Auglýsing

Und­an­farna daga hafa birst frétta­skýr­ingar á Kjarn­anum og í Stund­inni sem byggja á gögnum sem sýna hvernig stjórn­end­ur, starfs­fólk og ráð­gjafar Sam­herja hafa lagt á ráðin um að ráð­ast gegn nafn­greindum blaða­mönn­um, lista­mönn­um, stjórn­mála­mönn­um, félaga­sam­tökum og ýmsum öðrum til að hafa af þeim æruna, trú­verð­ug­leik­ann eða lífs­við­ur­vær­ið. Í sumum til­fellum allt þrennt. 

Ástæða þess að þetta stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins stendur í þess­ari veg­ferð – sem starfs­menn hennar kalla „stríð“ og er að hluta rekið áfram af hópi sem kallar sig „skæru­liða­deild Sam­herja“ – er sú að ofan­greint fólk hefur annað hvort flett ofan af því sem Sam­herji hefur gert eða gagn­rýnt fram­ferði fyr­ir­tæk­is­ins á opin­berum vett­vangi.

Fyrir að vinna vinn­una sína eða nýta stjórn­ar­skrár­varið tján­ing­ar­frelsi sitt varð fólk skot­spónn ofsókna alþjóð­legs stór­fyr­ir­tækis og fót­göngu­liða þess, sem að uppi­stöðu virð­ist vera fólk með afar lágan sið­ferð­is­þrösk­uld, enga virð­ingu fyrir sam­fé­lags­sátt­mál­anum og litla mann­lega reisn. 

Það sem Sam­herji gerði

Í umfjöllun Kjarn­ans hefur eft­ir­far­andi komið fram: Sam­herji – stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins í eigu ein­stak­linga sem eru metnir á annað hund­rað millj­arða króna – er með fólk á fóðrum sem njósnar um blaða­menn. Starfs­menn og ráð­gjafar fyr­ir­tæk­is­ins eru að greina tengsl blaða­manna, safna af þeim mynd­um, og skipu­leggja árásir á þá. Fólk sem ætlar sér að stinga, snúa og salta svo í sárið.

Sagt var frá því að starfs­menn og ráð­gjafar Sam­herja reyndu að hafa áhrif á for­manns­kjör í stétta- og fag­fé­lagi blaða­manna á Íslandi. Sú aðför var gegn öðrum fram­bjóð­and­anum og rök­studd með því að það þyrfti að koma í veg fyrir að RÚV tæki yfir félagið og breytti því í vopn gegn Sam­herja. Það er rétt hjá nýkjörnum for­manni Blaða­manna­fé­lags Íslands að þetta er alvar­leg aðför sem ætlað var að koma í veg fyrir lýð­ræð­is­legt val á for­manni. Henni var beint gegn nýjum for­manni, mót­fram­bjóð­anda hennar og öllum blaða­mönnum lands­ins.

Í þeim gögnum sem umfjöll­unin byggir á kemur skýrt fram að stjórn­end­ur, starfs­menn og ráð­gjafar Sam­herja eru saman í þess­ari veg­ferð til að skapa ótta hjá öðrum blaða­mönnum en þeim sem eru í beinni skot­línu „skæru­liða­deild­ar­“ ­fyr­ir­tæk­is­ins svo þeir hræð­ist að fjalla um fyr­ir­tæk­ið. Allt er þetta gert eftir sam­þykkt „mann­anna“, æðstu stjórn­enda Sam­herja, og til að þókn­ast þeim.

Auglýsing
Starfsmenn Sam­herja settu sig í sam­band við fær­eyskan rit­stjóra til að rægja fær­eyska blaða­menn kerf­is­bund­ið, með vit­und og vilja stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fær­eysku blaða­menn­irnir höfðu unnið það til saka að opin­bera að Sam­herji hefði skráð sjó­menn sem far­menn til að sleppa við að greiða skatta. Þetta hefur Sam­herji við­ur­kennt, og er búinn að end­ur­greiða um 350 millj­ónir króna í skatta vegna máls­ins. Starfs­menn Sam­herja, þeir sem vildu rægja, fengu samt sem áður sér­stakt hrós frá „mönn­un­um“ fyrir hversu hratt þeim tókst að koma á þessum tengslum við rit­stjór­ann.

Í umfjöll­un­inni hefur líka komið fram að starfs­menn Sam­herja lögðu á ráðin um að draga úr trú­verð­ug­leika rit­höf­undar sem gagn­rýndi fyr­ir­tæk­ið, með því að fletta upp eignum hans. Til þess voru not­aðar fast­eigna­skrá Þjóð­skrár og öku­tækja­skrá Sam­göngu­stofu. Mis­notkun á aðgengi að þessum gagna­söfnum getur varðað við lög. 

Kjarn­inn greindi frá því að skýr vilji hafi verið til staðar innan Sam­herja til að skipta sér að því hverjir leiði lista Sjálf­stæð­is­flokks í heima­kjör­dæmi fyr­ir­tæk­is­ins, nú þegar fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Sam­herja er að ljúka ára­langri veru í því sæti. Kjarn­inn greindi frá því að starfs­menn Sam­herja voru með áætl­anir um víð­tæka gagna­söfnun um stjórn félaga­sam­taka sem berj­ast gegn spill­ingu. Kjarn­inn greindi líka frá því hvernig Sam­herji hugð­ist bregð­ast við gagn­rýni frá sitj­andi seðla­banka­stjóra á stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­is­ins gegn nafn­greindu fólk.

Þetta eru allt ein­stakar aðfarir í sögu Íslands. Þær eru lýð­ræð­is­lega stór­hættu­legar og þær kalla á sterk við­brögð. 

Það stytt­ist í tendrun á gas­lýs­ing­unni

Líkt og alltaf þegar opin­ber­anir verða á raun­veru­legu gang­verki íslensks sam­fé­lags þá heyr­ist lítið í helstu varð­mönnum valds­ins fyrstu dag­anna. Síðan mæta þeir hægt og rólega með gas­lýs­ing­ar­lampann og reyna að fá fólk til að horfa á fing­ur­inn frekar en tunglið.

Það að blaða­menn taki við gögnum sem eru jafn­vel fengin með ólög­mætum hætti er ekki lög­brot. Fyrir því eru mörg for­dæmi hér­lend­is. Það skýrasta er frá árinu 2009. Þá kærði Fjár­mála­eft­ir­litið alls sex blaða­menn til sér­staks sak­sókn­ara fyrir brot á banka­leynd eftir að þeir birtu upp­lýs­ingar úr lána­bókum Kaup­þings og Glitnis skömmu eftir banka­hrun. Sak­sókn­ari vís­aði öllum kær­unum frá. 

Í til­viki þriggja blaða­manna var við­ur­kennt að þeir hefðu haft upp­lýs­ingar úr lána­bók Kaup­þings er varða við­skipta- og einka­mál­efni við­skipta­vina. Hins vegar sagði í frá­vísun sak­sókn­ara að þeir hags­munir veg­ist á við stjórn­ar­­skrár­varið tján­ing­ar­frelsi blaða­mann­anna, lýð­ræð­is­legt hlut­verk fjöl­miðla að stuðla að upp­lýstri umræðu og þá almanna­hags­muni að vekja athygli á rann­sókn­ar­verðum athöfn­um.

Það er kald­hæðni örlag­anna að tveir þess­ara þriggja blaða­manna koma við sögu í Sam­herj­a­gögn­unum sem Kjarn­inn og Stundin hafa greint frá und­an­farna daga. Ingi Freyr Vil­hjálms­son, blaða­maður á Stund­inni, er á meðal þeirra blaða­manna sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja vill grafa undan með kerf­is­bundnum hætti með rógi og árás­um. Þor­björn Þórð­ar­son, sem var starf­andi blaða­maður árið 2009, er nú í hópi þeirra laun­uðu starfs­manna og ráð­gjafa Sam­herja sem hafna stjórn­ar­skrár­vörðu tján­ing­ar­frelsi blaða­manna, reyna að tak­marka lýð­ræð­is­legt hlut­verk fjöl­miðla til að stuðla að upp­lýstri umræðu og vinna gegn þeim almanna­hags­munum að vekja athygli á rann­sókn­ar­verðum athöfn­um. 

Það er síðan enn meiri kald­hæðni að ein­ungis einu sinni hefur starfs­maður fjöl­miðla­fyr­ir­tækis verið fund­inn sekur um að hafa brotið lög – í því til­felli per­sónu­vernd­ar­lög – fyrir að fara í heim­ild­ar­leysi inn í tölvu­póst ein­hvers ann­ars. Sá mað­ur, Óskar Magn­ús­son, var þá útgef­andi Morg­un­blaðs­ins og fór í leyf­is­leysi inn í póst­hólf blaða­manns sem starf­aði hjá honum en er í dag stjórn­ar­maður í Sam­herja og einn þeirra sem kemur að áróð­urs­her­ferð fyr­ir­tæk­is­ins gegn blaða­mönn­um.

Aðgerð­ar­á­ætlun um eitt­hvað sem varð ekk­ert

Í dag hefst þing­fundur á Alþingi síð­degis á sér­stakri umræðu um traust á stjórn­málum og stjórn­sýslu, þar sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra verður fyrir svör­u­m. 

Þar væri fullt til­efni til að spyrja hana út í aðgerða­lista sem rík­is­stjórnin setti saman vegna Sam­herj­a­máls­ins í nóv­em­ber 2019 og átti að leiða til auk­ins trausts á íslenskt atvinnu­líf. Af þeim sjö aðgerðum sem þar eru til­teknar má segja að ein hafi orðið að veru­leika, að leggja skatt­rann­sóknum til auka­fjár­veit­ingu upp á 200 millj­ónir króna. Reyndar var þar um ein­skipt­is­að­gerð að ræða og skömmu síðar ákvað sama rík­is­stjórn að leggja niður emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra í núver­andi mynd, gera minni skatt­svik refsi­laus og veikja veru­lega grund­völl fyrir stærri skatt­rann­sókn­um, líkt og lesa má um hér.

Auglýsing
Ein mik­il­væg­asta aðgerðin sem stjórn­völd ætl­uðu að ráð­ast í vegna Sam­herj­a­máls­ins var að ljúka við end­ur­skoðun á skil­grein­ingu um tengda aðila í sjáv­ar­út­vegi fyrir árs­lok 2019, en í gild­andi lögum er nán­ast eng­inn sem vill ekki vera skil­greindur tengdur tal­inn vera það. Þessi end­ur­skoðun varð ekki og í fyr­ir­liggj­andi frum­varpi um breyt­ingar á lögum um stjórn fisk­veiða er ákvæðið orðið svo útvatnað til að mæta kröfu lobbí­ista stærstu útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna að það er lítið skárra en það sem fyrir er.

Þá átti að láta Mat­væla- og land­bún­að­ar­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (FAO) vinna úttekt á „við­skipta­háttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í við­skiptum með afla­heim­ildir þ. á m. í þró­un­ar­lönd­um.“ Síð­ast þegar frétt­ist af því máli var enn verið að reyna að ganga frá samn­ingum um gerð úttekt­ar­inn­ar, sem aug­ljós­lega hefur því ekki verið gerð.

Sýn­ing sett á fót til að sefa múg­inn tíma­bundið

Stjórn­völd hafa ekk­ert gert í kjöl­far Sam­herj­a­máls­ins sem gagn er af. Sjö liða aðgerða­á­ætl­unin var lítið annað en sýn­ing, til að sefa reið­ina sem gaus upp í sam­fé­lag­inu tíma­bundið þangað til að fólk færi að hugsa um ann­að. Sýn­ing­ar­stjór­inn var val­inn Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, per­sónu­legur vinur for­stjóra Sam­herja og einn óvin­sæl­asti ráð­herra Íslands­sög­unnar. Sá hinn sami og hringdi í for­stjór­ann, vin sinn, eftir að Sam­herj­a­málið kom upp í nóv­em­ber 2019 og til að spyrja hvernig honum liði.

­Stjórn­völd gerðu ekk­ert þegar opin­berað var að starfs­maður Sam­herja væri að elta blaða­mann mán­uðum sam­an. Þau gerðu ekk­ert þegar Sam­herji birti alls 13 mynd­bönd þar sem ráð­ist er á fólk sem sagði frá. Þau gerðu ekk­ert þegar Ísland féll niður í 16. sæti á lista yfir fjöl­miðla­frelsi í heim­inum, meðal ann­ars vegna her­ferðar Sam­herja. Það eina sem þau hafa gert er að aðlaga frum­varp um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla að þörfum fjöl­mið­ils sem var einu sinni í eigu Sam­herja en er nú að mestu í eigu ann­arra útgerða, og draga sam­hliða úr styrkjum til þeirra fjöl­miðla sem fjallað hafa mest um fyr­ir­tæk­ið. Um fram­tíð þess frum­varps verður kosið á Alþingi á morg­un, strax á eftir sér­stöku umræð­unni um traust. Sú upp­röðun er nán­ast ljóð­ræn.

Hér hefur verið brot­inn sam­fé­lags­sátt­máli. Þeir sem hann brutu sækja vald sitt til kerf­is­legs vanda sem stjórn­mála­menn þurfa að hafa þor og dug til að taka á. Á meðan að hluti stjórn­mál­anna telur það vera for­gangs­at­riði að verja þetta kerfi, á meðan að annar hluti telur mik­il­væg­ara að kom­ast að völdum með því að gera mála­miðl­anir um að hreyfa ekki við kerf­inu og á meðan að þeir sem eftir sitja í and­stöðu hafa ekki getu til að nýta sér þessar glóru­lausu aðstæður til fram­dráttar þá mun ekk­ert breyt­ast. Þá er svarið við spurn­ing­unni „er þetta í lag­i?“ ein­fald­lega áfram „já“.

Það verður nefni­lega eng­inn hluti af lausn­inni með því að verða að vanda­mál­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari