Spá miklu atvinnuleysi út árið 2022

Samkvæmt nýrri hagspá ASÍ er búist við miklu atvinnuleysi út árið 2022, jafnvel þótt viðsnúningi verði náð í ferðaþjónustu.

Drífa Snædal, forseti ASÍ
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Auglýsing

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) spáir því að atvinnuleysi haldist yfir 6,9 prósentum út árið 2022. Þó bætir sambandið við að atvinnuleysið gæti verið meira verði viðsnúningi ekki náð í ferðaþjónustu. 

Þetta kemur fram í nýbirtri hagspá ASÍ fyrir tímabilið 2020-2022. Í henni er gert ráð fyrir tæplega átta prósenta samdrætti í landsframleiðslu í ár og 1,8 prósenta hagvexti á næsta ári. ASÍ bætir þó við að efnahagsleg viðspyrna sé háð getu yfirvalda hérlendis og erlendis til að ná böndum á útbreiðslu heimsfaraldursins, en spá sambandsins er háð þeirri forsendu að hann verði á undanhaldi á síðari hluta næsta árs. 

Sambandið spáir einnig miklum samdrætti í útflutningi vöru og þjónustu í ár, eða um 28 prósetnum. Ekki er gert ráð fyrir að útflutningurinn nái sömu hæðum og árið 2019 á næstu tveimur árum, en búist er við 9,2 prósenta aukningu á næsta ári og 11,4 prósenta aukningu árið 2022. 

Auglýsing

Á sama tíma er einnig búist við að innflutningur muni ekki ná sama striki á næstu árum, þar sem gert er ráð fyrir að hann verði 23 prósentum minni í ár, en níu prósenta aukningu er að vænta á næsta ári, auk ellefu prósenta aukningar á árinu 2022. Vöxturinn á næstu árum byggir á því að farið verði að rofa til í millilandaferðalögum á síðari hluta næsta árs.

Búist er við erfiðum árum framundan á vinnumarkaði. Í spá ASÍ kemur fram að viðkvæmar aðstæður hafi þegar verið til staðar áður en kórónuveiran fór að breiðast um heiminn, þar sem atvinnuleysi hafði byrjað að aukast í byrjun árs. Í septembermánuði síðastliðnum voru svo alls 18 þúsund manns atvinnulausir, en rúmlega þrjú þúsund þeirra höfðu verið án atvinnu í meira en eitt ár. 

ASÍ gerir ráð fyrir um 7,8 prósenta atvinnuleysi á þessu ári og býst við að það nái hámarki á því næsta í 8,6 prósentum. Draga mun svo úr því á árinu 2022, að því gefnu að viðsnúningi verði náð í ferðaþjónustu, en búist er við að það verði enn mikið, eða um 6,9 prósent.   

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent