Víkingarnir koma! Ekki

Jón Gnarr tekur fyrir hina svokölluðu Íslandssögu í pistlaröð. Í sínum sjöunda pistli segir hann víkinga hafa verið jaðarhópa í samfélögum Skandinavíu og að meint víkingaarfleifð Íslendinga sé að mestu byggð á óskhyggju og lygasögum.

Auglýsing

Allt er óvíst um uppruna orðsins víkingur. Það eru gamlar heimildir til um það og orðið kemur fyrir á rúnasteinum í Svíþjóð en það hafði örugglega ekki þá merkingu þá sem það seinna fékk. Fólk á Norðurlöndum var löngu byrjað að sigla á milli staða áður en hin svokallaða víkingaöld sem talin er hafa staðið frá 793-1066 hófst. Það er heldur ónákvæmt að miða við þessi ártöl.

Ég held að orðið eigi sér mjög sakleysislegt upphaf og hafi verið notað um þá sem áttu sér ekkert fast heimili heldur flæktust um höfin á bátkjænum. Bátar hafa aðallega verið notaðir til fiskveiða. Að eiga eða ráða yfir báti í fornöld hefur verið mjög krefjandi verk sem krafðist sífelldrar athygli. Þessir bátar þurftu endalaust viðhald til að halda þeim á floti og ólíklegt finnst mér að fólk hafi litið mikið af þeim.

En varla hafa allir bátar verið fiskibátar. Sumir voru notaðir til að ferja fólk og fénað milli staða og aðrir til að stunda verslun og viðskipti. Fólk var að sigla um og yfir Eystrasaltið og Norðursjó og uppeftir ám og fljótum í allskonar erindagjörðum. Þetta hefur mjög líklega orðið lífsstíll fyrir marga.

Þannig held ég að orðið hafi fyrst orðið til, yfir menn sem þvældust um á bátum og sigldu milli staða og seldu og keyptu vörur sem þeir vissu að þeir gætu svo selt með hagnaði annars staðar. Ætli orðið víkingur hafi í upphafi ekki haft svipaða merkingu og flækingur, að leggjast í víking svipað og að fara á flæking? Þetta hefur auðvitað ekki verið notað í þeirri neikvæðu merkingu sem orðið öðlaðist seinna.

Norðurlandabúar hafa átt vinsamleg samskipti við nágranna sína framan af, verslun og viðskipti. Það er ljóst á heimildum um ofbeldisfullar árásir víkinganna að fólk var ekki að sjá þá í fyrsta skipti og virðist hafa vitað hverjir þeir voru og hvaðan þeir komu. Enginn veit alveg af hverju þetta friðsamlega fólk snerist svona skyndilega til ofbeldisverka en það eru ýmsar kenningar um það. Margt bendir til að aldirnar fyrir víkingatímabilið hafi veðurfar í Skandinavíu versnað mjög og kólnað og fólk hafi hrunið niður úr kulda og hungri. Ég hef líka heyrt þá kenningu að fólk í Skandinavíu hafi fyrst byrjað að vopnbúast til að verja sig fyrir einhverjum öðrum sem höfðu verið að ráðast á það.

Jaðarhópur

Eitt sem mér finnst líka mikilvægt að hafa í huga, þegar við hugsum um þetta tímabil, er að það var alls ekki almennur þorri eða meginhluti fólks sem var að taka þátt í þessum grimmilega hernaði. Þessi sjóræningjakúltúr sem kenndur hefur verið við víkinga virðist aðallega hafa verið bundinn við ákveðin landsvæði í Noregi, Svíþjóð og Danmörku frekar en öll löndin í heild. Það er algjörlega fjarstæðukennt að halda að öll Skandinavía hafi verið tengd þessari starfsemi með einum eða öðrum hætti. Það er líklegra að meirihluti almennings hafi ekki einu sinni vitað af þessu.

Auglýsing

Ég hef sagt það hér áður en þegar ég reyni að gera mér í hugarlund eitthvað í dag sem væri sambærilegt við víkingana detta mér helst í hug hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki. Þau eru vissulega ættuð frá Sýrlandi og hafa aðsetur þar en þau eru ekki einkennandi fyrir Sýrland eða sýrlendinga. Meðlimirnir eru margir útlendingar og umráðasvæði þeirra er aðeins brotabrot af landinu öllu. Það að halda að allir skandínavar hafi verið víkingar er jafn tilhæfulaust og úr lausu lofti gripið og ótti þeirra sem halda að flóttafólk frá Sýrlandi hljóti að hafa einhver tengsl við hryðjuverkamenn.

Víkingar og hrun bankakerfisins

Þótt umsvif víkinganna hafi verið mikil, sérstaklega eftirá að hyggja og eftir að fólk hefur rýnt mjög mikið og sérstaklega á þennan tiltekna kúltúr, þá var þetta samt frekar fámenn stétt, þótt orðsporið væri mikið, og eiginlega jaðarhópur í samfélaginu. Með sömu aðferðafræði gætu einhverjir útlendingar haldið að allir íslendingar hefðu unnið í banka og verið útrásarvíkingar. Við vitum náttúrlega að það er ekki rétt og ef ekki hefði verið fyrir okkar ágætu fjölmiðla þá hefðu flest okkar ekkert vitað af þessari svokölluðu „útrás“.

Fæst fólk á Íslandi telur sig bera einhverja persónulega ábyrgð á hruni bankakerfisins. Það hefur verið svipað á Norðurlöndum. Almenningur á Norðurlöndum var fyrst og fremst friðsamt og vinnusamt fólk. Það hélt þræla, fór illa með konur og átti það til að færa mannfórnir við hátíðleg tækifæri en það var bara tíðarandinn frekar en einhver mannvonska. Það var ekki fullkomið fólk en lífsbaráttan var hörð og fólk gerði bara það sem það taldi nauðsynlegt til að komast af. Þetta fólk átti sér mjög merkilega sögu og kúltúr. Það bjó til listmuni og samdi sögur og ljóð sem eru einstök á heimsmælikvarða. Þetta fólk bjó yfir merkilegri siglingakunnáttu og verkfræði og náttúrufræði. Þetta var mjög merkilegt fólk sem byggði áhugaverð samfélög. Að gefa ótíndum ribböldum allt kredit fyrir þeirra framlag er ekkert nema virðingarleysi.

Þessi hernaðarstarfsemi víkinganna stóð með hléum í rúmar tvær aldir. Þarna voru nokkrar árásir á saklaust og varnarlaust fólk, umtalsverðar siglingar, nokkrir bardagar sem líktust helst gengjastríðum og helst á Englandi en aðallega þrælasala. Þrælasala og mansal var kjarninn í hagkerfi víkinganna og í því var mesta veltan. Höfuðstöðvar þeirra voru á afmörkuðum svæðum í Skandinavíu og seinna þar sem nú eru Úkraína og Rússland. Að fara í víking var aðallega sumarvinna en þeir héldu sig að mestu heima yfir veturinn.

Engin víkingastarfsemi á Íslandi

Ólíkt því sem oft og yfirleitt er haldið fram þá voru aldrei neinir víkingar hér á landi með neina starfsemi. Ísland er allt of langt í burtu frá öllu öðru til að vera fýsilegur kostur í slíka starfsemi. Bardagaglaðir og vitfirrtir menn höfðu einfaldlega ekkert hér að gera. Það er vel hugsanlegt að einhverjir þeir smákóngar sem gerðu út á víking einhvern hluta ársins hafi rekið einhverja starfsemi hér en þeir hafa ekki verið að senda hermenn sína hingað. Til hvers hefðu þeir átt að gera það? Hvaða heilvita maður hefði siglt hingað í fullum herklæðum? Enginn. Ísland var ein af þrælakistum víkinganna og fólk var flutt hingað nauðugt og látið strita. Ekki hafa allir þeir þrælahaldarar verið neinir víkingar heldur þótt þeir hafi kannski þóst vera það.

Óskhyggja og lygasögur

Það hafa ekki fundist á Íslandi neinar fornminjar um víkinga og ekki eitt einasta skip. Það er einhver reitingur af sverðum en ekkert í líkingu við allt það járnadrasl sem fundist hefur í Skandinavíu. Hugmyndin um okkar glæsilegu víkingaarfleið er að mestu byggð á óskhyggju og lygasögum sem okkur hafa verið sagðar í gegnum tíðina. Það getur svosem hugsast að einhverjir fyrrverandi víkingar eða einhverjir sem börðust í einhverjum bardaga hafi hrakist hingað á flótta undan mönnunum sem þeir töpuðu fyrir.

Frægasti víkingur hinnar svokölluðu Íslandssögu á að hafa verið Egill Skallagrímsson. Hann á að hafa haldið utan ungur maður og ekki snúið aftur heim fyrr en hann var orðinn öldungur. Hann stóð aldrei í neinni víkingastarfsemi hér. Hafi hann ekki logið öllu um afrek sín á víkingasviðinu þá fóru þau að minnsta kosti öll fram í útlöndum. Það staðfestir sagan.

Mér sýnist það alveg ljóst að landnemar Íslands voru hvorki stórhuga bændur né hugdjarfir víkingar heldur frekar fórnarlömb þeirra beggja, fólk sem var svipt frelsi sínu og neytt til að fara hingað og var kallað þrælar og illmenni og látið strita hér. Ísland hentaði hvorki til víkingasiglinga né landbúnaðar bæði vegna landfræðilegrar stöðu og veðurfars. Allt tal um annað er einungis til þess gert að breiða yfir sannleikann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiÁlit