Apple „breytti heiminum“ í vikunni

Þáttastjórnendur Tæknivarpsins segja Apple hafa „breytt heiminum“ í vikunni þegar fyrirtækið kynnti nýjar Mac tölvur með ARM örgjörvum.

Tæknivarpið
Auglýsing

Apple kynnti nýjar Mac tölvur með ARM örgjörvum á sér­stökum Mac-við­burði þann 10. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Tækni­varpið fjall­aði ítar­lega um við­burð­inn í hlað­varps­þætti sem birt­ist í morgun á Kjarn­an­um. 

Fram kemur í þætt­inum að ARM örgjö­farnir þýði meira afl, minni hita, lengri raf­hlöðu­end­ingu og miklu betri skjá­stýr­ingu. Apple byrjar á ódýr­ari tölvun­um, Mac­book Air, Mac­book Pro 13 tveggja porta og Mac Mini. Tölv­urnar eru allar vænt­an­legar á þessu ári og eru strax komnar í sölu í Banda­ríkj­un­um. Allar tölv­urnar við­halda að lang­mestu leyti fyrri hönnun og allar fá þær „M1“ örgjörvann.

M1 örgjörvinn er byggður á ARM hönnun og er með 8 kjarna örgjörva, 7-8 kjarna skjá­stýr­ingu, 16 kjarna fyrir véla­nám og samnýtt vinnslu­minni, að því er fram kemur hjá Tækni­varp­in­u. 

Auglýsing

Enn fremur greina þátta­stjórn­endur Tækni­varps­ins frá því að Mac­book Air fái aðeins upp­færðan skjá og nýja FN-takka (Mic mute, Spotlight og Do Not Dist­ur­b). Hún sé 3,5x hrað­ari en fyrri Air tölvan og end­ist í 18 klukku­tíma í stað 12. Hún sé viftu­laus, hljóð­lát og fær betri hljóð­nema.

Mac­book Pro 13 fær betri hljóð­nema, bætta vef­mynda­vél og heldur sinni stöku viftu. Með vift­unni getur hún keyrt M1 aðeins hraðar og er hún 2,8 sinnum hrað­ari en fyrri Pro 13. tölv­an. Hleðslan end­ist í 20 tíma sem er það lengsta á far­tölvu frá Apple. 

Mac mini er eina tölvan sem verður áfram í boði með Intel örgjörva, og er einnig eina tölvan sem missir eitt­hvað. Intel tölvan býður upp á meira minni og mögu­leik­ann á 10 gíga­bita net­korti. Mac mini með M1 örgjörva býður mest upp á 16GB en er mun hrað­ari og býður upp á betri skjá­stýr­ingu.

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Er ekki bara best að kjósa Samherja?
Kjarninn 24. september 2021
Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Fjögur fóru með fleipur, jafnmörg sögðu hálfsannleik og tvær á réttri leið
Staðreyndavakt Kjarnans rýndi í tíu viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokka sem fram fóru á sama vettvangi. Hér má sjá niðurstöðurnar.
Kjarninn 24. september 2021
Steinar Frímannsson
Stutt og laggott – Umhverfisstefna Samfylkingar
Kjarninn 24. september 2021
Hjördís Björg Kristinsdóttir
Vanda til verka þegar aðstoð er veitt
Kjarninn 24. september 2021
Árni Finnsson
Á að banna olíuleit á hafsvæðum Íslands?
Kjarninn 24. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent