Rangt er fyrir haft í mikilvægu máli

Ari Trausti Guðmundsson skrifar um afstöðu sína og Vinstri grænna í málefnum Mið-Austurlanda eftir árásir Ísraelsmanna á Gaza fyrr í mánuðinum.

Auglýsing

Það er leið­in­legt baks að elta ólar við rang­færslur en þó stundum óhjá­kvæmi­legt í póli­tík. Ég tel mig hafa staðið rétt að málum í utan­rík­is­mála­nefnd, sam­kvæmt minni sann­fær­ingu, og nú með þing­störfum sem eiga að gagn­ast mál­stað frið­ar, mann­rétt­inda, jöfn­uðar og mann­úðar í Mið-Aust­ur­lönd­um. Félagið Ísland-Pa­lest­ína hefur átt minn stuðn­ing vísan alla tíð og enn um hríð má eygja tveggja ríkja lausn­ina. Ég sit einnig á þingi fyrir stjórn­mála­hreyf­ingu sem hefur ætíð staðið með og barist fyrir sjálf­stæði Palest­ínu.

Þannig var þing­flokkur VG sá fyrsti til að senda frá sér yfir­lýs­ingu um árásir Ísra­els­manna á Gaza þann 14. maí síð­ast­lið­inn. Þar sagði meðal ann­ars:

„Þing­flokkur Vinstri­hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs for­dæmir vald­níðslu, margend­ur­teknar land­tökur og brott­vís­anir palest­ínskra heima­manna úr byggðum sem svo eru eyði­lagðar og lagðar undir ísra­elska land­töku­menn. Þær eru gróf brot á alþjóða­samn­ing­um, alþjóða­lögum og mann­rétt­ind­um. Þá eru harka­leg við­brögð Ísra­els­stjórnar við eld­flauga­skotum af Gaza strönd til Ísra­els, loft­árásir með full­komnum vopnum (eða mann­lausum dráp­stækj­um) á ofur þétt­býl svæði Palest­ínu­manna, óverj­and­i.“ 

Nokkrum dögum síðar var lögð fram þings­á­lykt­un­ar­til­laga Pírata þar sem und­ir­rit­aður og tveir aðrir þing­menn VG eru með­flutn­ings­menn. Hall­dóra Mog­en­sen er fyrsti flutn­ings­maður hennar og er til­lagan svohljóð­andi:

„Al­þingi ályktar að for­dæma harð­lega ofbeld­is­að­gerðir ísra­elsks her­liðs gegn palest­ínsku þjóð­inni sem og land­töku­stefnu Ísra­els­stjórn­ar. Alþingi skorar á stjórn­völd í Ísr­ael að hætta þegar í stað hvers konar beit­ingu her­valds í sam­skiptum við Palest­ínu og að flytja her­lið sitt og land­töku­fólk brott af hernumdum svæðum Palest­ín­u. 

Alþingi skorar á ríki heims að taka undir þessa for­dæm­ingu, að styðja við mann­rétt­indi og að beita sér fyrir frjálsri Palest­ín­u.”

Þá hefur Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þing­maður VG, flutt þing­mál í mörg ár sem snýst um vörur frá hernumdu svæð­un­um. Þar er ég, ásamt þing­mönnum Pírata og Sam­fylk­ing­ar, með­flutn­ings­mað­ur. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður VG og for­sæt­is­ráð­herra ítrek­aði svo afstöðu íslenskra stjórn­valda fyrir hönd rík­is­stjórn­ar­innar við utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna og Rúss­lands í síð­ustu viku, m.a. með því að ræða taf­ar­laust vopna­hlé. 

Auglýsing
Mikilvægt er að bar­áttan fyrir sjálf­stæði Palest­ínu sé háð á fjöl­breyttan hátt og án ofbeld­is. Her­kví og ofurefli Ísra­els­stjórnar og harð­línu­manna, sem hafa ráðið fyrir land­inu í langan tíma, er svo aug­ljóst brot á alþjóða­sam­þykktum og alþjóða­lögum að æ fleiri taka undir mót­mæli fram­ferð­inu og hvatn­ingu til lausn­ar. Á meðan þreng­ist jafnt og þétt að Palest­ínu­mönnum og því ríki sem Ísland hefur við­ur­kennt sem hluta lausn­ar­inn­ar. 

Mik­il­vægt er að halda hlutum til haga og leið­rétta rang­færsl­ur. Í síð­ustu viku bók­uðu full­trúar stjórn­ar­and­stöð­unnar í utan­rík­is­mála­nefnd Alþingis um mál­efni Palest­ínu og Ísra­els eftir tölu­verðar umræður um starfs­hætti fasta­nefnda. Bók­unin var ágæt­lega orðuð að mínu mati og var ég sáttur við inni­haldið sem slíkt. Okkur var hins vegar bent á að hún bryti í bága við starfs­hætti utan­rík­is­mála­nefndar og skil­virkni henn­ar. Það lét ég ráða. Hef ég verið gagn­rýndur fyrir að taka ekki undir bók­un­ina og því jafn­vel haldið fram að VG taki ekki afstöðu í mál­efnum Palest­ínu. Það er ekki fótur þessum ásök­unum eins og fram­an­greind upp­taln­ing gefur til kynna.

Bók­anir eru per­sónu­leg­ir, mjög stutt­lega orð­aðir fyr­ir­varar þing­manns í þing­málum sem nefndin vinnur með og afgreiðir til umræðu í þingsal, með örstuttri til­vísun í efn­ið. Þeir þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar sem bók­uðu álit sitt á mál­efnum Palest­ínu og Ísr­ael eftir tölu­verðar umræður um starfs­hætti fasta­nefnda, vita full­vel að þau voru að reyna að feta alveg nýja braut. Nefni­lega þá leið, í fyrsta sinn í sögu utan­rík­is­mála­nefnd­ar, að bóka afstöðu ein­stakra þing­manna (hvort sem væri saman í hóp eða á ein­stak­lings­grunni) til umdeildra utan­rík­is­mála. Nefndin hefur heldur aldrei ályktað um slík mál og á ekki að gera það. Ekki heldur skráð bók­anir af slíku tagi.

Halda ber starfs­að­ferðum þing­nefnda í horf­inu, líka í umræddri nefnd og sama hvert umræðu­efnið er. Ella væri til kom­inn far­vegur fyrir deilur og bók­anir sem myndu valda starf­stöfum á hverju þingi. Enn fremur vafa um umboð þeirra sem þar væru um að véla. Skýrt er að fasta­nefnd, jafn­vel klof­in, mælir ekki fyrir hönd Alþingis með bók­un, aðeins þeirra sem tjá sig á nefnd­ar­fundi með bók­un­inni. Þess vegna er til „tæk­ið“ þings­á­lykt­un­ar­til­laga. Fasta­nefnd getur staðið að slíkri til­lögu, rætt um inn­byrðis og flutt sjálf. Það hefur utan­rík­is­mála­nefnd gert tíu sinnum á öllum sínum ferli og þá með sam­þykki allra nefnd­ar­manna í hvert sinn. Það er sam­þykkt hennar sem telst afstaða Alþing­is. Í þetta sinn vissu allir nefnd­ar­menn að það var ekki í boði vegna and­stæðra skoð­ana full­trúa flokka um mál­efn­ið. Auk þess liggur einmitt fyrr­greind þings­á­lykt­un­ar­til­laga fyrir þing­inu, lögð fram af nokkrum þing­mönn­um. 

Um allt þetta ættu þing­menn að vera sam­mála, hvað sem frá flokks­setu þeirra líð­ur.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar