Hvers vegna Trump tók Texas

Hvernig má það vera að innflytjendur við landamærin að Mexíkó kusu Donald Trump – manninn sem hefur beitt hörku gegn nýjum innflytjendum til landsins?

Þó að margir í Texas eigi rætur sínar að rekja til Rómönsku-Ameríku eða Afríku er stundum fátt annað sem sameinar þá.
Þó að margir í Texas eigi rætur sínar að rekja til Rómönsku-Ameríku eða Afríku er stundum fátt annað sem sameinar þá.
Auglýsing

Joe Biden, verð­andi for­seti Banda­ríkj­anna, komst nær því en nokkur annar demókrati í langan tíma að hafa betur en helsti mót­fram­bjóð­andi sinn í Texas. Biden hafði betur en Don­ald Trump í mörgum sýslum þétt­býlli staða, fékk m.a. yfir­gnæf­andi meiri­hluta í þeim sýslum þar sem borg­irnar Dallas, Austin og Hou­ston er að finna. En það dugði ekki til og á heild­ina litið fékk Trump um sex pró­sent fleiri atkvæði í Texas. Það sem tryggði Trump sig­ur­inn var stuðn­ingur fólks með fram Rio Grand­e-ánni sem myndar að hluta landa­mærin að Mexíkó.Í sýsl­unum við Rio Grande er meiri­hluti íbú­anna af rómönsku bergi brot­inn. Og sigur Trumps í þessum sýsl­um, sem hingað til hafa verið vígi demókrata, helg­ast af því að íbú­arnir telja sig hafa verið afskipta árum saman og ekki njóta sömu grunn­inn­viða og aðrir íbúar Texas. Þó að Trump hafi beitt hörku við að halda öðrum inn­flytj­endum frá land­inu voru inn­flytj­endur og afkom­endur þeirra á þessum slóðum til­búnir í breyt­ingar í von um bjart­ari tíma og fleiri tæki­færi.Mörgum hættir til að setja alla inn­flytj­endur undir sama hatt. Mörgum hættir einnig til að setja alla inn­flytj­endur frá Rómönsku-Am­er­íku undir sama hatt. En þetta er ekki eins­leitur hóp­ur, langt í frá.

Auglýsing


Í ítar­legri sam­an­tekt Was­hington Post um nið­ur­stöður for­seta­kosn­ing­anna í Texa­s-­ríki er t.d. rætt við ungt fólk sem flutt­ist til Banda­ríkj­anna frá nágranna­rík­inu Mexíkó. Annað þeirra, 32 ára karl­mað­ur, hafði misst vinn­una í olíu­iðn­að­in­um. Eftir að Trump varð for­seti fékk hann vinnu í þessum geira á ný. Þetta þakkar hann Trump og gaf honum því atkvæði sitt í kosn­ing­un­um.Hitt þeirra er ung kona sem hefur nýlokið háskóla­námi. Hún setti heil­brigð­is­mál og bar­átt­una gegn kór­ónu­veirunni efst á blað þegar hún gerði upp hug sinn. Og Biden fékk hennar atkvæði.Fólk frá Mexíkó og fólk með ættir að rekja þangað eru stærsti hópur inn­flytj­enda frá Rómönsku-Am­er­íku í Texas. Bæði repúblikanar og demókratar hafa reynt að höfða til þeirra í kosn­ingum í gegnum tíð­ina en gert þau mis­tök að líta á þau sem eins­leitan hóp fólks. En innan hans á fólk oft ekk­ert annað sam­eig­in­legt en upp­runann. Félags­leg staða þeirra er mis­jöfn og menntun þeirra sömu­leið­is. Sumir eru frekar nýkomnir til Banda­ríkj­anna. Aðrir hafa fæðst þar og alist upp.„Þau eru íhalds­menn, frjáls­lynd, blanda af þessu tvennu eða áhuga­laus um stjórn­mál,“ útskýrir Trini­dad Gonza­les, pró­fessor í mexíkóskum fræðum við háskól­ann í Suð­ur­-Texas. „Hluti af órétt­inu sem minni­hluta­hópar í Banda­ríkj­unum eru beittir er sú stað­reynd að fólki sem þeim til­heyra er ekki tekið sem ein­stak­ling­um.“

Evr­ópskir Banda­ríkja­mennFólk af rómönskum upp­runa eru um 30 pró­sent allra kjós­enda í Texas og um 40 pró­sent allra íbúa rík­is­ins. Íbúa­sam­setn­ingin hefur verið að breyt­ast síð­ustu ár og sífellt fleiri með ættir að rekja til Rómönsku-Am­er­íku og Afr­íku setj­ast þar að.„Ef þú vilt fá atkvæði þessa fólks þá þarftu að vinna fyrir því,“ hefur Was­hington Post eftir Michelle Trem­illo, fram­kvæmda­stjóra sam­tak­anna Texas Org­an­izing Project sem vinna að því að vald­efla verka­fólk í rík­inu. Að veifa ein­hverju einu kosn­inga­lof­orði framan í svarta og rómanska íbúa Texas skilar engu.Að auki er flokkun eftir upp­runa og lit­ar­hætti eitt­hvað sem margir íbúar Texas eru mót­falln­ir. Með því eru þeir ekki að afneita upp­runa sínum heldur ein­fald­lega að benda á að þeir hafi búið þar kyn­slóð fram af kyn­slóð, rétt eins og hvítir Texas­búar sem ætt­aðir eru frá Evr­ópu.

Settu atvinnu­mál á odd­innStjórn­mála­fræð­ingur við Háskól­ann í San Ant­onio segir það ekk­ert nýtt að stuðn­ingur við repúblik­ana sé mik­ill á dreif­býlli svæðum í Texas. En í þessum kosn­ingum hafi repúblikanar unnið heima­vinn­una sína og sniðið kosn­inga­bar­áttu sína um atvinnu­mál og aðra hag­ræna þætt­i.  Julián Castro, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri í San Ant­onio og fyrr­ver­andi for­seta­fram­bjóð­andi Demókra­ta­flokks­ins, segir það vekja spurn­ingar fyrir flokk sinn að íbúar í mörgum sýslum við landa­mærin að Mexíkó hafi kosið Trump. Hann segir sam­fé­lögin þar of mik­il­væg fyrir demókrata til að láta eins og ekk­ert sé. „Það er mjög mik­il­vægt að við gefum okkur tíma til að skilja hvað gerð­ist með fram landa­mær­un­um.“Aðrir segja að sveiflan í þessum sýslum hafi verið fyr­ir­séð. Biden hafi ekki gefið sig að mál­efnum íbú­anna. Sömu skila­boðin voru sögð vítt og breitt um hið víð­feðma ríki. „Hér er fullt af fólki sem finnst það hafa verið afskipt. Það heldur áfram að kjósa demókrata en ekk­ert breyt­ist,“ segir Jessica Cisner­os, ungur mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­ur. „Fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn voru 30 pró­sent íbúa á þessu svæði undir fátækt­ar­mörkum og um fjórð­ungur þeirra hefur ekki sjúkra­trygg­ingu. Ég skil vel að fólk sé opið fyrir að kjósa repúblik­ana.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent