Kærleikurinn, sósinn minn, kærleikurinn!

Úlfar Þormóðsson skrifar um stefnu Sósíalistaflokks Íslands.

Auglýsing

Þeir ætla ekki ein­asta að byggja hús­næði yfir þús­undir fyrir smott­erí, sós­í­alist­arnir hans Gunn­ars Smára, heldur ætla þeir líka að stór­auka skatt­heimtu á eign­ir, erfðir og fjár­magnstekjur og inn­leiða þannig, já, „inn­leiða meiri kær­leika, sátt og rétt­læti“ svo notuð séu þeirra eigin orð.

Og ekki allt upp talið. Þeir ætla líka að gera dulítið annað og meira, sós­arn­ir. 

Þann 13.05. '21 kynnti Sós­í­alista­flokk­ur­inn stefnu sína í mál­efn­um er snúa að of­beldi hvers kon­­ar. Þar seg­ir að kjós­­end­um bjóð­ist að kjósa til valda flokk, í þing­­kosn­­ing­um í haust, sem ætl­­ar að ráð­ast í aðgerðir gegn hvers kyns of­beldi, sem flokk­­ur­inn seg­ir að sé rót­gróið og kerf­is­bundið í sam­­fé­lag­inu. Aðferðin til þess að ná þessu mark­miði fram var sam­þykkt á sam­eig­in­­leg­um fundi fram­­kvæmda- og ­mál­efna­­stjórn­a Sósí­al­ista­­flokks­ins fyrr í dag (11.05.´21).Þar má lesa þetta:

Setja á lagg­irn­ar sér­­stakt of­beld­is­eft­ir­lit sem rann­sak­ar eft­ir ábend­ing­um eða eig­in frum­­kvæði vinnu­staði, skóla og op­in­bera staði. Eft­ir­litið muni þannig hafa vald til að bregð­ast við þar sem sýnt er að of­beldi og/eða áreitni við­gengst. Þá verði eft­ir­lit­inu heim­ilt að fjar­lægja of­beld­is­­menn, svipta staði starfs­­leyfi og beita öðrum leiðum til að tryggja starfs­­fólki, nem­um og gest­um ör­yggi. Einnig seg­ir um téð eft­ir­lit að því muni bera að ein­beita sér sér­­stak­­lega að þeim stöðum þar sem valda­ó­­jafn­­vægi er mik­ið, vegna tekjumun­­ar, ald­­ur­s­mun­ar eða ólíks upp­­runa, stöðu eða valds.

Setja á lagg­irn­ar sjálf­­stæð lög­­­reglu- og ákæru­­stofn­un með hæfu starfs­­fólki sem sér­­hæfi sig í rann­­sókn og máls­með­ferð kyn­­ferð­is­of­beld­is­­mála, lagi rann­­sókn­­ar­að­ferðir að þörf­um þolenda og al­var­­leika mál­anna. Þannig á stofn­un­in að geta styrkt mála­­rekst­ur sinn fyr­ir dóm­stól­um og söm­u­­leiðis stuðn­ing við brota­þola fyr­ir og eft­ir mál­­flutn­ing og meðan á hon­um stend­­ur.

Veita brota­þolum gjaf­­sókn til þess að sækja einka­­mál gegn brota­­mönn­­um.

Koma á fót „heim­ili fyr­ir brota­­menn“ sem beita sam­býl­is­­fólk sitt, fjöl­­skyld­ur og maka of­beldi. Þannig skulu þeir fjar­lægðir af heim­il­um sín­um og á hið þar til gerða heim­ili. Full­­trú­ar „of­beld­is­eft­ir­lits“ mæti ætíð á vett­vang heim­il­is­of­beld­is auk barna­vernd­­ar­yf­­ir­­valda, búi börn við aðstæður þar sem of­beldi þrífst.

Auglýsing
Þróa nám­­skeið fyr­ir alla þá sem vinna með börn­um til að auka þekk­ingu þeirra á of­beldi gegn börn­um og auka getu þeirra til þess að koma auga á hvers kyns mis­­­ferli gegn þeim. Þannig verður sú krafa gerð að all­ir þeir sem vinni með börn­um hafi lokið slíku nám­­skeiði.

Efna verði til nám­­skeiða fyr­ir starfs­­fólk heil­brigð­is­­stofn­ana og þá sem vinna við per­­són­u­­lega aðstoð fólks sem býr við fötl­un, lík­­am­­lega eða and­­lega, eða get­u­skerð­ingu af ein­hverju tagi. Fræðsl­unni er ætlað að koma í veg fyr­ir of­beldi af hendi umönn­un­­ar­að­ila hvort held­ur með­vitað eða ómeð­vitað og hvernig best sé að þekkja ein­­kenni þess og bregð­ast við.

Þróa náms­efni um kynja­fræði, kyn­­ferð­is­of­beldi og annað of­beldi og inn­­­leiða fyr­ir alla ár­­ganga leik­­skóla, grunn­­skóla og fram­halds­­­skóla. Þá verði unnið fræðslu­efni fyr­ir all­an al­­menn­ing.

Tryggja brota­þolum með­ferð við áföll­um sín­­um. Greiða skal sann­girn­is- og miska­bæt­ur úr op­in­ber­um sjóðum til þeirra sem hafa orðið fyr­ir of­beldi og skaða og ekki geta sótt slík­­ar bæt­ur í einka­­mál­­um. Bóta­­nefnd miði við lægri sönn­un­­ar­­kröfu en reynd­in er í saka­­mál­­um.

***

Þeir lofa því að kær­leik­ur­inn sé í hendi, for­rétt­indasós­arn­ir, kom­ist þeir til valda. Heita því; full­yrða það nán­ast. Og hann verður vernd­að­ur, kær­leik­ur­inn, af  "sér­stöku ofbeld­is­eft­ir­liti" og "sjálf­stæð(ri) lög­­­reglu- og ákæru­­stofn­un.

Er ekki bara bjart framund­an?

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar