Í þágu hverra er auðlindaákvæði?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir tímabindingu réttinda vera rauða þráðinn í lagasetningu þegar stjórnvöld úthluti takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign.

Auglýsing

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þing­maður Við­reisn­ar, segir tíma­bind­ingu rétt­inda vera rauða þráð­ur­inn í laga­setn­ingu þegar stjórn­völd úthluti tak­mörk­uðum gæðum til hag­nýt­ingar á nátt­úru­auð­lindum í þjóð­ar­eign.

Í stjórn­ar­skrá eru skráðar grund­vall­ar­reglur sam­fé­lags­ins, reglur sem eru rétt­hærri en önnur almenn laga­setn­ing og öll önnur lög þurfa þess vegna að stand­ast. Það er þess vegna mik­il­vægt að ramma inn meg­in­reglur um auð­lindir í stjórn­ar­skrá. Nú liggur fyrir á Alþingi frum­varp Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra um auð­linda­á­kvæði. Í frum­varp­inu er talað um þjóð­ar­eign en án þess þó að nefna að rétt­ur­inn til að nýta þessa þjóð­ar­eign sé tíma­bund­inn og að fyrir þann rétt þurfi að greiða eðli­legt gjald. Í stað­inn segir aðeins að í lögum skuli kveða á um gjald­töku fyrir heim­ildir til nýt­ing­ar. Það kann að hljóma vel, en hefur hins vegar þau áhrif að lög­gjaf­inn hefur eftir sem áður frítt spil um hvernig haga á þessum mál­um. Eins og staðan er einmitt núna. Það hefur skilað nið­ur­stöðu sem við þekkj­um. Með þess­ari til­lögu Katrínar Jak­obs­dóttur sjáum við þess vegna að vilj­inn til að breyta er eng­inn. Sam­þykki Alþingi til­lögu for­sæt­is­ráð­herra mun það þess vegna leið til þess að áfram verður staðan óbreytt ástand fyrir almenn­ing og um leið óbreytt ástand fyrir stór­út­gerð­ina.

Þjóð­ar­eign hinna fáu

En hvað er það þá sem vantar til þess að ná því fram að þjóð­ar­eignin verði meira bara en tóm orð? Til þess að gefa orð­inu þjóð­ar­eign raun­veru­legt inn­tak og raun­veru­lega þýð­ingu þarf að tryggja að nýt­ing á sam­eig­in­legri auð­lind sé alltaf gerð með tíma­bundnum samn­ingum við þá sem fá rétt­inn til að nýta auð­lind­ina. Rétt­ur­inn til að fá að nýta sam­eig­in­lega auð­lind verður að vera tíma­bund­inn og þessa grund­vall­ar­reglu þarf að ramma skýrt inn í stjórn­ar­skrár­á­kvæð­ið. Og þar skiptir sömu­leiðis máli að fram komi að greiða skuli eðli­legt gjald fyrir þessa nýt­ingu. Með því verjum við sjáv­ar­auð­lind­ina þannig að ekki skiptir máli hvernig póli­tískir vindar blása á Alþingi og hverjir eru við völd. Þetta er það atriði sem öllu máli skiptir í hinu póli­tíska sam­hengi. Þannig verjum við hags­muni almenn­ings og tryggjum að ekki verði um var­an­legan rétt að ræða. Orðið þjóð­ar­eign fær þannig merkingu. 

Auglýsing
Tímabinding rétt­inda er rauður þráður í laga­setn­ingu þegar stjórn­völd úthluta tak­mörk­uðum gæðum til hag­nýt­ingar á nátt­úru­auð­lindum í þjóð­ar­eign. Orku­fram­leiðsla í land­inu er mest öll á for­ræði ríkis eða sveit­ar­fé­laga. Í orku­lögum er sveit­ar­fé­lögum veitt heim­ild að fram­selja einka­leyfi til að starf­rækja hita­veitu um til­tekið tíma­bil í einu. Í lögum um rann­sóknir og nýt­ingu auð­linda í jörðu er ákvæði um tíma­bundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fisk­eldi er mælt fyrir um rekstr­ar­leyfi til 16 ára. Frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar um Hálend­is­þjóð­garð skil­greinir hálendi Íslands sem nátt­úru­auð­lind í þjóð­ar­eign. Þar kemur einmitt skýrt fram að óheim­ilt sé að reka atvinnu­starf­semi í þjóð­garði nema með tíma­bundnum samn­ingi. Dæmin um þessa tíma­bundnu heim­ildir til nýt­ingar sjást gegn­um­gang­andi í lög­gjöf um auð­lind­ir. Hvers vegna má þá ekki fara sömu leið í stjórn­ar­skrá? 

Hvers vegna er tæki­færið ekki nýtt?

Nýtt auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá sem for­sæt­is­ráð­herra leggur til fer gegn því stefi sem ein­kennir laga­setn­ingu um flestar aðrar auð­lind­ir. Þá er eðli­legt að spyrja hverju það sæt­ir. Hvers vegna er nið­ur­staða rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja að leggja fram ákvæði sem er svo opið? Hvers vegna er tæki­færið til að verja almanna­hags­muni ekki nýtt?  Hvers vegna er ákvæði for­sæt­is­ráð­herra þög­ult um stærstu póli­tísku álita­efn­in?  

Verði þetta ákvæði sam­þykkt án breyt­inga verður nið­ur­staðan óbreytt ástand, þar sem sjáv­ar­auð­lindin verður var­an­lega á for­ræði hinna fáu. Sterk­ustu skila­boðin í þessu frum­varpi fel­ast í því sem ekki er sagt. Þögn for­sæt­is­ráð­herra um þau atriði sem myndu tryggja hags­muni almenn­ings. Í þágu hverra er þetta ákvæði þá?

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar