Bjargráð Bidens í loftslagsmálum

Eitt af því sem greindi Joe Biden og Donald Trump helst að í kosningabaráttunni voru loftslagsmálin en sá fyrrnefndi, sem nú hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að verja tveimur billjónum dala til að draga úr losun.

Biden fór á loftslagsráðstefnuna í París 2015 og kom heim til Bandaríkjanna til að bera út boðskapinn.
Biden fór á loftslagsráðstefnuna í París 2015 og kom heim til Bandaríkjanna til að bera út boðskapinn.
Auglýsing


Vonir standa til þess að þegar á fyrstu hund­rað dögum Jos­ephs Biden á for­seta­stóli muni aðgerðum gegn lofts­lags­vánni rigna yfir Banda­rík­in. En svo aftur sé gripið til nátt­úru­lýs­ingar á því sem kann að ger­ast: Í miklum rign­ingum eiga stíflur það til að mynd­ast. Og stíflan gæti falist í and­stöðu öld­unga­deildar þings­ins – verði það enn undir yfir­ráðum repúblik­ana sem hafa hingað til ekki verið yfir sig hrifnir af lögum og reglum í umhverf­is­mál­um. Það á hins vegar eftir að skýr­ast frekar því svo gæti farið að demókratar nái meiri­hluta í deild­inni. Þá  kann sú stífla í mála­flokknum að bresta.En mark­mið Bidens í lofts­lags­málum eru skýr og hann hefur heitið því að eyða tveimur billjónum dala, ($2.000.000.000.000) á fjórum árum í það að draga úr útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, minnka notkun jarð­efna­elds­neytis og auka þátt hreinni orku­gjafa. Þetta eru metn­að­ar­fyllstu mark­mið sem nokkur for­seta­fram­bjóð­andi vest­an­hafs hefur sett fram í mála­flokknum sem sífellt meiri áhersla er nú lögð á í heim­in­um.Í sam­an­tekt New York Times eru talin upp þau helstu atriði er tengj­ast lofts­lags­málum sem Biden ætlar að leggja áherslu á frá fyrsta degi í Hvíta hús­inu.

Auglýsing


Það fyrsta sem hann mun gera er að end­ur­vekja þátt­töku Banda­ríkj­anna í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu sem skrifað var undir árið 2015 en Trump dró þjóð sína út úr. Þetta verður ekki flókið verk því það eina sem Biden þarf að gera er að senda Sam­ein­uðu þjóð­unum bréf með ósk sinni um þátt­töku á ný sem ræt­ist svo þrjá­tíu dögum síð­ar.Biden hefur einnig sagt að hann ætli sér að blása til lofts­lags­ráð­stefnu til að þrýsta á leið­toga stærstu iðn­velda heims til að setja sér metn­að­ar­fyllri mark­mið þegar kemur að því að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.Sér­fræð­ingar telja að Biden muni einnig flétta lofts­lags­að­gerðir inn í alla efna­hags­lega hvata sem ráð­ist verður í vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Þannig er talið lík­legt að nýsköpun og rann­sóknir til þró­unar á hreinum orku­gjöfum fái vænan skerf af þeirri köku og að ein­stökum ríkjum verði veittir styrkir til að halda áfram þróun sinni á end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um. Þá má búast við því að vist­vænum fyr­ir­tækjum verði umb­unað í skatt­kerf­inu.

Gríðarlegir skógareldar í Kaliforníu í september. Mynd: EPABiden hefur einnig sagt að hann ætli þegar á fyrsta degi í emb­ætti að gefa út for­seta­til­skipun um að opin­ber fyr­ir­tæki verði að halda lofts­lags­bók­hald. Þá er búist við því að hann fari vand­lega yfir til­slak­anir sem gerðar voru á olíu­rann­sóknum og fram­leiðslu árið 2017 og svo gæti farið að hann stöðv­aði flýti­með­ferð skipu­lags- og umhverf­is­mats­ferlis olíu­leiðslna og jarð­efna­elds­neyt­is­vinnslu.For­set­inn verð­andi hefur talað fyrir því að lofts­lags­málin verði skoðuð sam­hliða jafn­rétt­is­málum og að sér­stak­lega verði fylgst með mengun og öðrum umhverf­is­þáttum í við­kvæmum sam­fé­lög­um.Víð­ernin eru ofar­lega á blaði Bidens og ætlar hann að vinda ofan af „árás Trumps“ á ger­semar Banda­ríkj­anna og á þar við skerð­ingar hans á frið­löndum og ekki síst þá ákvörðun hans að heim­ila olíu­leit í einu þeirra. Biden stefnir á að gefa út til­skipun þess efnis að árið 2030 muni 30 pró­sent af landi og haf­svæði Banda­ríkj­anna njóta vernd­ar.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent