Auglýsing

Und­an­farna daga hafa birst frétta­skýr­ingar á Kjarn­anum og í Stund­inni sem byggja á gögnum sem sýna hvernig stjórn­end­ur, starfs­fólk og ráð­gjafar Sam­herja hafa lagt á ráðin um að ráð­ast gegn nafn­greindum blaða­mönn­um, lista­mönn­um, stjórn­mála­mönn­um, félaga­sam­tökum og ýmsum öðrum til að hafa af þeim æruna, trú­verð­ug­leik­ann eða lífs­við­ur­vær­ið. Í sumum til­fellum allt þrennt. 

Ástæða þess að þetta stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins stendur í þess­ari veg­ferð – sem starfs­menn hennar kalla „stríð“ og er að hluta rekið áfram af hópi sem kallar sig „skæru­liða­deild Sam­herja“ – er sú að ofan­greint fólk hefur annað hvort flett ofan af því sem Sam­herji hefur gert eða gagn­rýnt fram­ferði fyr­ir­tæk­is­ins á opin­berum vett­vangi.

Fyrir að vinna vinn­una sína eða nýta stjórn­ar­skrár­varið tján­ing­ar­frelsi sitt varð fólk skot­spónn ofsókna alþjóð­legs stór­fyr­ir­tækis og fót­göngu­liða þess, sem að uppi­stöðu virð­ist vera fólk með afar lágan sið­ferð­is­þrösk­uld, enga virð­ingu fyrir sam­fé­lags­sátt­mál­anum og litla mann­lega reisn. 

Það sem Sam­herji gerði

Í umfjöllun Kjarn­ans hefur eft­ir­far­andi komið fram: Sam­herji – stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins í eigu ein­stak­linga sem eru metnir á annað hund­rað millj­arða króna – er með fólk á fóðrum sem njósnar um blaða­menn. Starfs­menn og ráð­gjafar fyr­ir­tæk­is­ins eru að greina tengsl blaða­manna, safna af þeim mynd­um, og skipu­leggja árásir á þá. Fólk sem ætlar sér að stinga, snúa og salta svo í sárið.

Sagt var frá því að starfs­menn og ráð­gjafar Sam­herja reyndu að hafa áhrif á for­manns­kjör í stétta- og fag­fé­lagi blaða­manna á Íslandi. Sú aðför var gegn öðrum fram­bjóð­and­anum og rök­studd með því að það þyrfti að koma í veg fyrir að RÚV tæki yfir félagið og breytti því í vopn gegn Sam­herja. Það er rétt hjá nýkjörnum for­manni Blaða­manna­fé­lags Íslands að þetta er alvar­leg aðför sem ætlað var að koma í veg fyrir lýð­ræð­is­legt val á for­manni. Henni var beint gegn nýjum for­manni, mót­fram­bjóð­anda hennar og öllum blaða­mönnum lands­ins.

Í þeim gögnum sem umfjöll­unin byggir á kemur skýrt fram að stjórn­end­ur, starfs­menn og ráð­gjafar Sam­herja eru saman í þess­ari veg­ferð til að skapa ótta hjá öðrum blaða­mönnum en þeim sem eru í beinni skot­línu „skæru­liða­deild­ar­“ ­fyr­ir­tæk­is­ins svo þeir hræð­ist að fjalla um fyr­ir­tæk­ið. Allt er þetta gert eftir sam­þykkt „mann­anna“, æðstu stjórn­enda Sam­herja, og til að þókn­ast þeim.

Auglýsing
Starfsmenn Sam­herja settu sig í sam­band við fær­eyskan rit­stjóra til að rægja fær­eyska blaða­menn kerf­is­bund­ið, með vit­und og vilja stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fær­eysku blaða­menn­irnir höfðu unnið það til saka að opin­bera að Sam­herji hefði skráð sjó­menn sem far­menn til að sleppa við að greiða skatta. Þetta hefur Sam­herji við­ur­kennt, og er búinn að end­ur­greiða um 350 millj­ónir króna í skatta vegna máls­ins. Starfs­menn Sam­herja, þeir sem vildu rægja, fengu samt sem áður sér­stakt hrós frá „mönn­un­um“ fyrir hversu hratt þeim tókst að koma á þessum tengslum við rit­stjór­ann.

Í umfjöll­un­inni hefur líka komið fram að starfs­menn Sam­herja lögðu á ráðin um að draga úr trú­verð­ug­leika rit­höf­undar sem gagn­rýndi fyr­ir­tæk­ið, með því að fletta upp eignum hans. Til þess voru not­aðar fast­eigna­skrá Þjóð­skrár og öku­tækja­skrá Sam­göngu­stofu. Mis­notkun á aðgengi að þessum gagna­söfnum getur varðað við lög. 

Kjarn­inn greindi frá því að skýr vilji hafi verið til staðar innan Sam­herja til að skipta sér að því hverjir leiði lista Sjálf­stæð­is­flokks í heima­kjör­dæmi fyr­ir­tæk­is­ins, nú þegar fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Sam­herja er að ljúka ára­langri veru í því sæti. Kjarn­inn greindi frá því að starfs­menn Sam­herja voru með áætl­anir um víð­tæka gagna­söfnun um stjórn félaga­sam­taka sem berj­ast gegn spill­ingu. Kjarn­inn greindi líka frá því hvernig Sam­herji hugð­ist bregð­ast við gagn­rýni frá sitj­andi seðla­banka­stjóra á stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­is­ins gegn nafn­greindu fólk.

Þetta eru allt ein­stakar aðfarir í sögu Íslands. Þær eru lýð­ræð­is­lega stór­hættu­legar og þær kalla á sterk við­brögð. 

Það stytt­ist í tendrun á gas­lýs­ing­unni

Líkt og alltaf þegar opin­ber­anir verða á raun­veru­legu gang­verki íslensks sam­fé­lags þá heyr­ist lítið í helstu varð­mönnum valds­ins fyrstu dag­anna. Síðan mæta þeir hægt og rólega með gas­lýs­ing­ar­lampann og reyna að fá fólk til að horfa á fing­ur­inn frekar en tunglið.

Það að blaða­menn taki við gögnum sem eru jafn­vel fengin með ólög­mætum hætti er ekki lög­brot. Fyrir því eru mörg for­dæmi hér­lend­is. Það skýrasta er frá árinu 2009. Þá kærði Fjár­mála­eft­ir­litið alls sex blaða­menn til sér­staks sak­sókn­ara fyrir brot á banka­leynd eftir að þeir birtu upp­lýs­ingar úr lána­bókum Kaup­þings og Glitnis skömmu eftir banka­hrun. Sak­sókn­ari vís­aði öllum kær­unum frá. 

Í til­viki þriggja blaða­manna var við­ur­kennt að þeir hefðu haft upp­lýs­ingar úr lána­bók Kaup­þings er varða við­skipta- og einka­mál­efni við­skipta­vina. Hins vegar sagði í frá­vísun sak­sókn­ara að þeir hags­munir veg­ist á við stjórn­ar­­skrár­varið tján­ing­ar­frelsi blaða­mann­anna, lýð­ræð­is­legt hlut­verk fjöl­miðla að stuðla að upp­lýstri umræðu og þá almanna­hags­muni að vekja athygli á rann­sókn­ar­verðum athöfn­um.

Það er kald­hæðni örlag­anna að tveir þess­ara þriggja blaða­manna koma við sögu í Sam­herj­a­gögn­unum sem Kjarn­inn og Stundin hafa greint frá und­an­farna daga. Ingi Freyr Vil­hjálms­son, blaða­maður á Stund­inni, er á meðal þeirra blaða­manna sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja vill grafa undan með kerf­is­bundnum hætti með rógi og árás­um. Þor­björn Þórð­ar­son, sem var starf­andi blaða­maður árið 2009, er nú í hópi þeirra laun­uðu starfs­manna og ráð­gjafa Sam­herja sem hafna stjórn­ar­skrár­vörðu tján­ing­ar­frelsi blaða­manna, reyna að tak­marka lýð­ræð­is­legt hlut­verk fjöl­miðla til að stuðla að upp­lýstri umræðu og vinna gegn þeim almanna­hags­munum að vekja athygli á rann­sókn­ar­verðum athöfn­um. 

Það er síðan enn meiri kald­hæðni að ein­ungis einu sinni hefur starfs­maður fjöl­miðla­fyr­ir­tækis verið fund­inn sekur um að hafa brotið lög – í því til­felli per­sónu­vernd­ar­lög – fyrir að fara í heim­ild­ar­leysi inn í tölvu­póst ein­hvers ann­ars. Sá mað­ur, Óskar Magn­ús­son, var þá útgef­andi Morg­un­blaðs­ins og fór í leyf­is­leysi inn í póst­hólf blaða­manns sem starf­aði hjá honum en er í dag stjórn­ar­maður í Sam­herja og einn þeirra sem kemur að áróð­urs­her­ferð fyr­ir­tæk­is­ins gegn blaða­mönn­um.

Aðgerð­ar­á­ætlun um eitt­hvað sem varð ekk­ert

Í dag hefst þing­fundur á Alþingi síð­degis á sér­stakri umræðu um traust á stjórn­málum og stjórn­sýslu, þar sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra verður fyrir svör­u­m. 

Þar væri fullt til­efni til að spyrja hana út í aðgerða­lista sem rík­is­stjórnin setti saman vegna Sam­herj­a­máls­ins í nóv­em­ber 2019 og átti að leiða til auk­ins trausts á íslenskt atvinnu­líf. Af þeim sjö aðgerðum sem þar eru til­teknar má segja að ein hafi orðið að veru­leika, að leggja skatt­rann­sóknum til auka­fjár­veit­ingu upp á 200 millj­ónir króna. Reyndar var þar um ein­skipt­is­að­gerð að ræða og skömmu síðar ákvað sama rík­is­stjórn að leggja niður emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra í núver­andi mynd, gera minni skatt­svik refsi­laus og veikja veru­lega grund­völl fyrir stærri skatt­rann­sókn­um, líkt og lesa má um hér.

Auglýsing
Ein mik­il­væg­asta aðgerðin sem stjórn­völd ætl­uðu að ráð­ast í vegna Sam­herj­a­máls­ins var að ljúka við end­ur­skoðun á skil­grein­ingu um tengda aðila í sjáv­ar­út­vegi fyrir árs­lok 2019, en í gild­andi lögum er nán­ast eng­inn sem vill ekki vera skil­greindur tengdur tal­inn vera það. Þessi end­ur­skoðun varð ekki og í fyr­ir­liggj­andi frum­varpi um breyt­ingar á lögum um stjórn fisk­veiða er ákvæðið orðið svo útvatnað til að mæta kröfu lobbí­ista stærstu útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna að það er lítið skárra en það sem fyrir er.

Þá átti að láta Mat­væla- og land­bún­að­ar­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (FAO) vinna úttekt á „við­skipta­háttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í við­skiptum með afla­heim­ildir þ. á m. í þró­un­ar­lönd­um.“ Síð­ast þegar frétt­ist af því máli var enn verið að reyna að ganga frá samn­ingum um gerð úttekt­ar­inn­ar, sem aug­ljós­lega hefur því ekki verið gerð.

Sýn­ing sett á fót til að sefa múg­inn tíma­bundið

Stjórn­völd hafa ekk­ert gert í kjöl­far Sam­herj­a­máls­ins sem gagn er af. Sjö liða aðgerða­á­ætl­unin var lítið annað en sýn­ing, til að sefa reið­ina sem gaus upp í sam­fé­lag­inu tíma­bundið þangað til að fólk færi að hugsa um ann­að. Sýn­ing­ar­stjór­inn var val­inn Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, per­sónu­legur vinur for­stjóra Sam­herja og einn óvin­sæl­asti ráð­herra Íslands­sög­unnar. Sá hinn sami og hringdi í for­stjór­ann, vin sinn, eftir að Sam­herj­a­málið kom upp í nóv­em­ber 2019 og til að spyrja hvernig honum liði.

­Stjórn­völd gerðu ekk­ert þegar opin­berað var að starfs­maður Sam­herja væri að elta blaða­mann mán­uðum sam­an. Þau gerðu ekk­ert þegar Sam­herji birti alls 13 mynd­bönd þar sem ráð­ist er á fólk sem sagði frá. Þau gerðu ekk­ert þegar Ísland féll niður í 16. sæti á lista yfir fjöl­miðla­frelsi í heim­inum, meðal ann­ars vegna her­ferðar Sam­herja. Það eina sem þau hafa gert er að aðlaga frum­varp um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla að þörfum fjöl­mið­ils sem var einu sinni í eigu Sam­herja en er nú að mestu í eigu ann­arra útgerða, og draga sam­hliða úr styrkjum til þeirra fjöl­miðla sem fjallað hafa mest um fyr­ir­tæk­ið. Um fram­tíð þess frum­varps verður kosið á Alþingi á morg­un, strax á eftir sér­stöku umræð­unni um traust. Sú upp­röðun er nán­ast ljóð­ræn.

Hér hefur verið brot­inn sam­fé­lags­sátt­máli. Þeir sem hann brutu sækja vald sitt til kerf­is­legs vanda sem stjórn­mála­menn þurfa að hafa þor og dug til að taka á. Á meðan að hluti stjórn­mál­anna telur það vera for­gangs­at­riði að verja þetta kerfi, á meðan að annar hluti telur mik­il­væg­ara að kom­ast að völdum með því að gera mála­miðl­anir um að hreyfa ekki við kerf­inu og á meðan að þeir sem eftir sitja í and­stöðu hafa ekki getu til að nýta sér þessar glóru­lausu aðstæður til fram­dráttar þá mun ekk­ert breyt­ast. Þá er svarið við spurn­ing­unni „er þetta í lag­i?“ ein­fald­lega áfram „já“.

Það verður nefni­lega eng­inn hluti af lausn­inni með því að verða að vanda­mál­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari