Rangt er fyrir haft í mikilvægu máli

Ari Trausti Guðmundsson skrifar um afstöðu sína og Vinstri grænna í málefnum Mið-Austurlanda eftir árásir Ísraelsmanna á Gaza fyrr í mánuðinum.

Auglýsing

Það er leið­in­legt baks að elta ólar við rang­færslur en þó stundum óhjá­kvæmi­legt í póli­tík. Ég tel mig hafa staðið rétt að málum í utan­rík­is­mála­nefnd, sam­kvæmt minni sann­fær­ingu, og nú með þing­störfum sem eiga að gagn­ast mál­stað frið­ar, mann­rétt­inda, jöfn­uðar og mann­úðar í Mið-Aust­ur­lönd­um. Félagið Ísland-Pa­lest­ína hefur átt minn stuðn­ing vísan alla tíð og enn um hríð má eygja tveggja ríkja lausn­ina. Ég sit einnig á þingi fyrir stjórn­mála­hreyf­ingu sem hefur ætíð staðið með og barist fyrir sjálf­stæði Palest­ínu.

Þannig var þing­flokkur VG sá fyrsti til að senda frá sér yfir­lýs­ingu um árásir Ísra­els­manna á Gaza þann 14. maí síð­ast­lið­inn. Þar sagði meðal ann­ars:

„Þing­flokkur Vinstri­hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs for­dæmir vald­níðslu, margend­ur­teknar land­tökur og brott­vís­anir palest­ínskra heima­manna úr byggðum sem svo eru eyði­lagðar og lagðar undir ísra­elska land­töku­menn. Þær eru gróf brot á alþjóða­samn­ing­um, alþjóða­lögum og mann­rétt­ind­um. Þá eru harka­leg við­brögð Ísra­els­stjórnar við eld­flauga­skotum af Gaza strönd til Ísra­els, loft­árásir með full­komnum vopnum (eða mann­lausum dráp­stækj­um) á ofur þétt­býl svæði Palest­ínu­manna, óverj­and­i.“ 

Nokkrum dögum síðar var lögð fram þings­á­lykt­un­ar­til­laga Pírata þar sem und­ir­rit­aður og tveir aðrir þing­menn VG eru með­flutn­ings­menn. Hall­dóra Mog­en­sen er fyrsti flutn­ings­maður hennar og er til­lagan svohljóð­andi:

„Al­þingi ályktar að for­dæma harð­lega ofbeld­is­að­gerðir ísra­elsks her­liðs gegn palest­ínsku þjóð­inni sem og land­töku­stefnu Ísra­els­stjórn­ar. Alþingi skorar á stjórn­völd í Ísr­ael að hætta þegar í stað hvers konar beit­ingu her­valds í sam­skiptum við Palest­ínu og að flytja her­lið sitt og land­töku­fólk brott af hernumdum svæðum Palest­ín­u. 

Alþingi skorar á ríki heims að taka undir þessa for­dæm­ingu, að styðja við mann­rétt­indi og að beita sér fyrir frjálsri Palest­ín­u.”

Þá hefur Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þing­maður VG, flutt þing­mál í mörg ár sem snýst um vörur frá hernumdu svæð­un­um. Þar er ég, ásamt þing­mönnum Pírata og Sam­fylk­ing­ar, með­flutn­ings­mað­ur. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður VG og for­sæt­is­ráð­herra ítrek­aði svo afstöðu íslenskra stjórn­valda fyrir hönd rík­is­stjórn­ar­innar við utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna og Rúss­lands í síð­ustu viku, m.a. með því að ræða taf­ar­laust vopna­hlé. 

Auglýsing
Mikilvægt er að bar­áttan fyrir sjálf­stæði Palest­ínu sé háð á fjöl­breyttan hátt og án ofbeld­is. Her­kví og ofurefli Ísra­els­stjórnar og harð­línu­manna, sem hafa ráðið fyrir land­inu í langan tíma, er svo aug­ljóst brot á alþjóða­sam­þykktum og alþjóða­lögum að æ fleiri taka undir mót­mæli fram­ferð­inu og hvatn­ingu til lausn­ar. Á meðan þreng­ist jafnt og þétt að Palest­ínu­mönnum og því ríki sem Ísland hefur við­ur­kennt sem hluta lausn­ar­inn­ar. 

Mik­il­vægt er að halda hlutum til haga og leið­rétta rang­færsl­ur. Í síð­ustu viku bók­uðu full­trúar stjórn­ar­and­stöð­unnar í utan­rík­is­mála­nefnd Alþingis um mál­efni Palest­ínu og Ísra­els eftir tölu­verðar umræður um starfs­hætti fasta­nefnda. Bók­unin var ágæt­lega orðuð að mínu mati og var ég sáttur við inni­haldið sem slíkt. Okkur var hins vegar bent á að hún bryti í bága við starfs­hætti utan­rík­is­mála­nefndar og skil­virkni henn­ar. Það lét ég ráða. Hef ég verið gagn­rýndur fyrir að taka ekki undir bók­un­ina og því jafn­vel haldið fram að VG taki ekki afstöðu í mál­efnum Palest­ínu. Það er ekki fótur þessum ásök­unum eins og fram­an­greind upp­taln­ing gefur til kynna.

Bók­anir eru per­sónu­leg­ir, mjög stutt­lega orð­aðir fyr­ir­varar þing­manns í þing­málum sem nefndin vinnur með og afgreiðir til umræðu í þingsal, með örstuttri til­vísun í efn­ið. Þeir þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar sem bók­uðu álit sitt á mál­efnum Palest­ínu og Ísr­ael eftir tölu­verðar umræður um starfs­hætti fasta­nefnda, vita full­vel að þau voru að reyna að feta alveg nýja braut. Nefni­lega þá leið, í fyrsta sinn í sögu utan­rík­is­mála­nefnd­ar, að bóka afstöðu ein­stakra þing­manna (hvort sem væri saman í hóp eða á ein­stak­lings­grunni) til umdeildra utan­rík­is­mála. Nefndin hefur heldur aldrei ályktað um slík mál og á ekki að gera það. Ekki heldur skráð bók­anir af slíku tagi.

Halda ber starfs­að­ferðum þing­nefnda í horf­inu, líka í umræddri nefnd og sama hvert umræðu­efnið er. Ella væri til kom­inn far­vegur fyrir deilur og bók­anir sem myndu valda starf­stöfum á hverju þingi. Enn fremur vafa um umboð þeirra sem þar væru um að véla. Skýrt er að fasta­nefnd, jafn­vel klof­in, mælir ekki fyrir hönd Alþingis með bók­un, aðeins þeirra sem tjá sig á nefnd­ar­fundi með bók­un­inni. Þess vegna er til „tæk­ið“ þings­á­lykt­un­ar­til­laga. Fasta­nefnd getur staðið að slíkri til­lögu, rætt um inn­byrðis og flutt sjálf. Það hefur utan­rík­is­mála­nefnd gert tíu sinnum á öllum sínum ferli og þá með sam­þykki allra nefnd­ar­manna í hvert sinn. Það er sam­þykkt hennar sem telst afstaða Alþing­is. Í þetta sinn vissu allir nefnd­ar­menn að það var ekki í boði vegna and­stæðra skoð­ana full­trúa flokka um mál­efn­ið. Auk þess liggur einmitt fyrr­greind þings­á­lykt­un­ar­til­laga fyrir þing­inu, lögð fram af nokkrum þing­mönn­um. 

Um allt þetta ættu þing­menn að vera sam­mála, hvað sem frá flokks­setu þeirra líð­ur.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar