Stórfelld skattalækkun á millitekjur og lægri

Katrín Baldursdóttir segir að skattkerfinu hafi verið beitt til að vernda stórfyrirtæki fyrir samkeppni frá þeim smærri og til að draga úr nýliðun í atvinnugreinum.

Auglýsing

Á und­an­förnum árum hafa skattar á allt venju­legt fólk hækkað en lækkað hjá þeim sem eiga mik­ið, fjár­mags­eig­end­um, umsvifa­miklum fast­eigna­eig­endum og eig­endum ríkra fyr­ir­tækja. Þetta er svo öfug­snúið og órétt­látt að manni verður orða­vant. Heið­ar­legt og ærlegt fólk sem stritar myrkanna á milli til að eiga í sig og á, öryrkjar, fátækt fólk, fátækt eft­ir­launa­fólk borgar skatta af sínum tekjum alveg upp í topp en þeir ríku sleppa mjög vel með því að geta borgað sér arð, hafa fjár­magnstekj­ur, fá leigu­tekjur og borga miklu minni skatta af þeim tekj­um. Þeir sleppa best sem eiga mest. Ójöfn­uð­ur­inn eykst og eykst. Almenn­ingi blöskrar en ekk­ert er gert.

Hvað gerð­ist?

Þegar stað­greiðsla skatta var tekin upp árið 1988 greiddi fólk á lág­marks­launum enga skatta og þar með eft­ir­launa­fólk, öryrkjar, náms­fólk og fólk sem hafði lægri tekjur en lág­marks­laun. Síðan var nýfrjáls­hyggj­unni hleypt inn í íslenskt sam­fé­lag. Afleið­ingin er að í dag greiðir fólk á lág­marks­launum um 17% af tekjum sínum í skatt, rúmar 55 þús­und kr. á mán­uði. Samt er vitað að fólk á lág­marks­launum á í miklum erf­ið­leikum með að láta enda ná sam­an.

Auglýsing
Fólk á lægstu örorku­bót­um, 240 þús. kr. á mán­uði, greiðir í dag tæpar 25 þús. kr. af þeim í skatt. Fólk sem er á fram­færslu sveit­ar­fé­laga fær tæpar 213 þús. kr. á mán­uði og borgar af því rúmar 16 þús. kr. í skatt. Þetta er með öllu óverj­andi.

Fyrir tíma nýfrjáls­hyggj­unnar borg­aði ekk­ert af þessu fólki skatta. Það er sið­laust að fjár­mála­ráð­herra gangi að allra fátæk­asta fólk­inu, fólki sem á ekki fyrir mat út mán­uð­inn, og taki af því fé til að reka rík­is­sjóð. Rík­is­sjóður sem er byggður á slíku órétt­læti er sið­laus í grunn­inn.

0% skattur

Í dag eru lægstu laun 351 þús. kr. á mán­uði. Af þeim borgar fólk rúmar 55 þús­und kr. í skatt eða um 17% eins og áður seg­ir. Ef við færum þetta aftur til árs­ins 1991 þá borg­aði fólk á lægstu laun­unum 0% skatt. Lág­tekju­fólkið hefur misst 720 þús. kr. á ári í skatt­inn umfram það sem það borg­aði fyrir nýfrjáls­hyggju.

Þetta á líka við fólk sem er á milli­tekj­um. Mið­gildi heild­ar­launa er í dag 750 þús­und kr. á mán­uði. Af þeim greiðir fólk um 211 þús. kr. í skatt eða 28,2%. Ef við færum þessi laun aftur til 1991 með launa­vísi­töl­unni og leggjum á þau skatt sam­kvæmt þágild­andi skatta­lögum þá væri skatt­hlut­fallið 19,9%. Miðl­ungs­fólkið hefur misst 747 þús. kr. á ári í skatt­inn umfram það sem hann borg­aði fyrir nýfrjáls­hyggju.

Sós­í­alistar vilja vinda ofan af skatta­breyt­ingum nýfrjáls­hyggju­ár­anna og lækka skatt­byrði tekju­skatts á miðl­ungs og lægri tekjur um 700 þús. kr. á ári og stöðva skatt­lagn­ingu á fátækt. Þetta er ekki bylt­ing­ar­kennd­ari hug­mynd en svo, að hún myndi aðeins færa okkur til þess rétt­lætis sem ríkti fyrir þrjá­tíu árum og hafði ríkt þá ára­tugum sam­an.

Rétt­læti og kær­leikur

Sós­í­alistar vilja líka hækka umtals­vert per­sónu­af­slátt, barna­bætur og hús­næð­is­bætur og vinda ofan af gjald­töku nýfrjáls­hyggju­ár­anna fyrir opin­bera þjón­ustu og inn­viði.

For­sendur þess að hægt sé að byggja upp rétt­látt sam­fé­lag á Íslandi er að skatt­byrð­inni verði létt af almenn­ingi og hún færð þangað sem hún á heima. Það er löngu kom­inn tími til að þeir ríku fari að borga fulla skatta af öllum sínum tekjum eins og venju­legt fólk þarf að gera. Hvers konar þjóð­fé­lag er það sem níð­ist á þeim fátæk­ari en mylur undir þá ríku? Það er ekki rétt­látt og kær­leiks­ríkt sam­fé­lag.

Minni fyr­ir­tækjum refsað

En skatta­til­færslan frá hinum auð­ugu yfir á almenn­ing var ekki sú eina á nýfrjáls­hyggju­ár­un­um. Á sama tíma var skattaum­hverfi fyr­ir­tækja breytt svo það þjón­aði best auð­ug­ustu fjár­magns­eig­end­unum og allra stærstu fyr­ir­tækj­unum en miklu síður ein­yrkj­um, smá­fyr­ir­tækjum og með­al­stórum fyr­ir­tækj­um. Skatt­kerf­inu var í reynd beitt til að vernda stór­fyr­ir­tækin fyrir sam­keppni frá þeim smærri og til að draga úr nýliðun í öllum atvinnu­grein­um. Afleið­ing varð fjár­mála­væð­ing atvinnu­lífs­ins sem dró afl úr fram­leiðslu- og þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um. Þetta gengur þvert á stefnu sós­í­alista, skatta­stefnu kær­leiks­hag­kerf­is­ins sem fjallar líka um hvernig lækka má skatta á með­al­stór og minni fyr­ir­tæki svo þau fái betri tæki­færi til að efla atvinnu­líf­ið.

Höf­undur er atvinnu­lífs­fræð­ingur og félagi í Sós­í­alista­flokki Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Vésteinn Ólason
Að láta allt dankast
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar