Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas

Formaður Landsflokksins skrifar um vanhæfi, spillingu og nýju stjórnarskrána sem flokkur hans ætlar m.a. að takast á við komist hann í ríkisstjórn.

Auglýsing

Það er sætt að loks­ins gátu þing­menn, ráð­herrar og for­menn allra flokka verið saman að baka á þingi. For­menn allra flokka sem að sitja sam­þykktu að skipa nefnd til að ákvarða um rík­is­styrki til stjórn­mála­flokka. Nefndin var skipuð fram­kvæmda­stjórum flokk­anna sem að veittu þeim fram­lög upp á 728,2 millj­ónir króna af skatt­pen­ingum almenn­ings.

Almenn­ingur var ekki spurður hvort hann vildi borga fyrir flokk­ana. Auð­vitað sagði stjórn­ar­and­staðan ekk­ert við þessu því að hún tók þátt í bakstr­in­um. Sjálftakan var bara sam­þykkt eins og að smyrja góðu gúmmulaði á brauð fyrir sig og sína, án þess að þjóðin kæmi þar nokkuð nærri.

Sam­kvæmt lögum var þessi gjörn­ingur van­hæfi. Ég skal segja ykkur hvers vegna fyrir þá sem hafa ekki kynnt sér það. „Van­hæf­is­á­stæð­ur. Sá sem tekur þátt í afgreiðslu styrks þarf að vera til þess hæf­ur. Hafi hann hags­muna að gæta gagn­vart umsækj­anda eða því hvernig umsókn er afgreidd eða megi með réttu efast um óhlut­drægni hans getur hann verið van­hæf­ur”. For­menn allra stjórn­mála­flokka sem að sitja á Alþingi, skip­uðu nefnd fram­kvæmda­stjóra stjórn­mála­flokka sinna um að veita áður­nefndum stjórn­mála­flokkum styrki af opin­beru fé. Ef það er ekki van­hæfi þá heiti ég Júd­a­s. 

Rík­is­styrkir til stjórn­mála­flokka er sið­blinda 

Ég var að stofna stjórn­mála­flokk sem ber heitið Lands­flokk­ur­inn. Þegar að ég stofn­aði hann þá sendi ég umsókn til RSK um skrán­ingu og úthlutun á kenni­tölu til félaga, sam­taka og ann­arra aðila sem ekki stunda atvinnu­rekst­ur. Það kost­aði fimm þús­und krón­ur. Í kosn­inga­stefnu­skrá Lands­flokks­ins eru áform númer 37 um að rík­is­styrkir til stjórn­mála­flokka verði afnumdir með öllu. Það er vegna þess að stjórn­mála­flokkar eru í raun félaga­sam­tök og það ætti ekki að styrkja þá af fé frá skatt­borg­urum frekar en hver önnur hús­fé­lög, áhuga­manna­hópa, fjár­fest­inga­fé­lög, lista­manna­sam­tök, íþrótta­hreyf­ingar o.s.frv.

Auglýsing
Það er sið­blinda og sjálf­taka frá alþing­is­mönnum að klína því upp á almenn­ing að hann þurfi að styrkja flokka á Alþingi. Það ætti hrein­lega að brjóta í bága við sam­keppn­is­lög vegna ann­arra flokka sem að koma nýir inn. Þeir flokkar sem að sitja nú eru mun betur í stakk búnir til að sópa til sín fylgi vegna þess­arar myglu sem að fyr­ir­finnst í núver­andi rot­inni stjórn­sýslu.

Flokk­arnir á þingi hafa yfir­burða for­skot nú því að þeir geta aug­lýst betur í fjöl­miðl­um, leigt sér góð og stór hús­næði undir starf­semi sína, haldið betri veislur með pinna­mat og dýr­indis vín­um, fram­leitt sjón­varps­þætti, keypt sér ráð­gjöf, almanna­tengla og blaða­menn til að fjalla vel um og skrifa lof­söng um þá í drottn­ing­ar­við­tölum sem að flest eru fleip­ur, spunnið upp af skipu­leggj­endum aug­lýs­inga­her­ferða flokk­anna. Allt skal vera stór­brotið á kostnað skatt­borgar­anna sem að borga kosn­inga­bar­átt­una fyrir flokk­anna. Kosn­inga­stefnu­skrám þeirra má oft­ast líkja við blöðrur sem að springa strax eftir kosn­ing­ar. Þá er fólk orðið þrælar stjórn­valda á nýjan leik, nema að almenn­ingur kjósi þessa flokka burt. 

Stjórn­ar­skráin er dönsk 

Nýja stjórn­ar­skráin með end­ur­bættum stjórn­ar­háttum sem varða mann­rétt­indi og mannúð gagn­vart íbúum lands­ins verður okkar fyrsta frum­varp til Aþing­is. Í þessu ljósi setjum við okkur nýja stjórn­ar­skrá, æðstu lög lands­ins, sem öllum ber að virða. Stjórn­ar­skráin sem hefur verið notuð er bráða­birgða stjórn­ar­skrá frá Dana­veldi. Þessi stjórn­ar­skrá hefur verið notuð í um 147 ár.

Það eru fimm for­sæt­is­ráð­herrar búnir að sitja síðan að nýja stjórn­ar­skráin kom út og ekk­ert hefur gerst. Flokk­arnir sem að hafa haldið á for­sæt­is­ráð­herra­emb­ætt­inu og haft tæki­færi á því að koma henni inn eru Sam­fylk­ing­in, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn tvisvar, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Vinstri græn. Hinir flokk­arnir sem hafa setið á þingi í stjórn­ar­and­stöðu hafa ekki heldur gert neitt í því þessi tæp­lega tíu ár sem að nýja stjórn­ar­skráin hefur verið stað­reynd.

Engin af gömlu flokk­unum vilja nýja stjórn­ar­skrá þó að þeir segi það nú fyrir kosn­ing­ar. Það er bara eitt­hvað til að geta lokkað almenn­ing með gul­rót að kjör­kass­an­um. Þeir fara heldur ekki eftir þeirri gömlu. Það kusu 68 pró­sent kosn­inga­bærra manna og kvenna með nýrri stjórn­ar­skrá sem að ekk­ert hefur miðað áfram við að koma í fram­kvæmd. Það sem að hefur verið gert er að plokka ein­hver ákvæði úr nýju stjórn­ar­skránni og jafn­vel breyta þeim eftir eigin geð­þótta. Ekk­ert af þessu er rétt­látt gagn­vart meg­in­þorra þjóð­ar­inn­ar.

Höf­undur er lista­mað­ur, kvik­mynda­gerð­ar­maður og for­maður Lands­flokks­ins. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar