Apple „breytti heiminum“ í vikunni

Þáttastjórnendur Tæknivarpsins segja Apple hafa „breytt heiminum“ í vikunni þegar fyrirtækið kynnti nýjar Mac tölvur með ARM örgjörvum.

Tæknivarpið
Auglýsing

Apple kynnti nýjar Mac tölvur með ARM örgjörvum á sér­stökum Mac-við­burði þann 10. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Tækni­varpið fjall­aði ítar­lega um við­burð­inn í hlað­varps­þætti sem birt­ist í morgun á Kjarn­an­um. 

Fram kemur í þætt­inum að ARM örgjö­farnir þýði meira afl, minni hita, lengri raf­hlöðu­end­ingu og miklu betri skjá­stýr­ingu. Apple byrjar á ódýr­ari tölvun­um, Mac­book Air, Mac­book Pro 13 tveggja porta og Mac Mini. Tölv­urnar eru allar vænt­an­legar á þessu ári og eru strax komnar í sölu í Banda­ríkj­un­um. Allar tölv­urnar við­halda að lang­mestu leyti fyrri hönnun og allar fá þær „M1“ örgjörvann.

M1 örgjörvinn er byggður á ARM hönnun og er með 8 kjarna örgjörva, 7-8 kjarna skjá­stýr­ingu, 16 kjarna fyrir véla­nám og samnýtt vinnslu­minni, að því er fram kemur hjá Tækni­varp­in­u. 

Auglýsing

Enn fremur greina þátta­stjórn­endur Tækni­varps­ins frá því að Mac­book Air fái aðeins upp­færðan skjá og nýja FN-takka (Mic mute, Spotlight og Do Not Dist­ur­b). Hún sé 3,5x hrað­ari en fyrri Air tölvan og end­ist í 18 klukku­tíma í stað 12. Hún sé viftu­laus, hljóð­lát og fær betri hljóð­nema.

Mac­book Pro 13 fær betri hljóð­nema, bætta vef­mynda­vél og heldur sinni stöku viftu. Með vift­unni getur hún keyrt M1 aðeins hraðar og er hún 2,8 sinnum hrað­ari en fyrri Pro 13. tölv­an. Hleðslan end­ist í 20 tíma sem er það lengsta á far­tölvu frá Apple. 

Mac mini er eina tölvan sem verður áfram í boði með Intel örgjörva, og er einnig eina tölvan sem missir eitt­hvað. Intel tölvan býður upp á meira minni og mögu­leik­ann á 10 gíga­bita net­korti. Mac mini með M1 örgjörva býður mest upp á 16GB en er mun hrað­ari og býður upp á betri skjá­stýr­ingu.

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum
Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 7. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent