Segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum í almannaeigu

Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, segir Sam­tök iðn­að­ar­ins og Samál standa í áróð­urs­her­ferð gegn orku­fyr­ir­tækjum í almanna­eigu sam­hliða því að eitt aðild­ar­fyr­ir­tæki þeirra, Río Tinto sem rekur álverið í Straums­vík, reynir að lækka það verð sem það greiðir fyrir raf­orku. 

Í grein sem hann skrifar í Morg­un­blaðið í dag segir Hörður að hluti af þess­ari áróð­urs­her­ferð snú­ist um and­stöðu gegn kerfi um upp­runa­á­byrgðir raf­orku, sem mikið hefur verið fjallað um í fréttum und­an­far­ið, sem Sam­tök iðn­að­ar­ins hafa farið fram á að sala upp­runa­á­byrgð­anna, sem skil­uðu Lands­virkjun um einum millj­arði króna í tekjur í fyrra, verði hætt.

Öll heim­ili og lang­flest íslensk fyr­ir­tæki fá upp­runa­á­byrgð inni­falda í sínum raf­orku­kaup­um. Þau fyr­ir­tæki sem ekki fá upp­runa­á­byrgðir inni­faldar í sínum raf­orku­kaupum eru stórnot­endur á borð við álver. Þeim hefur staðið til boða að semja um kaup á upp­runa­á­byrgð­unum en hafa valið að gera það ekki. 

Auglýsing
Í grein Harðar kemur fram að Innan Sam­taka iðn­að­ar­ins séu 1.400 fyr­ir­tæki og aðild­ar­fé­lög og að yfir 99 pró­sent þeirra fái í dag upp­runa­vott­aða end­ur­nýj­an­lega orku frá sínum raf­orku­sala. 

Hann spyr hvort það sé með sam­þykki meiri­hluta aðild­ar­fyr­ir­tækja sam­tak­anna að þau beiti sér fyrir því að íslenska þjóðin gefi 20-30 millj­arða, sem er áætl­aður hagn­aður af sölu upp­runa­á­byrgða á næstu tíu árum,til nokk­urra alþjóð­legra stór­fyr­ir­tækja?

Spyr Sam­tök iðn­að­ar­ins fimm spurn­inga

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, sagði í fréttum Stöðvar 2 nýverið að með söl­unni sé verið að grafa undan sam­keppn­is­for­skoti Íslands þar sem í dag þurfi öll fyr­ir­tæki á Íslandi sem noti mikla raf­orku að kaupa sér upp­runa­vott­orð vilji þau til­taka að afurðir þeirra séu fram­leiddar með grænni orku.Sigurður Hannesson er framvkæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. MYND: Bára Huld Beck. 

Hörður segir í grein sinni að mál­flutn­ingur sam­tak­anna í þessu máli ein­kenn­ist af ítrek­uðum rang­færslum og setur í kjöl­farið fram fimm spurn­ingar sem hann vill að sam­tökin svari. 

Í þeim spyr Hörður hvort að Sam­tök iðn­að­ar­ins geti nefnt dæmi um kola­orku- eða kjarn­orku­ver í Evr­ópu sem hafa getað nýtt sér íslenskar upp­runa­á­byrgðir til þessa að bæta ímynd sína, hvort að Sam­tök iðn­að­ar­ins geti bent á ein­hvern skaða sem orðið hafi á ímynd Íslands vegna sölu upp­runa­á­byrgða, hvort þau geti svarað því hvernig við­skipti með upp­runa­á­byrgðir geti haft áhrif á kolefn­is­hlut­leysi Íslands, hvort sam­tökin telji að alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki eigi að borga það sama fyrir græna þátt raf­orkunnar á Íslandi og þau greiða í öðrum löndum og hvort að það sé með sam­þykki meiri­hluta aðild­ar­fyr­ir­tækj­anna að sam­tökin beiti sér fyrir því að íslenska þjóðin gefi nokkrum alþjóð­legum stór­iðju­fyr­ir­tækjum 20-30 millj­arða á næstu tíu árum?

Hörður segir að öll raf­orka sem sé fram­leidd á Íslandi sé end­ur­nýj­an­leg og upp­runa­á­byrgðir breyti þar engu um. „Ís­land er og verður „land end­ur­nýj­an­legrar orku,“ óháð þátt­töku í kerf­inu og allir geta stoltir selt fisk og vörur frá landi end­ur­nýj­an­legrar orku. Þegar Ísland verður kolefn­is­hlut­laust í fram­tíð­inni bæt­ist sú stað­reynd við þá jákvæðu ímynd lands­ins.“

Frá því að Íslend­ingar byrj­uðu að nýta raf­orku fyrir orku­frekan iðnað hafi vonir staðið til að end­ur­nýj­an­lega orkan sem hér er fram­leidd hefði sér­stök verð­mæti sem ein­hver væri til­bú­inn að greiða sér­stak­lega fyr­ir. „Það hefur nú loks raun­gerst. Verð­mætin eru mik­il, þó óvissu sé háð hversu mik­il. Áætl­anir benda til að þau gætu á næstu tíu árum numið 20-30 millj­örð­um. Vegna auk­innar vit­undar um mik­il­vægi lofts­lags­mála um allan heim gæti þessi upp­hæð orðið mun hærri.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent