Viðbrögð fyrirtækja og stofnana í kjölfar #MeToo

Dr. Katrín Ólafsdóttir, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, skrifaði grein í Vísbendingu um viðbrögð við MeToo.

Auglýsing

Á haustmánuðum 2017 varð mikil vakning á Íslandi og víða annars staðar um kynbundið ofbeldi og kynbundna áreitni undir myllumerkinu #metoo. Með þessari vakningu vildu konur árétta að ofbeldi, kynferðisleg áreitni og kynbundin áreitni yrði ekki lengur liðin. Þetta haust sendu ýmsir hópar kvenna frá sér frásagnir af ofbeldi og mismunun sem þær höfðu þurft að þola. Í kjölfarið sendu margir vinnustaðir og félagasamtök frá sér yfirlýsingar þar sem harmað var að slíkt ofbeldi hefði fengið að viðgangast og margir gripu til aðgerða. 

Í CRANET-rannsókninni sem gerð var á haustmánuðum 2019 var meðal annars spurt um viðbrögð fyrirtækja og stofnana við #metoo. Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í skýrslunni Mannauðsstjórnun á Íslandi í 15 ár: Cranet rannsóknin í 15 ár. CRANET-rannsóknin er hluti af alþjóðlegu samstarfsverkefni og samstarfsneti CRANET (Cranfield Network on International Human Resource Management) og taka yfir 50 háskólar í jafnmörgum löndum þátt í verkefninu. Rannsóknin er gerð meðal mannauðsstjóra og annarra forsvarsmenn mannauðsmála í fyrirtækjum og stofnunum með 70 eða fleiri starfsmenn. Á Íslandi eru 359 fyrirtæki og stofnanir af þessari stærð og tóku 125 þeirra þátt í rannsókninni. 

Samkvæmt jafnréttislögum (Lög nr. 10/2008) ber atvinnurekendum og yfirmönnun stofnana að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk verði fyrir einelti, kynbundinni eða kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustaðnum. Einnig skal atvinnurekandi bregðast við eins fljótt og kostur er þegar upp koma mál er varða einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni eða ofbeldi á vinnustaðnum (Reglugerð nr. 1009/2015).

Auglýsing

Í Reglugerð nr. 1009/2015 eru hugtökin kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi skilgreind á eftirfarandi hátt:

Einelti: Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.

Kynbundin áreitni: Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.

Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.

Ofbeldi: Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis.

Flest fyrirtæki og stofnanir hér á landi hafa brugðist við #metoo-byltingunni með einhverjum hætti eins og sjá má á mynd 1 (hér að neðan). Algengast er að fyrirtæki og stofnanir hafi mótað sér stefnu um að áreitni og einelti séu ekki liðin, eða 80% þátttakenda. Um 70% fyrirtækja og stofnana svöruðu því til að markvisst sé tekið á málum sem koma upp í kjölfar #metoo-byltingarinnar og 65% segjast leita aðstoðar hjá fagfólki þegar mál koma upp. Ríflega helmingur svarenda (56%) hefur gert könnun meðal starfsmanna og tæplega helmingur þeirra (48%) hefur haldið fræðslufundi eða námskeið um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni.

myndinnn.jpg

Mynd 1: Hefur fyrirtækið/stofnunin brugðist við með einhverjum hætti í kjölfar #metoo- byltingarinnar eða við einelti/áreitni á vinnustaðnum?

Fjöldi svara: 115.

Færri fyrirtæki og stofnanir hafa þróað nýja samskiptastefnu eða samskiptasáttmála (28%) eða virkjað starfsfólk í mótun nýrrar samskiptastefnu (19%). Það vekur aftur á móti athygli að 32% fyrirtækja og stofnana svöruðu því til að starfsmönnum sem ekki bættu hegðun sína hefði verið sagt upp.

Tafla 1: Hefur fyrirtækið/stofnunin brugðist við með einhverjum hætti í kjölfar #metoo-byltingarinnar eða brugðist við einelti/áreitni á vinnustaðnum? Eftir atvinnugrein.

Fjöldi svara: 115 (30 í frumvinnslu, 51 í verslun og þjónustu, 34 í opinberri þjónustu).

Tafla 1.

Þegar viðbrögð fyrirtækja og stofnana við #metoo eru skoðuð eftir atvinnugrein virðast fyrirtæki í frumvinnslu síst hafa gripið til aðgerða (sjá töflu 1). Þrátt fyrir það eru þau líklegust til að hafa sett upp ný áminningar- og viðbragðsferli (47%). Stofnanir hins opinbera eru líklegastar til að hafa leitað aðstoðar eða ráðgjafar fagaðila (79%) og haldið fræðslufundi um einelti og áreitni (58%). Aftur á móti eru opinberar stofnanir síst líklegar til að hafa sagt upp starfsfólki sem ekki bætir hegðun sína (15%). Fyrirtæki í verslun og þjónustu eru líklegust til að hafa þróað nýja samskiptastefnu (39%) og virkjað starfsfólk í þeirri vinnu (26%).

Því virðist sem allflest fyrirtæki og stofnanir hafi brugðist við #metoo-byltingunni á einn eða annan hátt, þótt eflaust megi gera betur. 

Heimildir:

Arney Einarsdóttir, Katrín Ólafsdóttir og Ásta Bjarnadóttir (2019). Mannauðsstjórnun á Íslandi 2018: Cranet rannsóknin í 15 ár. Háskóli Íslands: Viðskiptafræðideild.

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008.

Reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, nr. 1009/2015.

Höfundur er lektor við Háskólann í Reykjavík, og doktor í hagfræði. Greinin birtist fyrst í Vísbendingu, 20. september. Hægt er að gerast áskrifandi að Vísbendingu hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar