Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.

Kórónaveiran
Auglýsing

Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin WHO kvatti þjóðir heims, til að efla við­búnað sinn vegna kór­óna­veirunn­ar. 

Þá telur stofn­unin að meira þurfi til þess að hefta útbreiðslu veirunn­ar, sem nú hefur greinst í 26 lönd­um, hjá 1.152 ein­stak­ling­um, utan Kína. 

Við­bún­aður hefur nú verið auk­inn í Banda­ríkj­un­um, meðal ann­ars á alþjóða­flug­völl­um.

Auglýsing

Í Kína hefur veiran dreifst hratt að und­an­förnu, en tæp­lega 77 þús­und til­felli hafa nú verið stað­fest í Kína, og þar af hafa 2.239 látið lífð, að því er fram kemur á vef breska rík­is­út­varps­ins BBC

Veiran og aðgerðir sem kín­versk stjórn­völd hafa gripið til, hafa haft gríð­ar­lega áhrif í Kína, sé litið til efna­hags­mála. 

T.d. hefur bíla­sala fallið um 92 pró­sent, að því er fram kemur á vef New York Times, og þá hefur flug­um­ferð snar­minnk­að, og mest í nágrenni Wuhan – þar sem veiran greind­ist fyrst - eða um 80 pró­sent. 

Talið er að áhrifin eigi eftir að verða enn meiri, meðal ann­ars á smá­sölu­mark­aði, en víð­tækar aðgerðir stjórn­valda – meðal ann­ars með útgöngu­bönnum og tak­mörk­unum á vöru­flutn­inga – hafa haft víða lam­andi áhrif á atvinnu­veg­i. 

Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin segir að nýlega greind til­felli í Íran, séu alvar­leg og ótt­ast er að veiran geti breiðst þar hratt út. Það sama á við um svæði í grennd, þar sem inn­viðir í heil­brigð­is­þjón­ustu eru veik­ir. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent