Úttekt FAO mun skiptast í fjóra áfanga og Ísland greiðir fyrir þann fyrsta

Ekki er enn búið að skrifa formlega undir samning við Alþjóðamatvælastofnunina FAO um úttekt sem íslensk stjórnvöld eiga frumkvæði að og varðar viðskiptahætti útgerða. Vinnunni var hrundið af stað eftir að Samherjamálið kom upp fyrir ári síðan.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Auglýsing

Ekki er enn búið að und­ir­rita samn­ing við Alþjóða­mat­væla­stofn­un­ina (FAO) um þá úttekt á við­skipta­háttum útgerða sem íslensk stjórn­völd boð­uðu að þau myndu hafa frum­kvæði að í nóv­em­ber í fyrra, en vonir standa til að samn­ingur verði und­ir­rit­aður um miðjan nóv­em­ber. Nú er eitt ár liðið frá því að málið sem varð til þess að rík­is­stjórnin ákváð að kosta þessa úttekt kom upp á yfir­borð­ið, með umfjöll­unum Kveiks og Stund­ar­innar um starf­semi Sam­herja í Namib­íu.Skömmu eftir að málið setti íslenskt sam­fé­lag hálf­part­inn á hlið­ina sett­ist rík­­is­­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttir niður og kom sér saman um aðgerða­lista til þess að auka traust á íslensku atvinn­u­líf­i.  Ein af þessum sjö aðgerðum var umrædd úttekt FAO. Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra átti að hafa frum­kvæði að því að alþjóða­stofn­unin myndi vinna úttekt á við­skipta­háttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í við­skiptum með afla­heim­ild­ir, þar á meðal í þró­un­ar­lönd­um. 

Auglýsing


Á grund­velli úttekt­­ar­innar átti FAO svo að vinna „til­lögur til úrbóta í sam­vinnu við aðrar alþjóð­­legar stofn­­anir sem vinna að heil­brigðum við­­skipta­hátt­um, gegn spill­ingu, mútum og pen­inga­þvætt­i,“ sam­­kvæmt því sem sagði í aðgerða­lista rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar.Kjarn­inn spurði atvinnu­vega­ráðu­neytið út í stöðu máls­ins fyrir rúmum mán­uði síðan og fékk þá þau svör að búið væri að móta verk­efnið og ná sam­komu­lagi við FAO um grund­vall­ar­at­riði úttekt­ar­innar og kostun Íslands á henni. Hanna Katrín Frið­riks­son þing­maður Við­reisnar hefur einnig spurst fyrir um málið og í svari sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra við fyr­ir­spurn henn­ar, sem birt hefur verið á vef Alþing­is, er farið yfir stöðu máls­ins í meiri smá­at­rið­um.Fjög­urra áfanga verk­efni og Ísland mun a.m.k. kosta þann fyrstaSam­kvæmt svari ráð­herra mun verk­efnið skipt­ast í fjóra áfanga. Ísland hefur ákveðið að fjár­magna fram­kvæmd að minnsta kosti fyrsta áfang­ans, en annar áfangi úttekt­ar­innar verður útfærður nánar þegar þeim fyrsta er lokið og svo koll af kolli.Fyrsti áfang­inn af þessum fjórum felst í kort­lagn­ingu á þeim fisk­veiði­samn­ingum sem um er að ræða. Ráð­herra tekur sér­stak­lega fram í svari sínu að þetta verði ekki „upp­taln­ing á slíkum samn­ingum heldur grein­ing á því hvernig slíkir samn­ingar eru,“ og á það við að farið verði yfir  „hvað þeir eigi sam­eig­in­legt og hvað sé ólíkt meðal þeirra, með svæð­is­bund­inni áherslu sem taki til­lit til mis­mun­andi aðstæðna og skoði hver séu helstu efn­is­at­riði slíkra samn­inga.“Frá mótmælum á Austurvelli í nóvember 2019. Mynd: Bára Huld Beck„FAO telur að ekki sé til úttekt á þessu og því sé það mik­il­væg for­senda fyrir frekara starfi í þessu sam­bandi að skýra við­fangs­efnið frekar með því að skoða mis­mun­andi gerðir og eðli samn­inga og mis­mun­andi stöðu milli hinna ýmsu svæða heims­ins hvað það varð­ar. Úttekt sam­kvæmt fyrsta áfanga ætti því að vera til mik­illa bóta, ekki bara vegna næstu áfanga í þessu sam­starfs­verk­efni Íslands og FAO heldur ætti það að nýt­ast öðrum sem vinna að málum tengdum sam­skiptum þró­un­ar­ríkja við erlendar útgerð­ir,“ ­segir í svari ráð­herra.Þar kemur einnig fram að vegna COVID-19 far­ald­urs­ins hafi vinna við frá­gang forms­at­riða um úttekt­ina taf­ist og að ráðu­neytið hafi reynt að sýna því skiln­ing, en jafn­framt eftir fremsta megni reynt að þrýsta á hraða afgreiðslu máls­ins.Talið að FAO hefði bestu sér­fræði­þekk­ing­unaHanna Katrín spurði ráð­herra af hverju ákvörðun hefði verið tekin um að leita til FAO um gerð úttekt­ar­innar frekar en UNODC, fíkni­efna- og glæpa­skrif­stofu Sam­ein­uðu þjóð­anna, sem hefur á und­an­förnum árum barist gegn spill­ingu innan fisk­veiði­geirans á heims­vísu.Í svari ráð­herra segir að FAO sé „vissu­lega ekki eina alþjóða­stofn­unin sem sinnir starfi tengdu þessum mál­efn­um,“ en að varð­andi þetta verk­efni hefði nið­ur­staðan orðið sú að FAO væri sú stofnun sem hefði bestu sér­fræði­þekk­ingun og jafn­framt væri stefnt að því að nýta nið­ur­stöður FAO í vinnu á vett­vangi ann­arra alþjóða­stofn­ana. Ráð­herra vísar til yfir­lýs­inga rík­is­stjórn­ar­innar frá 19. nóv­em­ber í fyrra þar sem segir að FAO sé stærsta alþjóð­lega stofn­unin sem sinni reglu­bundnu starfi hvað varðar aðgerðir til að bæta stjórn fisk­veiða og þróun sjáv­ar­út­vegs á heims­vísu. Á vett­vangi stofn­un­ar­innar hafi verið gerðir alþjóða­samn­ingar m.a. til að takast á við ólög­legar veiðar og bæta stjórn og upp­lýs­inga­gjöf með fisk­veið­um. Verk­efnið falli því vel að hlut­verki stofn­un­ar­inn­ar.Ísland gerð­ist aðili að yfir­lýs­ingu um skipu­lagða glæp­a­starf­semi í fisk­iðn­aði í nóv­em­ber í fyrraHanna Katrín spurði ráð­herra einnig út í svo­kall­aða „Kaup­manna­hafn­ar­yf­ir­lýs­ingu Sam­ein­uðu þjóð­anna frá 2018 um skipu­lagða alþjóð­lega glæp­a­starf­semi í fisk­iðn­að­i“. Þing­mað­ur­inn spurði hvort Ísland hefði verið aðili að henni frá upp­hafi og ef ekki, þá hvers vegna. Einnig spurði Hanna Katrín hvort Ísland hefði síðar gerst aðili að yfir­lýs­ing­unni og þá hvenær og hvers vegna.Í svari ráð­herra er tekið fram að hvorki alls­herj­ar­þing Sam­ein­uðu þjóð­anna né und­ir­stofn­anir þess hafi gefið út sér­staka yfir­lýs­ingu um hvernig verj­ast skuli alþjóð­legri glæp­a­starf­semi í fisk­iðn­aði. Kaup­manna­hafn­ar­yf­ir­lýs­ingin svo­kall­aða sé óbind­andi yfir­lýs­ing ráð­herra. En þar segir einnig að Ísland hafi ekki verið aðili að henni frá upp­hafi, heldur gerst aðili 27. nóv­em­ber 2019.„Þar sem ráð­herra var ekki á ráð­stefn­unni í Kaup­manna­höfn und­ir­rit­aði hann ekki yfir­lýs­ing­una,“ segir í svari ráð­herra. Níu ráð­herrar tóku þátt í und­ir­ritun þess­arar yfir­lýs­ingar í upp­hafi og er tekið fram í svar­inu að ráð­herrar frá Kyrra­hafs­eyjum hafi komið til Íslands í fram­hald­inu af fund­inum í Kaup­manna­höfn, tekið þátt í ráð­stefn­unni Arctic Circle og snætt kvöld­verð með ráð­herra.„Yf­ir­lýs­ingin er mjög áþekk sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu nor­rænu sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­anna frá 2017. Hún bygg­ist, m.a. hvað fisk­veiðar snert­ir, á sömu hugsun og finna má í samn­ingi FAO um hafn­rík­is­að­gerð­ir, sem Ísland hefur með ýmsum hætti stutt, þar sem horft er til þess að við fisk­veiði­stjórnun verði upp­rættur efna­hags­legur ábati af ólög­mætum fisk­veið­um. Í fram­haldi af ráð­stefn­unni hafa nokkur ríki lýst yfir stuðn­ingi við yfir­lýs­ing­una. Meðal þeirra er Ísland sem lýsti form­lega yfir stuðn­ingi við hana og gerð­ist því aðili að henni með ráð­herra­bréfi til vörslu­að­ila, dags. 27. nóv­em­ber 2019,“ segir í svari ráð­herra.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent