Óttast um Elliðaárnar

Stefán Jón Hafstein spyr hvaða tilgangur er æðri því markmiði að standa vörð um perlu Reykjavíkur.

Auglýsing

Hvers vegna? Hönnuðir hins nýja og metnaðarfulla borgarhverfis sem kallast Höfðinn (Ártúnshöfði) ákváðu að hafa að engu sterk varnaðarorð frá Skipulagsstofnun um landfyllingar við ósa Elliðaáa.  Álitið var gefið út fyrir fjórum árum og segir þar:

Skipulagsstofnun telur að bein áhrif fyrirhugaðrar landfyllingar á laxfiska geti orðið talsverð og jafnvel verulega neikvæð sé horft til mögulegrar skerðingar á fæðumöguleikum og búsvæði og geti þessi áhrif orðið varanleg og óafturkræf. Hver þessi áhrif verða er þó háð óvissu þar sem ekki liggja fyrir nægilega upplýsingar um búsvæði laxfiska við ósana, um dvalartíma laxfiska þar og þolmörk laxastofnsins fyrir skerðingu búsvæðis. …Stofnunin minnir í því sambandi á meginreglu umhverfisréttar um varúð sem hefur meðal annars verið lögfest í náttúruverndarlögum.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Fiskistofa taka í sama streng, Veiðimálastofnun og Skrifstofa umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg sem segir „nauðsynlegt að ítrustu varfærni verði gætt við þessa framkvæmd enda einstakt að hafa laxveiðiá í miðri höfuðborg og því beri að hlúa að ánum frekar en að skapa aukið álag og áhættu.“
Hönnuðir hverfisins ganga ótrauðir gegn áliti allra sem vita betur. Hvers vegna?

Samráð um hvað?

Nú stendur yfir herferð til að fá borgarbúa til samráðs um hverfið. Ég hef fengið þau svör að þessi hönnum hverfisins muni fara í auglýsingu hvað sem líður varnaðarorðum enda myndi breyting „riðla” skipulagstillögunni. Ekki boðar það gott fyrir framhald samráðs. Lágmarkskrafa er að hætt verði við landfyllingaráfanga 2 og 3 sem Skipulagsstofnun setur sérstaka fyrirvara við. (Sjá mynd í Fréttablaðinu 30. mars). 

Auglýsing
Ekki eru aðeins stórar landfyllingar niður með ósum heldur er tillaga um að þrengja nú almennilega að ánum þar í kring með alls konar húllumhæi (sull og busl heitir það). Ný byggð er skipulögð mjög nærri ánum. Til að tryggja að þetta „græna og sjálfbæra hverfi” verði nú örugglega ekki með neina friðsæld í kringum sig er borgarlínubraut teiknuð þvert yfir Geirsnef og árnar. Þar á samt á að vera eitthvað sem heitir Borgargarður (í beinu framhaldi af Elliðaárdalnum), en með umferð.

Í nafni sanngirni get ég þess að hugmyndir um hverfið í heild eru margar góðar. Hins vegar verður að knýja fram svar strax á opinberum vettvangi: Hvers vegna er þetta skipulag látið ganga þvert gegn öllum ráðleggingum um aðgát við ósa Elliðaánna? Hvað tilgangur er æðri því markmiði að standa vörð um perlu Reykjavíkur?

Í öðru lagi verður að færa út landhelgi grænu svæðanna sem eftir eru, en ekki ganga sífellt á þau. Útfærsla landhelginnar tekur til Elliðaárdalsins sjálfs þar sem á að hætta við strax allar byggingar á svokölluðum þróunarreit við Stekkjabakka. Þar ætti að prýða svæðið í anda dalsins alls. Ennfremur að taka frá rífleg svæði fyrir almenningsgarð og útivist á Geirsnefi og meðfram ánum út til ósa, en ekki þrengja jafn stórlega að og nú er vilji fyrir. Taka frá svæði meðfram ánum öllum á báða vegu með góðu rými fyrir fiska, fugla og fólk sem vill njóta nálægðar við náttúru (sem nú er búið að spilla um of).

(Þann 21. apríl 2021 efna Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands til málþings um skipulag grænna svæða á og nálægt höfuðborgarsvæðinu þar sem borgarstjóri situr fyrir svörum. Þessi grein verður send til fundarins sem fyrirspurn).

Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi og var sem slíkur formaður samráðshóps sem eitt sinn var um málefni Elliðaánna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar