Úttekt FAO mun skiptast í fjóra áfanga og Ísland greiðir fyrir þann fyrsta

Ekki er enn búið að skrifa formlega undir samning við Alþjóðamatvælastofnunina FAO um úttekt sem íslensk stjórnvöld eiga frumkvæði að og varðar viðskiptahætti útgerða. Vinnunni var hrundið af stað eftir að Samherjamálið kom upp fyrir ári síðan.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Auglýsing

Ekki er enn búið að undirrita samning við Alþjóðamatvælastofnunina (FAO) um þá úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem íslensk stjórnvöld boðuðu að þau myndu hafa frumkvæði að í nóvember í fyrra, en vonir standa til að samningur verði undirritaður um miðjan nóvember. 


Nú er eitt ár liðið frá því að málið sem varð til þess að ríkisstjórnin ákváð að kosta þessa úttekt kom upp á yfirborðið, með umfjöllunum Kveiks og Stundarinnar um starfsemi Samherja í Namibíu.


Skömmu eftir að málið setti íslenskt samfélag hálfpartinn á hliðina sett­ist rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttir niður og kom sér saman um aðgerða­lista til þess að auka traust á íslensku atvinnu­líf­i.  Ein af þessum sjö aðgerðum var umrædd úttekt FAO. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra átti að hafa frumkvæði að því að alþjóðastofnunin myndi vinna úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir, þar á meðal í þróunarlöndum. 

Auglýsing

Á grund­velli úttekt­ar­innar átti FAO svo að vinna „til­lögur til úrbóta í sam­vinnu við aðrar alþjóð­legar stofn­anir sem vinna að heil­brigðum við­skipta­hátt­um, gegn spill­ingu, mútum og pen­inga­þvætt­i,“ sam­kvæmt því sem sagði í aðgerða­lista rík­is­stjórn­ar­inn­ar.


Kjarninn spurði atvinnuvegaráðuneytið út í stöðu málsins fyrir rúmum mánuði síðan og fékk þá þau svör að búið væri að móta verkefnið og ná samkomulagi við FAO um grundvallaratriði úttektarinnar og kostun Íslands á henni. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar hefur einnig spurst fyrir um málið og í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn hennar, sem birt hefur verið á vef Alþingis, er farið yfir stöðu málsins í meiri smáatriðum.


Fjögurra áfanga verkefni og Ísland mun a.m.k. kosta þann fyrsta


Samkvæmt svari ráðherra mun verkefnið skiptast í fjóra áfanga. Ísland hefur ákveðið að fjármagna framkvæmd að minnsta kosti fyrsta áfangans, en annar áfangi úttektarinnar verður útfærður nánar þegar þeim fyrsta er lokið og svo koll af kolli.


Fyrsti áfanginn af þessum fjórum felst í kortlagningu á þeim fiskveiðisamningum sem um er að ræða. Ráðherra tekur sérstaklega fram í svari sínu að þetta verði ekki „upptalning á slíkum samningum heldur greining á því hvernig slíkir samningar eru,“ og á það við að farið verði yfir  „hvað þeir eigi sameiginlegt og hvað sé ólíkt meðal þeirra, með svæðisbundinni áherslu sem taki tillit til mismunandi aðstæðna og skoði hver séu helstu efnisatriði slíkra samninga.“


Frá mótmælum á Austurvelli í nóvember 2019. Mynd: Bára Huld Beck


„FAO telur að ekki sé til úttekt á þessu og því sé það mikilvæg forsenda fyrir frekara starfi í þessu sambandi að skýra viðfangsefnið frekar með því að skoða mismunandi gerðir og eðli samninga og mismunandi stöðu milli hinna ýmsu svæða heimsins hvað það varðar. Úttekt samkvæmt fyrsta áfanga ætti því að vera til mikilla bóta, ekki bara vegna næstu áfanga í þessu samstarfsverkefni Íslands og FAO heldur ætti það að nýtast öðrum sem vinna að málum tengdum samskiptum þróunarríkja við erlendar útgerðir,“ segir í svari ráðherra.


Þar kemur einnig fram að vegna COVID-19 faraldursins hafi vinna við frágang formsatriða um úttektina tafist og að ráðuneytið hafi reynt að sýna því skilning, en jafnframt eftir fremsta megni reynt að þrýsta á hraða afgreiðslu málsins.


Talið að FAO hefði bestu sérfræðiþekkinguna


Hanna Katrín spurði ráðherra af hverju ákvörðun hefði verið tekin um að leita til FAO um gerð úttektarinnar frekar en UNODC, fíkniefna- og glæpaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, sem hefur á undanförnum árum barist gegn spillingu innan fiskveiðigeirans á heimsvísu.


Í svari ráðherra segir að FAO sé „vissulega ekki eina alþjóðastofnunin sem sinnir starfi tengdu þessum málefnum,“ en að varðandi þetta verkefni hefði niðurstaðan orðið sú að FAO væri sú stofnun sem hefði bestu sérfræðiþekkingun og jafnframt væri stefnt að því að nýta niðurstöður FAO í vinnu á vettvangi annarra alþjóðastofnana. 


Ráðherra vísar til yfirlýsinga ríkisstjórnarinnar frá 19. nóvember í fyrra þar sem segir að FAO sé stærsta alþjóðlega stofnunin sem sinni reglubundnu starfi hvað varðar aðgerðir til að bæta stjórn fiskveiða og þróun sjávarútvegs á heimsvísu. Á vettvangi stofnunarinnar hafi verið gerðir alþjóðasamningar m.a. til að takast á við ólöglegar veiðar og bæta stjórn og upplýsingagjöf með fiskveiðum. Verkefnið falli því vel að hlutverki stofnunarinnar.


Ísland gerðist aðili að yfirlýsingu um skipulagða glæpastarfsemi í fiskiðnaði í nóvember í fyrra


Hanna Katrín spurði ráðherra einnig út í svokallaða „Kaupmannahafnaryfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 2018 um skipulagða alþjóðlega glæpastarfsemi í fiskiðnaði“. Þingmaðurinn spurði hvort Ísland hefði verið aðili að henni frá upphafi og ef ekki, þá hvers vegna. Einnig spurði Hanna Katrín hvort Ísland hefði síðar gerst aðili að yfirlýsingunni og þá hvenær og hvers vegna.


Í svari ráðherra er tekið fram að hvorki allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna né undirstofnanir þess hafi gefið út sérstaka yfirlýsingu um hvernig verjast skuli alþjóðlegri glæpastarfsemi í fiskiðnaði. Kaupmannahafnaryfirlýsingin svokallaða sé óbindandi yfirlýsing ráðherra. En þar segir einnig að Ísland hafi ekki verið aðili að henni frá upphafi, heldur gerst aðili 27. nóvember 2019.


„Þar sem ráðherra var ekki á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn undirritaði hann ekki yfirlýsinguna,“ segir í svari ráðherra. Níu ráðherrar tóku þátt í undirritun þessarar yfirlýsingar í upphafi og er tekið fram í svarinu að ráðherrar frá Kyrrahafseyjum hafi komið til Íslands í framhaldinu af fundinum í Kaupmannahöfn, tekið þátt í ráðstefnunni Arctic Circle og snætt kvöldverð með ráðherra.


„Yfirlýsingin er mjög áþekk samstarfsyfirlýsingu norrænu sjávarútvegsráðherranna frá 2017. Hún byggist, m.a. hvað fiskveiðar snertir, á sömu hugsun og finna má í samningi FAO um hafnríkisaðgerðir, sem Ísland hefur með ýmsum hætti stutt, þar sem horft er til þess að við fiskveiðistjórnun verði upprættur efnahagslegur ábati af ólögmætum fiskveiðum. Í framhaldi af ráðstefnunni hafa nokkur ríki lýst yfir stuðningi við yfirlýsinguna. Meðal þeirra er Ísland sem lýsti formlega yfir stuðningi við hana og gerðist því aðili að henni með ráðherrabréfi til vörsluaðila, dags. 27. nóvember 2019,“ segir í svari ráðherra.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent