Álverin ekki að borga of hátt verð fyrir íslenska raforku

Í úttekt á samkeppnishæfni stórnotenda á raforku hérlendis kom í ljós að þeir eru ekki að greiða of hátt verð þegar raforkusamningar þeirra eru bornir saman við önnur Vesturlönd með umfangsmikla stóriðjustarfsemi.

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík.
Auglýsing

Raf­orku­kostn­aður stórnot­enda á raf­orku á Íslandi skerðir ekki sam­keppn­is­hæfni þeirra gagn­vart Nor­egi, Kanada og Þýska­landi. Í tveimur fyrr­nefndu lönd­unum stendur stór­iðja einna best að vígi í alþjóð­legum sam­an­burði og er álf­ram­leiðsla hvergi meiri á Vest­ur­löndum en þar. 

Álver á Íslandi eru sam­keppn­is­hæf við Kanada og Noreg þegar kemur að raf­orku­kostn­aði en greiða minna en slík í Þýska­landi. Gagna­ver greiða almennt þrisvar sinnum lægra verð fyrir raf­orku hér­lendis en í Þýska­landi, svipað verð og í Nor­egi en heldur hærra en í Kanada þó sumir samn­ingar hér­lendis kunni að vera svip­aðir og í Kanada. Raf­orku­kostn­aður ann­arra stórnot­enda á Íslandi er ívið lægri en í Þýska­landi en ívið hærri en í Nor­egi og Kanada en fremur fá dæmi eru þó á bak­við þann sam­an­burð.

Auglýsing
Þetta er nið­ur­staða úttektar sem þýska fyr­ir­tækið Fraun­hofer hefur gert að beiðni atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins á sam­keppn­is­hæfni stór­iðju á Íslandi með teknu til­liti til raf­orku­kostn­að­ar. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráð­herra mála­flokks­ins, óskaði eftir úttekt­inni í febr­úar síð­ast­liðn­um. Hægt er að lesa skýrsl­una í heild sinni hér.

Veittu aðgang að upp­lýs­ingum um raun­veru­legt orku­verð

Úttektin er ein­stök í ljósi þess að hún byggir á aðgangi að trún­að­ar­upp­lýs­ingum um raun­veru­legt orku­verð í ein­stökum orku­sölu­samn­ing­um, en stór­kaup­endur á raf­orku á Íslandi á borð við álver hafa ekki viljað gera þá samn­inga opin­bera. Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu vegna úttekt­ar­innar segir að Fraun­hofer hafi fengið „að­gang að trún­að­ar­upp­lýs­ingum um raf­orku­samn­inga orku­fram­leið­enda og stórnot­enda á Íslandi. Lang­flestir aðilar sem leitað var til veittu aðgang að umbeðnum upp­lýs­ingum og allir stórnot­endur utan einn veittu upp­lýs­ingar um raf­orku­verð sitt. Samið var um trúnað við veit­ingu upp­lýs­ing­anna og sam­ráð var haft við Sam­keppn­is­eft­ir­litið um verk­lag­ið.“

Sam­ráð var haft við aðila samn­ing­anna við fram­setn­ingu nið­ur­staðna og í því sam­ráði komu fram athuga­semdir við fyr­ir­hug­aða fram­setn­ingu á orku­kostn­aði álvera og var tekið til­lit til þeirra.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Þór­dís Kol­brún segir mik­il­vægt að fá fram að raf­orku­kostn­aður stórnot­enda á Íslandi sé almennt sam­bæri­legur eða lægri en í sam­an­burð­ar­lönd­un­um. „Við vitum að stór­iðja á Vest­ur­löndum hefur átt undir högg að sækja gagn­vart öðrum heims­hlut­um, auk þess sem aðstæður á heims­mark­aði hafa verið erf­ið­ar. Það dettur engum í hug að gera lítið úr þeim áskor­un­um. Auk þess eru orku­samn­ingar ólíkir og mis­jafn­lega hag­felldir kaup­end­um. En það er jákvætt að raf­orku­kostn­aður stórnot­enda hér er almennt sam­keppn­is­hæf­ur, jafn­vel þegar miðað er við þau lönd sem þykja bjóða upp á eitt­hvert hag­felldasta starfs­um­hverfi á Vest­ur­lönd­um.“

Hót­uðu að loka álver­inu í Straums­vík

Um 80 pró­sent af allri orku sem fram­leidd er á Íslandi fer til stórnot­enda, aðal­lega þriggja álvera og einnar járn­blendi­verk­smiðju sem eru í eigu Rio Tin­to, Alcoa, Cent­ury Alu­m­inum (stærsti eig­andi þess er Glencore) og Elkem. 

Ástæða þess að ráð­herr­ann bað um úttekt­ina var sú að í upp­hafi árs hót­aði Rio Tinto að loka álveri sínu í Straums­vík og bar fyrir sig að raf­orku­verð á Íslandi væri ekki sam­keppn­is­hæft. 

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­unar sem selur álver­inu raf­orku, brást við og benti á að það væri mikil ein­­földun hjá Rio Tinto að tengja stöðu mála í rekstri þess ein­­göngu við það raf­­orku­verð sem það greiðir til Lands­­virkj­un­­ar. Vitað hafi verið í nokkurn tíma að þróun á mörk­uðum fyrir ál og rekstr­­ar­vandi álver­s­ins gerði stöðu Rio Tinto á Íslandi erf­iða. „Þess vegna höfum við ákveðið að setj­­­ast niður með þeim og skoða þeirra stöðu. En ég tel það mikla ein­­földun að tengja þessa stöðu ein­­göngu við raf­­orku­verð­ið. Það eru miklu stærri áhrifa­­valdar henni tengd­­ir. Til dæmis álverð á heims­­mark­aði, verð­­þróun á þeirri vöru sem álverið fram­­leið­ir, hátt súráls­verð og það að missa út þriðj­ung af starf­­sem­inni í fyrra.“

Gild­andi raf­­orku­­samn­ingur Lands­­virkj­unar og álver­s­ins í Straum­s­vík var gerður í júní 2010. Hann gildir til árs­ins 2036 og um er að ræða fyrsta samn­ing­inn sem Lands­­virkjun gerði við álf­ram­­leið­anda hér­­­lendis þar sem að teng­ing við álverð var afn­um­in. Með því færð­ist mark­aðs­á­hættan af þróun á álm­ark­aði frá selj­and­­anum yfir á kaup­and­ann.

Norð­urál vill aflétta trún­aði

Norð­ur­ál, sem er í eigu Cent­ury Alu­m­inum og rekur álver á Grund­ar­tanga, segir í til­kynn­ingu að það telji að skýrsla Fraun­hofer um sam­keppn­is­hæfni íslenskrar stór­iðju sé um margt góð og fagnar því að ráð­herr­ann skuli hafa tekið það skref að láta óháðan aðila meta sam­keppn­is­hæfni stór­iðju á Íslandi, með til­liti til raf­orku­verðs. 

Hvað varði nið­ur­stöðu Fraun­hofer skýrsl­unnar þá telur Norð­urál hana stað­festa það sem fyr­ir­tækið hafi bent á, að með­al­verð raf­orku hafi verið sam­keppn­is­hæft. „Skýrslan stað­festir einnig að það raf­orku­verð sem nú stendur til boða á Íslandi er ekki sam­keppn­is­hæft við það sem stendur til boða í Nor­egi og Kanada. Norð­urál tekur heils hugar undir með skýrslu­höf­undum um að þörf sé á meira gagn­sæi á íslenskum orku­mark­aði. Norð­urál hefur því óskað eftir því við orku­sala að trún­aði verði aflétt af lang­tíma orku­sölu­samn­ingum milli fyr­ir­tækj­anna eins fljótt og auðið verð­ur.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent