Tökur enn í gangi þrátt fyrir sóttvarnareglur

Íslensk framleiðslufyrirtæki hafa náð að halda áfram starfsemi sinni, þrátt fyrir fjöldatakmörk og tveggja metra fjarlægð. Framleiðsludeild RÚV fékk undanþágu frá heilbrigðisráðuneytinu og mega þar 20 manns starfa í hverju rými.

Ófærð
Auglýsing

Nokkur kvik­mynda- og sjón­varps­fram­leiðslu­fyr­ir­tæki hafa ákveðið að stöðva starf­semi sína í ljósi núgild­andi sótt­varna­reglna, sem inni­halda tíu manna fjölda­tak­mörk og tveggja metra fjar­lægð­ar­reglu. Önnur hafa hins vegar náð að halda áfram starf­semi sinni með auknum sótt­varna­ráð­stöf­un­um, meðal ann­ars með skipt­ingu mynd­vera í sótt­varna­hólf. Fram­leiðslu­deild RÚV hefur svo fengið und­an­þágu frá tíu manna regl­unni, en sam­kvæmt heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu var hún veitt svo að Rík­is­út­varpið gæti sinnt sínu lög­bundna hlut­verki.

Hlé hjá Sagafilm

Anna Vig­dís Gísla­dótt­ir, fram­leið­andi hjá Sagafilm, segir fyr­ir­tækið hafa gert hlé á þeim kvik­mynda­tökum sem ekki rúm­ast innan tíu manna regl­unn­ar. „Sagafilm hefur átt í mjög góðu sam­starfi við sótt­varna­lækni og ráðu­neytið um reglur sem unnið hefur verið eftir við kvik­mynda­tökur frá því í vor. Við könn­uðum með und­an­þágur þegar þessar nýju reglur tóku gildi en fengum skýr svör að þær yrðu ekki veitt­ar. Við virðum það að sjálf­sögð­u,“ sagði Anna Vig­dís.

Tökur á Ófærð í gangi

Fram­leiðslu­fyr­ir­tækið RVK Studios hefur hins vegar náð að halda áfram tökum á sjón­varps­þátta­röð­inni Ófærð, þrátt fyrir þessar tak­mark­an­ir. Baltasar Kor­mák­ur, leik­stjóri þátt­anna, segir gott sam­starf hafa verið með sótt­varna­yf­ir­völdum á síð­ustu mán­uðum og vísar meðal ann­ars til góðra umsagna lög­regl­unnar á Aust­ur­landi á vinnu­háttum fyr­ir­tæk­is­ins í síð­asta mán­uð­i. 

Auglýsing

Baltasar bætir við að fyr­ir­tækið vinni með streym­is­ris­anum Net­fl­ix, sem geri miklar kröfur til þess að sótt­varnir séu í lagi, auk þess sem starfs­fólk hans sé hita­mælt dag­lega. Einnig segir hann að hægt hafi verið að halda áfram með upp­tökur í mynd­veri með því að skipta því í mörg sótt­varna­hólf. 

RÚV með und­an­þágu

Frétta­stofa og fram­leiðslu­deild RÚV hefur hins vegar fengið und­an­þágu frá núgild­andi sótt­varna­lög­um. Þar mega nú vera allt að 20 manns í hverju rými. Í tölvu­pósti sem starfs­mönnum RÚV barst vegna und­an­þág­unnar kemur fram að fram­leiðslu­deildin sé hluti af því almanna­við­bragði sem er í gangi í ljósi sam­komu­tak­markanna, þar sem „and­lega hlið land­ans“ sé mik­il­vægt hags­muna­mál. 

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir heil­brigð­is­ráðu­neytið hins vegar að ákveðið hafi verið að veita und­an­þág­una í ljósi þess lög­bundna örygg­is­hlut­verks sem RÚV gegnir í miðlun upp­lýs­inga. Stefán Eiríks­son útvarps­stjóri segir í sam­tali við Kjarn­ann að und­an­þág­unni sé aðal­lega beitt í frétta­stofu RÚV, en örfá til­vik geti einnig komið fram þar sem óhjá­kvæmi­legt er að fjölga starfs­mönnum í sama rými. Þá bætir hann við að hann telji að fram­leiðslu­deildin hafi ekki enn þurft að nýta þessa heim­ild. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent