Gátu ekki klárað rannsókn á nokkrum málum vegna skorts á fjármunum

Ólafur Þór Hauksson segir að niðurskurður á framlögum til embættis sérstaks saksóknara á árinu 2013 og tímalengd rannsókna hafi gert það að verkum að rannsóknum á sumum málum sem embættið vildi klára, var hætt.

Auglýsing

Ólafur Þór Hauks­son, hér­aðs­sak­sókn­ari og áður sér­stakur sak­sókn­ari, segir að nið­ur­skurð­ur­inn sem emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara var lát­inn sæta árið 2013, upp á 774 millj­ónir króna, hafi gert það að verkum að ekki var hægt að klára rann­sókn á sumum málum tengdum hrun­inu. „Auð­vitað voru þarna nokkur mál sem við hefðum viljað fara betur ofan í sem við höfðum ekki „reso­urce-a“ til að taka.“ 

Þetta kom fram í við­tali Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans, við Ólaf í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í gær þar sem þeir ræddu hrunið og afleið­ingar þess í til­efni af því að ára­tugur er lið­inn frá atburð­unum afdrifa­ríku nú um stund­ir. Hægt er að horfa á stiklu úr þætt­inum hér að ofan.

Ólafur segir að um 200 mál hafi komið inn á borð emb­ætt­is­ins tengd hrun­inu. Af þeim hafi mörg verið sam­einuð og á end­anum fóru 35 í ákæru­ferli. Af þeim standa sex eft­ir, tvö fyrir hér­aðs­dómi og fjögur fyrir Lands­rétti. Þar af eru fjögur mál sem Hæsti­réttur Íslands hefur heim­vísað til lægra dóm­stigs.

Auglýsing

Aðspurður um þau mál sem röt­uðu ekki í ákæru­ferli segir Ólafur að þar sé fyrst og fremst um mál að ræða sem emb­ættið taldi ð myndu ekki ná inn í dóm. „Ann­ars vegar var þá hætt rann­sókn eða þá mál voru full­kláruð og svo tekið mat á því hvort þau stæð­ust sönn­un­ar­lega séð. Hvort það væru meiri lík­indi en minni að það yrði sak­fellt í þeim. Í nokkrum til­vikum var það þannig að það þótti ekki vera. Síðan í rest­ina voru farin að koma inn frek­ari sjón­ar­mið eins og til dæmis tíma­lengd­in, hvað þetta var búið að taka langan tíma. Þar kom inn í að við erum skorin svo­lítið hressi­lega niður strax á árinu 2013, sem gerir það að verkum að sumt að því sem við vorum með það náði ekki fram.“

Þegar Ólafur var spurður um það í þætt­inum hvernig það stæð­ist jafn­ræð­is­sjón­ar­mið að sumir ein­stak­lingar slyppu við ákæru, og mögu­lega dóm, vegna þess að rann­sókn á málum þeirra hefði tekið lengri tíma en hjá öðrum eða vegna þess að emb­ætt­inu skorti fjár­magn, svar­aði hann því til að það væri eðli­legt að velta þeirri spurn­ingu upp. „En í mjög mörgum til­vikum var um að ræða mál sem beindust að sömu aðilum og áður höfðu fengið dóma og jafn­vel voru komnir með full­nýtta refsiramma, upp í sex ár. Þannig að það var í lang­flestum til­vikum um slíkt að ræða.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent