Ríkið á ekki að bjarga ferðaiðnaðinum

Gísli Sigurgeirsson segir að það ætti ekki að koma til greina að verja skattfé til þess að bjarga flugfélögum og öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum.

Auglýsing

Jarð­ar­búar þurfa að draga veru­lega úr kolefn­islosun ef ætl­unin er að halda hlýnun jarðar innan við eina og hálfa gráðu sam­kvæmt tölum Milli­ríkja­nefnd­ar­innar um lofts­lags­breyt­ing­ar, sem er stofnun innan Sam­ein­uðu þjóð­anna (IPCC).

Kolefn­islosun vegna flugs ferða­manns frá Evr­ópu er um það bil eitt tonn sem sam­svarar því að keyra með­al­bíl átta sinnum í kringum Ísland, ef hann kemur frá Kína má líkja því við 24 hring­ferðir um Ísland. Það þarf ekki að kafa djúpt í tölur IPCC til að sjá að ein­stak­lingur getur ekki leyft sér að losa reglu­lega nokkur tonn í ferðum sem eru jafn­vel bara til að versla, fara í golf eða aða aðra afþr­ey­ingu.

Sá sem gerir þetta er ann­að­hvort alveg sama þó næstu kyn­slóðir líði stór­felldar hörm­ungar eða hann hefur ein­fald­lega ekki séð þessar tölur og ég held og vona að það sé til­fellið. Von­andi er það rétt sem Greta Thun­berg sagði í Madrid: „Vonin liggur í þeirri stað­reynd að fólk veit ekki hvað er að ger­ast.“

Auglýsing

Til að sam­fé­lag okkar verði sjálf­bært og við hættum að vera með hvað mesta kolefn­islosun á íbúa í heim­inum þarf margt að breytast, þar með tal­inn ferða­manna­iðn­að­ur­inn. Það er afleitt ef 10 til 20 pró­sent fólks verður atvinnu­laust en ef tekst að breyta vinnu­mark­að­inum þannig að við öll vinnum 10 til 20 pró­sent minna svo sem flestir haldi störfum sínum erum við í góðum mál­um. Hver vill ekki styttri vinnu­viku eða lengra sum­ar­frí?  For­senda þess að þetta gangi upp er auð­vitað að neysla drag­ist saman í sama hlut­falli en það er einmitt það sem þarf, og meira til.

Hvort ríkið á að breyta reglu­verki og beita skatt­lagn­ingu til að koma í veg fyrir að ferða­manna­iðn­að­ur­inn rísi aftur til þess sem hann var fyrir Covid-19 skal ósagt lát­ið. Það ætti hins vegar ekki að koma til greina að verja skattfé til þess að bjarga flug­fé­lögum og öðrum ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um. Frekar ætti að byrja strax á að end­ur­skipu­leggja vinnu­mark­að­inn með hags­muni fram­tíð­ar­kyn­slóða í huga. Ímyndum okkur að við gætum rætt  þetta við ein­stak­ling fæddan 2050 til dæmis barna­barn okk­ar, hvert yrði álit þess?

Höf­undur er með­limur í gras­rót­ar­hóp Land­verndar í lofts­lags­mál­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar