Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa

Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.

Bóluefni
Auglýsing

Banda­ríkja­stjórn boð­aði á mið­viku­dag að hún myndi nú beita sér fyrir því að hug­verka­rétt­indum á bólu­efnum gegn COVID-19 verði tíma­bundið vikið frá. Með öðrum orðum – bólu­efna­fram­leið­endur hafi ekki lengur einka­leyfi á upp­finn­ingum sín­um.

Katherine Tai við­skipta­mála­full­trúi Biden-­stjórn­ar­innar greindi frá þessum við­snún­ingi á stefnu Banda­ríkj­anna, en mik­ill þrýst­ingur hefur verið á þar­lend stjórn­völd úr ýmsum áttum und­an­farnar vik­ur, enda telja margir að hægt væri að spýta í hvað fram­leiðslu bólu­efna varðar ef bólu­efna­fram­leið­end­urnir yrðu sviptir einka­rétt­ar­leyfum sín­um.

Ind­land og Suð­ur­-Afr­íka lögðu til­lögu um víð­tækt afnám einka­leyfa fram innan WTO strax síð­asta haust og hafa notið stuðn­ings yfir 100 ríkja, aðal­lega þeirra sem snauð­ari eru. Banda­rík­in, ríki Evr­ópu­sam­bands­ins, Bret­land og fleiri auðug og áhrifa­mikil ríki hafa lagst gegn til­lög­unni til þessa – og lyfj­arisar heims­ins sömu­leið­is, af ýmsum ástæð­um.

Ákvarð­anir innan WTO eru teknar í sam­hljómi og því er það þýð­ing­ar­mikið að Banda­ríkin stígi nú fram og segi stöðu COVID-19 far­ald­urs­ins á heims­vísu það alvar­lega að það kalli á „óvenju­lega aðgerð“ sem þessa í þágu þess að kveða niður far­ald­ur­inn. Eftir að Banda­ríkin til­kynntu um stefnu­breyt­ingu sína hafa ráða­menn í sumum ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins einnig lýst sig til­búna til þess að ræða það sem þótti nán­ast ómögu­leiki fyrir örfáum dög­um. Þýska rík­is­stjórnin seg­ist þó ekki hlynnt því að fara þessa leið.

Joe Biden Bandaríkjaforseti. Mynd: EPA

Enn er þó óljóst hvað nákvæm­lega Banda­ríkin það er sem að leggja til. Yfir­lýs­ingin frá við­skipta­mála­full­trú­anum Tai var fremur loðin og ein­ungis er talað um að stefna af því að afnema einka­leyfi af bólu­efni, á meðan að Ind­verjar og Suð­ur­-Afr­íku­menn og önnur ríki hafa barist fyrir víð­tæku afnámi einka­leyfa af allskyns fram­leiðslu­vörum sem gagn­ast geta í bar­átt­unni við heims­far­ald­ur­inn.

Það eru ekki ný sann­indi að far­aldr­inum verði ekki lokið fyrr en búið er að bólu­setja fólk um allan heim fyrir veirunni, því á meðan hún fær að grass­era og ganga á milli fólks í stórum stíl er hætta á stökk­breyt­ingum sem gætu dregið úr áhrifa­mætti þeirra bólu­efna sem nú þegar hafa verið kynnt til sög­unn­ar.

Bólu­efn­unum mjög mis­skipt

Bólu­setn­ingar ganga mjög mis­jafn­lega hratt fyrir sig. Á heims­vísu eru Íslend­ingar og aðrar vest­rænar þjóðir í bestri stöðu – enda fóru auð­ug­ustu ríki heims fremst í röð­ina þegar kom að bólu­efna­kaupum og hafa þar að auki verið fremur treg til að flytja það sem er fram­leitt innan þeirra landamæra til fátæk­ari ríkja. 

Banda­ríkja­menn, sem hafa fram­leitt flesta skammta af öllum þjóð­um, hafa ein­ungis flutt örlítið brota­brot af fram­leiðslu sinni út fyrir land­stein­ana og Bretar sömu­leið­is.

Á Íslandi er búið að full­bólu­setja 17 pró­sent allra yfir 16 ára aldri nú þegar og 25 pró­sent fólks í þeim ald­urs­hópi hefur fengið eina sprautu af tveim­ur.

Auglýsing

Sam­kvæmt sam­an­tekt New York Times um stöðu bólu­setn­inga í heim­inum er í dag búið að gefa 49 bólu­efna­skammta á hverja 100 íbúa Norð­ur­-Am­er­íku, 32 á hverja 100 í Evr­ópu, 19 á hverja 100 í Suð­ur­-Am­er­íku, 12 á hverja 100 í Asíu, 6,4 á hverja 100 íbúa í Eyja­álfu og ein­ungis 1,4 skammta á hverja 100 íbúa í Afr­íku.

Þetta mikla misvægi hefur orðið til þess að fátæk­ari ríki heims hafa sett fram kröfur um að aflétta einka­leyfum fram­leið­enda. En það eru afar deildar mein­ingar um hvort tíma­bundið afnám á hug­verka­rétt­indum muni gera ein­hvern gæfumun.

Lyfja­geir­inn tekur hart á móti

Hags­muna­sam­tök banda­ríska lyfja­geirans hafa kallað stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna „for­dæma­laust skref“ sem muni í reynd grafa undan aðgerðum til þess að hefta far­ald­ur­inn. Stephen J. Ubl, for­seti sam­tak­anna, sagði að þessi við­snún­ingur myndi meðal ann­ars verða til þess að setja aukið álag á virð­is­keðjur bólu­efna­fram­leið­enda sem þegar væru við­kvæmar og auka hætt­una á að fölsuð bólu­efni fari í umferð.

Sumir hafa bent á að flösku­háls bólu­efna­fram­leiðsl­unnar sé ekki sá að bólu­efna­fram­leið­endur liggi á upp­skrift­unum að bólu­efn­unum eins og ormar á gulli. Banda­ríski lyfj­aris­inn Pfizer hefur komið því áleiðis inn í umræð­una að bólu­efni sitt sé búið til úr 280 mis­mun­andi hrá­efnum sem fáist frá 86 birgjum í 19 mis­mun­andi ríkjum – og einnig þurfi mjög sér­hæfðan búnað og starfs­fólk til þess að fram­leiða efn­in. Búnað og sér­þekk­ingu getur WTO ekki neytt fyr­ir­tækin til að láta af hend­i.

Eins og Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um í frétta­skýr­ingu í lok mars er fjöl­margt sem þarf til þess að koma bólu­efnum á markað og til neyt­enda, ó­tal hrá­efni og aðrar vör­ur, meðal ann­ars lítil lyfjaglös, síur, kvoð­ur, gúmmí og einnota plast­poka. Ef ein­hver vand­ræði koma upp varð­andi öflun ein­hverra þess­ara hluta eða ann­arra getur það sett ferlið í upp­nám og valdið töf­um.

Thomas Cueni, for­seti alþjóð­legs hags­muna­hóps lyfja­fram­leið­enda, sagði við breska rík­is­út­varpið BBC í vik­unni að hann ótt­að­ist að afnám einka­leyfa bólu­efn­anna gæti truflað það ferli sem nú væri unnið eft­ir. „Flösku­háls­arnir nún­a,“ sagði Cueni, „eru við­skipta­höml­urn­ar, sem koma í veg fyrir að fyr­ir­tæki geti flutt vörur sínar frá einu landi til ann­ars. Það er vönt­unin og skort­ur­inn í virð­is­keðj­un­um, sem þarf að taka á.“

Hann lét fylgja að skortur á vilja ríkra landa til þess að deila bólu­efn­inu með fátæk­ari ríkjum væri einnig vanda­mál. „Af­nám einka­leyfa gerir ekk­ert til að taka á þessum atrið­u­m,“ sagði Cueni.

Gæti sett for­dæmi til fram­tíðar – sumir fagna, aðrir ekki

Hópar á Vest­ur­löndum hafa sumir hverjir barist ákaft gegn einka­leyfum á nauð­syn­legum lyfjum og bólu­efnum árum sam­an. Þeir sem hvað ákaf­ast fagna þess­ari nýju við­leitni Banda­ríkj­anna hvað COVID-19 bólu­efnin varðar eru sumir úr sama mengi og reyndi árum saman að fá banda­rísk yfir­völd til þess að afnema einka­leyfi fyr­ir­tækja á fram­leiðslu lyfja gegn HIV-veirunni síðla á síð­ustu öld. Sú bar­átta var án árang­ur­s og það kost­aði fjöl­mörg manns­líf, helst í Afr­íku.

Mynd: EPA

Þessir hópar fagna því nú og telja að með ákvörð­un­inni sé verið að skapa for­dæmi. Þegar ógnin sé nægi­lega mikil og steðji að heim­inum öllum sé ekki verj­andi að ákveðin fyr­ir­tæki hafi einka­leyfi á fram­leiðslu lyfja eða bólu­efna.

Lyfja­geir­inn telur einnig að verið sé að skapa for­dæmi, en hættu­legt for­dæmi, þar sem einka­leyf­is­rétt­ur­inn sé nauð­syn­legur til þess að tryggja tekjur af þróun nýj­unga. Ef hagn­að­ar­vonin hverfi geri nýsköp­un­ar­neist­inn og vilj­inn til þess að fjár­festa í þróun nýrra lyfja einnig. Hluta­bréf í lyfja­fyr­ir­tækjum á borð við Pfiz­er, Nova­vax, BioNTech og Moderna tóku snarpa dýfu þegar ákvörðun Biden-­stjórn­ar­innar var kunn­gjörð síð­degis á mið­viku­dag.

Auglýsing

Banda­ríska blaðið Wall Street Journal skrif­aði um „bólu­efna­þjófnað Bidens“ í rit­stjórn­ar­dálki sínum á fimmtu­dag. Þar voru færð fram rök fyrir því að án fjár­hags­legra hvata myndi eng­inn vilja fjár­festa í nýjum lækn­inga­lausn­um.

Á móti hefur reyndar verið bent á að veru­legur hluti alls þess fjár sem rann til þró­unar bólu­efn­anna sem nú eru að flæða um heim­inn kom úr rík­is­sjóðum eða frá góð­gerða­starfi – til dæmis 97 pró­sent allra þeirra fjár­muna sem settir voru í þróun bólu­efn­is­ins frá Astr­aZeneca. Það var sér­stak­lega skoðað eftir að Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands sagði að það mætti þakka „græðgi“ fyrir skjótan hraða bólu­efna­þró­un­ar­inn­ar.

Auk þess byggir mRna-­tæknin sem notuð er í hinum nýstár­legu bólu­efnum bæði Pfizer og BioNTech og Moderna á grunn­rann­sóknum sem fjár­magn­aðar voru af hinu opin­bera.

Er þetta bara hót­un?

Sumir álits­gjafar hafa velt því upp hvort stefnu­breyt­ing banda­rísku stjórn­ar­innar sé sett fram til þess að ýta bólu­efna­fram­leið­endum út í að gera fleiri sam­starfs­samn­inga við fram­leið­endur í fátæk­ari ríkj­um, fremur en til þess að sú leið verði raun­veru­lega farin að svipta fyr­ir­tækin einka­leyfum sín­um. All­margir svona sam­starfs­samn­ingar hafa verið gerðir nú þeg­ar, ekki síst af hálfu Astr­aZeneca.

Með hótun um afnám einka­leyfa yfir höfði sér gætu lyfja­fyr­ir­tækin fengið hvata til þess að víkka enn frekar úr kví­arnar í bólu­efna­fram­leiðslu sinni og deila þekk­ingu og sér­hæf­ingu með fram­leið­endum í fátæk­ari ríkj­um, eins og heim­ur­inn þarf sár­lega á að halda.

Sem fyrr segir er þó enn fremur óljóst hvað Banda­ríkin nákvæm­lega sjá fyrir sér og nokkur tími, jafn­vel mán­uð­ir, gætu liðið þar til ríki heims koma sér saman um ein­hverja nið­ur­stöðu á vett­vangi Alþjóða­við­skipta­mála­stofn­un­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar