Þögnin rofin

Ragnhildur Ágústsdóttir varð ung forstjóri hjá fyrirtæki í tæknigeiranum. Hún var beitt kynbundnu ofbeldi af mönnum sem lokuðu hana inni í fundarherbergi, neyddu Ragnhildi, sem var barnshafandi, til að skrifa undir samning og meinuðu henni útgöngu.

Auglýsing

Eftir mikla og langa íhugun hef ég ákveðið að stíga fram með frá­sögn af atviki sem ég varð fyrir árið 2009, þá barns­haf­andi. Atvik sem ég vil meina að hafi falið í sér klárt kyn­bundið ofbeldi. Það hafði var­an­leg áhrif á mig og mín lífs­við­horf og setti vafa­lítið afger­andi strik í reikn­ing­inn hvað varðar mína fram­tíð sem upp­renn­andi stjórn­anda í tækni­geir­an­um. 

Ég vil taka skýrt fram að ég er ekki að stíga fram núna með það fyrir augum að draga ein­staka ger­endur fram í dags­ljós­ið. Ástæðan er sú vit­und­ar­vakn­ing sem orðið hefur með til­komu #metoo bylt­ing­ar­innar þar sem athygli er vakin á bjög­uðum kúltúr og kyn­bund­inni vald­níðslu sem virð­ist hafa við­geng­ist í íslensku atvinnu­lífi og hefur meðal ann­ars beinst að ungum konum á frama­braut. Við sögu koma engu að síður þrír ger­end­ur: einn kaup­sýslu­mað­ur, einn hæsta­rétt­ar­lög­maður og einn stjórn­andi sem í dag er for­stjóri opin­berrar stofn­unar hér á landi.

Sú stað­reynd að ég er aftur barns­haf­andi hefur vakið upp minn­ingar frá þessum dramat­íska tíma. Ég var lengi vel hrædd við þessa menn og ótt­að­ist hvaða afleið­ingar það gæti haft í för með sér fyrir mig og mína fjöl­skyldu ef ég greindi frá mála­vöxt­um. En tíma þögg­unar virð­ist vera lokið og því þótti mér tíma­bært að gera þetta upp, sjálfrar mín og sam­fé­lags­ins vegna.

Auglýsing

Aðdrag­andi

Vorið 2008 urðu breyt­ingar á fyr­ir­tæki sem ég hafði stýrt frá árinu 2006 er það sam­ein­að­ist öðru félagi. Í nýju sam­ein­uðu félagi sat ég í fram­kvæmda­stjórn undir for­ystu nýs for­stjóra sem áður hafði starfað í banka­geir­an­um. Í fyrstu var ég spennt fyrir starf­inu en smám saman fóru að renna á mig tvær grím­ur, m.a. þar sem ég fór að sjá nýjar hliðar á hinum ann­ars geð­þekka for­stjóra.

Í des­em­ber þetta sama ár, komst ég að því að ég væri ófrísk að mínu öðru barni, þá 28 ára, og plöguð af ógleði fór ég inn í jólin með það fyrir augum að hvíl­ast sem mest. Jólin reynd­ust þó allt annað en róleg þetta árið. Að kvöldi laug­ar­dags­ins 27. des­em­ber fékk ég óvænt sím­tal frá stjórn­ar­for­manni félags­ins þar sem ég var beðin að koma á fund með meiri­hluta stjórnar morg­un­inn eft­ir. Er ég vin­sam­leg­ast beðin um að halda sím­tal­inu og fund­inum leynd­um. Á fund­inum fékk ég að vita að kom­inn væri upp alvar­legur trún­að­ar­brestur milli meiri­hluta stjórnar og for­stjóra og að til stæði að víkja honum úr starfi. Var ég beðin að stíga inn í starf for­stjóra í hans stað. Á þessum tíma­punkti þótti mér rétt að greina frá því að ég væri gengin 7 vikur og gefa þeim færi á að draga boðið til baka. Eftir and­ar­taksum­hugsun héldu þau bón­inni til streitu og eftir að hafa ráð­fært mig við mann­inn minn og fjöl­skyldu þáði ég boð­ið.  

Mánu­dag­inn 29. des­em­ber mæti ég til vinnu vit­andi hvað væri í vænd­um. ­At­burða­rás­in var nokkurn vegin í takt við það sem von var á undir þessum kring­um­stæðum og í lok dags var búið að kynna mig inn sem nýjan for­stjóra. Ég gleymi þó aldrei fyrsta fund­inum sem ég átti með allri stjórn­inni þar sem ég hitti í fyrsta sinn full­trúa minni­hluta­eig­anda, þekktan kaup­sýslu­mann. Þar sem við sátum tvö ein við fund­ar­borðið and­spænis hvoru öðru meðan aðrir fund­ar­menn sóttu sér kaffi­bolla, hall­aði hann sér yfir borðið og sagði við mig í hálfum hljóð­um: „Þú hefur ekki hug­mynd um hvað þú ert búin að koma þér útí stelpa“. Mér kross­brá en svar­aði eins æðru­leys­is­lega og ég gat: „Nei, senni­lega er það rétt hjá þér“.

Krísu­á­stand

Þeir örfáu dagar sem voru til ára­móta fóru að mestu í að ræða við starfs­fólkið og koma starf­sem­inni í sem eðli­leg­astan far­veg. Strax í upp­hafi nýs árs hófust harka­legar deilur á vett­vangi fjöl­miðla milli minni­hluti stjórn­ar, sem var fyrrum for­stjóra hlið­holl­ur, og meiri­hluta stjórn­ar, þar sem ásak­anir um svik og sam­keppn­is­sam­ráð fuku á báða bóga. Með undra­verðum hraða var Sam­keppn­is­eft­ir­litið komið inn í málið og 2. jan­úar birt­ist yfir­lýs­ing í fjöl­miðlum um að eft­ir­litið hefði tekið deilur eig­enda til skoð­unar og 7. jan­úar var gerð hús­leit í húsa­kynnum félags­ins og meiri­hluta stjórn­ar. Fjöl­miðlar gerðu sér mat úr mál­inu sem var slæmt fyrir ímynd og starf­semi félags­ins. Í grein sem birt­ist í fjöl­miðlum biðl­aði ég, fyrir hönd félags­ins, til eig­enda að þeir létu strax af deilum sínum á opin­berum vett­vangi þar sem það hefði skað­leg áhrif á félag­ið. Það hafði lítil áhrif. Í lok jan­úar úrskurðaði Sam­keppn­is­eft­ir­litið að til bráða­birgða skyldu full­trúar meiri­hluta stjórnar víkja og í þeirra stað skyldu tveir óháðir aðilar skip­aðir í stjórn. 

Eins og gefur að skilja voru þetta erf­iðar vikur sem fóru að mestu í krísu­stjórnun. Starfs­fólk stóð sig með mik­illi prýði við að svara ótal fyr­ir­spurnum frá fjöl­miðlum og við­skipta­vinum til að full­vissa þá um að allt fjaðrafokið hefði ekki áhrif á dag­lega þjón­ustu. Starfs­fólk var dug­legt að stappa stál­inu í hvert annað og varð ástandið smátt og smátt betra og ró færð­ist yfir. Mér var þó ekki fylli­lega rótt þar sem ég fékk í tvígang nafn­laus hót­un­ar­bréf í pósti heim til mín þar sem ég var vöruð við því að beita mér eða taka afger­andi ákvarð­anir í starfi mínu sem for­stjóri.

Atvikið sjálft

Dag einn í lok febr­ú­ar, gengu tveir menn inn á skrif­stofu til mín og ósk­uðu eftir að ég sett­ist inn í fund­ar­her­bergi með þeim. Um var að ræða fyrr­nefndan full­trúa minni­hluta stjórn­ar, sem hafði varað mig svo óhugn­an­lega við á okkar fyrsta fundi í lok des­em­ber. Með honum í för var virt­ur hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur. Ég beindi þeim inn í fund­ar­her­bergið við hlið­ina, her­bergi þar sem einn vegg­ur­inn var úr gleri og þak­inn mattri filmu um mið­bikið til að hindra að hægt væri að sjá hvað fram færi á fund­um.

Ég var ekki fyrr komin inn í her­bergið en að hurð­inni var lokað á eftir mér og lagt fyrir mig plagg sem mér var gert að lesa. Ég sett­ist tor­tryggin niður og las fyrstu lín­urnar en spurði svo hvað væri eig­in­lega um að vera. Þá tók hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur­inn um­búða­laust til máls og greindi frá því að um væri að ræða brott­vikn­ingu úr starfi þar sem ráðn­ing mín í starf for­stjóra hafi verið ólög­mæt og að ég þurfi að kvitta undir plagg­ið. Ég tók upp far­sím­ann til að hringja í lög­fræð­ing­inn minn sem ég hafði ráð­fært mig við varð­andi mína stöðu nokkrum vikum áður. Ég náði sam­bandi við skipti­borð­ið, kynnti mig og bað um sam­band og skömmu síðar svar­aði lög­fræð­ing­ur­inn með nafni en þá slitn­aði sam­band­ið. Ég hringdi strax aftur en heyrði þá rödd svara „Lokað hefur verið fyrir þetta síma­núm­er“. Vit­andi hvernig fjar­skipta­geir­inn virk­aði, leit ég van­trúuð á þá félaga sem enn voru stand­andi og spurði: „Létuð þið loka fyrir síma­núm­erið mitt?“. Þegar þeir svör­uðu ekki stóð ég upp og sagði „Ég ætla að fara inn á skrif­stofu og hringja í lög­fræð­ing­inn minn“. Þá steig hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur­inn á­kveðið fyrir dyrnar og í sömu andrá snéri full­trúi minni­hluta­eig­anda sér að mér og ýtti mér ákveðið niður í sætið og sagði: „Þú ferð ekki út úr þessu her­bergi fyrr en þú ert búin að skrifa undir þetta plagg“. 

Þarna hætti mér að standa á sama og ég fann hvernig hjartað byrj­aði að ham­ast í brjósti mér. Þarna sat ég, gengin rétt um fjóra mán­uði á leið (eitt­hvað sem full­trúi minni­hluta­eig­anda vissi vel af), skít­hrædd um sjálfa mig og ófætt barn­ið, hugs­andi um hót­un­ar­bréfin sem mér hafði borist í pósti og reyndi eftir fremsta megni að halda kúl­inu. Ég reyndi aftur að standa upp en þegar mér var aftur ýtt af festu niður í sætið reyndi ég að höfða til skyn­semi þeirra og segja „Þið getið ekki bannað mér að tala við lög­fræð­ing­inn minn. Og þið getið alls ekki haldið mér hérna inni og lokað fyrir síma­núm­erið mitt“. Þeir hins vegar högg­uð­ust ekki og þrátt fyrir ítrek­aðar til­raunir til að tala um fyrir þeim end­aði þetta með því að ég sat þarna hálf­frosin og reyndi að lesa í gegnum skjalið til að skilja hvað í því stóð.  Það tók óra­tíma enda átti ég bágt með að hugsa rök­rétt og þurfti að end­ur­lesa sömu setn­ing­arnar aftur og aftur til að ná inni­haldi þeirra. Að því loknu reyndi ég aftur að tala um fyrir þeim og útskýra að það væri ekki nokkur leið að ég myndi skrifa undir þetta fjar­stæðu­kennda plagg en án árang­urs. Ég veit ekki nákvæm­lega hvað tím­anum leið svo brugðið var mér, lík­leg­ast um 60-90 mín­útur þó mér hafi liðið eins og ég hafi setið þarna í margar klukku­stund­ir. Að end­ingu skrif­aði ég undir plaggið en bætti við fyr­ir­vara um að skjalið stæð­ist lög og regl­ur. Að því loknu fékk ég að standa upp og yfir­gefa her­berg­ið. Á þessu augna­bliki komst það eitt að hjá mér að leggja á flótta frá þessum mönnum og þessum hræði­legu aðstæðum og því gekk ég rak­leiðis stystu leið leið út úr hús­inu án þess að sækja yfir­höfn­ina mína eða veskið mitt.

Ég man ennþá eftir til­finn­ing­unni sem hellt­ist yfir mig þegar út var kom­ið. Ég vildi bara kom­ast eins hratt í burtu frá þeim og ég mögu­leg­ast gat. Það var kalt þennan dag, ég án síma­sam­bands, seðla­vesk­is­ins og bíllyklana. Án þess að hugsa rök­rétt ákvað ég að leita uppi fyrstu mann­eskj­una sem ég mundi eftir sem ég vissi að væri í næsta nágrenni, góðan vin minn sem þá vann hjá öðru stóru fjar­skipta­fé­lagi skammt frá. Þar gekk ég rak­leið­ins inn í starfs­manna­svæðið þar til ég fann vin minn og leiddi ekki einu sinni hug­ann að því að þetta gæti þótt und­ar­leg hegðun af hálfu for­stjóra sam­keppn­is­að­ila. Hjá honum hringdi ég beint í lög­fræð­ing­inn minn sem var sím­tal­inu feg­inn enda hafði hún reynt að hringja aftur til baka án árang­urs og þótti í hæsta máta óeðli­legt að heyra sím­svara segja að búið væri að loka fyrir núm­erið þegar ég hafði reynt að hringja and­ar­taki fyrr. 

Stuttu síðar gekk ég inn á skrif­stofu lög­fræð­ings míns þar sem ég brotn­aði sam­an. Ég mun aldrei gleyma van­mátt­ar­til­finn­ing­unni sem ég fann fyrir á því augna­bliki. Eftir að hafa farið yfir atburða­rás­ina héldum við saman á lög­reglu­stöð­ina í skýrslu­töku þar sem ég lagði fram form­lega kæru um frels­is­svipt­ing­u á hendur mönn­unum tveim­ur. Lög­reglu­mað­ur­inn sem tók af mér skýrsl­una sýndi mikla hlut­tekn­ingu en setti þó um leið þann varnagla að sjaldn­ast færu frelsi­svipt­ing­ar­mál fyrir dóm­stóla – nema þá helst í mannsals­málum.

Eft­ir­leik­ur­inn

Ekki leið á löngu þar til orðróm­ur kvis­að­ist út um að eitt­hvað óeðli­legt hefði átt sér stað þennan dag og næstu daga var ég umsetin fjöl­miðla­mönnum sem reyndu af fremsta megni að hafa eitt­hvað eftir mér. Ég fór að ráði lög­fræð­ings­ins míns og neit­aði að tjá mig. Lítil sem engin umfjöllun varð um málið í fjöl­miðlum enda um orðróm að ræða og lít­ið hald­bært að hafa. Sjálf trúi ég því að það hafi verið full­trúar meiri­hluta stjórnar sem hafi lekið upp­lýs­ingum út um atvik­ið, vafa­laust til að koma höggi á minni­hluta­eig­end­ur. 

Mest brá mér þó þegar hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur­inn fyrr­nefndi hringdi í gsm sím­ann minn nokkrum dögum síð­ar. Vildi hann meina að um tóman mis­skiln­ing væri að ræða og að þetta hefði nú alls ekki verið nein vald­beit­ing – hvað þá frels­is­svipt­ing – og hvort ég vildi nú ekki draga kæruna til baka. Með hjartað í bux­unum sagði ég honum að það kæmi ekki til greina, að það væri sam­dóma álit mín og lög­fræð­ings­ins míns að þetta hefði verið gróft brot og bað hann vin­sam­leg­ast um að hafa ekki sam­band við mig aft­ur. Ég frétti síðar að lög­reglan hefði látið málið niður falla. 

Hvað við kem­ur ­fyrrum for­stjóra þá var það ekki fyrr en síðar um dag­inn þegar atvikið átti sér stað að það rann upp fyrir mér ljós. Ég mundi að þegar ég æddi í gegnum skrif­stof­una og út úr hús­inu að það hafði ekki verið einn ein­asti starfs­maður við starf­stöð­ina sína. Ég frétti síðar hjá nokkrum starfs­mönnum að menn­irnir tveir sem ég var að glíma við inni í fund­ar­her­berg­inu voru ekki einir að verki. Meðan mér var haldið inni í fund­ar­her­bergi hafði fyrrum for­stjóri valsað inn í fyr­ir­tækið og boðað til starfs­manna­fundar þar sem hann tjáði starfs­fólk­inu að ég hefði látið af störfum og að hann væri aftur tek­inn við for­stjóra­taumun­um. Því miður sá ég hann aldrei þennan til­tekna dag og því gat ég ekki lagt fram kæru á hendur honum eins og hinum tveimur þó ég sé ekki í vafa um að hann hafi verið vit­orðs­maður í þess­ari fram­kvæmd allri. 

Tel ég víst að ég hafi komið þeim félögum nokkuð í opna skjöldu með mót­bárum og ákveðni þegar þeir lögðu fyrir mig plagg­ið. Í þeirra huga var ég ung og óreynd kona og varla meira en lítið peð í valda­tafli meiri­hluta stjórnar gegn þeim. Þá óraði lík­lega ekki fyrir því að ég myndi hreyfa við and­mælum eða leita til lög­fræð­ings þegar þeir legðu fyrir mig upp­sagn­ar­bréf­ið, þar sem ég átti, nota bene, að afsala mér öllum rétti til upp­sagn­ar­frests og launa. Hefðu þeir komið öðru­vísi fram hefði ég verið karl­mað­ur? Ég veit það ekki fyrir víst en sjálf er ég sann­færð um það. 

Hvað svo?

Til að gera langa sögu stutta þá sat for­stjór­inn sem fast­ast í sínum stól næstu 18 mán­uð­ina eða svo. Þegar hann lét af störfum fór hann aftur í banka­geir­ann og vann þar sem stjórn­andi um nokk­urra mán­aða skeið þar til hann var settur í leyfi eftir að upp komu ásak­anir um kyn­ferð­is­lega áreitni gagn­vart nokkrum kven­kyns starfs­mönnum bank­ans. Smá­vægi­leg umfjöllun varð um það mál í fjöl­miðlum en málið náði aldrei neinum hæð­um. Um margra ára skeið vildi ég sem minnst af honum og félögum hans vita. 

Mig rak þó í rogastans í júlí 2015 þegar fjöl­miðlar greindu frá því að stjórn opin­berrar stofn­unar hafi ráðið for­stjór­ann fyrr­ver­andi sem for­stjóra stofn­un­ar­inn­ar. Ég átti erfitt með að sætta mig við að maður sem hafði svo afger­andi beitt valdi sínu, ekki aðeins gagn­vart mér held­ur, að því er virtist, einnig gagn­vart öðrum kon­um, hefði ein­hvern veg­inn náð að koma því þannig fyrir að hans fyrri athafnir virt­ust ekki skipta neinu máli. Ég gat ekki skilið hvernig maður með þetta vafa­sama for­tíð skyldi koma til greina sem for­svars­maður veiga­mik­illar opin­berrar stofn­un­ar. 

Ég hef álasað sjálfa mig fyrir að hafa þagað yfir mál­inu. Að hafa ekki sagt frá og þar með lagt mitt á vog­ar­skál­arnar til að forða því að menn af þessu tagi kæmust í áhrifa­stöð­ur. Að hafa með þögn­inni stefnt öðrum konum í hættu. En ekki leng­ur. Tím­inn þagn­ar­innar er lið­inn. Við verð­um, sem þjóð­fé­lag, að rísa upp gegn kúltúr sem lætur ein­stak­linga halda að þeir geti traðkað yfir annað fólk á skítugum skón­um. Við verð­um, sem þjóð, að krefj­ast þess að virð­ing sé borin fyrir öllum og standa vörð um þá hug­sjón.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar