Google: „Hæ kæri notandi, við viljum fara að græða á þér“

Google mun frá og með 1. júní á næsta ári ekki lengur bjóða upp á ótakmarkað ókeypis geymslupláss fyrir ljósmyndir og myndbönd. Yfir milljarður manna notar Google Photos til þess að geyma sitt efni í skýinu og nú vill fyrirtækið láta fólk fara að borga.

Google Photos verður ekki lengur með ókeypis ótakmarkað geymslupláss fyrir ljósmyndir og myndskeið frá og með 1. júní 2021.
Google Photos verður ekki lengur með ókeypis ótakmarkað geymslupláss fyrir ljósmyndir og myndskeið frá og með 1. júní 2021.
Auglýsing

Þann 1. júní 2021 mun tækni­fyr­ir­tækið Google hætta að bjóða upp á ótak­markað ókeypis pláss fyrir ljós­myndir í háum gæðum í skýja­lausn­inni Google Photos, sem stór hluti jarð­ar­búa hefur á und­an­förnum árum byrjað að nýta til þess að geyma ljós­myndir og mynd­skeið sem ekki er lengur pláss fyrir í snjall­sím­um.

Helsta aðdrátt­ar­aflið við þessa lausn hefur einmitt verið hið ótak­mark­aða ókeypis geymslu­pláss, á meðan að mörg önnur fyr­ir­tæki hafa lengi rukkað fyrir sína skýja­þjón­ustu.

Google aug­lýst­i „ókeypis og ótak­mark­að“ af miklum krafti árum saman og yfir millj­arður not­enda um heim allan notar þessa lausn nú til þess að taka afrit af ljós­myndum og færa í staf­ræna geymslu. 28 millj­örðum mynda er hlaðið upp í Photos-­skýið í hverri viku, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Google. 

En brátt verður geymslu­plássið ekki lengur ókeyp­is. Þess í stað verður hægt að geyma 15 gíga­bæt af myndum og mynd­skeiðum og öðru efni hjá Google án end­ur­gjalds, en fyrir umfram­geymslu­pláss mun þurfa að greiða sér­stak­lega. Eig­endur Pix­el-­snjall­síma frá Google munu reyndar áfram geta geymt sínar myndir í háum gæðum ókeyp­is.

Auglýsing

Myndir og mynd­skeið sem búið verður að hlaða upp í skýið fyrir 1. júní á næsta ári munu ekki telja með í þessum 15 gíga­bæt­um, svo fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að eldri myndir fylli kvót­ann um leið. Á sama tíma mun Google kynna til leiks nýja tækni­lausn til þess að finna og flokka frá dökkar eða hreyfðar ljós­myndir og eyða þeim og spara þannig geymslu­pláss.

„Þessi ákvörðun er tekin að ígrund­uðu ráði og við gerum okkur grein fyrir að þetta er mikil breyt­ing. Þess vegna vildum við láta þig vita með góðum fyr­ir­vara og sýna þér hvað þú getur gert,“ sagði Google í til­kynn­ingu til íslensku­mæl­andi not­enda sinna í gær­kvöldi.

Þar sagði einnig að Google áætli að flestir muni ekki þurfa að grípa til aðgerða næstu árin, en fyr­ir­tækið er búið að búa til sér­sniðna áætlun sem spáir fyrir um hvenær hver og einn not­andi verði búinn að fylla þau 15 gíga­bæt af ókeypis geymslu­rými sem hann nýtir í dag. 

Í til­felli blaða­manns Kjarn­ans verður það eftir um það bil eitt ár, að mati Google.Inn í heildarplássið, gígabætin 15, mun einnig telja það sem Google er að geyma fyrir notendur sína í gegnum Gmail og Drive.En af hverju er Google að þessu? Ein­falda svarið virð­ist vera það að Google vilji fara að hafa tekjur af þeim gríð­ar­lega fjölda not­enda sem það hefur lokkað inn í for­ritið með því að bjóða upp á gjald­frjálsa þjón­ustu í sam­keppni við aðra aðila eins og App­le, sem rukkar mán­að­ar­legt gjald fyrir iClou­d-­þjón­ustu sína.

Í umfjöllun banda­ríska tækni­mið­ils­ins Verge um þessar breyt­ingar segir að það sé álit­leg ágiskun að Google vilji að fleiri ger­ist áskrif­endur að gagna­geymslu­lausn­inni Google One, sem býður upp á að fólk ger­ist mán­að­ar­legir áskrif­endur að staf­rænu geymslu­plássi.

Í dag kosta 100 gíga­bæt af plássi tæpa tvo banda­ríkja­dali á mán­uði í Google One og svo er hægt að ger­ast áskrif­andi að stærri pökkum fyrir meiri pen­ing, alla leið upp í að greiða tæpa 150 dali á mán­uði fyrir 30 tera­bæta áskrift, en 30 tera­bæti eru 30.000 gíga­bæti.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiErlent