Bjargráð Bidens í loftslagsmálum

Eitt af því sem greindi Joe Biden og Donald Trump helst að í kosningabaráttunni voru loftslagsmálin en sá fyrrnefndi, sem nú hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að verja tveimur billjónum dala til að draga úr losun.

Biden fór á loftslagsráðstefnuna í París 2015 og kom heim til Bandaríkjanna til að bera út boðskapinn.
Biden fór á loftslagsráðstefnuna í París 2015 og kom heim til Bandaríkjanna til að bera út boðskapinn.
Auglýsing


Vonir standa til þess að þegar á fyrstu hund­rað dögum Jos­ephs Biden á for­seta­stóli muni aðgerðum gegn lofts­lags­vánni rigna yfir Banda­rík­in. En svo aftur sé gripið til nátt­úru­lýs­ingar á því sem kann að ger­ast: Í miklum rign­ingum eiga stíflur það til að mynd­ast. Og stíflan gæti falist í and­stöðu öld­unga­deildar þings­ins – verði það enn undir yfir­ráðum repúblik­ana sem hafa hingað til ekki verið yfir sig hrifnir af lögum og reglum í umhverf­is­mál­um. Það á hins vegar eftir að skýr­ast frekar því svo gæti farið að demókratar nái meiri­hluta í deild­inni. Þá  kann sú stífla í mála­flokknum að bresta.En mark­mið Bidens í lofts­lags­málum eru skýr og hann hefur heitið því að eyða tveimur billjónum dala, ($2.000.000.000.000) á fjórum árum í það að draga úr útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, minnka notkun jarð­efna­elds­neytis og auka þátt hreinni orku­gjafa. Þetta eru metn­að­ar­fyllstu mark­mið sem nokkur for­seta­fram­bjóð­andi vest­an­hafs hefur sett fram í mála­flokknum sem sífellt meiri áhersla er nú lögð á í heim­in­um.Í sam­an­tekt New York Times eru talin upp þau helstu atriði er tengj­ast lofts­lags­málum sem Biden ætlar að leggja áherslu á frá fyrsta degi í Hvíta hús­inu.

Auglýsing


Það fyrsta sem hann mun gera er að end­ur­vekja þátt­töku Banda­ríkj­anna í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu sem skrifað var undir árið 2015 en Trump dró þjóð sína út úr. Þetta verður ekki flókið verk því það eina sem Biden þarf að gera er að senda Sam­ein­uðu þjóð­unum bréf með ósk sinni um þátt­töku á ný sem ræt­ist svo þrjá­tíu dögum síð­ar.Biden hefur einnig sagt að hann ætli sér að blása til lofts­lags­ráð­stefnu til að þrýsta á leið­toga stærstu iðn­velda heims til að setja sér metn­að­ar­fyllri mark­mið þegar kemur að því að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.Sér­fræð­ingar telja að Biden muni einnig flétta lofts­lags­að­gerðir inn í alla efna­hags­lega hvata sem ráð­ist verður í vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Þannig er talið lík­legt að nýsköpun og rann­sóknir til þró­unar á hreinum orku­gjöfum fái vænan skerf af þeirri köku og að ein­stökum ríkjum verði veittir styrkir til að halda áfram þróun sinni á end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um. Þá má búast við því að vist­vænum fyr­ir­tækjum verði umb­unað í skatt­kerf­inu.

Gríðarlegir skógareldar í Kaliforníu í september. Mynd: EPABiden hefur einnig sagt að hann ætli þegar á fyrsta degi í emb­ætti að gefa út for­seta­til­skipun um að opin­ber fyr­ir­tæki verði að halda lofts­lags­bók­hald. Þá er búist við því að hann fari vand­lega yfir til­slak­anir sem gerðar voru á olíu­rann­sóknum og fram­leiðslu árið 2017 og svo gæti farið að hann stöðv­aði flýti­með­ferð skipu­lags- og umhverf­is­mats­ferlis olíu­leiðslna og jarð­efna­elds­neyt­is­vinnslu.For­set­inn verð­andi hefur talað fyrir því að lofts­lags­málin verði skoðuð sam­hliða jafn­rétt­is­málum og að sér­stak­lega verði fylgst með mengun og öðrum umhverf­is­þáttum í við­kvæmum sam­fé­lög­um.Víð­ernin eru ofar­lega á blaði Bidens og ætlar hann að vinda ofan af „árás Trumps“ á ger­semar Banda­ríkj­anna og á þar við skerð­ingar hans á frið­löndum og ekki síst þá ákvörðun hans að heim­ila olíu­leit í einu þeirra. Biden stefnir á að gefa út til­skipun þess efnis að árið 2030 muni 30 pró­sent af landi og haf­svæði Banda­ríkj­anna njóta vernd­ar.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent