Metoo - Stjórnarráðið

Þögnin rofin á ný

Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Gerendameðvirkni, kallast hugtakið. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni? Í þetta skipti er karlpeningurinn hvattur til að taka meiri þátt.

Und­an­farna sól­ar­hringa hafa frá­sagnir þolenda kyn­ferð­is­of­beldis flætt fram í stríðum straumum á sam­fé­lags­miðl­inum Twitt­er, margar undir kass­merk­inu #metoo. Segja má að þetta sé önnur hrina frá­sagna, aðal­lega kvenna, af kyn­ferð­is­legu og kyn­bundnu ofbeldi og áreitni sem rís hér á landi á und­an­förnum fjórum árum. Sög­urnar skipta hund­ruð­um.

Kveikjan í þetta skiptið voru við­brögð sam­fé­lags­ins við því að þjóð­þekktur fjöl­miðla­maður steig sjálfur fram og bar af sér orðróm sem fáir höfðu kom­ist hjá því að heyra dag­ana á und­an. Einn víð­lesnasti vef­mið­ill lands­ins virt­ist lýsa yfir sak­leysi hans í kjöl­far­ið, en ein kona hefur kært mann­inn fyrir lík­ams­árás og önnur sakað hann um kyn­ferð­is­brot.

Kon­urnar hafa ekki stigið fram undir nafni í fjöl­miðl­um, en hafa mátt þola það að vera úthróp­aðar sem bæði lygarar og mann­orðs­morð­ingj­ar. Druslur og hór­ur. Eins og svo margar konur sem á undan þeim komu.

Sjálf­virkur stuðn­ingur við ger­endur

Það sem hefur ein­kennt umræðu síð­ustu daga eru ákveðin von­brigði. Von­brigði og svekk­elsi þolenda ofbeldis yfir því að sam­fé­lag­ið, eða hluti þess og jafn­vel fjöl­miðl­ar, snú­ist eins og á sjálf­stýr­ingu gegn þeim sem stíga fram og segja frá því að þær hafi orðið fyrir ofbeldi.

Á sama tíma fái ger­endur umsvifa­laust stuðn­ing þegar þeir segj­ast sak­laus­ir. Til­finn­ing margra virð­ist sú að það hafi ekki nægi­lega mikið breyst, þrátt fyrir alla þá umræðu sem hefur átt sér stað um kyn­ferð­is­legt og kyn­bundið ofbeldi í íslensku sam­fé­lagi á und­an­förnum árum.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði í gær að það væri „í raun og veru dap­­ur­­legt að við séum ekki kom­in lengra þrátt fyr­ir #met­oo-­bylgj­una sem var hér 2017.“

Þús­undir kvenna kröfð­ust breyt­inga

Sú bylgja reis á alþjóða­vísu í kjöl­far þess að kyn­bundið ofbeldi valda­mik­illa karla í kvik­mynda­geir­anum í Hollywood var dregið upp á yfir­borð­ið. Þús­undir kvenna hér á landi stigu þá fram með yfir­lýs­ingar og frá­sagnir sem tengd­ust kyn­ferð­is­legri áreitni, kyn­bund­inni mis­munun og ofbeldi.

Auglýsing

Þetta voru meðal ann­arra konur sem feng­ust eða fást við stjórn­mál, vís­indi, sviðs­listir og kvik­mynda­gerð. Konur í heil­brigð­is­þjón­ustu, fjöl­miðl­un, flugi og konur í presta­stétt. Konur í mennta­kerf­inu, iðn­grein­um, rétt­ar­vörslu­kerf­inu, verka­lýðs­hreyf­ing­unni og íþrótt­um.

Þetta voru alls konar konur með alls konar sögur sem stöf­uðu af sama kerf­is­læga vanda, ofbeldi og lít­ils­virð­ingu í garð kvenna. Þolenda­skömm og með­virkni sam­fé­lags­ins með ger­end­um. Konur af erlendum upp­runa á Íslandi létu sér­stak­lega í sér heyra og kröfð­ust þess að sam­fé­lagið brygð­ist á sama hátt við frá­sögnum þeirra og frá­sögnum íslenskra kvenna.

Þessi bylgja var í hámæli í sam­fé­lags­um­ræð­unni um nokk­urra mán­aða skeið og sam­kvæmt könnun MMR, sem fram­kvæmd var að vori 2018, töldu lands­menn upp til hópa, eða rúm 70 pró­sent, að umræðan um #metoo hefði verið til bóta fyrir íslenskt sam­fé­lag. Ákall var um breyt­ingar og bæði á vett­vangi stjórn­mála og innan flestra vinnu­staða var ráð­ist í aðgerðir til þess að bregð­ast við #metoo bylt­ing­unni.

Klaust­ur­málið og eft­ir­málar þóttu bakslag

Klaust­ur­málið kom síðan upp á yfir­borðið í nóv­em­ber 2018 og ljóst varð að inni á Alþingi var allur gangur á því hvort #metoo umræðan sem hristi upp svo ræki­lega upp í sam­fé­lag­inu hefði náð til eyrna þing­manna. Í sam­tölum á milli þing­manna – sem nú eru allir í Mið­flokknum – var meðal ann­ars hæðst að #metoo-­sögum og talað með nið­ur­lægj­andi og kyn­ferð­is­legum hætti um stjórn­mála­kon­ur.

Dag­lega vinnu­fé­laga mann­anna og aðrar kon­ur, sem höfðu flestar verið á meðal þeirra um það bil 400 núver­andi og fyrr­ver­andi stjórn­mála­kvenna sem rit­uðu nafn sitt við áskorun þar sem þess var kraf­ist að allir karlar tækju ábyrgð og allir stjórn­mála­flokkar tækju af festu á vanda­mál­inu.

Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra lýsti nokkrum þess­ara þing­manna hreint og beint sem ofbeld­is­mönn­um, en einna gróf­ustu ummælin sem við­höfð voru á Klaustri beindust gegn henni. Albertína Frið­björg Elí­as­dóttir þing­kona sagð­ist „eig­in­lega bara kjaft­stopp“ yfir þeim ummælum sem um hana féllu.

Auglýsing

Orð Mið­flokks­manna voru for­dæmd víða í sam­fé­lag­inu. Sumir lýstu mál­inu eins og blautri tusku framan í #metoo-­bylt­ing­una og alla þá þolendur kyn­bund­ins ofbeldis sem stigið fram saman og kraf­ist breyt­inga.

Hávær krafa var uppi um afsögn þing­mann­anna, innan þings og utan. Þrjá­tíu og einn þing­maður sagði Frétta­blað­inu að rétt væri að sex­menn­ing­arn­ir, á Klaustri, eða að minnsta kosti sumir þeirra, segðu af sér þing­mennsku. Skoð­ana­kann­anir meðal almenn­ings sýndu mik­inn stuðn­ing við það sama, 74 til 91 pró­sent Íslend­inga voru á því máli að rétt­ast væri að þing­menn­irnir tækju pok­ann sinn.

Þingmennirnir sex sem sátu að sumbli á Klaustri haustið 2018.
Samsett

Klaust­ur­mál­ið, eft­ir­málar þess og litlar afleið­ingar þóttu mörgum á skjön við þá umræðu sem hafði átt sér stað í sam­fé­lag­inu ein­ungis um ári mán­uðum fyrr. „Ger­end­­urn­ir í þessu máli bera gríð­ar­lega mikla ábyrgð og þeir neita að taka hana,“ sagði Þór­hild­ur Sunna Ævars­dóttir þing­maður á mál­þingi um stjórn­málin og #metoo sem fram fór í mars 2019.

Í nýrri bylgju #metoo er kallað eftir því að karlar geri betur en áður. „Ég vil sjá karla hlusta, ég vil sjá karla stíga fram og axla ábyrgð,“ sagði Hanna Björg Vil­hjálms­dóttir kynja­fræð­ingur í við­tali í útvarps­þætt­inum Harma­geddon í gær. Þar sagð­ist hún hrædd um að mik­ill fjöldi karla hefði eitt­hvað á sam­visk­unni.

Venju­legir menn

Miðað við fjölda hörmu­legra frá­sagna kvenna sem hrann­ast hafa upp á sam­fé­lags­miðlum er það ekki ósenni­legt. Sumum sög­unum fylgir að ger­end­urn­ir, sem þolendur rekast á í sínu dag­lega lífi mörgum árum seinna, hafi verið taldir svo „góðir strák­ar“ að ótt­inn við að vera ekki trúað hefði komið í veg fyrir að þolendur opn­uðu sig, fyrr en nú.

En góðir strákar og venju­legir menn geta líka gert slæma hluti. Það þarf ekki að vera neitt skrímsli til þess. Og nú eru þeir hvattir til að stíga fram, gera upp við sam­visk­una, en ekki síst – ræða um hlut­ina sín á milli – svo umræðan í sam­fé­lag­inu fær­ist áfram.

Sömu­leiðis hefur verið kallað eftir því að karlar geri meira til þess að fræða sig um kyn­ferð­is­legt ofbeldi gegn kon­um. Það sé ekki þeirra að upp­fræða karla um hvar mörk í sam­skiptum eigi að liggja.

Á sam­fé­lags­miðlum hafa margir mælt með nám­skeiði Stíga­móta, Banda­menn, þar sem fjallað er um kyn­ferð­is­of­beldi gegn konum með sér­stakri áherslu á hvað karlar geta gert til að berj­ast gegn því.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar