Hvers vegna Trump tók Texas

Hvernig má það vera að innflytjendur við landamærin að Mexíkó kusu Donald Trump – manninn sem hefur beitt hörku gegn nýjum innflytjendum til landsins?

Þó að margir í Texas eigi rætur sínar að rekja til Rómönsku-Ameríku eða Afríku er stundum fátt annað sem sameinar þá.
Þó að margir í Texas eigi rætur sínar að rekja til Rómönsku-Ameríku eða Afríku er stundum fátt annað sem sameinar þá.
Auglýsing

Joe Biden, verð­andi for­seti Banda­ríkj­anna, komst nær því en nokkur annar demókrati í langan tíma að hafa betur en helsti mót­fram­bjóð­andi sinn í Texas. Biden hafði betur en Don­ald Trump í mörgum sýslum þétt­býlli staða, fékk m.a. yfir­gnæf­andi meiri­hluta í þeim sýslum þar sem borg­irnar Dallas, Austin og Hou­ston er að finna. En það dugði ekki til og á heild­ina litið fékk Trump um sex pró­sent fleiri atkvæði í Texas. Það sem tryggði Trump sig­ur­inn var stuðn­ingur fólks með fram Rio Grand­e-ánni sem myndar að hluta landa­mærin að Mexíkó.



Í sýsl­unum við Rio Grande er meiri­hluti íbú­anna af rómönsku bergi brot­inn. Og sigur Trumps í þessum sýsl­um, sem hingað til hafa verið vígi demókrata, helg­ast af því að íbú­arnir telja sig hafa verið afskipta árum saman og ekki njóta sömu grunn­inn­viða og aðrir íbúar Texas. Þó að Trump hafi beitt hörku við að halda öðrum inn­flytj­endum frá land­inu voru inn­flytj­endur og afkom­endur þeirra á þessum slóðum til­búnir í breyt­ingar í von um bjart­ari tíma og fleiri tæki­færi.



Mörgum hættir til að setja alla inn­flytj­endur undir sama hatt. Mörgum hættir einnig til að setja alla inn­flytj­endur frá Rómönsku-Am­er­íku undir sama hatt. En þetta er ekki eins­leitur hóp­ur, langt í frá.

Auglýsing


Í ítar­legri sam­an­tekt Was­hington Post um nið­ur­stöður for­seta­kosn­ing­anna í Texa­s-­ríki er t.d. rætt við ungt fólk sem flutt­ist til Banda­ríkj­anna frá nágranna­rík­inu Mexíkó. Annað þeirra, 32 ára karl­mað­ur, hafði misst vinn­una í olíu­iðn­að­in­um. Eftir að Trump varð for­seti fékk hann vinnu í þessum geira á ný. Þetta þakkar hann Trump og gaf honum því atkvæði sitt í kosn­ing­un­um.



Hitt þeirra er ung kona sem hefur nýlokið háskóla­námi. Hún setti heil­brigð­is­mál og bar­átt­una gegn kór­ónu­veirunni efst á blað þegar hún gerði upp hug sinn. Og Biden fékk hennar atkvæði.



Fólk frá Mexíkó og fólk með ættir að rekja þangað eru stærsti hópur inn­flytj­enda frá Rómönsku-Am­er­íku í Texas. Bæði repúblikanar og demókratar hafa reynt að höfða til þeirra í kosn­ingum í gegnum tíð­ina en gert þau mis­tök að líta á þau sem eins­leitan hóp fólks. En innan hans á fólk oft ekk­ert annað sam­eig­in­legt en upp­runann. Félags­leg staða þeirra er mis­jöfn og menntun þeirra sömu­leið­is. Sumir eru frekar nýkomnir til Banda­ríkj­anna. Aðrir hafa fæðst þar og alist upp.



„Þau eru íhalds­menn, frjáls­lynd, blanda af þessu tvennu eða áhuga­laus um stjórn­mál,“ útskýrir Trini­dad Gonza­les, pró­fessor í mexíkóskum fræðum við háskól­ann í Suð­ur­-Texas. „Hluti af órétt­inu sem minni­hluta­hópar í Banda­ríkj­unum eru beittir er sú stað­reynd að fólki sem þeim til­heyra er ekki tekið sem ein­stak­ling­um.“

Evr­ópskir Banda­ríkja­menn



Fólk af rómönskum upp­runa eru um 30 pró­sent allra kjós­enda í Texas og um 40 pró­sent allra íbúa rík­is­ins. Íbúa­sam­setn­ingin hefur verið að breyt­ast síð­ustu ár og sífellt fleiri með ættir að rekja til Rómönsku-Am­er­íku og Afr­íku setj­ast þar að.



„Ef þú vilt fá atkvæði þessa fólks þá þarftu að vinna fyrir því,“ hefur Was­hington Post eftir Michelle Trem­illo, fram­kvæmda­stjóra sam­tak­anna Texas Org­an­izing Project sem vinna að því að vald­efla verka­fólk í rík­inu. Að veifa ein­hverju einu kosn­inga­lof­orði framan í svarta og rómanska íbúa Texas skilar engu.



Að auki er flokkun eftir upp­runa og lit­ar­hætti eitt­hvað sem margir íbúar Texas eru mót­falln­ir. Með því eru þeir ekki að afneita upp­runa sínum heldur ein­fald­lega að benda á að þeir hafi búið þar kyn­slóð fram af kyn­slóð, rétt eins og hvítir Texas­búar sem ætt­aðir eru frá Evr­ópu.

Settu atvinnu­mál á odd­inn



Stjórn­mála­fræð­ingur við Háskól­ann í San Ant­onio segir það ekk­ert nýtt að stuðn­ingur við repúblik­ana sé mik­ill á dreif­býlli svæðum í Texas. En í þessum kosn­ingum hafi repúblikanar unnið heima­vinn­una sína og sniðið kosn­inga­bar­áttu sína um atvinnu­mál og aðra hag­ræna þætt­i.  



Julián Castro, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri í San Ant­onio og fyrr­ver­andi for­seta­fram­bjóð­andi Demókra­ta­flokks­ins, segir það vekja spurn­ingar fyrir flokk sinn að íbúar í mörgum sýslum við landa­mærin að Mexíkó hafi kosið Trump. Hann segir sam­fé­lögin þar of mik­il­væg fyrir demókrata til að láta eins og ekk­ert sé. „Það er mjög mik­il­vægt að við gefum okkur tíma til að skilja hvað gerð­ist með fram landa­mær­un­um.“



Aðrir segja að sveiflan í þessum sýslum hafi verið fyr­ir­séð. Biden hafi ekki gefið sig að mál­efnum íbú­anna. Sömu skila­boðin voru sögð vítt og breitt um hið víð­feðma ríki. „Hér er fullt af fólki sem finnst það hafa verið afskipt. Það heldur áfram að kjósa demókrata en ekk­ert breyt­ist,“ segir Jessica Cisner­os, ungur mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­ur. „Fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn voru 30 pró­sent íbúa á þessu svæði undir fátækt­ar­mörkum og um fjórð­ungur þeirra hefur ekki sjúkra­trygg­ingu. Ég skil vel að fólk sé opið fyrir að kjósa repúblik­ana.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent