Átök á raforkumarkaði stóriðju

Sérfræðingur í orkumálum segir ólíklegt að álver Rio Tinto í Straumsvik loki. Hagkvæmni íslenska vatnsaflsins og jarðvarmans sé einfaldlega með þeim hætti að líklegast sé að öll álverin þrjú muni starfa hér áfram lengi enn.

Auglýsing

Fyrir nokkrum mán­uðum til­kynnti stór­fyr­ir­tækið Rio Tin­to, eig­andi álvers­ins í Straums­vík, að fyrir mitt ár (2020) yrði tekin ákvörðun um fram­tíð álvers­ins. Það gekk að vísu ekki eft­ir, en nú segir tals­maður álvers­ins að Rio Tinto ætli að taka sér mánuð til við­bótar til að kom­ast að nið­ur­stöðu í mál­inu. Þar sem lokun álvers­ins er einn af mögu­leik­un­um. 

Þarna er sem sagt lagður áfram­hald­andi þrýst­ingur á Lands­virkjun að lækka raf­orku­verðið til álvers­ins. Það vill reyndar svo til að Rio Tinto náði tíma­bundið fram kröfu sinni með tíma­bund­inni ein­hliða yfir­lýs­ingu og ákvörðun Lands­virkj­unar um verð­lækkun nú í vor. Það sem málið snýst um núna er hvort Lands­virkjun hætti að veita afslátt­inn þegar vetur gengur í garð. Og ber­sýni­legt að Rio Tinto von­ast til þess að ná ein­hverju sam­komu­lagi við Lands­virkjun áður en júlí er á enda; sam­komu­lagi um að verð­lækk­unin fram­leng­ist þar til álverð hafi náð að hækka umtals­vert.

Það er stað­reynd að álver víða um heim eru í vand­ræðum vegna offram­boðs af áli og lágs álverðs. Yfir­lýs­ingar Rio Tinto um mögu­lega lokun álvers­ins í Straums­vík eru samt nokkuð sér­kenni­legar í ljósi þess að ekki er langt síðan álverið samdi við Lands­virkjun um raf­orku­kaup allt til árs­ins 2036. Hafa ber í huga að álverð í dag er lítið lægra en var þegar sá samn­ingur var gerð­ur. Það er líka athygl­is­vert að stutt er síðan að álverið var af sér­fróðum sagt vera áhuga­verð fjár­fest­ing, m.a. vegna nokkuð hag­stæðs raf­orku­samn­ings. 

Auglýsing
Mesta áhyggju­efni Rio Tinto nú er eflaust það að að offram­leiðsla áls í Kína virð­ist við­var­andi og jafn­vel að aukast. Því kunna horfur á álmörk­uðum næstu árin að vera lítt spenn­andi og kannski ekki skrítið að fram­kvæmda­stjórn Rio Tinto vilji ganga fast að Lands­virkj­un. Þarna eru sjálf­sagt góðar bón­us­greiðslur í boði ef það næst að lækka raf­orku­verð­ið.

Það er nýtt fyrir íslensk orku­fyr­ir­tæki að stór­iðjan fari fram á breyt­ingar á gild­andi raf­orku­samn­ingi með yfir­vof­andi hótun um lokun starf­sem­inn­ar. Þetta er engu að síður í takti við það sem hefur lengi mátt sjá víða erlendis og kannski lítið við því að segja. Þessir stóru álf­ram­leið­endur eru fyr­ir­tæki skráð á hluta­bréfa­markað og stjórn­end­urnir þurfa að standa sig í stykk­inu. Í þessu sam­bandi er vert er að hafa í huga að senn renna út nokkrir raf­orku­samn­ingar ann­ars álfyr­ir­tækis hér, þ.e. Cent­ury Alu­m­inum sem á álver Norð­ur­áls í Hval­firði. Þá mun ekki aðeins reyna á Lands­virkjun að landa nýjum ásætt­an­legum samn­ingi, heldur líka Orku nátt­úr­unnar (Orku­veitu Reykja­vík­ur) og HS Orku. 

Ólík­legt er að álverið í Straums­vík loki. Lík­legra er að raf­orku­verðið verði áfram óbreytt samn­ings­verð eða að Lands­virkjun sam­þykki tíma­bundna breyt­ingu á verð­skil­málum álvers­ins (lægra verð) gegn því að eiga kost á góðum ávinn­ingi ef og þegar álverð hækkar. Með sína grænu og hag­kvæmu orku er Lands­virkjun í prýði­legri samn­ings­stöð­u. 

Það er engu að síður svo að vax­andi offram­leiðsla og álút­flutn­ingur frá Kína gæti veikt samn­ings­stöðu íslensku orku­fyr­ir­tækj­anna gagn­vart álver­unum hér. Þar að auki hafa vand­ræði í kís­ilfram­leiðsl­unni valdið Lands­virkjun tekju­tapi. Skáni ástandið á ál- og kís­il­mark­aði ekki bráð­lega er hætt við að fresta verði áætl­unum um stór­auknar arð­greiðslur Lands­virkj­unar til eig­anda síns, íslenska ríks­ins

Hag­kvæmni íslenska vatns­aflsins og jarð­varmans er þó með þeim hætti að lík­leg­ast er að öll álverin þrjú muni starfa hér áfram lengi enn. Ísland í sem sagt góðri stöðu með sína hag­kvæmu og grænu orku­fram­leiðslu. Vissu­lega er þó óvenju mikil óvissa uppi þessa dag­ana, enda erfitt að sjá fyrir þró­un­ina í kín­verska furðukap­ít­al­ism­an­um, auk þess sem eft­ir­spurn eftir áli á Vest­ur­löndum kann að verða veik næstu miss­erin og jafn­vel árin. Þar með er í reynd áhættu­sam­ara en oft áður að treysta um of á raf­orku­sölu til stór­iðju og skyn­sam­legt að leggja ríka áherslu á fjöl­breytt­ari kost­i. 

Mik­il­vægt er að Ísland geti með sem bestum hætti nýtt sér þann með­byr sem aukin áhersla á græna orku veit­ir. Þar eru ýmis tæki­færi, hvort sem það væri t.d. beinn útflutn­ingur á grænni raf­orku, fram­leiðsla á grænu vetni (eða ammón­íaki) og/eða fram­leiðsla á grænu áli. Þá er í öllum til­vikum verið að vísa til þess að fram­leiðslan fari fram með 100% end­ur­nýj­an­legri raf­orku og því skil­greind sem græn. 

Til allrar ham­ingju eru augu fólks víða um heim að opn­ast enn betur fyrir þörf­inni á því að hag­kerfin verði grænni og sjálf­bær­ari. Þrátt fyrir óvenju óvissa stöðu bæði á ál- og kís­il­mörk­uðum nú um stund­ir, er því ekki ástæða til að ætla annað en að fram­tíð íslenskrar raf­orku­fram­leiðslu sé björt. Hvort sem það verður með eða án álvers­ins í Straums­vík. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland. Aðal­eig­andi þess er norska vind­orku­fyr­ir­tækið Zephyr AS, sem m.a. hefur samið um sölu á miklu magni vind­orku til Alcoa í Nor­egi. Þar er um að ræða vind­myllu­garð sem nú rís á Guleslettene í vest­an­verðum Nor­egi, skammt frá Stavan­ger.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar