Átök á raforkumarkaði stóriðju

Sérfræðingur í orkumálum segir ólíklegt að álver Rio Tinto í Straumsvik loki. Hagkvæmni íslenska vatnsaflsins og jarðvarmans sé einfaldlega með þeim hætti að líklegast sé að öll álverin þrjú muni starfa hér áfram lengi enn.

Auglýsing

Fyrir nokkrum mán­uðum til­kynnti stór­fyr­ir­tækið Rio Tin­to, eig­andi álvers­ins í Straums­vík, að fyrir mitt ár (2020) yrði tekin ákvörðun um fram­tíð álvers­ins. Það gekk að vísu ekki eft­ir, en nú segir tals­maður álvers­ins að Rio Tinto ætli að taka sér mánuð til við­bótar til að kom­ast að nið­ur­stöðu í mál­inu. Þar sem lokun álvers­ins er einn af mögu­leik­un­um. 

Þarna er sem sagt lagður áfram­hald­andi þrýst­ingur á Lands­virkjun að lækka raf­orku­verðið til álvers­ins. Það vill reyndar svo til að Rio Tinto náði tíma­bundið fram kröfu sinni með tíma­bund­inni ein­hliða yfir­lýs­ingu og ákvörðun Lands­virkj­unar um verð­lækkun nú í vor. Það sem málið snýst um núna er hvort Lands­virkjun hætti að veita afslátt­inn þegar vetur gengur í garð. Og ber­sýni­legt að Rio Tinto von­ast til þess að ná ein­hverju sam­komu­lagi við Lands­virkjun áður en júlí er á enda; sam­komu­lagi um að verð­lækk­unin fram­leng­ist þar til álverð hafi náð að hækka umtals­vert.

Það er stað­reynd að álver víða um heim eru í vand­ræðum vegna offram­boðs af áli og lágs álverðs. Yfir­lýs­ingar Rio Tinto um mögu­lega lokun álvers­ins í Straums­vík eru samt nokkuð sér­kenni­legar í ljósi þess að ekki er langt síðan álverið samdi við Lands­virkjun um raf­orku­kaup allt til árs­ins 2036. Hafa ber í huga að álverð í dag er lítið lægra en var þegar sá samn­ingur var gerð­ur. Það er líka athygl­is­vert að stutt er síðan að álverið var af sér­fróðum sagt vera áhuga­verð fjár­fest­ing, m.a. vegna nokkuð hag­stæðs raf­orku­samn­ings. 

Auglýsing
Mesta áhyggju­efni Rio Tinto nú er eflaust það að að offram­leiðsla áls í Kína virð­ist við­var­andi og jafn­vel að aukast. Því kunna horfur á álmörk­uðum næstu árin að vera lítt spenn­andi og kannski ekki skrítið að fram­kvæmda­stjórn Rio Tinto vilji ganga fast að Lands­virkj­un. Þarna eru sjálf­sagt góðar bón­us­greiðslur í boði ef það næst að lækka raf­orku­verð­ið.

Það er nýtt fyrir íslensk orku­fyr­ir­tæki að stór­iðjan fari fram á breyt­ingar á gild­andi raf­orku­samn­ingi með yfir­vof­andi hótun um lokun starf­sem­inn­ar. Þetta er engu að síður í takti við það sem hefur lengi mátt sjá víða erlendis og kannski lítið við því að segja. Þessir stóru álf­ram­leið­endur eru fyr­ir­tæki skráð á hluta­bréfa­markað og stjórn­end­urnir þurfa að standa sig í stykk­inu. Í þessu sam­bandi er vert er að hafa í huga að senn renna út nokkrir raf­orku­samn­ingar ann­ars álfyr­ir­tækis hér, þ.e. Cent­ury Alu­m­inum sem á álver Norð­ur­áls í Hval­firði. Þá mun ekki aðeins reyna á Lands­virkjun að landa nýjum ásætt­an­legum samn­ingi, heldur líka Orku nátt­úr­unnar (Orku­veitu Reykja­vík­ur) og HS Orku. 

Ólík­legt er að álverið í Straums­vík loki. Lík­legra er að raf­orku­verðið verði áfram óbreytt samn­ings­verð eða að Lands­virkjun sam­þykki tíma­bundna breyt­ingu á verð­skil­málum álvers­ins (lægra verð) gegn því að eiga kost á góðum ávinn­ingi ef og þegar álverð hækkar. Með sína grænu og hag­kvæmu orku er Lands­virkjun í prýði­legri samn­ings­stöð­u. 

Það er engu að síður svo að vax­andi offram­leiðsla og álút­flutn­ingur frá Kína gæti veikt samn­ings­stöðu íslensku orku­fyr­ir­tækj­anna gagn­vart álver­unum hér. Þar að auki hafa vand­ræði í kís­ilfram­leiðsl­unni valdið Lands­virkjun tekju­tapi. Skáni ástandið á ál- og kís­il­mark­aði ekki bráð­lega er hætt við að fresta verði áætl­unum um stór­auknar arð­greiðslur Lands­virkj­unar til eig­anda síns, íslenska ríks­ins

Hag­kvæmni íslenska vatns­aflsins og jarð­varmans er þó með þeim hætti að lík­leg­ast er að öll álverin þrjú muni starfa hér áfram lengi enn. Ísland í sem sagt góðri stöðu með sína hag­kvæmu og grænu orku­fram­leiðslu. Vissu­lega er þó óvenju mikil óvissa uppi þessa dag­ana, enda erfitt að sjá fyrir þró­un­ina í kín­verska furðukap­ít­al­ism­an­um, auk þess sem eft­ir­spurn eftir áli á Vest­ur­löndum kann að verða veik næstu miss­erin og jafn­vel árin. Þar með er í reynd áhættu­sam­ara en oft áður að treysta um of á raf­orku­sölu til stór­iðju og skyn­sam­legt að leggja ríka áherslu á fjöl­breytt­ari kost­i. 

Mik­il­vægt er að Ísland geti með sem bestum hætti nýtt sér þann með­byr sem aukin áhersla á græna orku veit­ir. Þar eru ýmis tæki­færi, hvort sem það væri t.d. beinn útflutn­ingur á grænni raf­orku, fram­leiðsla á grænu vetni (eða ammón­íaki) og/eða fram­leiðsla á grænu áli. Þá er í öllum til­vikum verið að vísa til þess að fram­leiðslan fari fram með 100% end­ur­nýj­an­legri raf­orku og því skil­greind sem græn. 

Til allrar ham­ingju eru augu fólks víða um heim að opn­ast enn betur fyrir þörf­inni á því að hag­kerfin verði grænni og sjálf­bær­ari. Þrátt fyrir óvenju óvissa stöðu bæði á ál- og kís­il­mörk­uðum nú um stund­ir, er því ekki ástæða til að ætla annað en að fram­tíð íslenskrar raf­orku­fram­leiðslu sé björt. Hvort sem það verður með eða án álvers­ins í Straums­vík. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland. Aðal­eig­andi þess er norska vind­orku­fyr­ir­tækið Zephyr AS, sem m.a. hefur samið um sölu á miklu magni vind­orku til Alcoa í Nor­egi. Þar er um að ræða vind­myllu­garð sem nú rís á Guleslettene í vest­an­verðum Nor­egi, skammt frá Stavan­ger.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar