Gátu ekki klárað rannsókn á nokkrum málum vegna skorts á fjármunum

Ólafur Þór Hauksson segir að niðurskurður á framlögum til embættis sérstaks saksóknara á árinu 2013 og tímalengd rannsókna hafi gert það að verkum að rannsóknum á sumum málum sem embættið vildi klára, var hætt.

Auglýsing

Ólafur Þór Hauks­son, hér­aðs­sak­sókn­ari og áður sér­stakur sak­sókn­ari, segir að nið­ur­skurð­ur­inn sem emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara var lát­inn sæta árið 2013, upp á 774 millj­ónir króna, hafi gert það að verkum að ekki var hægt að klára rann­sókn á sumum málum tengdum hrun­inu. „Auð­vitað voru þarna nokkur mál sem við hefðum viljað fara betur ofan í sem við höfðum ekki „reso­urce-a“ til að taka.“ 

Þetta kom fram í við­tali Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans, við Ólaf í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í gær þar sem þeir ræddu hrunið og afleið­ingar þess í til­efni af því að ára­tugur er lið­inn frá atburð­unum afdrifa­ríku nú um stund­ir. Hægt er að horfa á stiklu úr þætt­inum hér að ofan.

Ólafur segir að um 200 mál hafi komið inn á borð emb­ætt­is­ins tengd hrun­inu. Af þeim hafi mörg verið sam­einuð og á end­anum fóru 35 í ákæru­ferli. Af þeim standa sex eft­ir, tvö fyrir hér­aðs­dómi og fjögur fyrir Lands­rétti. Þar af eru fjögur mál sem Hæsti­réttur Íslands hefur heim­vísað til lægra dóm­stigs.

Auglýsing

Aðspurður um þau mál sem röt­uðu ekki í ákæru­ferli segir Ólafur að þar sé fyrst og fremst um mál að ræða sem emb­ættið taldi ð myndu ekki ná inn í dóm. „Ann­ars vegar var þá hætt rann­sókn eða þá mál voru full­kláruð og svo tekið mat á því hvort þau stæð­ust sönn­un­ar­lega séð. Hvort það væru meiri lík­indi en minni að það yrði sak­fellt í þeim. Í nokkrum til­vikum var það þannig að það þótti ekki vera. Síðan í rest­ina voru farin að koma inn frek­ari sjón­ar­mið eins og til dæmis tíma­lengd­in, hvað þetta var búið að taka langan tíma. Þar kom inn í að við erum skorin svo­lítið hressi­lega niður strax á árinu 2013, sem gerir það að verkum að sumt að því sem við vorum með það náði ekki fram.“

Þegar Ólafur var spurður um það í þætt­inum hvernig það stæð­ist jafn­ræð­is­sjón­ar­mið að sumir ein­stak­lingar slyppu við ákæru, og mögu­lega dóm, vegna þess að rann­sókn á málum þeirra hefði tekið lengri tíma en hjá öðrum eða vegna þess að emb­ætt­inu skorti fjár­magn, svar­aði hann því til að það væri eðli­legt að velta þeirri spurn­ingu upp. „En í mjög mörgum til­vikum var um að ræða mál sem beindust að sömu aðilum og áður höfðu fengið dóma og jafn­vel voru komnir með full­nýtta refsiramma, upp í sex ár. Þannig að það var í lang­flestum til­vikum um slíkt að ræða.“

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Eiríkur Ragnarsson
Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið
Kjarninn 19. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent