Pexels - Open source myndasöfn

Tími þagnarinnar liðinn – Sögurnar allar

Hér má finna frásagnir hundruð kvenna þar sem þær lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun.

Fáir hafa væntanlega farið varhluta af #Metoo-byltingunni sem gengið hefur yfir heiminn að undanförnu. Konur úr öllum heimshornum hafa sagt sögu sína og lýst reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun sem á sér stað. Íslenskar konur hafa gert slíkt hið sama og tók Kjarninn saman yfirlýsingarnar og frásagnirnar sem birst hafa. 

Konur í stjórnmálum riðu á vaðið og sendu frá sér áskorun þann 24. nóvember síðastliðinn. Síðan þá hefur fjöldi starfsstétta og samfélagshópa gefið út yfirlýsingar þar sem kynferðislegu áreiti, ofbeldi og mismunun er mótmælt. Krafan er skýr: Konur vilja breytingar, að samfélagið viðurkenni vandann og hafna núverandi ástandi. Þær krefjast þess að samverkamenn þeirra taki ábyrgð á gjörðum sínum og að verkferlar og viðbragðsáætlanir verði gangsettar. 

Nú hafa tæplega 5.650 konur úr ýmsum starfsstéttum sem lifa við margs konar aðstæður skrifað undir áskorun þar sem þær setja fram kröfur sínar og deilt með þjóðinni 815 sögum. Hver og ein frásögn lýsir reynslu konu sem þurft hefur að takast á við áreiti, ofbeldi eða mismunun vegna kyns síns. 

Konur í stjórnmálum

Rúmlega fjögur hundruð undirskriftir bárust með áskorun til stjórnmálanna.

„Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð, að allir stjórnmálaflokkar taki af festu á málinu, setji sér viðbragðsreglur og lofi konum að þær þurfi ekki að þegja meir því þær muni fá stuðning.“

Áskorun

Frásagnir kvenna í stjórnmálum

Konur í sviðslistum og kvikmyndagerð

Tæplega sex hundruð konur skrifuðu undir áskorun að fá að vinna vinnuna sína án áreitni, ofbeldis eða mismununar.

„Við krefjumst þess að karlkyns samverkamenn okkar taki ábyrgð; að yfirvöld, leikhús og framleiðslufyrirtæki taki af festu á málinu og komi sér upp verkferlum og viðbragðsáætlun.“

Áskorun

Frásagnir kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð

Konur í tækni-, upplýsinga-, og hugbúnaðariðnaði

Hátt í þrjú hundruð konur skrifuðu undir yfirlýsingu þess efnis að áreitni, ofbeldi og mismunun eigi ekki að líðast.

„Við krefjumst þess að allir samverkamenn okkar taki ábyrgð á að uppræta vandamálið; að viðeigandi yfirvöld, stéttarfélög og fyrirtæki í hugbúnaðar­, vef­ og tækni­iðnaði taki af festu á málinu.“

Áskorun og frásagnir kvenna í tæknigeiranum

Konur í tónlist

Yfir þrjú hundruð konur skrifuðu undir áskorunina þar sem þær krefjast þess að fá að vinna vinnuna án áreitni, ofbeldis eða mismununar.

„Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur. Við verðskuldum að okkur sé trúað og sýndur stuðningur. Fyrst og fremst á misréttinu að linna.“

Áskorun og frásagnir kvenna í tónlist

Konur úr réttarvörslukerfinu

Ríflega hundrað og fimmtíu konur skrifuðu undir áskorunina.

„Konur innan réttarvörslukerfisins krefjast þess að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og áreiti verði sett í forgang og að allir vinnuveitendur taki ábyrgð á að uppræta vandamálið.“

Áskorun

Frásagnir kvenna í réttarvörslukerfinu

Konur í vísindum

Yfir tvö hundruð og fimmtíu konur skrifuðu undir yfirlýsingu og kröfðust breytinga.

„Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð, að allir vinnustaðir taki af festu á málinu, setji sér forvarnaráætlanir og viðbragðsreglur og lofi konum að þær þurfi ekki að þegja meir því þær muni fá stuðning.“

Áskorun

Frásagnir kvenna í vísindum

Konur í læknastétt

Rúmlega þrjú hundrum og fimmtíu konur undirrituðu yfirlýsingu þess efnis að kynbundið áreiti, ofbeldi og mismunun í starfi sé óásættanlegt ástand.

„Við væntum þess að allir samstarfsmenn okkar og stjórnendur taki höndum saman til að uppræta þennan ósóma.“

Áskorun og frásagnir kvenna í læknastétt

Konur í flugi

Tæplega sex hundruð konur hafa skrifað undir áskorun þar sem þær hafna kynferðislegri áreitni og mismunun.

„Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur. Við verðskuldum að okkur sé trúað og sýndur stuðningur.“

Áskorun

Frásagnir kvenna í flugi

Konur í fjölmiðlum

Tæplega tvö hundruð og fimmtíu konur skrifuðu undir áskorun og sögðu núverandi ástand ekki lengur boðlegt

„Við krefj­umst breyt­inga og skorum á íslenska fjöl­miðla að taka með­fylgj­andi frá­sagnir alvar­lega, setja sér siðareglur varð­andi áreitni og kyn­ferð­is­legt ofbeldi og fylgja þeim eft­ir.“

Áskorun og frásagnir kvenna í fjölmiðlum

Konur í heilbrigðisþjónustu

Yfir sex hundruð konur skrifuðu undir og kröfðust þess að heilbrigðisyfirvöld landsins, stéttarfélög, fyrirtæki og stofnanir á heilbrigðissviði viðurkenndu vandann.

„Við erum hættar að þegja til að halda friðinn, við segjum okkar sögur og krefjumst úrbóta.“

Áskorun og frásagnir kvenna í heilbrigðisþjónustu

Konur í menntakerfinu

Ríflega sjö hundruð konur skrifuðu undir yfirlýsinguna og sögðu að konur eigi rétt á því að sinna sínu fagi og vinna vinnuna án áreitni, ofbeldis eða mismununar.

„Við stöndum saman! Við höfum hátt! Við krefjumst breytinga!“

Áskorun og frásagnir kvenna í menntakerfinu

Konur í verkalýðshreyfingunni

Konur í verkalýðshreyfingunni sendur frá sér yfirlýsingu þar sem þær segja að það sé jafn nauðsynlegt, bæði innan verkalýðshreyfingarinnar og utan, að brugðist sé við vitundavakningunni og skapað verði andrúmsloft þar sem þolendur treysta sér til þess að segja frá.

„Við krefjumst þess að samtök launafólks hlusti á þær hugrökku konur sem stíga fram og rjúfa þögnina.“

Áskorun

Konur í iðngreinum

Tæmlega tvö hundruð konur skrifuðu undir áskorunina og gáfu út yfirlýsingu.

„Það er mik­il­vægt að eyða þessu „konur kunna ekki“-við­horfi úr iðn­að­ar­störfum á Ísland­i. Við tókum sama nám og sömu próf og þeir iðn­að­ar­menn sem við vinnum með.“

Áskorun

Frásagnir kvenna í iðngreinum

Konur í prestastétt

Ríflega sextíu konur skrifuðu undir áskorunina.

„Þjóðkirkjan hefur líkt og mörg önnur félagasamtök og stofnanir markað stefnu og búið til úrræði í þessum málum en sögur kvenna í kirkjunni sýna að mikið verk er óunnið þar sem annars staðar í samfélaginu.“

Áskorun

Frásagnir kvenna í prestastétt

Konur í íþróttum

Rúmlega fjögur hundruð og sextíu konur skrifuðu undir áskorunina.

„Ljóst er að kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun er vandamál í hinum karllæga íþróttaheimi Íslands líkt og á öðrum stöðum í samfélaginu.“

Áskorun

Frásagnir kvenna í íþróttum

Konur af erlendum uppruna

Tæplega hundrað konur skrifuðu undir yfirlýsingu.

„Konur af erlendum uppruna krefjast nú sömu athygli og íslenskar kynsystur þeirra og að samfélagið bregðist við þeirra frásögnum með sama hætti og frásögnum íslenskra kvenna.“

Áskorun á íslensku og ensku

Frásagnir kvenna af erlendum uppruna

Fjölskyldutengsl

Tæplega hundrað og fimmtíu konur skrifuðu undir yfirlýsingu.

„Okkur þykir einnig rík ástæða til að minna á að konur verða oftast fyrir ofbeldi heima hjá sér. Ofbeldi innan fjölskyldu og í nánu sambandi er samfélagsmein sem við verðum í sameiningu að ráðast að og uppræta.“

Áskorun og frásagnir kvenna - Fjölskyldutengsl

Von er á fleiri áskorunum og frásögnum frá öðrum starfsstéttum og samfélagshópum og mun Kjarninn birta þær hér þegar þær verða gerðar opinberar. 

Bára Huld Beck

Kynbundið ofbeldi hafði varanleg áhrif

Ragnhildur Ágústsdóttir sagði sögu sína í aðsendri grein á Kjarnanum fyrir stuttu þar sem hún steig fram með frá­sögn af atviki sem hún varð fyrir árið 2009, þá barns­haf­andi. Atvik sem hún vill meina að hafi falið í sér klárt kyn­bundið ofbeldi. „Það hafði var­an­leg áhrif á mig og mín lífs­við­horf og setti vafa­lítið afger­andi strik í reikn­ing­inn hvað varðar mína fram­tíð sem upp­renn­andi stjórn­anda í tækni­geir­an­um,“ skrifar hún. 

Hún var beitt kynbundnu ofbeldi af mönnum sem lokuðu hana inni í fundarherbergi, neyddu hana til að skrifa undir samning og meinuðu henni útgöngu. Málið vakti mikla athygli í fjölmiðlum og hefur einn mannanna m.a. beðið hana afsökunar. 

„Ég hef álasað sjálfa mig fyrir að hafa þagað yfir mál­inu. Að hafa ekki sagt frá og þar með lagt mitt á vog­ar­skál­arnar til að forða því að menn af þessu tagi kæmust í áhrifa­stöð­ur. Að hafa með þögn­inni stefnt öðrum konum í hættu. En ekki leng­ur. Tím­inn þagn­ar­innar er lið­inn. Við verð­um, sem þjóð­fé­lag, að rísa upp gegn kúltúr sem lætur ein­stak­linga halda að þeir geti traðkað yfir annað fólk á skítugum skón­um. Við verð­um, sem þjóð, að krefj­ast þess að virð­ing sé borin fyrir öllum og standa vörð um þá hug­sjón.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiInnlent