Þrælahald á Íslandi!

Fyrr­ver­andi þing­maður og ráð­herra segir að Íslendingar séu líklega eina siðmenntaða vestræna þjóðin sem ekki hefur séð ástæðu til þess að banna þrælahald.

Auglýsing

Þræla­hald hófst á Íslandi um leið og sögur hófust. ­Fyrstu land­nem­arnir höfðu með sér þræla – suma úr heima­byggð en mest­megnis þræla, sem sóttir vor­u til ann­ara landa. Í lög­bók­um, sem Íslend­ingar settu sér sjálfir, er gert ráð fyrir þræl­u­m. Svo var í Grá­gás, laga­safni íslenska þjóð­veld­is­ins, sem gilti fram yfir 1270. Þar er víða gert ráð fyrir þræl­u­m. Svo var einnig í svoköll­uðum Kristnirétti eldri, sem gilti á árunum 1122-1133. Þar gerði íslenska þjóðin einnig ráð fyrir þræl­um.

Afnám þræla­halds

Flest ef ekki öll vest­ræn þjóð­ríki hafa afnumið þræla­hald með setn­ingu laga og gerðu það strax á 19. öld. Flest eða öll vest­ræn þjóð­ríki – nema Ísland. Ís­lend­ingar hafa aldrei bannað þræla­hald með lög­um. Þvert á móti setti þjóðin sér svokölluð Vist­ar­bands­lög, sem giltu frá árinu 1490 og til árs­ins 1894. Þau lög mæltu svo fyr­ir, að fátækt fólk væri skyldað til þess að vista sig í vinnu til ein­hvers jarð­eig­anda án nokkra vinnu- eða verka­launa­rétt­inda – og var því ákvæði m.a. líka beitt eftir gild­is­töku lag­anna sem póli­tísku vopni til þess að koma í veg fyrir að fátækt fólk gæti haslað sér völl utan bænda­sam­fé­lags­ins og þar sem það mætti vænta verka­launa. 

Auglýsing
Á sama tíma og aðrar svo­kall­aðar vest­rænar lýð­ræð­is­þjóðir voru að afnema lög um þræla­hald og banna þræla­hald með lögum voru Íslend­ing­ar að festa það í sessi undir öðru nafni – Vist­ar­bands­lög. Þau voru svo loks­ins felld úr gildi eftir meira en fjög­urra alda virkni – en þræla­hald aldrei bann­að. Það hefur ekki verið bannað með lögum enn, eða svo segir Gunnar Karls­son, sagn­fræð­ingur og pró­fessor og sú full­yrð­ing hans er sár­græti­lega rétt. Þar sker Ísland sig úr. Hefur marglof­aða „sér­stöð­u”. ­Þjóð­arstoltið lætur ekki að sér hæða!

Stundað fyrir opnum tjöldum

Hver skyldi því undr­ast það, að þræla­hald sé enn stundað á Ísland­i. Enn sækja íslenskir athafna­menn sér þræla til erlendra ríkja eins og gert var í upp­hafi íslenskrar byggð­ar­. Þangað eru sótt karlar og kon­ur, sem neydd eru til þess að starfa langt undir lög­legum lág­marks­laun­um. Þeim er komið fyrir í vist­ar­verum á vegum atvinnu­rek­end­anna, sem engum lág­marks­kröfum um aðbúnað lúta – engum bruna­varn­ar­regl­um, engum sótt­varn­ar­regl­um, engum reglum um þrifnað og umgengn­i, sjö­tíu og þrír skráðir í einu og sama hús­næði þar sem þrír hafa nú verið brenndir til bana og annar eins fjöldi í öðru sam­bæri­legu hús­næði í eigu sama aðila, sem neitar með öllu að tjá sig. Slas­ist ein­hver slíkur „vinnu­kraft­ur” við vinnu sína er hann sendur við fyrsta tæki­færi aura­laus og einn til síns heima­lands eins og skýrt hefur verið frá í fjöl­miðl­u­m. Og þjóðin þeg­ir! Lætur sem hún viti ekki!

Auð­vitað veit þjóðin

En auð­vitað veit hún­. Verka­lýðs­fé­lögin og heild­ar­sam­tök þeirra hafa árum saman reynt að ná eyrum bæði þjóð­ar­innar og ráða­manna til þess að vekja þau úr dvala. Verka­lýðs­sam­tökin hafa bent á, að engin við­ur­lög hafa verið né hefur verið beitt við svona starf­sem­i. 

Þau geta vissu­lega kraf­ist þess, að van­greiddum launum verði skilað – en það kostar mála­rekst­ur, sem ekki er á færum fátæks fólks í þræla­haldi Engin önnur refs­ing er gerð þeim, sem gera sig seka um fram­komu eins og hér um ræð­ir. Þeir iðka sömu starfs­að­ferðir aftur og aft­ur ­stundum undir nýjum og nýjum kenni­tölum – en ávallt á ábyrgð sömu ein­stak­linga. Á­vallt refsi­laust.

Varð­veita umfram allt „sér­stöð­una”

Íslend­ingar eru lík­lega eina sið­mennt­aða vest­ræna þjóð­in, sem ekki hefur séð ástæðu til þess að banna þræla­hald. Er ekki kom­inn tími til þess að afnema þá sér­stöðu. Eða særir það þjóð­arstoltið að sækja fyr­ir­myndir til ann­ara þjóða? ­Banna ekki bara þræla­hald heldur gera stór­lega refsi­vert að slíkum og því­líkum aðferðum sé beitt gagn­vart fátæku og fram­andi fólki? Og í sumum til­vikum gegn lands­mönnum sjálf­um!?! 

Hvað segja félags­mála­ráð­herrann, dóms­mála­ráð­herrann, for­sæt­is­ráð­herr­ann – eða for­seti Alþing­is. Ætla þau bara að þegja áfram? Lát­ast hvorki sjá né heyra? ­Vegna „þjóð­arstolts­ins”! Engin áhrif frá útlönd­um!!!

Höf­undur er fyrr­ver­andi þing­­maður og ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar