Auglýsing

Í fyrra­dag var sam­þykkt á Alþingi frum­varp um að leggja niður emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra í þeirri mynd sem það er nú. Yfir­lýst mark­mið frum­varps­ins var að koma í veg fyrir tvö­falda refs­ingu, í kjöl­far dóma Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu þar sem fram­kvæmd í ákveðnum skattsvika­málum var sögð brot á mann­rétt­ind­um.

Hlið­ar­mark­mið var að ganga enn lengra en áður í að sam­eina skattemb­ætti og ná þannig fram hag­ræði í rík­is­rekstri. Bæði mark­miðið eru góðra gjalda verð þegar þau eru skoðuð í tóma­rúmi. Við eigum að taka nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu alvar­lega og það á að leita allra leiða til að fá sem besta þjón­ustu fyrir hverja krónu sem við setjum í sam­neyslu. 

Það eru hins vegar þau atriði sem eru ekki nefnd í grein­ar­gerð með frum­varp­inu sem leiða af sér alvar­legar afleið­ing­ar. Í fyrsta lagi er verið að gera minni skatta­laga­brot refsi­laus. Þau verða í öllum til­fellum leyst með sektum eftir rann­sókn skatt­rann­sókn­ar­stjóra, sem nú verður bit­laus ein­ing innan Skatts­ins. Það mun vænt­an­lega gleðja skattsvik­ara lands­ins veru­lega að geta borgað sig frá brotum sínum í kyrr­þey.

Hins vegar á að flytja rann­sóknir stærri skattsvika­mála yfir til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara í stað þess að hann sak­sæki slík mál ein­vörð­ungu, eins og var áður­. Og með því verða skil­virkar rann­sóknir á stórum skattsvika­málum í raun lagðar nið­ur.

Fært til stofn­unar sem getur ekki sinnt sínum mála­fjölda

Emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara hefur byggt upp nokkuð mikla sér­hæf­ingu og náð árangri í ýmsum málum sem það hefur sak­sótt á und­an­förnum árum, þrátt fyrir aðför stjórn­mála­manna að hrun­rann­sóknum þess árið 2013. 

Sú aðför fól í sér að að fram­lög til fyr­ir­renn­ara emb­ætt­is­ins voru skorin niður um 774 millj­ónir króna eftir að ný rík­is­stjórn tók við völdum þá um vor­ið. Nið­ur­skurð­ur­inn varð til þess að sak­sókn­ara­emb­ættið gat ekki klárað rann­sóknir á nokkrum fjölda mála tengdum hrun­inu sem það taldi fullt til­efni til að klára.

Auglýsing
Sum mál­anna sem voru kláruð stóðu yfir í meira ára­tug. Í hluta þeirra sluppu sak­born­ingar sem frömdu stór­felld og alvar­leg brot, og voru sak­felldir með harka­legum dóms­orð­um, við fang­els­is­vist vegna þess að það tók svo ofsa­lega langan tíma að rann­saka, ákæra og dæma mál­in. 

Í minn­is­­­blaði sem Ólafur Þór Hauks­­­son hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ari sendi til dóms­­­mála­ráðu­­­neyt­is­ins í nóv­­­em­ber 2019 kom fram að um hund­rað mál bíði rann­­­sóknar hjá emb­ætt­inu og að þáver­andi starfs­­­manna­­­fjöldi dygði ekki til að sinna öllum þeim rann­­­sókn­­­ar­verk­efnum sem það þyrfti að takast á við, hvað þá við­­­bót­­­ar­­­málum af stærra umfangi. Meiri fjár­­­muni þyrfti til­. Á­stæða þess að minn­is­blaðið var sent var Sam­herj­a­málið svo­kall­aða, sem þá var nýkomið upp. Það mál er ein stærsta efna­hags­brota­rann­sókn Íslands­sög­unn­ar, ef ekki sú stærsta. Á meðal ann­arra emb­ætta sem rann­saka málið nú er skatt­rann­sókn­ar­stjóri.

Í jan­úar í fyrra ákváðu stjórn­völd að setja 200 millj­óna króna við­bót­ar­fram­lag í eft­ir­lit og varnir gegn pen­inga­þvætti, skatt­rann­sóknir og skatt­eft­ir­lit vegna Sam­herj­a­máls­ins. Þess­ari upp­hæð var skipt á milli Skatts­ins, skatt­rann­sókn­ar­stjóra og hér­aðs­sak­sókn­ara til að efla rann­sóknir og fjölga rann­sak­end­um. 

Hafa ekki aðgang að gagna­bönkum

Hverjum sem vill sjá ætti að vera ljóst að fyrir þegar und­ir­fjár­magn­aðar og und­ir­mann­aðar stofn­anir var þetta fram­lag plástur á svöðu­sár. Í stað þess að koma þessum eft­ir­lits­stofn­unum í það horf að þær geti rann­sakað mál á eðli­legum tíma, með hags­muni þeirra sem eru til rann­sóknar líka að leið­ar­ljósi, er hins vegar kerf­is­bundið reynt að veikja eft­ir­lit og rann­sóknir á Ísland­i. Sú umbylt­ing sem nú er að eiga sér stað á fyr­ir­komu­lagi rann­sókna og refs­inga skatta­laga­brota, og var sam­þykkt af þing­mönnum stjórn­ar­flokk­anna og Við­reisnar á Alþingi á þriðju­dag, er enn ein skýra birt­ing­ar­mynd þess.

Á það má benda að innan skatta­emb­ætta er eitt stærsta gagna­safn á Íslandi. Í því er að finna upp­lýs­ingar um laun, stað­greiðslu, launa­miða, verk­taka­miða lög­að­ila og ein­stak­linga hér á landi. Þar er líka að finna upp­lýs­ingar um allar eignir ein­stak­linga og lög­að­ila eins og þær eru um hver ára­mót. 

Í þessu gagna­safni er hægt að fletta upp verð­bréfa­eign, fast­eign­um, bíl­um, banka­reikn­ingum bæði á Íslandi og erlend­is. Þar er hægt að nálg­ast upp­lýs­ingar um kaup og sölu allra eigna, þar á meðal fjár­mála­gjörn­inga. Þar er hægt að fletta upp yfir­liti yfir erlendrar greiðslur til lands­ins og upp­lýs­ingum um notkun erlendra kredit­korta hér­lend­is. 

Þarf laga­breyt­ingu

Innan Skatts­ins er líka fyr­ir­tækja­skrá, árs­reikn­inga­skrá, virð­is­auka­skatts­kerfið og allt tolla­kerfi lands­ins. Þar er svo auð­vitað hægt að nálg­ast öll skatt­fram­töl sem fólk og fyr­ir­tæki skila inn. Að lokum eru skatt­yf­ir­völd með upp­lýs­ingar um stór­tæka aflands­fé­laga­eign Íslend­inga sem komu meðal ann­ars fram í upp­lýs­ingum sem voru keyptar af upp­ljóstr­ara fyrir nokkrum árum og í Panama­skjöl­un­um. 

Emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra er með aðgengi að öllum þessum gagna­bönk­um. Það aðgengi er tryggt í lögum um tekju­skatt. Hér­aðs­sak­sókn­ari hefur það ekki. 

Í umsögn skatt­rann­sókn­ar­stjóra um frum­varpið sem leggur emb­ættið í núver­andi mynd niður seg­ir: „Auk sér­hæfðrar kunn­áttu og jafn­framt þjálf­unar og reynslu er það afar mik­il­væg for­senda árang­urs við rann­sóknir skatta­laga­brota og þá jafnt ein­faldra mála og flók­inna að rann­sak­endur hafi aðgang að upp­lýs­inga­kerfum skatt­yf­ir­valda. Er þar um að ræða ómissandi verk­færi á þessu sviði. Er í því sam­bandi að lang­mestu leyti stuðst við hér­lend kerfi og upp­lýs­ingar en aðgangur að upp­lýs­ingum frá erlendum skatt­yf­ir­völdum skiptir einnig máli. Aðgangur að þessum kerfum er aðeins fyrir hendi hjá skatt­yf­ir­völd­um. Eigi frum­rann­sókn mála að fara ann­ars staðar en hjá skatt­yf­ir­völdum er óheftur aðgangur að þeim kerfum lyk­il­for­senda þess að slíkar rann­sóknir reyn­ist mögu­leg­ar.“

Aðgengi að þessum gagna­bönkum er bundið heim­ild í tekju­skattslög­um. Þeim þarf að breyta til að veita öðrum en Skatt­inum og skatt­rann­sókn­ar­stjóra aðgang. Í lög­unum sem lögðu niður skatt­rann­sókn­ar­stjóra er aðgengi hér­aðs­sak­sókn­ara að gagna­bönkum ekki tryggt. Raunar er það ekki nefnt einu orð­i. 

Hat­ast út í eft­ir­lit

Þetta er orðið leið­ar­stef hjá íslenskum stjórn­völd­um. Eft­ir­lit er vont. Það eft­ir­lit sem bít­ur, það þarf að veikja. 

Fjár­mála­eft­ir­litið er orðið týnt eft­ir­lit inni í Seðla­banka Íslands sem veitir nán­ast engar upp­lýs­ingar um neitt sem það er að skoða, og þau mál sem það skoðar virð­ast frekar vera á for­sendum atvinnu­lífs, fjár­mála­fyr­ir­tækja og ann­arra eft­ir­lits­skylda aðila en vegna hags­muna­gæslu fyrir almenn­ing. 

Auglýsing
Samkeppniseftirlitið liggur undir stans­lausum árásum úr hendi hluta stjórn­mála­manna, fyr­ir­ferða­mik­illa stjórn­enda í atvinnu­líf­inu, lobbí­istá og við­skipta­kálfa tveggja stærstu dag­blaða lands­ins. Krafan er að draga úr heim­ildum þess og krafti. Oft­ast gýs þessi gagn­rýni fjár­magns­eig­enda og við­hengja þeirra í stjórn­málum og fjöl­miðlum upp í kjöl­far þess að raun­veru­legur árangur næst hjá eft­ir­lits­stofn­un. Núna er það vegna þess að aðgerðir Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins gegn Mjólk­ur­sam­söl­unni, ein­ok­un­ar­fyr­ir­tæki sem varð upp­víst að því að nýta stöðu sína til að reyna að svæla nýjan sam­keppn­is­að­ila út af mark­aði, voru end­an­lega dæmdar ólög­mætar og fyr­ir­tækið látið greiða mörg hund­ruð milljón króna sekt í rík­is­sjóð fyrir brot gegn almenn­ing­i. 

Þegar þessi lokakafli stóð yfir ákvað sitj­andi rík­is­stjórn að leggja fram frum­varp um að tak­marka getu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins til verka. Mætur maður sagði við það til­efni að verið væri að „láta blauta drauma fákeppn­is­mó­gúla ræt­ast með því að draga tenn­urnar úr sam­keppn­is­eft­ir­liti á Íslandi eins og frekast er unn­t“. 

Fiski­stofa var flutt til Akur­eyrar án nokk­urrar vit­rænnar ástæða með þeim afleið­ingum að margir lyk­il­­starfs­­menn hættu og mikil sér­­fræð­i­þekk­ing tap­að­ist út úr stofn­un­inn­i. Þegar Rík­is­end­ur­skoðun tók starf­semi hennar út, í skýrslu sem birt var snemma árs 2019, var nið­ur­staðan sú að eft­ir­lit eft­ir­lits­stofn­un­ar­innar væri veik­burða og ómark­visst. Fiski­stofu væri ómögu­legt að sinna því eft­ir­liti sem henni bæri að sinna.  Eitt þeirra atriða sem veru­­legar athuga­­semdir voru gerðar við, og vakti mikla athygli, var að Fiski­­stofa kann­aði ekki hvort yfir­­ráð tengdra aðila í sjá­v­­­ar­út­­­vegi yfir afla­hlut­­deild­um, eða kvóta, væru í sam­ræmi við lög. Hún bara kann­aði það ekki!

Umboðs­maður Alþingis getur ekki tekið upp mál að eigin frum­kvæði vegna þess að hann er ekki með rekstr­ar­lega burði til þess.

Og svo fram­veg­is. 

Við erum búin að prófa eft­ir­lits­leysi, það gekk ekki

Stjórn­mála­maður sagði í umræðu­þætti um liðna helgi að vilji til herð­ingar á eft­ir­liti gengi út frá því að allir væru óheið­ar­leg­ir. Það er ofsa­lega grunn afstaða. Hér­lendis hefur verið gerð til­raun með nán­ast algjört eft­ir­lits­leysi. Hún hófst með því að grein­ingum á efna­hags­málum var útvi­stað frá Þjóð­hags­stofnun til banka vegna þess að þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra fór í fýlu. Hún ágerð­ist eftir að rík­is­bankar lands­ins voru einka­væddir í hend­urnar á póli­tískt tengdum hópum með enga reynslu af því að eiga eða reka við­skipta­banka. 

Fjár­mála­eft­ir­litið varð á þessum tíma að athlægi vegna getu­leys­is, fjöl­miðlar voru keyptir upp og reynt að setj­ast á þá í hvert sinn sem örl­aði á gagn­rýni, stjórn­mála­flokkar sem áttu mögu­leika á að setj­ast í rík­is­stjórn voru keyptir til hlýðni með styrkj­um. Aðrar eft­ir­lits­stofn­anir voru fjársvelt­ar. Aðbún­aður og aðstæður rann­sak­enda efna­hags­brota voru með öllu í ósam­ræmi við umhverfið sem þeir störf­uðu í.

Afleið­ingin varð glæpa­súpa og mesta efna­hags­hrun sem vest­ræn þjóð varð fyrir vegna banka­krepp­unn­ar. Afleið­ingin varð sið­rof sem orsak­aði meiri reiði á meðal meg­in­þorra þjóð­ar­innar en hefur blossað upp fyrr eða síð­ar. 

For­tíðin látin vera

Öll eft­ir­lits­kerfi brugð­ust full­kom­lega. Þús­undir Íslend­inga flykkt­ust með pen­ing­ana sína í aflönd til að forð­ast skatt­greiðslur eða til að fela þá fyrir þeim sem áttu lög­mæta kröfu til þeirra. Eft­ir­lits­leysið sendi þá til­finn­ingu til þeirra sem voru beinir þátt­tak­endur í þessum aðförum að þetta væri bara eðli­legt ástand. Græðgi er góð og annað er vesen. Þeir sem skilja það ekki eru nei­kvæðir öfund­ar­menn.

Enn hefur lítið sem ekk­ert verið gert til að láta þá sem svik­ust undan því að greiða skatta hér­lendis með þessum hætti greiða skuld sína til­baka. Upp­safnað umfang þess­ara eigna Íslend­inga á aflands­svæðum frá 1990 til 2015 er talið vera allt að 810 millj­arðar króna. Tekju­tap hins opin­bera frá árinu 2006 gæti verið vel yfir hund­rað millj­arðar króna. Þegar hluti þessa fólks vildi taka út geng­is­hagnað eftir að krónan hrundi, og fá lög­mæti á skítugu pen­ing­anna sína, setti Seðla­banki Íslands upp fjár­fest­inga­leið fyrir það og bauð þeim að auki við­bótar 20 pró­sent virð­is­aukn­ingu fyrir að koma heim og kaupa eignir hér á bruna­út­sölu. Fyrir vikið er margt fólk með pen­inga úr aflandi ráð­andi öfl í íslensku við­skipta­lífi í dag. Þegar skatt­yf­ir­völd voru spurð hvort þau hefðu rann­sakað fjár­fest­inga­leið­ina var svarið nei, ekki nema að tak­mörk­uðu leyti. Ástæðan var mann­ekla og önnur aðkallandi verk­efn­i. Viðbragð íslenskra stjórn­valda við þess­ari stöðu er að veikja skatt­rann­sóknir enn frek­ar.

Með þessa sögu á bak­inu þá er samt sem áður virki­lega til fólk sem heldur því fram að íslenskt sam­fé­lag virki best án eft­ir­lits. Treysta þurfi ein­stak­lingnum til að taka ákvarð­anir sem gagn­ist heild­inni. Eft­ir­lit sé bara vesen. Gagg í óhressum vinstri­mönnum sem vinni aldrei neina sigra í líf­in­u. 

Jafn­ræði og traust

Það er stað­reynd að við búum í landi þar sem fákeppni ríkir á nán­ast öllum mörk­uð­um. Smæð og fámenni gerir það að verkum að sam­keppn­is­hindr­anir mynd­ast víða á stöðum sem aðrar og stærri þjóðir þurfa ekki að horfa til. Smæð og fámenni gera það að verkum að aðgengi að upp­lýs­ingum og tæki­færum skiptir oft meira máli en góðar hug­myndir þegar kemur að því að efn­ast. Hver þú ert og hvern þú þekkir er stærri breyta en hvað þú get­ur.

Við erum með örmynt sem fjár­magns­eig­end­ur, að uppi­stöðu rúm­lega þrjú þús­und ein­stak­lingar af þjóð sem telur tæp­lega 370 þús­und manns, nýta sér margir hverjir eftir hent­ug­leika til að ýkja auð sinn með því einu saman að færa pen­inga út úr íslensku hag­kerfi þegar krónan er sterk og aftur inn þegar hún veik­ist. 

Það liggur fyrir að stór­fyr­ir­tæki hér­lendis eru búin að koma málum þannig fyrir að þau geta tekið út hagn­að, og greitt af honum skatta, víða í virð­is­keðju sinni, til dæmis í löndum þar sem þau þurfa að borga litla eða enga skatta. Á meðan að við búum við allar þær gloppur sem til­greindar hafa verið hér, og þá sögu sem við eig­um, þá ætti öllu skyn­sömu fólki að vera ljóst að það þurfi að styrkja eft­ir­lits­stofn­an­ir, ekki veikja þær. Til­gang­ur­inn er að stuðla að jafn­ræði og auka traust almenn­ings á kerfum sam­fé­lags­ins. Taka hags­muni heild­ar­innar fram yfir það að fámennir hópar geti gert það sem þeim sýn­ist án afleið­inga. Það er sann­ar­lega ekki ómerki­legur til­gang­ur. Þótt það sé rétt að fæstir séu óheið­ar­leg­ir, þá liggur fyrir að sumir eru það. Og það er barna­legt að halda öðru fram.

Með þeirri aðgerð sem stjórn­völd réð­ust í á þriðju­dag var ann­að­hvort verið að geng­is­fella bar­átt­una við skatt­svik eða verið að leggja fram frum­varp og sam­þykkja það án þess að gera sér grein fyrir afleið­ingum þess.

Það er erfitt að átta sig á hvort sé verra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari