Fullyrða að bóluefni sitt gegn COVID-19 hafi meira en 90 prósent virkni

Hlutabréfamarkaðir víða um heim hafa brugðist með jákvæðum hætti við stórum tíðindum af þróun bóluefnis Pfizer og BioNTech, sem hefur verið prófað á yfir 43.500 manns og er sagt hafa meira en 90 prósent virkni.

Höfuðstöðvar þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech í Mainz.
Höfuðstöðvar þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech í Mainz.
Auglýsing

„Þetta er frá­bær dagur fyrir vís­indin og mann­kyn­ið,“ er haft eftir for­stjóra lyfj­aris­ans Pfizer í frétta­til­kynn­ingu í dag, vegna nýrra tíð­inda af bólu­efni gegn COVID-19 sem fyr­ir­tækið er að þróa ásamt þýska lyfja­fyr­ir­tæk­inu BioNTech.

Bólu­efnið er sagt fram­kalla vörn gegn veirunni í yfir 90 pró­sent til­fella, hjá þeim ein­stak­lingum sem hafa tekið þátt í klínískum rann­sóknum fyr­ir­tækj­anna und­an­farna mán­uði.

Bólu­efnið er á þriðja stigi öryggis­próf­ana og hafa nið­ur­stöð­urnar úr til­raun­un­um, sem farið hafa fram í Banda­ríkj­un­um, Þýska­landi, Bras­il­íu, Argent­ínu, Suð­ur­-Afr­íku og Tyrk­landi, verið framar von­um. 

Auglýsing

Tíð­indin hafa leitt til þess að hluta­bréfa­mark­aðir víða um heim hafa tekið nokkuð við sér í morg­un, sam­kvæmt frétt Reuters

Virkni umfram vænt­ingar

Sam­kvæmt því sem fram kemur fram í til­kynn­ingu fyr­ir­tækj­anna hefur bólu­efnið verið prófað á rúm­lega 43.500 manns í þessum sex löndum án þess að nokkrar alvar­legar auka­verk­anir hafi látið á sér kræla. 

Virkni þess er sögð framar vænt­ing­um, en bólu­efnið er gefið í tveimur skömmtum með þriggja vikna milli­bili og sýna nið­ur­stöð­urnar fram á að sjö dögum eftir annan bólu­efn­is­skammt­inn, 28 dögum eftir þann fyrsta, hafa meira en 90 pró­sent þátt­tak­enda sýnt fram á ónæm­is­svar gegn kór­ónu­veirunni.

Fyr­ir­tækin tvö stefna að því að sækja um leyfi til banda­rískra yfir­valda um að fá að hefja dreif­ingu bólu­efn­is­ins í þriðju viku nóv­em­ber­mán­að­ar. 

Þau búast við því að fram­leiða 50 milljón skammta af bólu­efn­inu fyrir lok þessa árs og allt að 1,3 millj­arða skammta á næsta ári, ef allt gengur eft­ir.

Býr lík­amann undir að verj­ast sýk­ingu

Alls eru ell­efu bólu­efni núna komin langt í þróun á heims­vísu, sam­kvæmt umfjöll­un New York Times um þennan áfanga. 

Bólu­efni Pfizer og BioNTech er eitt af nokkrum sem eru í þróun sem inni­halda gena­upp­lýs­ingar (mRNA) fyrir svokölluð gadda­prótein sem eru á yfir­borði kór­ónu­veirunn­ar, SAR­S-CoV-2. ­Gefa þessar nið­ur­stöður því vonir um að önnur fyr­ir­tæki sem eru að beita sömu nálgun nái líka góðum árangri með sín bólu­efni.

Í umfjöllun á vef Lyfja­stofn­unar um til­raunir Pfizer og BioNTech kemur fram hvernig slík bólu­efni verka, en þar segir að þegar bólu­efnið hafi verið gefið byrji frumur lík­am­ans að fram­leiða sín eigin gadda­prótein. Ó­næm­is­kerfið lítur á þau sem fram­andi fyr­ir­bæri og tekur til­ varna með því að fram­leiða mótefni og T-frumur gegn veirunni.

Sú vörn mun síð­ar­ koma að gagni til að verja við­kom­andi ein­stak­ling gegn sýk­ingu af völd­um S­AR­S-CoV-2 kór­óna­veirunn­ar, þar sem ónæm­is­kerfið kemur til með að þekkja veiruna og ráðast ­gegn henni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent