Frjálsi og Birta samþykktu ekki kauprétt nýrra stjórnenda SKEL

Næstum tveggja milljarða króna kaupréttur nýrra stjórnenda SKEL voru ekki samþykktir af lífeyrissjóðunum Frjálsa og Birtu, sem eru á meðal stærstu hluthafa félagsins. Samkvæmt sjóðunum var kauprétturinn óljós og meiri en almennt gerist á markaði.

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður SKEL.
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður SKEL.
Auglýsing

Nýráð­inn for­stjóri og fjár­mála­stjóri SKEL fjár­fest­inga­fé­lags munu fá kaup­rétti að and­virði 1,6 millj­arða króna næstu fimm árin, miðað við upp­gefið nýt­ing­ar­verð sem er 16,4 krónur á hlut. Þeir munu eiga fimm pró­sent í Skel þegar rétt­irnir eru full­nýtt­ir.

Arð­greiðslur og aðrar útgreiðslur til hlut­hafa munu koma til lækk­unar á nýt­ing­ar­verð­inu. Sé horft fram­hjá því nemur kaup­rétt­ar­gengið um 20 krónum á hlut. Miðað við það gengi getur virði samn­ing­anna orðið tæp­lega 1,9 millj­arðar króna.

Til­laga um breyt­ingu á starfs­kjara­stefnu Skel þess efnis að tekið yrði upp kaup­rétta­kerfi sem heim­ilar þetta var lögð fram á aðal­fundi Skel í síð­asta mán­uði. Líf­eyr­is­sjóð­irnir Frjálsi og Birta, sem eiga sam­tals um 12 pró­senta hlut í félag­inu, sam­þykktu ekki veit­ingu þess­ara kaup­rétta, sem eru á meðal þeirra stærstu sem hafa boð­ist ein­stökum starfs­mönnum fyr­ir­tækja hér­lendis frá síð­asta fjár­mála­hruni. Þær mót­bárur báru ekki árangur og kerfið var sam­þykkt á aðal­fundi Skel í síð­asta mán­uði.

Auglýsing

Félagið Streng­ur, sem stýrt er af Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni, stjórn­ar­for­manni Skel, á rúm­lega helm­ings­hlut í fjár­fest­ing­ar­fé­lag­inu.

Öll heim­ildin nýtt á tveimur nýjum starfs­mönnum

SKEL til­kynnti í gær­morgun að Ásgeir Helgi Reyk­fjörð Gylfa­son, aðstoð­ar­banka­stjóri Arion banka, hefði verið ráð­inn for­stjóri félags­ins og að Magnús Ingi Ein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri banka­sviðs Kviku banka, hefði verið ráð­inn fjár­mála­stjóri þess.

Í til­kynn­ingu sem birt­ist eftir lok mark­aða í gær greindi SKEL svo frá því að bæði Ásgeir Helgi og Magnús Ingi fengju kaup­rétti um hluti í félag­inu í sam­ræmi við kaup­rétta­á­ætlun þess sem sam­þykkt var á síð­asta aðal­fundi.

Sam­kvæmt þeirri áætl­un, sem tók gildi þann 10. mars, var SKEL heim­ilt að úthluta kaup­rétti til lyk­il­stjórn­enda félags­ins af 5 pró­sentum af útgefnu heild­ar­hlutafé þess. Mark­aðs­verð þess­ara kaup­rétta er um 1,6 millj­arðar króna, ef miðað er við með­al­gengi hluta­bréfa félags­ins síð­ustu daga.

Þessi kaup­rétt­ar­heim­ild, sem gildir til árs­ins 2027, er full­nýtt í nýjum samn­ingum við Ásgeir Helga og Magnús Inga. Sam­kvæmt til­kynn­ingu SKEL nemur virði kaup­réttar Ásgeirs 1,02 millj­örðum króna, á meðan virði kaup­réttar Magn­úsar Inga nemur 572 millj­ónum króna.

Stórir samn­ingar

Kaup­rétt­ar­samn­ing­arnir eru á meðal þeirra umfangs­mestu sem hafa verið gerðir til ein­stakra starfs­manna á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði frá síð­asta fjár­mála­hruni. Til sam­an­burðar inn­leiddi Arion banki kaup­rétt­ar­á­ætlun til allra 628 fast­ráð­inna starfs­manna bank­ans, en sam­kvæmt henni gat hver og einn þeirra keypt fyrir 600 þús­und krónur einu sinni á ári í fimm ár.

Stuttu síðar var hámarkið hækkað upp í 1,5 millj­ónir króna, og nemur það því 7,5 millj­ónum króna fyrir fimm ár. Það er um 0,7 pró­sent af virði kaup­rétta Ásgeirs Helga í SKEL fyrir næstu fimm árin.

Í febr­úar ákvað stjórn Mar­els, sem er langstærsta félagið í Kaup­höll­inni, að veita 300 starfs­mönnum sínum kaup­rétti að and­virði 6 millj­arða króna fyrir næstu þrjú árin. Þar af var heild­ar­virði kaup­rétta fyrir alla fram­kvæmda­stjórn fyr­ir­tæk­is­ins 1,3 millj­arð­ar.

Stjórn Haga ákvað í fyrra að veita lyk­il­starfs­mönnum félags­ins kaup­rétti fyrir eitt pró­sent af hlutafé félags­ins fyrir næstu sex árin, en líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá nam heild­ar­mark­aðsvirði þess 741 milljón króna. Þar var kaup­rétt­inum dreift jafnt á milli átta lyk­il­stjórn­enda félags­ins.

Studdu ekki kaup­rétt­ina

Arn­aldur Lofts­son er fram­kvæmda­stjóri Frjálsa líf­eyr­is­sjóðs­ins sem er þriðji stærsti hlut­haf­inn í SKEL með 8,57 pró­senta eign­ar­hlut. Í sam­tali við Kjarn­ann segir hann Frjálsa ekki vera almennt á móti kaup­rétt­um, en þótti umfang kaup­rétt­ar­á­ætl­un­ar­innar sem lögð var fram á síð­asta aðal­fundi félags­ins meira en almennt ger­ist hér á mark­aði. Því hafi sjóð­ur­inn ákveðið að styðja ekki til­lög­una.

Birta líf­eyr­is­sjóður er fimmti stærsti hlut­haf­inn í SKEL með 4,45 pró­senta eign­ar­hlut. Í sam­tali við Kjarn­ann sagði Ólafur Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri sjóðs­ins, að Birta hefði heldur ekki sam­þykkt til­lög­una um kaup­rétti sökum þess hversu óljós og opin hún hefði ver­ið.

Líkt og Frjálsi segir Ólafur að Birta hafi enga sterka skoðun á kaup­réttum almennt eða árang­ursteng­ingu launa þegar áætl­anir séu skýrar og hóf­leg­ar. Þó sé hann hugsi yfir því að kaup­rétt­ar­heim­ild­in, sem sé til fimm ára, hafi verið full­nýtt nú þegar í tvo starfs­menn félags­ins sem séu nýbyrj­að­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent