Ríkið á ekki að bjarga ferðaiðnaðinum

Gísli Sigurgeirsson segir að það ætti ekki að koma til greina að verja skattfé til þess að bjarga flugfélögum og öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum.

Auglýsing

Jarð­ar­búar þurfa að draga veru­lega úr kolefn­islosun ef ætl­unin er að halda hlýnun jarðar innan við eina og hálfa gráðu sam­kvæmt tölum Milli­ríkja­nefnd­ar­innar um lofts­lags­breyt­ing­ar, sem er stofnun innan Sam­ein­uðu þjóð­anna (IPCC).

Kolefn­islosun vegna flugs ferða­manns frá Evr­ópu er um það bil eitt tonn sem sam­svarar því að keyra með­al­bíl átta sinnum í kringum Ísland, ef hann kemur frá Kína má líkja því við 24 hring­ferðir um Ísland. Það þarf ekki að kafa djúpt í tölur IPCC til að sjá að ein­stak­lingur getur ekki leyft sér að losa reglu­lega nokkur tonn í ferðum sem eru jafn­vel bara til að versla, fara í golf eða aða aðra afþr­ey­ingu.

Sá sem gerir þetta er ann­að­hvort alveg sama þó næstu kyn­slóðir líði stór­felldar hörm­ungar eða hann hefur ein­fald­lega ekki séð þessar tölur og ég held og vona að það sé til­fellið. Von­andi er það rétt sem Greta Thun­berg sagði í Madrid: „Vonin liggur í þeirri stað­reynd að fólk veit ekki hvað er að ger­ast.“

Auglýsing

Til að sam­fé­lag okkar verði sjálf­bært og við hættum að vera með hvað mesta kolefn­islosun á íbúa í heim­inum þarf margt að breytast, þar með tal­inn ferða­manna­iðn­að­ur­inn. Það er afleitt ef 10 til 20 pró­sent fólks verður atvinnu­laust en ef tekst að breyta vinnu­mark­að­inum þannig að við öll vinnum 10 til 20 pró­sent minna svo sem flestir haldi störfum sínum erum við í góðum mál­um. Hver vill ekki styttri vinnu­viku eða lengra sum­ar­frí?  For­senda þess að þetta gangi upp er auð­vitað að neysla drag­ist saman í sama hlut­falli en það er einmitt það sem þarf, og meira til.

Hvort ríkið á að breyta reglu­verki og beita skatt­lagn­ingu til að koma í veg fyrir að ferða­manna­iðn­að­ur­inn rísi aftur til þess sem hann var fyrir Covid-19 skal ósagt lát­ið. Það ætti hins vegar ekki að koma til greina að verja skattfé til þess að bjarga flug­fé­lögum og öðrum ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um. Frekar ætti að byrja strax á að end­ur­skipu­leggja vinnu­mark­að­inn með hags­muni fram­tíð­ar­kyn­slóða í huga. Ímyndum okkur að við gætum rætt  þetta við ein­stak­ling fæddan 2050 til dæmis barna­barn okk­ar, hvert yrði álit þess?

Höf­undur er með­limur í gras­rót­ar­hóp Land­verndar í lofts­lags­mál­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar
Kjarninn 29. október 2020
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar