú staðfest svo um munar að breska afbrigðið er til staðar í samfélaginu,“ segir Alma Möller landlæknir.
Kjarninn 19. apríl 2021
Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Fyrirtæki tengd Icelandair Group hafa fengið 4,7 milljarða króna í uppsagnarstyrki
Alls hafa 17 fyrirtæki hafa fengið meira en 100 milljónir króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Næstum 40 prósent upphæðarinnar hafa farið til fyrirtækja sem tengjast Icelandair Group.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent