Álverin ekki að borga of hátt verð fyrir íslenska raforku

Í úttekt á samkeppnishæfni stórnotenda á raforku hérlendis kom í ljós að þeir eru ekki að greiða of hátt verð þegar raforkusamningar þeirra eru bornir saman við önnur Vesturlönd með umfangsmikla stóriðjustarfsemi.

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík.
Auglýsing

Raf­orku­kostn­aður stórnot­enda á raf­orku á Íslandi skerðir ekki sam­keppn­is­hæfni þeirra gagn­vart Nor­egi, Kanada og Þýska­landi. Í tveimur fyrr­nefndu lönd­unum stendur stór­iðja einna best að vígi í alþjóð­legum sam­an­burði og er álf­ram­leiðsla hvergi meiri á Vest­ur­löndum en þar. 

Álver á Íslandi eru sam­keppn­is­hæf við Kanada og Noreg þegar kemur að raf­orku­kostn­aði en greiða minna en slík í Þýska­landi. Gagna­ver greiða almennt þrisvar sinnum lægra verð fyrir raf­orku hér­lendis en í Þýska­landi, svipað verð og í Nor­egi en heldur hærra en í Kanada þó sumir samn­ingar hér­lendis kunni að vera svip­aðir og í Kanada. Raf­orku­kostn­aður ann­arra stórnot­enda á Íslandi er ívið lægri en í Þýska­landi en ívið hærri en í Nor­egi og Kanada en fremur fá dæmi eru þó á bak­við þann sam­an­burð.

Auglýsing
Þetta er nið­ur­staða úttektar sem þýska fyr­ir­tækið Fraun­hofer hefur gert að beiðni atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins á sam­keppn­is­hæfni stór­iðju á Íslandi með teknu til­liti til raf­orku­kostn­að­ar. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráð­herra mála­flokks­ins, óskaði eftir úttekt­inni í febr­úar síð­ast­liðn­um. Hægt er að lesa skýrsl­una í heild sinni hér.

Veittu aðgang að upp­lýs­ingum um raun­veru­legt orku­verð

Úttektin er ein­stök í ljósi þess að hún byggir á aðgangi að trún­að­ar­upp­lýs­ingum um raun­veru­legt orku­verð í ein­stökum orku­sölu­samn­ing­um, en stór­kaup­endur á raf­orku á Íslandi á borð við álver hafa ekki viljað gera þá samn­inga opin­bera. Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu vegna úttekt­ar­innar segir að Fraun­hofer hafi fengið „að­gang að trún­að­ar­upp­lýs­ingum um raf­orku­samn­inga orku­fram­leið­enda og stórnot­enda á Íslandi. Lang­flestir aðilar sem leitað var til veittu aðgang að umbeðnum upp­lýs­ingum og allir stórnot­endur utan einn veittu upp­lýs­ingar um raf­orku­verð sitt. Samið var um trúnað við veit­ingu upp­lýs­ing­anna og sam­ráð var haft við Sam­keppn­is­eft­ir­litið um verk­lag­ið.“

Sam­ráð var haft við aðila samn­ing­anna við fram­setn­ingu nið­ur­staðna og í því sam­ráði komu fram athuga­semdir við fyr­ir­hug­aða fram­setn­ingu á orku­kostn­aði álvera og var tekið til­lit til þeirra.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Þór­dís Kol­brún segir mik­il­vægt að fá fram að raf­orku­kostn­aður stórnot­enda á Íslandi sé almennt sam­bæri­legur eða lægri en í sam­an­burð­ar­lönd­un­um. „Við vitum að stór­iðja á Vest­ur­löndum hefur átt undir högg að sækja gagn­vart öðrum heims­hlut­um, auk þess sem aðstæður á heims­mark­aði hafa verið erf­ið­ar. Það dettur engum í hug að gera lítið úr þeim áskor­un­um. Auk þess eru orku­samn­ingar ólíkir og mis­jafn­lega hag­felldir kaup­end­um. En það er jákvætt að raf­orku­kostn­aður stórnot­enda hér er almennt sam­keppn­is­hæf­ur, jafn­vel þegar miðað er við þau lönd sem þykja bjóða upp á eitt­hvert hag­felldasta starfs­um­hverfi á Vest­ur­lönd­um.“

Hót­uðu að loka álver­inu í Straums­vík

Um 80 pró­sent af allri orku sem fram­leidd er á Íslandi fer til stórnot­enda, aðal­lega þriggja álvera og einnar járn­blendi­verk­smiðju sem eru í eigu Rio Tin­to, Alcoa, Cent­ury Alu­m­inum (stærsti eig­andi þess er Glencore) og Elkem. 

Ástæða þess að ráð­herr­ann bað um úttekt­ina var sú að í upp­hafi árs hót­aði Rio Tinto að loka álveri sínu í Straums­vík og bar fyrir sig að raf­orku­verð á Íslandi væri ekki sam­keppn­is­hæft. 

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­unar sem selur álver­inu raf­orku, brást við og benti á að það væri mikil ein­­földun hjá Rio Tinto að tengja stöðu mála í rekstri þess ein­­göngu við það raf­­orku­verð sem það greiðir til Lands­­virkj­un­­ar. Vitað hafi verið í nokkurn tíma að þróun á mörk­uðum fyrir ál og rekstr­­ar­vandi álver­s­ins gerði stöðu Rio Tinto á Íslandi erf­iða. „Þess vegna höfum við ákveðið að setj­­­ast niður með þeim og skoða þeirra stöðu. En ég tel það mikla ein­­földun að tengja þessa stöðu ein­­göngu við raf­­orku­verð­ið. Það eru miklu stærri áhrifa­­valdar henni tengd­­ir. Til dæmis álverð á heims­­mark­aði, verð­­þróun á þeirri vöru sem álverið fram­­leið­ir, hátt súráls­verð og það að missa út þriðj­ung af starf­­sem­inni í fyrra.“

Gild­andi raf­­orku­­samn­ingur Lands­­virkj­unar og álver­s­ins í Straum­s­vík var gerður í júní 2010. Hann gildir til árs­ins 2036 og um er að ræða fyrsta samn­ing­inn sem Lands­­virkjun gerði við álf­ram­­leið­anda hér­­­lendis þar sem að teng­ing við álverð var afn­um­in. Með því færð­ist mark­aðs­á­hættan af þróun á álm­ark­aði frá selj­and­­anum yfir á kaup­and­ann.

Norð­urál vill aflétta trún­aði

Norð­ur­ál, sem er í eigu Cent­ury Alu­m­inum og rekur álver á Grund­ar­tanga, segir í til­kynn­ingu að það telji að skýrsla Fraun­hofer um sam­keppn­is­hæfni íslenskrar stór­iðju sé um margt góð og fagnar því að ráð­herr­ann skuli hafa tekið það skref að láta óháðan aðila meta sam­keppn­is­hæfni stór­iðju á Íslandi, með til­liti til raf­orku­verðs. 

Hvað varði nið­ur­stöðu Fraun­hofer skýrsl­unnar þá telur Norð­urál hana stað­festa það sem fyr­ir­tækið hafi bent á, að með­al­verð raf­orku hafi verið sam­keppn­is­hæft. „Skýrslan stað­festir einnig að það raf­orku­verð sem nú stendur til boða á Íslandi er ekki sam­keppn­is­hæft við það sem stendur til boða í Nor­egi og Kanada. Norð­urál tekur heils hugar undir með skýrslu­höf­undum um að þörf sé á meira gagn­sæi á íslenskum orku­mark­aði. Norð­urál hefur því óskað eftir því við orku­sala að trún­aði verði aflétt af lang­tíma orku­sölu­samn­ingum milli fyr­ir­tækj­anna eins fljótt og auðið verð­ur.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent