Dagur 366 án atvinnu

Saga manns sem vill vinna.

Auglýsing

Í dag eru 366 dagar eða heilt ár (hlaupár munið þið) síðan ég hef verið án laun­aðrar vinnu. Heilt ár án þess að vakna á morgn­ana, fara í rækt­ina eða sund, fengið mér morg­un­mat og farið síðan til vinnu. Komið heim seinnipart dags­ins, sest niður með kaffi og rætt við kon­una mína um hvernig vinnu­dagur okkar var.

170 umsóknir – 170 hafn­anir

Ekki það að ég hafi setið auðum höndum og horft í gaupnir mér, grátið örlög mín og fallið í dep­urð. Ég hef sótt um 170 störf og fengið jafn margar hafn­an­ir. Það er að með­al­tali rúm­lega 14 störf á mán­uði. Að auki hef ég sent út net­póst með almennri kynn­ingu á mér til 52 fyr­ir­tækja, hringt í eða hitta fólk frá 15 mis­mun­andi fyr­ir­tækj­u­m/­fé­laga­sam­tökum sem ég þekki með von um vinnu. Ég hef fengið mikla hvatn­ingu frá fólki sem ég hef starfað með og þekkir mig vel og er ég þakk­látur fyrir það.

Störfin

Ég hef sótt um alls­konar störf. Starf fram­kvæmda­stjóra, verk­efna­stjóra og við mark­aða­mál en þetta eru þær greinar sem ég hef menntað mig til. Þá hef ég sótt um starf skrif­stofu­stjóra, þjón­ustu­full­trúa, inn­kaupa­full­trúa, sölu­manns, fjár­mála­full­trúa, liðs­auka, sveita­stjóra, lag­er­stjóra, við inn­flutn­ing, mót­töku­full­trúa, upp­lýs­inga­full­trúa, við ráð­gjöf, skrif­stofu­manns, sum­ar­störf – allt störf sem ég treysti mér full­kom­lega til að vinna vel.

Auglýsing
Ég hef sótt um störf utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og jafn­vel um störf á Norð­ur­lönd­un­um. Ég bætti síðan við þekk­ingu mína, með stuðn­ingi stétt­ar­fé­lags míns og Vinnu­mála­stofn­un­ar, og hóf nám til bók­ara sem lauk í apr­íl. 

Ég hef aðeins kom­ist í 6 starfsvið­töl!

Hinir 50.000

Þegar ég missti vinn­una þá mæld­ist atvinnu­leysi 3,4 pró­sent og spáð var 4 pró­sent atvinnu­leysi árið 2020. Því taldi ég að það ætti ekki að vera erfitt að fá vinnu. Þró­unin varð sú að hægt og rólega bætt­ust fleiri við atvinnu­leys­is­skrá og fór í 5 pró­sent.

Afleið­ing COVID-19 varð síðan skelfi­leg og er skráð atvinnu­leysi í maí 2020 17,8 pró­sent þ.a. 7,5 pró­sent almennt atvinnu­leysi og 10,3 pró­sent vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls. Um 50.000 manns voru því án vinnu eða í mjög skertu vinnu­hlut­falli. Nú í júní er atvinnu­leysið komið í 13 pró­sent sem er vissu­lega mikið en jákvætt að það lækki.

Þess má geta að atvinnu­leysi meðal erlendra rík­is­borg­ara er um 40 pró­sent! Þetta er fólkið sem hefur komið til lands­ins á síð­ustu 15 árum og var meg­in­stoðin í bygg­ing­ar­iðn­aði en einnig var grunn­ur­inn að því að ferða­þjón­ustan náði þeim hæðum sem varð.

Bar­áttan

Það er kannski ekki rétt­látt að nota orðið bar­átta þegar maður sækir um starf því það er mikið af hæfi­leik­a­ríku fólki sem er í sömu stöðu og ég. Í eitt skipti voru aðeins 15 sem sóttu um til­tekið starf fyrir utan mig. Síðan komu „met­in“. Lengi vetrar var „met­ið“ tæpir 200 umsækj­endur um eitt til­tekið starf en í vor var starf sem ég sótt­ist einnig eftir þar sem yfir 300 umsækj­endur sóttu um. Ég fagna því að fólk fær vinnu því ég unni þeim það vel.

Barna­börn­in, lík­ams­rækt, sund og heim­ilið

En það er ekki aðeins það nei­kvæða sem ég hef upp­lifað á þessum tíma. Ég hef verið svo hepp­inn að geta tekið meira þátt í lífi yngstu barna­barn­anna með því að sækja í leik­skóla og dekra svoldið við þau. Þá hefur Reykja­vík­ur­borg útvegað mér sund­kort sem ég reyni að nýta vel. Að sjálf­sögðu sé ég um heim­ilið á meðan eig­in­konan sér um að draga björg í bú. Þurrka af, þríf og elda sem er ágætis dægradvöl.

Að „liggja“ á kerf­inu

Sumir stjórn­mála­menn hafa minnt lands­lýð á að „liggja“ ekki á kerf­inu – að skrá sig t.d. atvinnu­lausan og fá BÆT­UR. Þeim til upp­lýs­ingar þá er hámarks­greiðsla á mán­uði 289.510 krón­ur. Ég held ekki að upp­hæðin sé það merki­leg að hún lokki til sín fólk sem ætlar að hafa það náð­ugt. Fyrir fólk sem missir vinn­una og hefur fyrir fjöl­skyldu að sjá auk þess að standa skil á mán­að­ar­af­borgun lána er atvinnu­leysi og „bæt­urn­ar“ algjör kata­st­rófa. Ég tek því heils­hugar undir kröfu Alþýðu­sam­bands Íslands að hækka þurfi greiðslur til vinnu­leit­enda.

Tíu týnd ár?

Ég á alveg tíu ár eftir á vinnu­mark­aðnum enda frískur og sprækur og held mér í formi með reglu­legri lík­ams­rækt og sundi. Þá ósk á ég heitasta að hafa vinnu í stað þess að sækja stöðugt um störf næstu tíu ár.

Það ræt­ist von­andi úr innan tíð­ar!

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð til að taka allt að 360 milljarða króna lán í erlendri mynt
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar