Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas

Formaður Landsflokksins skrifar um vanhæfi, spillingu og nýju stjórnarskrána sem flokkur hans ætlar m.a. að takast á við komist hann í ríkisstjórn.

Auglýsing

Það er sætt að loksins gátu þingmenn, ráðherrar og formenn allra flokka verið saman að baka á þingi. Formenn allra flokka sem að sitja samþykktu að skipa nefnd til að ákvarða um ríkisstyrki til stjórnmálaflokka. Nefndin var skipuð framkvæmdastjórum flokkanna sem að veittu þeim framlög upp á 728,2 milljónir króna af skattpeningum almennings.

Almenningur var ekki spurður hvort hann vildi borga fyrir flokkana. Auðvitað sagði stjórnarandstaðan ekkert við þessu því að hún tók þátt í bakstrinum. Sjálftakan var bara samþykkt eins og að smyrja góðu gúmmulaði á brauð fyrir sig og sína, án þess að þjóðin kæmi þar nokkuð nærri.

Samkvæmt lögum var þessi gjörningur vanhæfi. Ég skal segja ykkur hvers vegna fyrir þá sem hafa ekki kynnt sér það. „Vanhæfisástæður. Sá sem tekur þátt í afgreiðslu styrks þarf að vera til þess hæfur. Hafi hann hagsmuna að gæta gagnvart umsækjanda eða því hvernig umsókn er afgreidd eða megi með réttu efast um óhlutdrægni hans getur hann verið vanhæfur”. Formenn allra stjórnmálaflokka sem að sitja á Alþingi, skipuðu nefnd framkvæmdastjóra stjórnmálaflokka sinna um að veita áðurnefndum stjórnmálaflokkum styrki af opinberu fé. Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas. 

Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka er siðblinda 

Ég var að stofna stjórnmálaflokk sem ber heitið Landsflokkurinn. Þegar að ég stofnaði hann þá sendi ég umsókn til RSK um skráningu og úthlutun á kennitölu til félaga, samtaka og annarra aðila sem ekki stunda atvinnurekstur. Það kostaði fimm þúsund krónur. Í kosningastefnuskrá Landsflokksins eru áform númer 37 um að ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka verði afnumdir með öllu. Það er vegna þess að stjórnmálaflokkar eru í raun félagasamtök og það ætti ekki að styrkja þá af fé frá skattborgurum frekar en hver önnur húsfélög, áhugamannahópa, fjárfestingafélög, listamannasamtök, íþróttahreyfingar o.s.frv.

Auglýsing
Það er siðblinda og sjálftaka frá alþingismönnum að klína því upp á almenning að hann þurfi að styrkja flokka á Alþingi. Það ætti hreinlega að brjóta í bága við samkeppnislög vegna annarra flokka sem að koma nýir inn. Þeir flokkar sem að sitja nú eru mun betur í stakk búnir til að sópa til sín fylgi vegna þessarar myglu sem að fyrirfinnst í núverandi rotinni stjórnsýslu.

Flokkarnir á þingi hafa yfirburða forskot nú því að þeir geta auglýst betur í fjölmiðlum, leigt sér góð og stór húsnæði undir starfsemi sína, haldið betri veislur með pinnamat og dýrindis vínum, framleitt sjónvarpsþætti, keypt sér ráðgjöf, almannatengla og blaðamenn til að fjalla vel um og skrifa lofsöng um þá í drottningarviðtölum sem að flest eru fleipur, spunnið upp af skipuleggjendum auglýsingaherferða flokkanna. Allt skal vera stórbrotið á kostnað skattborgaranna sem að borga kosningabaráttuna fyrir flokkanna. Kosningastefnuskrám þeirra má oftast líkja við blöðrur sem að springa strax eftir kosningar. Þá er fólk orðið þrælar stjórnvalda á nýjan leik, nema að almenningur kjósi þessa flokka burt. 

Stjórnarskráin er dönsk 

Nýja stjórnarskráin með endurbættum stjórnarháttum sem varða mannréttindi og mannúð gagnvart íbúum landsins verður okkar fyrsta frumvarp til Aþingis. Í þessu ljósi setjum við okkur nýja stjórnarskrá, æðstu lög landsins, sem öllum ber að virða. Stjórnarskráin sem hefur verið notuð er bráðabirgða stjórnarskrá frá Danaveldi. Þessi stjórnarskrá hefur verið notuð í um 147 ár.

Það eru fimm forsætisráðherrar búnir að sitja síðan að nýja stjórnarskráin kom út og ekkert hefur gerst. Flokkarnir sem að hafa haldið á forsætisráðherraembættinu og haft tækifæri á því að koma henni inn eru Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn tvisvar, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn. Hinir flokkarnir sem hafa setið á þingi í stjórnarandstöðu hafa ekki heldur gert neitt í því þessi tæplega tíu ár sem að nýja stjórnarskráin hefur verið staðreynd.

Engin af gömlu flokkunum vilja nýja stjórnarskrá þó að þeir segi það nú fyrir kosningar. Það er bara eitthvað til að geta lokkað almenning með gulrót að kjörkassanum. Þeir fara heldur ekki eftir þeirri gömlu. Það kusu 68 prósent kosningabærra manna og kvenna með nýrri stjórnarskrá sem að ekkert hefur miðað áfram við að koma í framkvæmd. Það sem að hefur verið gert er að plokka einhver ákvæði úr nýju stjórnarskránni og jafnvel breyta þeim eftir eigin geðþótta. Ekkert af þessu er réttlátt gagnvart meginþorra þjóðarinnar.

Höfundur er listamaður, kvikmyndagerðarmaður og formaður Landsflokksins. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar