Mynd: Skeljungur

Strengur ætlar að borga fyrir yfirtökuna á Skeljungi með því að selja eignirnar

Tveir kerfislega mikilvægir bankar, Íslandsbanki og Arion banki, ætla að fjármagna yfirtöku Strengs á Skeljungi ef yfirtökutilboði félagsins verður tekið. Strengur ætlar sér að selja eignir Skeljungs til að endurgreiða bönkunum, afskrá félagið og koma á fót bónuskerfi fyrir lykilstarfsmenn.

Hópur fjár­festa, yndir for­ystu Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar og Ingi­bjargar Pálma­dóttur og undir merkjum Strengs, reynir nú að taka yfir Skelj­ung. Hóp­ur­inn gerði nýverið yfir­tökutil­boð sem í felst að hann er til­bú­inn að greiða um tíu millj­arða króna fyrir hlutafé ann­arra í félag­inu. Hóp­ur­inn ætlar að greiða eitt­hvað eigin fé en meg­in­þorri upp­hæð­ar­innar myndi koma að láni frá tveimur kerf­is­lega mik­il­vægum bönk­um, Íslands­banka og Arion banka. 

Ef yfir­takan gengur eftir ætlar hóp­ur­inn að afskrá Skelj­ung af mark­aði, selja burt fjölda eigna og nota ágóð­ann til að end­ur­greiða bönk­unum tveim­ur. Það sem eftir myndi standa gæti hann svo nýtt í frek­ari fjár­fest­inga­verk­efni í fram­tíð­inn­i. 

Aðrir hlut­hafar eru að uppi­stöðu íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Þeir hafa nú til 4. jan­úar 2021 að ákveða hvort skuld­settar yfir­tökur hefji end­ur­inn­reið sína inn í íslenskt við­skipta­líf að nýju.

Gamlir sam­starfs­fé­lagar

Strengur sam­anstendur af þekktum leik­endum úr íslensku við­skipta­lífi. Þrjú félög lögðu eign­ar­hlut sinn í Skelj­ungi saman og mynd­uðu streng, en hann er sam­tals 39 pró­sent. Þau eru 365 hf., RES 9 og RPF. 

Þegar eign­ar­hlut­irnir voru lagðir saman inn í hið nýstofn­aða félag Streng mynd­að­ist yfir­töku­skylda, en slíkt ger­ist þegar eign­ar­hlutur tengdra aðila fer yfir 30 pró­sent í skráðu félagi.

365 og RES 9 eiga sitt­hvorn 38 pró­sent hlut­inn í Streng og RPF á 24 pró­sent hlut. 

Auglýsing

365 er fjár­fest­inga­fé­lag í eigu Ingi­bjargar Pálma­dóttur en Jón Ásgeir Jóhann­es­son, eig­in­maður Ingi­bjarg­ar, er stjórn­ar­for­maður Skelj­ungs. Hann var einna fyr­ir­ferða­mestur allra Íslend­inga í skuld­settum yfir­tökum á árunum sem leiddu upp að banka­hrun­inu 2008. Þær fóru að mestu fram í gegnum fjár­fest­inga­fé­lögin Baug og FL Group. 

RES 9 er í eigu hjón­anna Sig­urðar Bolla­sonar og Nönnu Bjarkar Ásgríms­dótt­ir, og breska fjár­fest­inga­fé­lags­ins No. 9 Invest­ments Limited, í eigu Don McCarthy. Bæði Sig­urður og McCarthy eiga langa við­skipta­sögu með Jóni Ásgeiri. 

RPF er svo í eigu Þór­ar­ins A. Sæv­ars­sonar og Gunn­ars Sverris Harð­ar­son­ar, sem eiga einnig fast­eigna­söl­una RE/MAX Sent­er.

Yfir­tökutil­boð undir núver­andi mark­aðsvirði

Yfir­tökutil­boðið hljóðar upp á 8,315 krónur á hlut. Það er tölu­vert undir gengi bréfa í Skelj­ungi í dag, en það er 8,66 krónur á hlut. Því myndu aðrir hlut­hafar gefa Streng um fjögur pró­sent afslátt á mark­aðsvirði Skelj­ungs ef þeir tækju til­boð­inu. Heim­ildir Kjarn­ans herma að aðrir hlut­hafar séu að láta vinna óháð verð­mat á Skelj­ungi þar sem tekið verði til­lit til virði und­ir­liggj­andi eigna. Þeirra sömu og Strengur hyggst selja gangi yfir­takan eft­ir.

Ingibjörg Pálmadóttir er eigandi 365 og Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljungs.
Mynd: RÚV/Skjáskot

Mark­aðsvirði Skelj­ungs í dag er 17,2 millj­arðar króna. Ef allir aðrir hlut­hafar félags­ins myndu taka til­boði Strengs myndi fjár­fest­inga­fé­lagið þurfa að greiða um tíu millj­arða króna. 

Sam­kvæmt opin­beru til­boðs­yf­ir­liti yrðu þau kaup fjár­mögnuð með eig­in­fjár­fram­lagi og láns­fé. Þar stendur orð­rétt: „Ís­lands­banki og Arion banki veita ábyrgð sem tryggir greiðslu reiðu­fjár til hlut­hafa sem sam­þykkja til­boðið í sam­ræmi við skil­mála þess.“ 

Lána í skuld­setta yfir­töku en lítið til atvinnu­fyr­ir­tækja

Þátt­taka Íslands­banka og Arion banka, sem báðir eru kerf­is­lega mik­il­vægir bankar, í skuld­settri yfir­tökutil­raun Strengs á Skelj­ungi hefur vakið athygli víða í við­skipta­líf­inu. Sér­stak­lega vegna þess útlána­geta stóru bank­anna hefur verið stór­aukin með við­bragðs­að­gerðum Seðla­banka Íslands vegna COVID-19. Sveiflu­­jöfn­un­­ar­­auki var til að mynda afnumin sem losar veru­­lega um það eigið fé sem bank­­arnir þurfa að halda á og stýri­vextir voru lækk­­aðir úr 4,5 pró­­sentum niður í 0,75 pró­­sent, sem ætti að skila miklu betri kjörum fyrir við­­skipta­vini banka. 

Auglýsing

Samt eru bank­arnir nán­ast ekk­ert að lána til atvinnu­fyr­ir­tækja í rekstri. Ný útlán banka til atvinn­u­­fyr­ir­tækja lands­ins, að frá­­­­­dregnum upp­­­greiðslum og umfram­greiðsl­um, námu 2,5 millj­­örðum króna á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins. Það er ein­ungis 2,2 pró­­sent af nýjum útlánum þeirra til fyr­ir­tækja á öllu síð­­asta ári og 1,2 pró­­sent af þeim nýju útlánum sem veitt voru árið 2018, þegar eft­ir­hruns­met var sett í útlánum banka til atvinn­u­­fyr­ir­tækja.

En bank­arnir tveir ákváðu að lána nýstofn­uðu fjár­fest­ing­ar­fé­lagi til að taka yfir Skelj­ung. 

Vilja búta félagið í sundur og selja eignir

Í gær­kvöldi birt­ist í til­kynn­inga­kerfi Kaup­hallar Íslands spurn­ingar frá hlut­höfum Skelj­ungs varð­andi þær fram­tíð­ar­á­ætl­anir sem Strengur hefur fyrir félag­ið, og svör for­svars­manna Strengs við þeim spurn­ing­um. 

Þar var meðal ann­ars spurt um hvaða áherslu­breyt­ingar yrðu ef gengið yrði að yfir­tökutil­boð­inu. Í svari for­svars­manna Strengs segir að til standi að selja ýmsar eignir félags­ins. Um er að ræða valdar rekstr­ar­ein­ing­ar, fast­eignir og lóðir félags­ins, en ekki er sér­stak­lega til­greinar hvaða. Þá komi til greina að úthýsa ein­hverjum hluta starf­sem­innar og að engar rekstr­ar­ein­ingar eða eignir Skelj­ungs séu und­an­skildar í skoðun á því.

Meg­in­þorri eigna­söl­unnar á að fel­ast í því að selja lóðir sem bens­ín­stöðvar Skelj­ungs eru á í Reykja­vík og sam­hliða hætta rekstri stöðv­anna. „Í kjöl­farið má gera ráð fyrir að félagið verði smærra í sniðum og eigna­létt­ara,“ segir í svör­un­um. Þetta er gert svo að starf­semin verði betur í stakk búin til að „mæta hröðum breyt­ingum sem fylgja orku­skiptum á næstu árum.“

Þá stefnir Strengur að því að „halda áfram að leita að hag­stæðum tæki­færum til að víkka tekju­grunn félags­ins og skila auk­inni arð­semi til lengri tíma. Er þar meðal ann­ars horft til tæki­færa á neyt­enda­mark­aði með hlið­sjón af bættri nýt­ingu þeirra starf­stöðva sem félagið mun ekki leggja af. Í þessu sam­hengi úti­lokar til­boðs­gjafi ekki að til greina komi að fjár­fest verði í félögum eða eignum í óskyldum rekstri, hvort sem er á Íslandi eða erlend­is.“ 

Ætla í frek­ari versl­un­ar­rekstur

Skelj­ungur hefur að und­an­förnu fjár­fest í Brauð&Co og Gló og er hluti af hóp sem boðið hefur í Dom­in­o´s á Íslandi. Þá á félagið Wedo, sem rekur meðal ann­ars Heim­kaup og ýmsar net­versl­an­ir, og keypti nýverið bens­ín­stöðvar Dæl­unnar og bíla­þvotta­stöð­ina Löð­ur. Þá á Skelj­ungur olíu­fé­lagið P/F Magn í Fær­eyjum en til­boðs­gjaf­arnir telja ekki vera mikla sam­legð með rekstri þess og ann­arra hluta Skelj­ungs. Því má telja senni­legt að reynt verði að selja P/F Magn líka gangi yfir­takan eft­ir.

Auglýsing

Svo virð­ist sem að þar liggi fram­tíð­ar­á­form for­svars­manna Straums: í ýmis­konar versl­un­ar­rekstri. Allir lyk­il­leik­endur í Strengs­hópnum hafa enda eytt þorra síns starfs­fer­ils þar.

For­stjóri Skelj­ungs er Árni Pétur Jóns­son. Hann var ráð­inn í það starf í ágúst í fyrra. Árni Pétur hafði áður unnið náið með, og fyr­ir, félög tengd Jóni Ásgeiri, sem tók sæti í stjórn Skelj­ungs í maí 2019 og er nú, líkt og áður sagði, stjórn­ar­for­maður félags­ins. Jón Ásgeir var til að mynda for­­stjóri og síðar stjórn­­­ar­­for­­maður Baugs Group, sem átti Haga og var stærsti hlut­haf­inn í Teymi þegar Árni Pétur stýrði því fyr­ir­tæki. 

Afskrán­ing og inn­leið­ing á bónus­kerfi

Nái Strengur að taka yfir Skelj­ung er stefnt að því að afskrá félagið úr Kaup­höll Íslands. Það er rök­stutt með því að skrán­ingin sé „hlut­falls­lega kostn­að­ar­söm“.

Í svörum við spurn­ingum hlut­hafa segir að auk þess verði leit­ast við að „ein­falda ákvarð­ana­töku innan félags­ins, ein­falda stjórn­skipu­lag, fækka milli­lögum og koma á kaupauka­kerfi fyrir lyk­il­starfs­menn sem munu koma að fram­kvæmd áætl­ana Strengs.“

Hin mikla eigna­sala sem er boð­uð, til að borga fyrir yfir­tök­una á Skelj­ungi, mun sam­kvæmt for­svars­mönnum Strengs hafa áhrif á starfs­menn sam­stæð­unn­ar. Þeir munu „ým­ist fylgja hinum seldu ein­ingum til kaup­enda eða verða lögð niður sam­hliða auk­inni úthýs­ingu. Til­boðs­gjafi mun einnig leit­ast við að nýta sjálf­virkni­væð­ingu til að auka hag­ræð­ingu í rekstri. Umfang slíkra áhrifa á starfs­menn liggur ekki fyrir að svo stöddu en búast má við að störf hjá félag­inu muni flytj­ast með seldum rekstr­ar­ein­ing­um.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar