Viðbrögð fyrirtækja og stofnana í kjölfar #MeToo

Dr. Katrín Ólafsdóttir, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, skrifaði grein í Vísbendingu um viðbrögð við MeToo.

Auglýsing

Á haust­mán­uðum 2017 varð mikil vakn­ing á Íslandi og víða ann­ars staðar um kyn­bundið ofbeldi og kyn­bundna áreitni undir myllu­merk­inu #metoo. Með þess­ari vakn­ingu vildu konur árétta að ofbeldi, kyn­ferð­is­leg áreitni og kyn­bundin áreitni yrði ekki lengur lið­in. Þetta haust sendu ýmsir hópar kvenna frá sér frá­sagnir af ofbeldi og mis­munun sem þær höfðu þurft að þola. Í kjöl­farið sendu margir vinnu­staðir og félaga­sam­tök frá sér yfir­lýs­ingar þar sem harmað var að slíkt ofbeldi hefði fengið að við­gang­ast og margir gripu til aðgerða. 

Í CRA­NET-­rann­sókn­inni sem gerð var á haust­mán­uðum 2019 var meðal ann­ars spurt um við­brögð fyr­ir­tækja og stofn­ana við #metoo. Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar birt­ust í skýrsl­unni Mannauðs­stjórnun á Íslandi í 15 ár: Cra­net rann­sóknin í 15 ár. CRA­NET-­rann­sóknin er hluti af alþjóð­legu sam­starfs­verk­efni og sam­starfs­neti CRA­NET (Cran­fi­eld Network on International Human Reso­urce Mana­gement) og taka yfir 50 háskólar í jafn­mörgum löndum þátt í verk­efn­inu. Rann­sóknin er gerð meðal mannauðs­stjóra og ann­arra for­svars­menn mannauðs­mála í fyr­ir­tækjum og stofn­unum með 70 eða fleiri starfs­menn. Á Íslandi eru 359 fyr­ir­tæki og stofn­anir af þess­ari stærð og tóku 125 þeirra þátt í rann­sókn­inn­i. 

Sam­kvæmt jafn­rétt­islögum (Lög nr. 10/2008) ber atvinnu­rek­endum og yfir­mönnun stofn­ana að gera sér­stakar ráð­staf­anir til að koma í veg fyrir að starfs­fólk verði fyrir ein­elti, kyn­bund­inni eða kyn­ferð­is­legri áreitni eða ofbeldi á vinnu­staðn­um. Einnig skal atvinnu­rek­andi bregð­ast við eins fljótt og kostur er þegar upp koma mál er varða ein­elti, kyn­ferð­is­lega eða kyn­bundna áreitni eða ofbeldi á vinnu­staðnum (Reglu­gerð nr. 1009/2015).

Auglýsing

Í Reglu­gerð nr. 1009/2015 eru hug­tökin kyn­ferð­is­leg áreitni, kyn­bundin áreitni og ofbeldi skil­greind á eft­ir­far­andi hátt:

Ein­elti: Síend­ur­tekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda van­líðan hjá þeim sem fyrir henni verð­ur, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna við­kom­andi eða að valda honum ótta. Skoð­ana­á­grein­ingur eða ágrein­ingur vegna ólíkra hags­muna fellur ekki hér und­ir.

Kyn­bundin áreitni: Hegðun sem teng­ist kyni þess sem fyrir henni verð­ur, er í óþökk við­kom­andi og hefur þann til­gang eða þau áhrif að mis­bjóða virð­ingu við­kom­andi og skapa aðstæður sem eru ógn­andi, fjand­sam­leg­ar, nið­ur­lægj­andi, auð­mýkj­andi eða móðg­andi fyrir við­kom­andi.

Kyn­ferð­is­leg áreitni: Hvers kyns kyn­ferð­is­leg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann til­gang eða þau áhrif að mis­bjóða virð­ingu við­kom­andi, einkum þegar hegð­unin leiðir til ógn­andi, fjand­sam­legra, nið­ur­lægj­andi, auð­mýkj­andi eða móðg­andi aðstæðna. Hegð­unin getur verið orð­bund­in, tákn­ræn og/eða lík­am­leg.

Ofbeldi: Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, lík­am­legs eða sál­ræns skaða eða þján­inga þess sem fyrir henni verð­ur, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handa­hófs­kennda svipt­ingu frels­is.

Flest fyr­ir­tæki og stofn­anir hér á landi hafa brugð­ist við #metoo-­bylt­ing­unni með ein­hverjum hætti eins og sjá má á mynd 1 (hér að neð­an). Algeng­ast er að fyr­ir­tæki og stofn­anir hafi mótað sér stefnu um að áreitni og ein­elti séu ekki lið­in, eða 80% þátt­tak­enda. Um 70% fyr­ir­tækja og stofn­ana svör­uðu því til að mark­visst sé tekið á málum sem koma upp í kjöl­far #metoo-­bylt­ing­ar­innar og 65% segj­ast leita aðstoðar hjá fag­fólki þegar mál koma upp. Ríf­lega helm­ingur svar­enda (56%) hefur gert könnun meðal starfs­manna og tæp­lega helm­ingur þeirra (48%) hefur haldið fræðslu­fundi eða nám­skeið um ein­elti, kyn­bundna og kyn­ferð­is­lega áreitni.

myndinnn.jpg

Mynd 1: Hefur fyr­ir­tæk­ið/­stofn­unin brugð­ist við með ein­hverjum hætti í kjöl­far #metoo- bylt­ing­ar­innar eða við ein­elt­i/áreitni á vinnu­staðn­um?

Fjöldi svara: 115.

Færri fyr­ir­tæki og stofn­anir hafa þróað nýja sam­skipta­stefnu eða sam­skipta­sátt­mála (28%) eða virkjað starfs­fólk í mótun nýrrar sam­skipta­stefnu (19%). Það vekur aftur á móti athygli að 32% fyr­ir­tækja og stofn­ana svör­uðu því til að starfs­mönnum sem ekki bættu hegðun sína hefði verið sagt upp.

Tafla 1: Hefur fyr­ir­tæk­ið/­stofn­unin brugð­ist við með ein­hverjum hætti í kjöl­far #metoo-­bylt­ing­ar­innar eða brugð­ist við ein­elt­i/áreitni á vinnu­staðn­um? Eftir atvinnu­grein.

Fjöldi svara: 115 (30 í frum­vinnslu, 51 í verslun og þjón­ustu, 34 í opin­berri þjón­ust­u).

Tafla 1.

Þegar við­brögð fyr­ir­tækja og stofn­ana við #metoo eru skoðuð eftir atvinnu­grein virð­ast fyr­ir­tæki í frum­vinnslu síst hafa gripið til aðgerða (sjá töflu 1). Þrátt fyrir það eru þau lík­leg­ust til að hafa sett upp ný áminn­ing­ar- og við­bragðs­ferli (47%). Stofn­anir hins opin­bera eru lík­leg­astar til að hafa leitað aðstoðar eða ráð­gjafar fag­að­ila (79%) og haldið fræðslu­fundi um ein­elti og áreitni (58%). Aftur á móti eru opin­berar stofn­anir síst lík­legar til að hafa sagt upp starfs­fólki sem ekki bætir hegðun sína (15%). Fyr­ir­tæki í verslun og þjón­ustu eru lík­leg­ust til að hafa þróað nýja sam­skipta­stefnu (39%) og virkjað starfs­fólk í þeirri vinnu (26%).

Því virð­ist sem all­flest fyr­ir­tæki og stofn­anir hafi brugð­ist við #metoo-­bylt­ing­unni á einn eða annan hátt, þótt eflaust megi gera bet­ur. 

Heim­ild­ir:

Arney Ein­ars­dótt­ir, Katrín Ólafs­dóttir og Ásta Bjarna­dóttir (2019). Mannauðs­stjórnun á Íslandi 2018: Cra­net rann­sóknin í 15 ár. Háskóli Íslands: Við­skipta­fræði­deild.

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008.

Reglu­gerð um aðgerðir gegn ein­elti, kyn­ferð­is­legri áreitni, kyn­bund­inni áreitni og ofbeldi á vinnu­stöð­um, nr. 1009/2015.

Höf­undur er lektor við Háskól­ann í Reykja­vík, og doktor í hag­fræði. Greinin birt­ist fyrst í Vís­bend­ingu, 20. sept­em­ber. Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar