Bjargráð Bidens í loftslagsmálum

Eitt af því sem greindi Joe Biden og Donald Trump helst að í kosningabaráttunni voru loftslagsmálin en sá fyrrnefndi, sem nú hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að verja tveimur billjónum dala til að draga úr losun.

Biden fór á loftslagsráðstefnuna í París 2015 og kom heim til Bandaríkjanna til að bera út boðskapinn.
Biden fór á loftslagsráðstefnuna í París 2015 og kom heim til Bandaríkjanna til að bera út boðskapinn.
Auglýsing


Vonir standa til þess að þegar á fyrstu hund­rað dögum Jos­ephs Biden á for­seta­stóli muni aðgerðum gegn lofts­lags­vánni rigna yfir Banda­rík­in. En svo aftur sé gripið til nátt­úru­lýs­ingar á því sem kann að ger­ast: Í miklum rign­ingum eiga stíflur það til að mynd­ast. Og stíflan gæti falist í and­stöðu öld­unga­deildar þings­ins – verði það enn undir yfir­ráðum repúblik­ana sem hafa hingað til ekki verið yfir sig hrifnir af lögum og reglum í umhverf­is­mál­um. Það á hins vegar eftir að skýr­ast frekar því svo gæti farið að demókratar nái meiri­hluta í deild­inni. Þá  kann sú stífla í mála­flokknum að bresta.En mark­mið Bidens í lofts­lags­málum eru skýr og hann hefur heitið því að eyða tveimur billjónum dala, ($2.000.000.000.000) á fjórum árum í það að draga úr útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, minnka notkun jarð­efna­elds­neytis og auka þátt hreinni orku­gjafa. Þetta eru metn­að­ar­fyllstu mark­mið sem nokkur for­seta­fram­bjóð­andi vest­an­hafs hefur sett fram í mála­flokknum sem sífellt meiri áhersla er nú lögð á í heim­in­um.Í sam­an­tekt New York Times eru talin upp þau helstu atriði er tengj­ast lofts­lags­málum sem Biden ætlar að leggja áherslu á frá fyrsta degi í Hvíta hús­inu.

Auglýsing


Það fyrsta sem hann mun gera er að end­ur­vekja þátt­töku Banda­ríkj­anna í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu sem skrifað var undir árið 2015 en Trump dró þjóð sína út úr. Þetta verður ekki flókið verk því það eina sem Biden þarf að gera er að senda Sam­ein­uðu þjóð­unum bréf með ósk sinni um þátt­töku á ný sem ræt­ist svo þrjá­tíu dögum síð­ar.Biden hefur einnig sagt að hann ætli sér að blása til lofts­lags­ráð­stefnu til að þrýsta á leið­toga stærstu iðn­velda heims til að setja sér metn­að­ar­fyllri mark­mið þegar kemur að því að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.Sér­fræð­ingar telja að Biden muni einnig flétta lofts­lags­að­gerðir inn í alla efna­hags­lega hvata sem ráð­ist verður í vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Þannig er talið lík­legt að nýsköpun og rann­sóknir til þró­unar á hreinum orku­gjöfum fái vænan skerf af þeirri köku og að ein­stökum ríkjum verði veittir styrkir til að halda áfram þróun sinni á end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um. Þá má búast við því að vist­vænum fyr­ir­tækjum verði umb­unað í skatt­kerf­inu.

Gríðarlegir skógareldar í Kaliforníu í september. Mynd: EPABiden hefur einnig sagt að hann ætli þegar á fyrsta degi í emb­ætti að gefa út for­seta­til­skipun um að opin­ber fyr­ir­tæki verði að halda lofts­lags­bók­hald. Þá er búist við því að hann fari vand­lega yfir til­slak­anir sem gerðar voru á olíu­rann­sóknum og fram­leiðslu árið 2017 og svo gæti farið að hann stöðv­aði flýti­með­ferð skipu­lags- og umhverf­is­mats­ferlis olíu­leiðslna og jarð­efna­elds­neyt­is­vinnslu.For­set­inn verð­andi hefur talað fyrir því að lofts­lags­málin verði skoðuð sam­hliða jafn­rétt­is­málum og að sér­stak­lega verði fylgst með mengun og öðrum umhverf­is­þáttum í við­kvæmum sam­fé­lög­um.Víð­ernin eru ofar­lega á blaði Bidens og ætlar hann að vinda ofan af „árás Trumps“ á ger­semar Banda­ríkj­anna og á þar við skerð­ingar hans á frið­löndum og ekki síst þá ákvörðun hans að heim­ila olíu­leit í einu þeirra. Biden stefnir á að gefa út til­skipun þess efnis að árið 2030 muni 30 pró­sent af landi og haf­svæði Banda­ríkj­anna njóta vernd­ar.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
Kjarninn 28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
Kjarninn 28. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
Kjarninn 28. september 2022
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði á milli mánaða en ársverðbólga dregst saman annan mánuðinn í röð. Miklar lækkanir á flugfargjöldum til útlanda skiptu miklu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiErlent