Segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum í almannaeigu

Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, segir Sam­tök iðn­að­ar­ins og Samál standa í áróð­urs­her­ferð gegn orku­fyr­ir­tækjum í almanna­eigu sam­hliða því að eitt aðild­ar­fyr­ir­tæki þeirra, Río Tinto sem rekur álverið í Straums­vík, reynir að lækka það verð sem það greiðir fyrir raf­orku. 

Í grein sem hann skrifar í Morg­un­blaðið í dag segir Hörður að hluti af þess­ari áróð­urs­her­ferð snú­ist um and­stöðu gegn kerfi um upp­runa­á­byrgðir raf­orku, sem mikið hefur verið fjallað um í fréttum und­an­far­ið, sem Sam­tök iðn­að­ar­ins hafa farið fram á að sala upp­runa­á­byrgð­anna, sem skil­uðu Lands­virkjun um einum millj­arði króna í tekjur í fyrra, verði hætt.

Öll heim­ili og lang­flest íslensk fyr­ir­tæki fá upp­runa­á­byrgð inni­falda í sínum raf­orku­kaup­um. Þau fyr­ir­tæki sem ekki fá upp­runa­á­byrgðir inni­faldar í sínum raf­orku­kaupum eru stórnot­endur á borð við álver. Þeim hefur staðið til boða að semja um kaup á upp­runa­á­byrgð­unum en hafa valið að gera það ekki. 

Auglýsing
Í grein Harðar kemur fram að Innan Sam­taka iðn­að­ar­ins séu 1.400 fyr­ir­tæki og aðild­ar­fé­lög og að yfir 99 pró­sent þeirra fái í dag upp­runa­vott­aða end­ur­nýj­an­lega orku frá sínum raf­orku­sala. 

Hann spyr hvort það sé með sam­þykki meiri­hluta aðild­ar­fyr­ir­tækja sam­tak­anna að þau beiti sér fyrir því að íslenska þjóðin gefi 20-30 millj­arða, sem er áætl­aður hagn­aður af sölu upp­runa­á­byrgða á næstu tíu árum,til nokk­urra alþjóð­legra stór­fyr­ir­tækja?

Spyr Sam­tök iðn­að­ar­ins fimm spurn­inga

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, sagði í fréttum Stöðvar 2 nýverið að með söl­unni sé verið að grafa undan sam­keppn­is­for­skoti Íslands þar sem í dag þurfi öll fyr­ir­tæki á Íslandi sem noti mikla raf­orku að kaupa sér upp­runa­vott­orð vilji þau til­taka að afurðir þeirra séu fram­leiddar með grænni orku.Sigurður Hannesson er framvkæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. MYND: Bára Huld Beck. 

Hörður segir í grein sinni að mál­flutn­ingur sam­tak­anna í þessu máli ein­kenn­ist af ítrek­uðum rang­færslum og setur í kjöl­farið fram fimm spurn­ingar sem hann vill að sam­tökin svari. 

Í þeim spyr Hörður hvort að Sam­tök iðn­að­ar­ins geti nefnt dæmi um kola­orku- eða kjarn­orku­ver í Evr­ópu sem hafa getað nýtt sér íslenskar upp­runa­á­byrgðir til þessa að bæta ímynd sína, hvort að Sam­tök iðn­að­ar­ins geti bent á ein­hvern skaða sem orðið hafi á ímynd Íslands vegna sölu upp­runa­á­byrgða, hvort þau geti svarað því hvernig við­skipti með upp­runa­á­byrgðir geti haft áhrif á kolefn­is­hlut­leysi Íslands, hvort sam­tökin telji að alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki eigi að borga það sama fyrir græna þátt raf­orkunnar á Íslandi og þau greiða í öðrum löndum og hvort að það sé með sam­þykki meiri­hluta aðild­ar­fyr­ir­tækj­anna að sam­tökin beiti sér fyrir því að íslenska þjóðin gefi nokkrum alþjóð­legum stór­iðju­fyr­ir­tækjum 20-30 millj­arða á næstu tíu árum?

Hörður segir að öll raf­orka sem sé fram­leidd á Íslandi sé end­ur­nýj­an­leg og upp­runa­á­byrgðir breyti þar engu um. „Ís­land er og verður „land end­ur­nýj­an­legrar orku,“ óháð þátt­töku í kerf­inu og allir geta stoltir selt fisk og vörur frá landi end­ur­nýj­an­legrar orku. Þegar Ísland verður kolefn­is­hlut­laust í fram­tíð­inni bæt­ist sú stað­reynd við þá jákvæðu ímynd lands­ins.“

Frá því að Íslend­ingar byrj­uðu að nýta raf­orku fyrir orku­frekan iðnað hafi vonir staðið til að end­ur­nýj­an­lega orkan sem hér er fram­leidd hefði sér­stök verð­mæti sem ein­hver væri til­bú­inn að greiða sér­stak­lega fyr­ir. „Það hefur nú loks raun­gerst. Verð­mætin eru mik­il, þó óvissu sé háð hversu mik­il. Áætl­anir benda til að þau gætu á næstu tíu árum numið 20-30 millj­örð­um. Vegna auk­innar vit­undar um mik­il­vægi lofts­lags­mála um allan heim gæti þessi upp­hæð orðið mun hærri.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent