Átök á raforkumarkaði stóriðju

Sérfræðingur í orkumálum segir ólíklegt að álver Rio Tinto í Straumsvik loki. Hagkvæmni íslenska vatnsaflsins og jarðvarmans sé einfaldlega með þeim hætti að líklegast sé að öll álverin þrjú muni starfa hér áfram lengi enn.

Auglýsing

Fyrir nokkrum mán­uðum til­kynnti stór­fyr­ir­tækið Rio Tin­to, eig­andi álvers­ins í Straums­vík, að fyrir mitt ár (2020) yrði tekin ákvörðun um fram­tíð álvers­ins. Það gekk að vísu ekki eft­ir, en nú segir tals­maður álvers­ins að Rio Tinto ætli að taka sér mánuð til við­bótar til að kom­ast að nið­ur­stöðu í mál­inu. Þar sem lokun álvers­ins er einn af mögu­leik­un­um. 

Þarna er sem sagt lagður áfram­hald­andi þrýst­ingur á Lands­virkjun að lækka raf­orku­verðið til álvers­ins. Það vill reyndar svo til að Rio Tinto náði tíma­bundið fram kröfu sinni með tíma­bund­inni ein­hliða yfir­lýs­ingu og ákvörðun Lands­virkj­unar um verð­lækkun nú í vor. Það sem málið snýst um núna er hvort Lands­virkjun hætti að veita afslátt­inn þegar vetur gengur í garð. Og ber­sýni­legt að Rio Tinto von­ast til þess að ná ein­hverju sam­komu­lagi við Lands­virkjun áður en júlí er á enda; sam­komu­lagi um að verð­lækk­unin fram­leng­ist þar til álverð hafi náð að hækka umtals­vert.

Það er stað­reynd að álver víða um heim eru í vand­ræðum vegna offram­boðs af áli og lágs álverðs. Yfir­lýs­ingar Rio Tinto um mögu­lega lokun álvers­ins í Straums­vík eru samt nokkuð sér­kenni­legar í ljósi þess að ekki er langt síðan álverið samdi við Lands­virkjun um raf­orku­kaup allt til árs­ins 2036. Hafa ber í huga að álverð í dag er lítið lægra en var þegar sá samn­ingur var gerð­ur. Það er líka athygl­is­vert að stutt er síðan að álverið var af sér­fróðum sagt vera áhuga­verð fjár­fest­ing, m.a. vegna nokkuð hag­stæðs raf­orku­samn­ings. 

Auglýsing
Mesta áhyggju­efni Rio Tinto nú er eflaust það að að offram­leiðsla áls í Kína virð­ist við­var­andi og jafn­vel að aukast. Því kunna horfur á álmörk­uðum næstu árin að vera lítt spenn­andi og kannski ekki skrítið að fram­kvæmda­stjórn Rio Tinto vilji ganga fast að Lands­virkj­un. Þarna eru sjálf­sagt góðar bón­us­greiðslur í boði ef það næst að lækka raf­orku­verð­ið.

Það er nýtt fyrir íslensk orku­fyr­ir­tæki að stór­iðjan fari fram á breyt­ingar á gild­andi raf­orku­samn­ingi með yfir­vof­andi hótun um lokun starf­sem­inn­ar. Þetta er engu að síður í takti við það sem hefur lengi mátt sjá víða erlendis og kannski lítið við því að segja. Þessir stóru álf­ram­leið­endur eru fyr­ir­tæki skráð á hluta­bréfa­markað og stjórn­end­urnir þurfa að standa sig í stykk­inu. Í þessu sam­bandi er vert er að hafa í huga að senn renna út nokkrir raf­orku­samn­ingar ann­ars álfyr­ir­tækis hér, þ.e. Cent­ury Alu­m­inum sem á álver Norð­ur­áls í Hval­firði. Þá mun ekki aðeins reyna á Lands­virkjun að landa nýjum ásætt­an­legum samn­ingi, heldur líka Orku nátt­úr­unnar (Orku­veitu Reykja­vík­ur) og HS Orku. 

Ólík­legt er að álverið í Straums­vík loki. Lík­legra er að raf­orku­verðið verði áfram óbreytt samn­ings­verð eða að Lands­virkjun sam­þykki tíma­bundna breyt­ingu á verð­skil­málum álvers­ins (lægra verð) gegn því að eiga kost á góðum ávinn­ingi ef og þegar álverð hækkar. Með sína grænu og hag­kvæmu orku er Lands­virkjun í prýði­legri samn­ings­stöð­u. 

Það er engu að síður svo að vax­andi offram­leiðsla og álút­flutn­ingur frá Kína gæti veikt samn­ings­stöðu íslensku orku­fyr­ir­tækj­anna gagn­vart álver­unum hér. Þar að auki hafa vand­ræði í kís­ilfram­leiðsl­unni valdið Lands­virkjun tekju­tapi. Skáni ástandið á ál- og kís­il­mark­aði ekki bráð­lega er hætt við að fresta verði áætl­unum um stór­auknar arð­greiðslur Lands­virkj­unar til eig­anda síns, íslenska ríks­ins

Hag­kvæmni íslenska vatns­aflsins og jarð­varmans er þó með þeim hætti að lík­leg­ast er að öll álverin þrjú muni starfa hér áfram lengi enn. Ísland í sem sagt góðri stöðu með sína hag­kvæmu og grænu orku­fram­leiðslu. Vissu­lega er þó óvenju mikil óvissa uppi þessa dag­ana, enda erfitt að sjá fyrir þró­un­ina í kín­verska furðukap­ít­al­ism­an­um, auk þess sem eft­ir­spurn eftir áli á Vest­ur­löndum kann að verða veik næstu miss­erin og jafn­vel árin. Þar með er í reynd áhættu­sam­ara en oft áður að treysta um of á raf­orku­sölu til stór­iðju og skyn­sam­legt að leggja ríka áherslu á fjöl­breytt­ari kost­i. 

Mik­il­vægt er að Ísland geti með sem bestum hætti nýtt sér þann með­byr sem aukin áhersla á græna orku veit­ir. Þar eru ýmis tæki­færi, hvort sem það væri t.d. beinn útflutn­ingur á grænni raf­orku, fram­leiðsla á grænu vetni (eða ammón­íaki) og/eða fram­leiðsla á grænu áli. Þá er í öllum til­vikum verið að vísa til þess að fram­leiðslan fari fram með 100% end­ur­nýj­an­legri raf­orku og því skil­greind sem græn. 

Til allrar ham­ingju eru augu fólks víða um heim að opn­ast enn betur fyrir þörf­inni á því að hag­kerfin verði grænni og sjálf­bær­ari. Þrátt fyrir óvenju óvissa stöðu bæði á ál- og kís­il­mörk­uðum nú um stund­ir, er því ekki ástæða til að ætla annað en að fram­tíð íslenskrar raf­orku­fram­leiðslu sé björt. Hvort sem það verður með eða án álvers­ins í Straums­vík. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland. Aðal­eig­andi þess er norska vind­orku­fyr­ir­tækið Zephyr AS, sem m.a. hefur samið um sölu á miklu magni vind­orku til Alcoa í Nor­egi. Þar er um að ræða vind­myllu­garð sem nú rís á Guleslettene í vest­an­verðum Nor­egi, skammt frá Stavan­ger.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar