Þrælahald á Íslandi!

Fyrr­ver­andi þing­maður og ráð­herra segir að Íslendingar séu líklega eina siðmenntaða vestræna þjóðin sem ekki hefur séð ástæðu til þess að banna þrælahald.

Auglýsing

Þræla­hald hófst á Íslandi um leið og sögur hófust. ­Fyrstu land­nem­arnir höfðu með sér þræla – suma úr heima­byggð en mest­megnis þræla, sem sóttir vor­u til ann­ara landa. Í lög­bók­um, sem Íslend­ingar settu sér sjálfir, er gert ráð fyrir þræl­u­m. Svo var í Grá­gás, laga­safni íslenska þjóð­veld­is­ins, sem gilti fram yfir 1270. Þar er víða gert ráð fyrir þræl­u­m. Svo var einnig í svoköll­uðum Kristnirétti eldri, sem gilti á árunum 1122-1133. Þar gerði íslenska þjóðin einnig ráð fyrir þræl­um.

Afnám þræla­halds

Flest ef ekki öll vest­ræn þjóð­ríki hafa afnumið þræla­hald með setn­ingu laga og gerðu það strax á 19. öld. Flest eða öll vest­ræn þjóð­ríki – nema Ísland. Ís­lend­ingar hafa aldrei bannað þræla­hald með lög­um. Þvert á móti setti þjóðin sér svokölluð Vist­ar­bands­lög, sem giltu frá árinu 1490 og til árs­ins 1894. Þau lög mæltu svo fyr­ir, að fátækt fólk væri skyldað til þess að vista sig í vinnu til ein­hvers jarð­eig­anda án nokkra vinnu- eða verka­launa­rétt­inda – og var því ákvæði m.a. líka beitt eftir gild­is­töku lag­anna sem póli­tísku vopni til þess að koma í veg fyrir að fátækt fólk gæti haslað sér völl utan bænda­sam­fé­lags­ins og þar sem það mætti vænta verka­launa. 

Auglýsing
Á sama tíma og aðrar svo­kall­aðar vest­rænar lýð­ræð­is­þjóðir voru að afnema lög um þræla­hald og banna þræla­hald með lögum voru Íslend­ing­ar að festa það í sessi undir öðru nafni – Vist­ar­bands­lög. Þau voru svo loks­ins felld úr gildi eftir meira en fjög­urra alda virkni – en þræla­hald aldrei bann­að. Það hefur ekki verið bannað með lögum enn, eða svo segir Gunnar Karls­son, sagn­fræð­ingur og pró­fessor og sú full­yrð­ing hans er sár­græti­lega rétt. Þar sker Ísland sig úr. Hefur marglof­aða „sér­stöð­u”. ­Þjóð­arstoltið lætur ekki að sér hæða!

Stundað fyrir opnum tjöldum

Hver skyldi því undr­ast það, að þræla­hald sé enn stundað á Ísland­i. Enn sækja íslenskir athafna­menn sér þræla til erlendra ríkja eins og gert var í upp­hafi íslenskrar byggð­ar­. Þangað eru sótt karlar og kon­ur, sem neydd eru til þess að starfa langt undir lög­legum lág­marks­laun­um. Þeim er komið fyrir í vist­ar­verum á vegum atvinnu­rek­end­anna, sem engum lág­marks­kröfum um aðbúnað lúta – engum bruna­varn­ar­regl­um, engum sótt­varn­ar­regl­um, engum reglum um þrifnað og umgengn­i, sjö­tíu og þrír skráðir í einu og sama hús­næði þar sem þrír hafa nú verið brenndir til bana og annar eins fjöldi í öðru sam­bæri­legu hús­næði í eigu sama aðila, sem neitar með öllu að tjá sig. Slas­ist ein­hver slíkur „vinnu­kraft­ur” við vinnu sína er hann sendur við fyrsta tæki­færi aura­laus og einn til síns heima­lands eins og skýrt hefur verið frá í fjöl­miðl­u­m. Og þjóðin þeg­ir! Lætur sem hún viti ekki!

Auð­vitað veit þjóðin

En auð­vitað veit hún­. Verka­lýðs­fé­lögin og heild­ar­sam­tök þeirra hafa árum saman reynt að ná eyrum bæði þjóð­ar­innar og ráða­manna til þess að vekja þau úr dvala. Verka­lýðs­sam­tökin hafa bent á, að engin við­ur­lög hafa verið né hefur verið beitt við svona starf­sem­i. 

Þau geta vissu­lega kraf­ist þess, að van­greiddum launum verði skilað – en það kostar mála­rekst­ur, sem ekki er á færum fátæks fólks í þræla­haldi Engin önnur refs­ing er gerð þeim, sem gera sig seka um fram­komu eins og hér um ræð­ir. Þeir iðka sömu starfs­að­ferðir aftur og aft­ur ­stundum undir nýjum og nýjum kenni­tölum – en ávallt á ábyrgð sömu ein­stak­linga. Á­vallt refsi­laust.

Varð­veita umfram allt „sér­stöð­una”

Íslend­ingar eru lík­lega eina sið­mennt­aða vest­ræna þjóð­in, sem ekki hefur séð ástæðu til þess að banna þræla­hald. Er ekki kom­inn tími til þess að afnema þá sér­stöðu. Eða særir það þjóð­arstoltið að sækja fyr­ir­myndir til ann­ara þjóða? ­Banna ekki bara þræla­hald heldur gera stór­lega refsi­vert að slíkum og því­líkum aðferðum sé beitt gagn­vart fátæku og fram­andi fólki? Og í sumum til­vikum gegn lands­mönnum sjálf­um!?! 

Hvað segja félags­mála­ráð­herrann, dóms­mála­ráð­herrann, for­sæt­is­ráð­herr­ann – eða for­seti Alþing­is. Ætla þau bara að þegja áfram? Lát­ast hvorki sjá né heyra? ­Vegna „þjóð­arstolts­ins”! Engin áhrif frá útlönd­um!!!

Höf­undur er fyrr­ver­andi þing­­maður og ráð­herra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar