Dagur 366 án atvinnu

Saga manns sem vill vinna.

Auglýsing

Í dag eru 366 dagar eða heilt ár (hlaupár munið þið) síðan ég hef verið án laun­aðrar vinnu. Heilt ár án þess að vakna á morgn­ana, fara í rækt­ina eða sund, fengið mér morg­un­mat og farið síðan til vinnu. Komið heim seinnipart dags­ins, sest niður með kaffi og rætt við kon­una mína um hvernig vinnu­dagur okkar var.

170 umsóknir – 170 hafn­anir

Ekki það að ég hafi setið auðum höndum og horft í gaupnir mér, grátið örlög mín og fallið í dep­urð. Ég hef sótt um 170 störf og fengið jafn margar hafn­an­ir. Það er að með­al­tali rúm­lega 14 störf á mán­uði. Að auki hef ég sent út net­póst með almennri kynn­ingu á mér til 52 fyr­ir­tækja, hringt í eða hitta fólk frá 15 mis­mun­andi fyr­ir­tækj­u­m/­fé­laga­sam­tökum sem ég þekki með von um vinnu. Ég hef fengið mikla hvatn­ingu frá fólki sem ég hef starfað með og þekkir mig vel og er ég þakk­látur fyrir það.

Störfin

Ég hef sótt um alls­konar störf. Starf fram­kvæmda­stjóra, verk­efna­stjóra og við mark­aða­mál en þetta eru þær greinar sem ég hef menntað mig til. Þá hef ég sótt um starf skrif­stofu­stjóra, þjón­ustu­full­trúa, inn­kaupa­full­trúa, sölu­manns, fjár­mála­full­trúa, liðs­auka, sveita­stjóra, lag­er­stjóra, við inn­flutn­ing, mót­töku­full­trúa, upp­lýs­inga­full­trúa, við ráð­gjöf, skrif­stofu­manns, sum­ar­störf – allt störf sem ég treysti mér full­kom­lega til að vinna vel.

Auglýsing
Ég hef sótt um störf utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og jafn­vel um störf á Norð­ur­lönd­un­um. Ég bætti síðan við þekk­ingu mína, með stuðn­ingi stétt­ar­fé­lags míns og Vinnu­mála­stofn­un­ar, og hóf nám til bók­ara sem lauk í apr­íl. 

Ég hef aðeins kom­ist í 6 starfsvið­töl!

Hinir 50.000

Þegar ég missti vinn­una þá mæld­ist atvinnu­leysi 3,4 pró­sent og spáð var 4 pró­sent atvinnu­leysi árið 2020. Því taldi ég að það ætti ekki að vera erfitt að fá vinnu. Þró­unin varð sú að hægt og rólega bætt­ust fleiri við atvinnu­leys­is­skrá og fór í 5 pró­sent.

Afleið­ing COVID-19 varð síðan skelfi­leg og er skráð atvinnu­leysi í maí 2020 17,8 pró­sent þ.a. 7,5 pró­sent almennt atvinnu­leysi og 10,3 pró­sent vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls. Um 50.000 manns voru því án vinnu eða í mjög skertu vinnu­hlut­falli. Nú í júní er atvinnu­leysið komið í 13 pró­sent sem er vissu­lega mikið en jákvætt að það lækki.

Þess má geta að atvinnu­leysi meðal erlendra rík­is­borg­ara er um 40 pró­sent! Þetta er fólkið sem hefur komið til lands­ins á síð­ustu 15 árum og var meg­in­stoðin í bygg­ing­ar­iðn­aði en einnig var grunn­ur­inn að því að ferða­þjón­ustan náði þeim hæðum sem varð.

Bar­áttan

Það er kannski ekki rétt­látt að nota orðið bar­átta þegar maður sækir um starf því það er mikið af hæfi­leik­a­ríku fólki sem er í sömu stöðu og ég. Í eitt skipti voru aðeins 15 sem sóttu um til­tekið starf fyrir utan mig. Síðan komu „met­in“. Lengi vetrar var „met­ið“ tæpir 200 umsækj­endur um eitt til­tekið starf en í vor var starf sem ég sótt­ist einnig eftir þar sem yfir 300 umsækj­endur sóttu um. Ég fagna því að fólk fær vinnu því ég unni þeim það vel.

Barna­börn­in, lík­ams­rækt, sund og heim­ilið

En það er ekki aðeins það nei­kvæða sem ég hef upp­lifað á þessum tíma. Ég hef verið svo hepp­inn að geta tekið meira þátt í lífi yngstu barna­barn­anna með því að sækja í leik­skóla og dekra svoldið við þau. Þá hefur Reykja­vík­ur­borg útvegað mér sund­kort sem ég reyni að nýta vel. Að sjálf­sögðu sé ég um heim­ilið á meðan eig­in­konan sér um að draga björg í bú. Þurrka af, þríf og elda sem er ágætis dægradvöl.

Að „liggja“ á kerf­inu

Sumir stjórn­mála­menn hafa minnt lands­lýð á að „liggja“ ekki á kerf­inu – að skrá sig t.d. atvinnu­lausan og fá BÆT­UR. Þeim til upp­lýs­ingar þá er hámarks­greiðsla á mán­uði 289.510 krón­ur. Ég held ekki að upp­hæðin sé það merki­leg að hún lokki til sín fólk sem ætlar að hafa það náð­ugt. Fyrir fólk sem missir vinn­una og hefur fyrir fjöl­skyldu að sjá auk þess að standa skil á mán­að­ar­af­borgun lána er atvinnu­leysi og „bæt­urn­ar“ algjör kata­st­rófa. Ég tek því heils­hugar undir kröfu Alþýðu­sam­bands Íslands að hækka þurfi greiðslur til vinnu­leit­enda.

Tíu týnd ár?

Ég á alveg tíu ár eftir á vinnu­mark­aðnum enda frískur og sprækur og held mér í formi með reglu­legri lík­ams­rækt og sundi. Þá ósk á ég heitasta að hafa vinnu í stað þess að sækja stöðugt um störf næstu tíu ár.

Það ræt­ist von­andi úr innan tíð­ar!

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar