Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa

Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.

Bóluefni
Auglýsing

Banda­ríkja­stjórn boð­aði á mið­viku­dag að hún myndi nú beita sér fyrir því að hug­verka­rétt­indum á bólu­efnum gegn COVID-19 verði tíma­bundið vikið frá. Með öðrum orðum – bólu­efna­fram­leið­endur hafi ekki lengur einka­leyfi á upp­finn­ingum sín­um.

Katherine Tai við­skipta­mála­full­trúi Biden-­stjórn­ar­innar greindi frá þessum við­snún­ingi á stefnu Banda­ríkj­anna, en mik­ill þrýst­ingur hefur verið á þar­lend stjórn­völd úr ýmsum áttum und­an­farnar vik­ur, enda telja margir að hægt væri að spýta í hvað fram­leiðslu bólu­efna varðar ef bólu­efna­fram­leið­end­urnir yrðu sviptir einka­rétt­ar­leyfum sín­um.

Ind­land og Suð­ur­-Afr­íka lögðu til­lögu um víð­tækt afnám einka­leyfa fram innan WTO strax síð­asta haust og hafa notið stuðn­ings yfir 100 ríkja, aðal­lega þeirra sem snauð­ari eru. Banda­rík­in, ríki Evr­ópu­sam­bands­ins, Bret­land og fleiri auðug og áhrifa­mikil ríki hafa lagst gegn til­lög­unni til þessa – og lyfj­arisar heims­ins sömu­leið­is, af ýmsum ástæð­um.

Ákvarð­anir innan WTO eru teknar í sam­hljómi og því er það þýð­ing­ar­mikið að Banda­ríkin stígi nú fram og segi stöðu COVID-19 far­ald­urs­ins á heims­vísu það alvar­lega að það kalli á „óvenju­lega aðgerð“ sem þessa í þágu þess að kveða niður far­ald­ur­inn. Eftir að Banda­ríkin til­kynntu um stefnu­breyt­ingu sína hafa ráða­menn í sumum ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins einnig lýst sig til­búna til þess að ræða það sem þótti nán­ast ómögu­leiki fyrir örfáum dög­um. Þýska rík­is­stjórnin seg­ist þó ekki hlynnt því að fara þessa leið.

Joe Biden Bandaríkjaforseti. Mynd: EPA

Enn er þó óljóst hvað nákvæm­lega Banda­ríkin það er sem að leggja til. Yfir­lýs­ingin frá við­skipta­mála­full­trú­anum Tai var fremur loðin og ein­ungis er talað um að stefna af því að afnema einka­leyfi af bólu­efni, á meðan að Ind­verjar og Suð­ur­-Afr­íku­menn og önnur ríki hafa barist fyrir víð­tæku afnámi einka­leyfa af allskyns fram­leiðslu­vörum sem gagn­ast geta í bar­átt­unni við heims­far­ald­ur­inn.

Það eru ekki ný sann­indi að far­aldr­inum verði ekki lokið fyrr en búið er að bólu­setja fólk um allan heim fyrir veirunni, því á meðan hún fær að grass­era og ganga á milli fólks í stórum stíl er hætta á stökk­breyt­ingum sem gætu dregið úr áhrifa­mætti þeirra bólu­efna sem nú þegar hafa verið kynnt til sög­unn­ar.

Bólu­efn­unum mjög mis­skipt

Bólu­setn­ingar ganga mjög mis­jafn­lega hratt fyrir sig. Á heims­vísu eru Íslend­ingar og aðrar vest­rænar þjóðir í bestri stöðu – enda fóru auð­ug­ustu ríki heims fremst í röð­ina þegar kom að bólu­efna­kaupum og hafa þar að auki verið fremur treg til að flytja það sem er fram­leitt innan þeirra landamæra til fátæk­ari ríkja. 

Banda­ríkja­menn, sem hafa fram­leitt flesta skammta af öllum þjóð­um, hafa ein­ungis flutt örlítið brota­brot af fram­leiðslu sinni út fyrir land­stein­ana og Bretar sömu­leið­is.

Á Íslandi er búið að full­bólu­setja 17 pró­sent allra yfir 16 ára aldri nú þegar og 25 pró­sent fólks í þeim ald­urs­hópi hefur fengið eina sprautu af tveim­ur.

Auglýsing

Sam­kvæmt sam­an­tekt New York Times um stöðu bólu­setn­inga í heim­inum er í dag búið að gefa 49 bólu­efna­skammta á hverja 100 íbúa Norð­ur­-Am­er­íku, 32 á hverja 100 í Evr­ópu, 19 á hverja 100 í Suð­ur­-Am­er­íku, 12 á hverja 100 í Asíu, 6,4 á hverja 100 íbúa í Eyja­álfu og ein­ungis 1,4 skammta á hverja 100 íbúa í Afr­íku.

Þetta mikla misvægi hefur orðið til þess að fátæk­ari ríki heims hafa sett fram kröfur um að aflétta einka­leyfum fram­leið­enda. En það eru afar deildar mein­ingar um hvort tíma­bundið afnám á hug­verka­rétt­indum muni gera ein­hvern gæfumun.

Lyfja­geir­inn tekur hart á móti

Hags­muna­sam­tök banda­ríska lyfja­geirans hafa kallað stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna „for­dæma­laust skref“ sem muni í reynd grafa undan aðgerðum til þess að hefta far­ald­ur­inn. Stephen J. Ubl, for­seti sam­tak­anna, sagði að þessi við­snún­ingur myndi meðal ann­ars verða til þess að setja aukið álag á virð­is­keðjur bólu­efna­fram­leið­enda sem þegar væru við­kvæmar og auka hætt­una á að fölsuð bólu­efni fari í umferð.

Sumir hafa bent á að flösku­háls bólu­efna­fram­leiðsl­unnar sé ekki sá að bólu­efna­fram­leið­endur liggi á upp­skrift­unum að bólu­efn­unum eins og ormar á gulli. Banda­ríski lyfj­aris­inn Pfizer hefur komið því áleiðis inn í umræð­una að bólu­efni sitt sé búið til úr 280 mis­mun­andi hrá­efnum sem fáist frá 86 birgjum í 19 mis­mun­andi ríkjum – og einnig þurfi mjög sér­hæfðan búnað og starfs­fólk til þess að fram­leiða efn­in. Búnað og sér­þekk­ingu getur WTO ekki neytt fyr­ir­tækin til að láta af hend­i.

Eins og Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um í frétta­skýr­ingu í lok mars er fjöl­margt sem þarf til þess að koma bólu­efnum á markað og til neyt­enda, ó­tal hrá­efni og aðrar vör­ur, meðal ann­ars lítil lyfjaglös, síur, kvoð­ur, gúmmí og einnota plast­poka. Ef ein­hver vand­ræði koma upp varð­andi öflun ein­hverra þess­ara hluta eða ann­arra getur það sett ferlið í upp­nám og valdið töf­um.

Thomas Cueni, for­seti alþjóð­legs hags­muna­hóps lyfja­fram­leið­enda, sagði við breska rík­is­út­varpið BBC í vik­unni að hann ótt­að­ist að afnám einka­leyfa bólu­efn­anna gæti truflað það ferli sem nú væri unnið eft­ir. „Flösku­háls­arnir nún­a,“ sagði Cueni, „eru við­skipta­höml­urn­ar, sem koma í veg fyrir að fyr­ir­tæki geti flutt vörur sínar frá einu landi til ann­ars. Það er vönt­unin og skort­ur­inn í virð­is­keðj­un­um, sem þarf að taka á.“

Hann lét fylgja að skortur á vilja ríkra landa til þess að deila bólu­efn­inu með fátæk­ari ríkjum væri einnig vanda­mál. „Af­nám einka­leyfa gerir ekk­ert til að taka á þessum atrið­u­m,“ sagði Cueni.

Gæti sett for­dæmi til fram­tíðar – sumir fagna, aðrir ekki

Hópar á Vest­ur­löndum hafa sumir hverjir barist ákaft gegn einka­leyfum á nauð­syn­legum lyfjum og bólu­efnum árum sam­an. Þeir sem hvað ákaf­ast fagna þess­ari nýju við­leitni Banda­ríkj­anna hvað COVID-19 bólu­efnin varðar eru sumir úr sama mengi og reyndi árum saman að fá banda­rísk yfir­völd til þess að afnema einka­leyfi fyr­ir­tækja á fram­leiðslu lyfja gegn HIV-veirunni síðla á síð­ustu öld. Sú bar­átta var án árang­ur­s og það kost­aði fjöl­mörg manns­líf, helst í Afr­íku.

Mynd: EPA

Þessir hópar fagna því nú og telja að með ákvörð­un­inni sé verið að skapa for­dæmi. Þegar ógnin sé nægi­lega mikil og steðji að heim­inum öllum sé ekki verj­andi að ákveðin fyr­ir­tæki hafi einka­leyfi á fram­leiðslu lyfja eða bólu­efna.

Lyfja­geir­inn telur einnig að verið sé að skapa for­dæmi, en hættu­legt for­dæmi, þar sem einka­leyf­is­rétt­ur­inn sé nauð­syn­legur til þess að tryggja tekjur af þróun nýj­unga. Ef hagn­að­ar­vonin hverfi geri nýsköp­un­ar­neist­inn og vilj­inn til þess að fjár­festa í þróun nýrra lyfja einnig. Hluta­bréf í lyfja­fyr­ir­tækjum á borð við Pfiz­er, Nova­vax, BioNTech og Moderna tóku snarpa dýfu þegar ákvörðun Biden-­stjórn­ar­innar var kunn­gjörð síð­degis á mið­viku­dag.

Auglýsing

Banda­ríska blaðið Wall Street Journal skrif­aði um „bólu­efna­þjófnað Bidens“ í rit­stjórn­ar­dálki sínum á fimmtu­dag. Þar voru færð fram rök fyrir því að án fjár­hags­legra hvata myndi eng­inn vilja fjár­festa í nýjum lækn­inga­lausn­um.

Á móti hefur reyndar verið bent á að veru­legur hluti alls þess fjár sem rann til þró­unar bólu­efn­anna sem nú eru að flæða um heim­inn kom úr rík­is­sjóðum eða frá góð­gerða­starfi – til dæmis 97 pró­sent allra þeirra fjár­muna sem settir voru í þróun bólu­efn­is­ins frá Astr­aZeneca. Það var sér­stak­lega skoðað eftir að Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands sagði að það mætti þakka „græðgi“ fyrir skjótan hraða bólu­efna­þró­un­ar­inn­ar.

Auk þess byggir mRna-­tæknin sem notuð er í hinum nýstár­legu bólu­efnum bæði Pfizer og BioNTech og Moderna á grunn­rann­sóknum sem fjár­magn­aðar voru af hinu opin­bera.

Er þetta bara hót­un?

Sumir álits­gjafar hafa velt því upp hvort stefnu­breyt­ing banda­rísku stjórn­ar­innar sé sett fram til þess að ýta bólu­efna­fram­leið­endum út í að gera fleiri sam­starfs­samn­inga við fram­leið­endur í fátæk­ari ríkj­um, fremur en til þess að sú leið verði raun­veru­lega farin að svipta fyr­ir­tækin einka­leyfum sín­um. All­margir svona sam­starfs­samn­ingar hafa verið gerðir nú þeg­ar, ekki síst af hálfu Astr­aZeneca.

Með hótun um afnám einka­leyfa yfir höfði sér gætu lyfja­fyr­ir­tækin fengið hvata til þess að víkka enn frekar úr kví­arnar í bólu­efna­fram­leiðslu sinni og deila þekk­ingu og sér­hæf­ingu með fram­leið­endum í fátæk­ari ríkj­um, eins og heim­ur­inn þarf sár­lega á að halda.

Sem fyrr segir er þó enn fremur óljóst hvað Banda­ríkin nákvæm­lega sjá fyrir sér og nokkur tími, jafn­vel mán­uð­ir, gætu liðið þar til ríki heims koma sér saman um ein­hverja nið­ur­stöðu á vett­vangi Alþjóða­við­skipta­mála­stofn­un­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar