Kærleikurinn, sósinn minn, kærleikurinn!

Úlfar Þormóðsson skrifar um stefnu Sósíalistaflokks Íslands.

Auglýsing

Þeir ætla ekki einasta að byggja húsnæði yfir þúsundir fyrir smotterí, sósíalistarnir hans Gunnars Smára, heldur ætla þeir líka að stórauka skattheimtu á eignir, erfðir og fjármagnstekjur og innleiða þannig, já, „innleiða meiri kærleika, sátt og réttlæti“ svo notuð séu þeirra eigin orð.

Og ekki allt upp talið. Þeir ætla líka að gera dulítið annað og meira, sósarnir. 
Þann 13.05. '21 kynnti Sósíalistaflokkurinn stefnu sína í mál­efn­um er snúa að of­beldi hvers kon­ar. Þar seg­ir að kjós­end­um bjóðist að kjósa til valda flokk, í þing­kosn­ing­um í haust, sem ætl­ar að ráðast í aðgerðir gegn hvers kyns of­beldi, sem flokk­ur­inn seg­ir að sé rót­gróið og kerf­is­bundið í sam­fé­lag­inu. Aðferðin til þess að ná þessu markmiði fram var samþykkt á sam­eig­in­leg­um fundi fram­kvæmda- og mál­efna­stjórna Sósí­al­ista­flokks­ins fyrr í dag (11.05.´21).Þar má lesa þetta:

Setja á lagg­irn­ar sér­stakt of­beldis­eft­ir­lit sem rann­sak­ar eft­ir ábend­ing­um eða eig­in frum­kvæði vinnustaði, skóla og op­in­bera staði. Eft­ir­litið muni þannig hafa vald til að bregðast við þar sem sýnt er að of­beldi og/eða áreitni viðgengst. Þá verði eft­ir­lit­inu heim­ilt að fjar­lægja of­beld­is­menn, svipta staði starfs­leyfi og beita öðrum leiðum til að tryggja starfs­fólki, nem­um og gest­um ör­yggi. Einnig seg­ir um téð eft­ir­lit að því muni bera að ein­beita sér sér­stak­lega að þeim stöðum þar sem valda­ó­jafn­vægi er mikið, vegna tekjumun­ar, ald­urs­mun­ar eða ólíks upp­runa, stöðu eða valds.

Setja á lagg­irn­ar sjálf­stæð lög­reglu- og ákæru­stofn­un með hæfu starfs­fólki sem sér­hæfi sig í rann­sókn og málsmeðferð kyn­ferðisof­beld­is­mála, lagi rann­sókn­araðferðir að þörf­um þolenda og al­var­leika mál­anna. Þannig á stofn­un­in að geta styrkt mála­rekst­ur sinn fyr­ir dóm­stól­um og sömu­leiðis stuðning við brotaþola fyr­ir og eft­ir mál­flutn­ing og meðan á hon­um stend­ur.

Veita brotaþolum gjaf­sókn til þess að sækja einka­mál gegn brota­mönn­um.

Koma á fót „heim­ili fyr­ir brota­menn“ sem beita sam­býl­is­fólk sitt, fjöl­skyld­ur og maka of­beldi. Þannig skulu þeir fjar­lægðir af heim­il­um sín­um og á hið þar til gerða heim­ili. Full­trú­ar „of­beldis­eft­ir­lits“ mæti ætíð á vett­vang heim­il­isof­beld­is auk barna­vernd­ar­yf­ir­valda, búi börn við aðstæður þar sem of­beldi þrífst.

Auglýsing
Þróa nám­skeið fyr­ir alla þá sem vinna með börn­um til að auka þekk­ingu þeirra á of­beldi gegn börn­um og auka getu þeirra til þess að koma auga á hvers kyns mis­ferli gegn þeim. Þannig verður sú krafa gerð að all­ir þeir sem vinni með börn­um hafi lokið slíku nám­skeiði.

Efna verði til nám­skeiða fyr­ir starfs­fólk heil­brigðis­stofn­ana og þá sem vinna við per­sónu­lega aðstoð fólks sem býr við fötl­un, lík­am­lega eða and­lega, eða getu­skerðingu af ein­hverju tagi. Fræðslunni er ætlað að koma í veg fyr­ir of­beldi af hendi umönn­un­araðila hvort held­ur meðvitað eða ómeðvitað og hvernig best sé að þekkja ein­kenni þess og bregðast við.

Þróa náms­efni um kynja­fræði, kyn­ferðisof­beldi og annað of­beldi og inn­leiða fyr­ir alla ár­ganga leik­skóla, grunn­skóla og fram­halds­skóla. Þá verði unnið fræðslu­efni fyr­ir all­an al­menn­ing.

Tryggja brotaþolum meðferð við áföll­um sín­um. Greiða skal sanngirnis- og miska­bæt­ur úr op­in­ber­um sjóðum til þeirra sem hafa orðið fyr­ir of­beldi og skaða og ekki geta sótt slík­ar bæt­ur í einka­mál­um. Bóta­nefnd miði við lægri sönn­un­ar­kröfu en reynd­in er í saka­mál­um.

***

Þeir lofa því að kærleikurinn sé í hendi, forréttindasósarnir, komist þeir til valda. Heita því; fullyrða það nánast. Og hann verður verndaður, kærleikurinn, af  "sérstöku ofbeldiseftirliti" og "sjálfstæð(ri) lög­reglu- og ákæru­stofn­un.

Er ekki bara bjart framundan?

Höfundur er rithöfundur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar