Bjargráð Bidens í loftslagsmálum

Eitt af því sem greindi Joe Biden og Donald Trump helst að í kosningabaráttunni voru loftslagsmálin en sá fyrrnefndi, sem nú hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að verja tveimur billjónum dala til að draga úr losun.

Biden fór á loftslagsráðstefnuna í París 2015 og kom heim til Bandaríkjanna til að bera út boðskapinn.
Biden fór á loftslagsráðstefnuna í París 2015 og kom heim til Bandaríkjanna til að bera út boðskapinn.
Auglýsing


Vonir standa til þess að þegar á fyrstu hund­rað dögum Jos­ephs Biden á for­seta­stóli muni aðgerðum gegn lofts­lags­vánni rigna yfir Banda­rík­in. En svo aftur sé gripið til nátt­úru­lýs­ingar á því sem kann að ger­ast: Í miklum rign­ingum eiga stíflur það til að mynd­ast. Og stíflan gæti falist í and­stöðu öld­unga­deildar þings­ins – verði það enn undir yfir­ráðum repúblik­ana sem hafa hingað til ekki verið yfir sig hrifnir af lögum og reglum í umhverf­is­mál­um. Það á hins vegar eftir að skýr­ast frekar því svo gæti farið að demókratar nái meiri­hluta í deild­inni. Þá  kann sú stífla í mála­flokknum að bresta.



En mark­mið Bidens í lofts­lags­málum eru skýr og hann hefur heitið því að eyða tveimur billjónum dala, ($2.000.000.000.000) á fjórum árum í það að draga úr útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, minnka notkun jarð­efna­elds­neytis og auka þátt hreinni orku­gjafa. Þetta eru metn­að­ar­fyllstu mark­mið sem nokkur for­seta­fram­bjóð­andi vest­an­hafs hefur sett fram í mála­flokknum sem sífellt meiri áhersla er nú lögð á í heim­in­um.



Í sam­an­tekt New York Times eru talin upp þau helstu atriði er tengj­ast lofts­lags­málum sem Biden ætlar að leggja áherslu á frá fyrsta degi í Hvíta hús­inu.

Auglýsing


Það fyrsta sem hann mun gera er að end­ur­vekja þátt­töku Banda­ríkj­anna í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu sem skrifað var undir árið 2015 en Trump dró þjóð sína út úr. Þetta verður ekki flókið verk því það eina sem Biden þarf að gera er að senda Sam­ein­uðu þjóð­unum bréf með ósk sinni um þátt­töku á ný sem ræt­ist svo þrjá­tíu dögum síð­ar.



Biden hefur einnig sagt að hann ætli sér að blása til lofts­lags­ráð­stefnu til að þrýsta á leið­toga stærstu iðn­velda heims til að setja sér metn­að­ar­fyllri mark­mið þegar kemur að því að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.



Sér­fræð­ingar telja að Biden muni einnig flétta lofts­lags­að­gerðir inn í alla efna­hags­lega hvata sem ráð­ist verður í vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Þannig er talið lík­legt að nýsköpun og rann­sóknir til þró­unar á hreinum orku­gjöfum fái vænan skerf af þeirri köku og að ein­stökum ríkjum verði veittir styrkir til að halda áfram þróun sinni á end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um. Þá má búast við því að vist­vænum fyr­ir­tækjum verði umb­unað í skatt­kerf­inu.

Gríðarlegir skógareldar í Kaliforníu í september. Mynd: EPA



Biden hefur einnig sagt að hann ætli þegar á fyrsta degi í emb­ætti að gefa út for­seta­til­skipun um að opin­ber fyr­ir­tæki verði að halda lofts­lags­bók­hald. Þá er búist við því að hann fari vand­lega yfir til­slak­anir sem gerðar voru á olíu­rann­sóknum og fram­leiðslu árið 2017 og svo gæti farið að hann stöðv­aði flýti­með­ferð skipu­lags- og umhverf­is­mats­ferlis olíu­leiðslna og jarð­efna­elds­neyt­is­vinnslu.



For­set­inn verð­andi hefur talað fyrir því að lofts­lags­málin verði skoðuð sam­hliða jafn­rétt­is­málum og að sér­stak­lega verði fylgst með mengun og öðrum umhverf­is­þáttum í við­kvæmum sam­fé­lög­um.



Víð­ernin eru ofar­lega á blaði Bidens og ætlar hann að vinda ofan af „árás Trumps“ á ger­semar Banda­ríkj­anna og á þar við skerð­ingar hans á frið­löndum og ekki síst þá ákvörðun hans að heim­ila olíu­leit í einu þeirra. Biden stefnir á að gefa út til­skipun þess efnis að árið 2030 muni 30 pró­sent af landi og haf­svæði Banda­ríkj­anna njóta vernd­ar.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent