Húsið ekki rifið fyrr en skipulagsvinnu lýkur

Rakaskemmt stórhýsi Íslandsbanka á Kirkjusandi mun ekki verða rifið fyrr en skipulagsvinnu reitsins lýkur, en bankinn vinnur að skipulagi á svæðinu í samvinnu við Reykjavíkurborg. Húsið hefur verið autt síðan árið 2017.

Byggingin hefur staðið auð frá því árið 2017.
Byggingin hefur staðið auð frá því árið 2017.
Auglýsing

Ekki liggur fyrir hvenær stórhýsið sem áður hýsti höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand í Reykjavík verður rifið. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum er ennþá unnið að skipulagi á svæðinu í samvinnu við Reykjavíkurborg og þegar niðurstaða í þá vinnu er komin er stefnt að því að niðurrif hefjist, en tímaramminn liggur ekki fyrir. 


Íslandsbankahúsið hefur staðið autt allt frá því árið 2017, en þá flutti bankinn starfsemi sína í nýjar höfuðstöðvar í Norðurturni við Smáralind í Kópavogi, í kjölfar þess að miklar rakaskemmdir komu í ljós í byggingunni.


Í upphafi árs 2018, eftir að hafa fengið neikvæðar niðurstöður um ástand hússins og umfang rakaskemmda í því frá þremur sérfræðifyrirtækjum, fór bankinn þess á leit við Reykjavíkurborg að fá að rífa þessa miklu byggingu sína, sem byggð var um miðja síðustu öld sem fiskverkunarhús á vegum útgerðarfélaganna Júpíter og Mars.

Auglýsing

Síðan þá hefur skipulagsvinna reitsins staðið yfir, en mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur verið í gangi á Kirkjusandi á sama tíma og eru íbúar þegar byrjaðir að flytja inn í nýbyggð fjölbýlishúsin í grendinni.


Saga þessa skemmda húss er löng og forvitnileg, en eftir að fiskverkun var hætt í því um miðjan áttunda áratuginn komst það í eigu Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem endurnýjaði húsið, hækkaði það og innréttaði sem skrifstofuhúsnæði. 


Íslandsbanki eignaðist svo húsið á tíunda áratug og færði höfuðstöðvar sínar í það árið 1995, en flutti svo alla starfsemi sína á brott eftir að rakaskemmdir og myglusveppur uppgötvuðust. Áður en ástand hússins varð ljóst í ársbyrjun 2016 hafði bankinn stefnt að því að stækka höfuðstöðvarnar um 7.000 fermetra og sameina alla höfuðstöðvastarfsemi sína á Kirkjusandi til framtíðar.
Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent