Frjálsi og Birta samþykktu ekki kauprétt nýrra stjórnenda SKEL

Næstum tveggja milljarða króna kaupréttur nýrra stjórnenda SKEL voru ekki samþykktir af lífeyrissjóðunum Frjálsa og Birtu, sem eru á meðal stærstu hluthafa félagsins. Samkvæmt sjóðunum var kauprétturinn óljós og meiri en almennt gerist á markaði.

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður SKEL.
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður SKEL.
Auglýsing

Nýráð­inn for­stjóri og fjár­mála­stjóri SKEL fjár­fest­inga­fé­lags munu fá kaup­rétti að and­virði 1,6 millj­arða króna næstu fimm árin, miðað við upp­gefið nýt­ing­ar­verð sem er 16,4 krónur á hlut. Þeir munu eiga fimm pró­sent í Skel þegar rétt­irnir eru full­nýtt­ir.

Arð­greiðslur og aðrar útgreiðslur til hlut­hafa munu koma til lækk­unar á nýt­ing­ar­verð­inu. Sé horft fram­hjá því nemur kaup­rétt­ar­gengið um 20 krónum á hlut. Miðað við það gengi getur virði samn­ing­anna orðið tæp­lega 1,9 millj­arðar króna.

Til­laga um breyt­ingu á starfs­kjara­stefnu Skel þess efnis að tekið yrði upp kaup­rétta­kerfi sem heim­ilar þetta var lögð fram á aðal­fundi Skel í síð­asta mán­uði. Líf­eyr­is­sjóð­irnir Frjálsi og Birta, sem eiga sam­tals um 12 pró­senta hlut í félag­inu, sam­þykktu ekki veit­ingu þess­ara kaup­rétta, sem eru á meðal þeirra stærstu sem hafa boð­ist ein­stökum starfs­mönnum fyr­ir­tækja hér­lendis frá síð­asta fjár­mála­hruni. Þær mót­bárur báru ekki árangur og kerfið var sam­þykkt á aðal­fundi Skel í síð­asta mán­uði.

Auglýsing

Félagið Streng­ur, sem stýrt er af Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni, stjórn­ar­for­manni Skel, á rúm­lega helm­ings­hlut í fjár­fest­ing­ar­fé­lag­inu.

Öll heim­ildin nýtt á tveimur nýjum starfs­mönnum

SKEL til­kynnti í gær­morgun að Ásgeir Helgi Reyk­fjörð Gylfa­son, aðstoð­ar­banka­stjóri Arion banka, hefði verið ráð­inn for­stjóri félags­ins og að Magnús Ingi Ein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri banka­sviðs Kviku banka, hefði verið ráð­inn fjár­mála­stjóri þess.

Í til­kynn­ingu sem birt­ist eftir lok mark­aða í gær greindi SKEL svo frá því að bæði Ásgeir Helgi og Magnús Ingi fengju kaup­rétti um hluti í félag­inu í sam­ræmi við kaup­rétta­á­ætlun þess sem sam­þykkt var á síð­asta aðal­fundi.

Sam­kvæmt þeirri áætl­un, sem tók gildi þann 10. mars, var SKEL heim­ilt að úthluta kaup­rétti til lyk­il­stjórn­enda félags­ins af 5 pró­sentum af útgefnu heild­ar­hlutafé þess. Mark­aðs­verð þess­ara kaup­rétta er um 1,6 millj­arðar króna, ef miðað er við með­al­gengi hluta­bréfa félags­ins síð­ustu daga.

Þessi kaup­rétt­ar­heim­ild, sem gildir til árs­ins 2027, er full­nýtt í nýjum samn­ingum við Ásgeir Helga og Magnús Inga. Sam­kvæmt til­kynn­ingu SKEL nemur virði kaup­réttar Ásgeirs 1,02 millj­örðum króna, á meðan virði kaup­réttar Magn­úsar Inga nemur 572 millj­ónum króna.

Stórir samn­ingar

Kaup­rétt­ar­samn­ing­arnir eru á meðal þeirra umfangs­mestu sem hafa verið gerðir til ein­stakra starfs­manna á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði frá síð­asta fjár­mála­hruni. Til sam­an­burðar inn­leiddi Arion banki kaup­rétt­ar­á­ætlun til allra 628 fast­ráð­inna starfs­manna bank­ans, en sam­kvæmt henni gat hver og einn þeirra keypt fyrir 600 þús­und krónur einu sinni á ári í fimm ár.

Stuttu síðar var hámarkið hækkað upp í 1,5 millj­ónir króna, og nemur það því 7,5 millj­ónum króna fyrir fimm ár. Það er um 0,7 pró­sent af virði kaup­rétta Ásgeirs Helga í SKEL fyrir næstu fimm árin.

Í febr­úar ákvað stjórn Mar­els, sem er langstærsta félagið í Kaup­höll­inni, að veita 300 starfs­mönnum sínum kaup­rétti að and­virði 6 millj­arða króna fyrir næstu þrjú árin. Þar af var heild­ar­virði kaup­rétta fyrir alla fram­kvæmda­stjórn fyr­ir­tæk­is­ins 1,3 millj­arð­ar.

Stjórn Haga ákvað í fyrra að veita lyk­il­starfs­mönnum félags­ins kaup­rétti fyrir eitt pró­sent af hlutafé félags­ins fyrir næstu sex árin, en líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá nam heild­ar­mark­aðsvirði þess 741 milljón króna. Þar var kaup­rétt­inum dreift jafnt á milli átta lyk­il­stjórn­enda félags­ins.

Studdu ekki kaup­rétt­ina

Arn­aldur Lofts­son er fram­kvæmda­stjóri Frjálsa líf­eyr­is­sjóðs­ins sem er þriðji stærsti hlut­haf­inn í SKEL með 8,57 pró­senta eign­ar­hlut. Í sam­tali við Kjarn­ann segir hann Frjálsa ekki vera almennt á móti kaup­rétt­um, en þótti umfang kaup­rétt­ar­á­ætl­un­ar­innar sem lögð var fram á síð­asta aðal­fundi félags­ins meira en almennt ger­ist hér á mark­aði. Því hafi sjóð­ur­inn ákveðið að styðja ekki til­lög­una.

Birta líf­eyr­is­sjóður er fimmti stærsti hlut­haf­inn í SKEL með 4,45 pró­senta eign­ar­hlut. Í sam­tali við Kjarn­ann sagði Ólafur Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri sjóðs­ins, að Birta hefði heldur ekki sam­þykkt til­lög­una um kaup­rétti sökum þess hversu óljós og opin hún hefði ver­ið.

Líkt og Frjálsi segir Ólafur að Birta hafi enga sterka skoðun á kaup­réttum almennt eða árang­ursteng­ingu launa þegar áætl­anir séu skýrar og hóf­leg­ar. Þó sé hann hugsi yfir því að kaup­rétt­ar­heim­ild­in, sem sé til fimm ára, hafi verið full­nýtt nú þegar í tvo starfs­menn félags­ins sem séu nýbyrj­að­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent