Í þágu hverra er auðlindaákvæði?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir tímabindingu réttinda vera rauða þráðinn í lagasetningu þegar stjórnvöld úthluti takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign.

Auglýsing

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir tímabindingu réttinda vera rauða þráðurinn í lagasetningu þegar stjórnvöld úthluti takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign.

Í stjórnarskrá eru skráðar grundvallarreglur samfélagsins, reglur sem eru rétthærri en önnur almenn lagasetning og öll önnur lög þurfa þess vegna að standast. Það er þess vegna mikilvægt að ramma inn meginreglur um auðlindir í stjórnarskrá. Nú liggur fyrir á Alþingi frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um auðlindaákvæði. Í frumvarpinu er talað um þjóðareign en án þess þó að nefna að rétturinn til að nýta þessa þjóðareign sé tímabundinn og að fyrir þann rétt þurfi að greiða eðlilegt gjald. Í staðinn segir aðeins að í lögum skuli kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar. Það kann að hljóma vel, en hefur hins vegar þau áhrif að löggjafinn hefur eftir sem áður frítt spil um hvernig haga á þessum málum. Eins og staðan er einmitt núna. Það hefur skilað niðurstöðu sem við þekkjum. Með þessari tillögu Katrínar Jakobsdóttur sjáum við þess vegna að viljinn til að breyta er enginn. Samþykki Alþingi tillögu forsætisráðherra mun það þess vegna leið til þess að áfram verður staðan óbreytt ástand fyrir almenning og um leið óbreytt ástand fyrir stórútgerðina.

Þjóðareign hinna fáu

En hvað er það þá sem vantar til þess að ná því fram að þjóðareignin verði meira bara en tóm orð? Til þess að gefa orðinu þjóðareign raunverulegt inntak og raunverulega þýðingu þarf að tryggja að nýting á sameiginlegri auðlind sé alltaf gerð með tímabundnum samningum við þá sem fá réttinn til að nýta auðlindina. Rétturinn til að fá að nýta sameiginlega auðlind verður að vera tímabundinn og þessa grundvallarreglu þarf að ramma skýrt inn í stjórnarskrárákvæðið. Og þar skiptir sömuleiðis máli að fram komi að greiða skuli eðlilegt gjald fyrir þessa nýtingu. Með því verjum við sjávarauðlindina þannig að ekki skiptir máli hvernig pólitískir vindar blása á Alþingi og hverjir eru við völd. Þetta er það atriði sem öllu máli skiptir í hinu pólitíska samhengi. Þannig verjum við hagsmuni almennings og tryggjum að ekki verði um varanlegan rétt að ræða. Orðið þjóðareign fær þannig merkingu. 

Auglýsing
Tímabinding réttinda er rauður þráður í lagasetningu þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Orkuframleiðsla í landinu er mest öll á forræði ríkis eða sveitarfélaga. Í orkulögum er sveitarfélögum veitt heimild að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tiltekið tímabil í einu. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er mælt fyrir um rekstrarleyfi til 16 ára. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hálendisþjóðgarð skilgreinir hálendi Íslands sem náttúruauðlind í þjóðareign. Þar kemur einmitt skýrt fram að óheimilt sé að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarði nema með tímabundnum samningi. Dæmin um þessa tímabundnu heimildir til nýtingar sjást gegnumgangandi í löggjöf um auðlindir. Hvers vegna má þá ekki fara sömu leið í stjórnarskrá? 

Hvers vegna er tækifærið ekki nýtt?

Nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem forsætisráðherra leggur til fer gegn því stefi sem einkennir lagasetningu um flestar aðrar auðlindir. Þá er eðlilegt að spyrja hverju það sætir. Hvers vegna er niðurstaða ríkisstjórnarflokkanna þriggja að leggja fram ákvæði sem er svo opið? Hvers vegna er tækifærið til að verja almannahagsmuni ekki nýtt?  Hvers vegna er ákvæði forsætisráðherra þögult um stærstu pólitísku álitaefnin?  

Verði þetta ákvæði samþykkt án breytinga verður niðurstaðan óbreytt ástand, þar sem sjávarauðlindin verður varanlega á forræði hinna fáu. Sterkustu skilaboðin í þessu frumvarpi felast í því sem ekki er sagt. Þögn forsætisráðherra um þau atriði sem myndu tryggja hagsmuni almennings. Í þágu hverra er þetta ákvæði þá?

Höfundur er þingmaður Viðreisnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar